Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 Laufey Pálsdóttir — Minningarorð — ÞANN 28. september sl. and- aðist frú Laufey Pálsdóttir á heimili sonar síns í Reykjavík. Hún var fædd á Akureyri 3. september 1887. Foreldrar hennar voru hjón- in Álfheiður Eyjólfsdóttir frá bænum Hamborg í Fljótsdal og Páll Jónsson, er síðar tók sér ættarnafnið Árdal, skáld og kennari frá Helgastöðum í Eyja- firði. Laust eftir aldamótin hóf hún prentnám á Akureyri og var rHeð fyrstu konum, er lærði þá iðn. Síðan gekk hún í Gagnfræða- skólann á Akureyri. Ung giftist hún Jóhannesi Þorsteinssyni, kaupmanni á Akureyri. Eignuð- ust þau einn son, Steingrím J. Þorsteinsson, prófessor við Há- skóla íslands, sem kvæntur er Valgerði Þorsteinsdóttur frá Ak ureyri. Mann sinn, Jóhannes Fósturfaðir minn Eyjólfur Vilhelmsson lézt að Hrafnistu mánudaginn 14. október. Jarðarförin ákveðin síðar. Þorleifur Jónsson. Eiginkona mín Margrét Kristjánsdóttir frá Minna-Mosfelli, ándáðist á heimili sínu Smára túni 28, Keflavík 15. þ.m. Jakob Sigurðsson. missti hún árið 1920. Systurson sinn nýfæddan tók Laufey í fóst- ur og gerði hann að kjörsyni sínum. Lét hún hann heita Jó- hannes eftir manni sínum, en hann dó aðeins tuttugu og tveggja ára gamall. Árið 1925 giftist Laufey Jóni E. Sigurðssyni, forstjóra á Akur eyri. Eignuðust þau eina dóttur, Sólveigu Björgu, sem gift er Paul Dyhre Hansen, landsréttar lögmanni, og er heimili þeirra í Odense í Danmörku. Heimili sitt átti Laufey a'lltaf á Akureyri í húsinu Hamborg, sem hún löngum var kennd við. Þar var oft gestkvæmt og glað- værð ríkjandi, og fóru menn þaðan bjartsýnni á lífið og fram tíðina. Laufey var félagslynd peð afbrigðum. Kvenfélagið Fram tíðin naut starfskrafta hennar í þrjátíu ár. Einnig starfaði hún mikið í Oddfellowreglunni og var þar atkvæðamikil eins og alls staðar, er hún lagði hönd að verki. Hún var í stjórnar- nefnd þeirri, sem vann að því að Kristneshælið var reist. Hún var ætíð reiðubúin að leggja góðu máli lið, og líknarstofnan- ir á Akureyri áttu góðan liðs- mann þar sem hún var. Laufey var glaðvær frjálsleg og dugleg. Lífskrafturinn geisl- aði af henni. Verksvið hennar var stærra og meira en séð var í fljótu bragði. Hún var lesin vel og hafði af miklu að miðla og auðgaði anda sinn, er færi gafst. Hugur hennar var opinn fyrir öllu, sem hún heyrði og sá. Hátt á áttræðisaldri sagði hún eitt sinn við mig: „Ég má til með að hressa upp á enskukunnáttu mína, er orðin hálf stirð að lesa hana núna“. Hún lét ekki sitja við orðin tóm, heldur fékk sér Föstudaginn 11. okt. andaðisst Ólöf Kristjánsdóttir frá Görðum í Breiðavíkurhr. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtud. 17. okt. kl. 10.30. Jarðsett verð- ur að Ingjaldshóli, Hellissandi föstud. 18. okt. kl. 2.00. F.h. okkar systkinanna. Maríus Guðmundsson. Við andlát og útför Ásthildar Bjamadóttur frá Hreggsstöðum viljum við færa hjúkrunar- fólki og starfsfólki á Vífils- stöðum, sem og öllum þeim mörgu, er auðsýndu henni hjálpfýsi og góðvild í veik- indum hennar, okkar alúðar- fyllstu þakkir. Vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför t Móðir okkar og tengdamóðir Auðbjörg Jónsdóttir frá Bólstað, Vestmannaeyjum, sem andaðist 9. okt. sl. verð- ur jarðsungin frá Landa- kirkju fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 2 e.h. Bára og Páll Gíslason Lilja og Ragnar Runólfsson Óskar og Soffía Zophaniasardóttir. t Jarðarför eiginmanns míns og föður Guðmundar Bjarnasonar, Langholtsvegi 87, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 13.30. Ragnhildur Halldórsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir. Halldóru Bjarnadóttur, Elliheimilinu, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna. Sigriður Guðnadóttir. t Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu Helgu Jónsdóttur frá Núpi, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki sjúkrahússins Sólvangs í Hafnarfirði fyrir ómetanlega aðstoð og ljúfa framkomu í veikindum hinnar látnu. Jón Ingvarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. ■■MMaBÉj enskar bækur til lestrar. Hún talaði oft um, ^hve nauðsynlegt væri að staðna ekki, heldur ávallt læra og fylgjast með. Hún var ung, þótt árum fjölgaði, sá alltaf nóg starf framundan, hafði alls ekki tíma til að eldast, enda tókst henni að halda æskufjöri sínu til æviloka. Börn hennar áttu góða móður. f móðurhlutverkinu var hún heil