Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 17
MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 17 ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM: T7nTrrrm í>AÐ er mikið talað um stór- myndirnar, en þó eru myndirn- ar miklu fleiri, sem ekki er með neinu móti hæ*gt að kalla stór- myndir. Þrjár slíkar hef ég séð á stuttum tíma, eina franska, eina ameríska og eina enska. Sú franska er sýnd í Kópá- vogsbíói og nefnist „Teflt á tví- sýnu“. Hún er að öllu leyti venjuleg frönsk njósnamynd, nema að því, að Virna Lisi er meðal leikenda. Virðist líklegt að þessi mynd sé meðal þeirra hlutverka, sem hún vildi gjarn- an gleyma, því að hún leikur ekki vel og er langt frá því að vera eins falle'g og hún hefur verið í öðrum kvikmyndum. Handritið er mistök frá upp- hafi til enda. Fjallar það um rán á líkani af eldflaug, sem er svo ólíklega framkvæmt, að ekki get ur talizt afsakanlegt. Myndin er illa gerð tæknilega og mynda- takan óvenju slæm. Svo léleg er myndatakan, að það tekst að leyna því að Virna LLsi er vel vaxin .Hún verður nærri því eins flöt og karlmennirnir. Hetjan er leikin af Dominique Paturel, sem gerir það allvel. Heldur subbuleg lítil mynd, sem reynir að réttlæta tilveru sína með gerviraunsæi. í Háskólabíói er sýnd myndin „Lestarránið mikla“. Segir hún frá stúlknaskóla, sem flytur inn í gamalt hús, þar sem skömmu áður hafði verið falið þýfi úr miklu lestarráni, tvær og hálf milljón sterlingspunda. Skóli þessi er sérstakur um marga hluti, svo sem að hafa veðmála- skrifstofu á lóðinni, drykkju- veizlur stúlknanna, fjárhættu- spil o.s.frv. Ein stúlknanna finnur pening- ana, þar sem þeir eru geymdir undir senunni í samkomusal skólans. Segir hún engum frá, en fer að veðja stórum upphæð- um á hesta. Veðmálamiðlarinn verður fullur grunsemda, eltir hana og finnur þýfið. Reynir hann að fá sem mest út úr þess- ari vitneskju, en þykir heldur lítið til koma tíu þúsund punda verðlauna, sem eru í boði fyrir þann, sem fundið getur þýfið. Ræningjarnir eru þó ekki af baki dottnir og tekst að ná þýf- inu og koma því í járnbrautar- lest. Hefst þá eltingaleikur í járnbrautalestum, milli þjóf- anna, stúlknanna og lögreglunn- ar. Er þetta lang bezti hluti myndarinnar og mjög' skemmti- legur kafli. En myndin ber þess of mörg merki, að vera búin til fyrst og fremst fyrir innanlands- markað í Bretlandi, þar sem ým- islegt er fyndið, sem er sjálfsagð ur hlutur hér. Á þétta sérstak- iega við alla brandara, sem byggj.ast á stéttaskiptingu, en þeir eru margir í svona mynd. í Stjörnubíói er sýnd myndih „Á öldum hafsins". Fjallar hún um íþrótt, sem ekki er þekkt hér á landi sem er í því fólgin að renna sér á þar til gerðu bretti eftir öldum, þegar þær berast að gtröndinni. Er þetta mikið iðkuð íþrótt á vesturströnd Bandaríkjanna, á Hawaii og í Ástralíu. Mun hún vandasöm og 10 ÁRA ABYRGÐ TVÖFALT INANGRUNAR 20ára reynsla fiérlendi SIM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO h r 10 ÁRA ÁBYRGD Stofnfundur Klúbhsins ÖRUGGUR AKSTUR á Vopnafirði verður haldinn n.k. föstudag — 18. okt. — kl. 21.30 í mötu- neyti síldarverksmiðjunnar. D a g s k r á : 1. Ávarp: Halldór Karl Halldórsson, kaupfélagsstjóri. 2. Afhending viðurkenningar- og verðliaunamerkja Samvinnutrygginga 1967 fyrir 5 og 10 ára öruggan akstur. ( 3. Framsaga Baldvins Þ. Kristjánssonar um klúbba- hreyfinguna og umferðaröryggið. 4. Stofnun Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR á Vopna- firði — lagasamþykkt, stjórnarkjör. 5. Sameiginleg kaffidrykkja í boði hins nýja klúbbs. 6. Umferðarkvikmynd. Þeir, sem á undanförnum árum hafa hlotið viður- kcnningu Samvinnutrygginga fyrir öruggan akstur, eru hér með sérstaklega boðaðir á stofnfundinn, en auk þess allir bifreiðatryggjendur félagsins í kaup- túni og sveit. I Allt áhugafólk um umferðaröryggismál er velkomið á fundinn. SAMVINNUTRYGGINGAR. útheimtir miikð jafnvægi og ná- kvæmni. Ekki verður sagt að það lofi góðu að Fabian skuli w;ra í að- alhlutverki. Það er þó nokkur sárabót, að hann syngur ekkert í myndinni. Þrír ungir menn koma til Hawaii til að stunda „surfing“, einis og ég neyðist til að kalla þessa íþrótt, vegna vönt unar á íslenzku orði. Að sjáif- sögðu verða þeir allir að lenda í ástaræfintýrum strax í byrjun myndarihnar og fer fyrsti hálf- tíminn að miklu leyti í það. En svo fer skyndilega að verða gaman. Þá ier búið að afgreiða ástarmálin að mestu og þeir fara að. stunda surfing. Það er aug- ljóst, að þetta hlýtur að vera ein af mest heillandi íþróttum sem til eru. Það er ekki hægt annað en að hrífast af þeirri fggurð sem hafinu fylgir, og þeirri furðulegu kunnáttu, si:m lýsir sér í að svífa eftir öldutoppun- um og niður í öldudali á ofsa- hraða. Það er líka ógnvekjandi, þegar sjórinn nær mönnunum og kastar sér yfir þá af. þunga og miskunnarleysi. Þetta er ekki hættulaus íþrótt, þegar komið er VARTA rolhlöður Traustar, endingargóðar, geymast vel. Heildsölubirgð ir: * Jóh. Olafsson & Co. Hverfisgötu 18. Símar 11630 - 11632. út í þrjátíu feta háar öldur. Varla er ástæða til að geta um leikendur, að öðru leyti en því, að Fabian er til stórskaða og James Mitchum, sonur Roberts Mitchum, er mjög skemmtileg manngerð, ekki ólíkur föður sínum. Myndatakan er í litum og er heldur ómerkileg, þegar verið ier að fást við fólkið, enda sér maður það síðar, að það er auka atriði. Það sem vinnan og áhug- inn hafa snúizt um eru senurn- ar frá sjónum og þær eru stór- kostlega gerðar. Það er hægt að ímynda sér hver vandkvæði eru á slíkri myndatöku, en hún er frábærlega heppnuð. Mynd þessi er óvenjulega stutt, lekki nema sléttur klukkutími, -og þess virði að sjá hana, þó léleg sé sem kvikmynd, til þess eins að sjá surfing. Peningar Kaupi veðtryggða víxla 100—500 búsund. Tilboð merkt: „Viðskipti — 2114“ sendist strax. rf„ Opidallo dogo til kl. 24 Þar negla þeir upp bæði notuð og ný snjó- dekk, skera snjómunstur í slitnu hjólbarð- ana, og hafa til sölu allar stærðir af BRIDGESTONE og finnsku NOKIA snjó- hjólbörðunum, ásamt ódýrum snjóhjólbörð- um sóluðum í Þýzkalandi. Reynið viðskiptin. Opið alla daga til kl. 24. Hjólbarðaverkstæbi Kópavogs Kársnesbraut 1. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ FRAM HAFNARFIRÐI heldur fund næstkomandi fimmtudag 17. þ.m. kl. 8.30 síðdegis í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, ræðir viðhorfin í þingbyrjun. Skorað er á allt sjálfstæðisfólk að fjölmenna á fundinn. STJÓRNIN. Vélrítunarstúlka oskast Innflutningsfyrirtæki óskar eftir góðum vélritara. Vélritun á ís- lenzku, ensku og dönsku. — Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld 17/10, merktar: „Trúnaður — 2089“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.