sem og í öllu öðru. Hún kunni ekki að gera neitt verk hálft. Börnin sýnddu það líka bæði í orði og verki, að hún var þeim kær. Unun var að heyra hana tala um barnabörn- in. Frásögn hennar var ávallt gædd miklu lífi. Hún átti ríkan orðaforða og kunni að nota hann. „Dagar þíris lífs, þínar sögur, þín svör voru sjóir með hrynjandi trafi“. — Ég þakka frú Laufeyju þá vin áttu er hún veitti mér. Að þekkja hana var að sjá lífið í fagurri mynd. Dugnaður, þrek og þor ásamt birtu og yl voru föru- nautar hennar. Þessa mynd geymum við vinir hennar í hug- um okkar. Börnum hennar sendi égbeztu kveðjur og gleðst með þeim í minningunni um góða og göfuga móður. Þorbjörg Pálsdóttir 70_óro: Sigurunn Þorfinnsdóttir „Enginn stöðvar tímans þUnga nið“. Þessi Ijóðlína kom upp í huga minn þegar ég minntist þess að Sigurunn Þorfinnsdóttir er sjötug í dag 16. október. Sigurunn fæddist og ólst upp í Glaumbæ í Langadal, dóttir sæmdar hjónanna Kristínar Dav íðsdóttur og Þorfinns Jónatans- sonar er þar bjuggu lengi. Krist ín var mikilhæf gáfukona og ógleymanlegur persónuleiki þeim er henni kynntust. Við hlið henn ar stóð sómamaður, Þorfinnur einn af þeim mönnum sem ekki mátti vamm sitt vita. Þau hjón eignuðust 2 dætur, Ingibjörgu er lengi bjó á Blöndu ósi, og nú er látin og Sigurunni. Sigurunn var á heimili for- eldra sinna fram um tvítugs aldur eða þar til hún giftist manni sínum Guðmundi Agnars- syni frá Fremstagili. f hart nær hálfa öld hafa þau búið á Blönduósi að undanskildu 1 ári sem þau bjuggu úti á Skaga. Segja má að Sigurunn hafi það sem af er æfinnar búið innan þess sjóndeildarhrings sem hún ung eygði á bernskuheimili sínu Glaumbæ. Snemma bar á því að Sigur- unn var gædd eðlisgáfum og vildi auka fróðleik sinn og víð- sýni. Ung fór hún í Kvennaskól ann á Blönduósi, sem var á þeim tíma sú eina menntastofnun þar í sýslu sem ungar stúlkur höfðu aðgang að til að búa sig undir lífsstarf sitt. Eitthvað mun hún hafa verið hjá séra Knúdsen á Bergsstöðum, sem unglingur, og það eitt er víst að alla tíð hefur hún getað lesið og fylgzt með í dönskum og norskum blöðum og tímaritum, enda mikið lesið af bókum alla tíð, eins og títt er um velgefið og fróðleiksleitandi fólk. Á Kvennaskólanum hefur alla tíð verið mikið kapp lagt á að kenna nemendum saumaskap og hannyrðir en fyrir því var hugur Sigurunnar vel opin, enda hefur hún í fjölda mörg ár stund að saumaskap með húsmóðurstörf unum, af mikilli lagni og myndar skap að það sæti væri vand- fyllt. Sigurunn er einn af stofn- endum kvenfélagsins „Vöku“ á Blönduósi, og lengst af í stjóm þess. Þegar Blönduósingar byggðu sitt glæsilega félags- heimili var Sigurunn í bygging- arnefnd fyrir sitt félag. Það skiptast á skin og skúrir í lífi manna. Sigurunn hefur ekki farið varhluta af því. Fyrir 12 árum gekk hún undir stóra aðgerð við sjúkdómi sem talinn var banvænn. Fyrir guðs hjálp og góðra lækna heppnaðist þessi aðgerð, en í óvissu þurfti hún að vera í nokkur ár og getur hver sem er ímyndað sér hver þolraun það hefur verið, en aldrei heyrðist æðruorð hvorki við skyldmenni eða kunningja, slík er sálarró og festa þessar- ar konu. Eins og áður er getið hafa þau Sigurunn og Guðmundur bú ið á Blönduósi um langt árabiL Framhald af bls. 18 Helgi Helgason sjó maður — Minning f DAG verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Helgi Helgason, sjómaður, Brekkustíg 1 í Reykja vík. Helgi Helgason var fæddur 26. febrúar 1882 í Hjelgabæ við Hlíð- arhúsastíg, sonuri hjónanna Kristínar Vigfúsdóttur og Helga Teitssonar, hafnsögumanps hér í Reykjavík, og var einn af 11 börnum þeirra hjóna, en 5 börn- in dóu barnung, en í dag eru 2 bræður Helga á lífi, Árni, bú- settur á Akranesi, sem vegna veikinda getur ekki verið við- staddur útför bróður sins, og Þorvaldur, skósmiður í Reykja- vík. Helgi var fæddur og bjó all- an sinn langa aldur í Vesturbæn um og með honum fer einn af þessum dugmiklu og góðu Vest- urbæingum, sem hafa upplifað þá miklu og stórkostlegu breyt- ingar, að sjá lítið sjávarþorp breytast í fallega nýtízkulega borg og hafa breytt starfshö'gum sínum og vinnu eftir þörf hvers tíma. Helgi þótti snemma dug- legur og laginn til allra verka. Ungur fór hann á skútumar og stundaði sjómennsku á þeim þar til að togararnir komu til lands- ins O'g síðan tóku við mótorbát- arnir, þannig að hans sjó- mennska náði yfir rúm 40 ár þegar hann hætti á sjónum. Hann þótti eins og fyrr segir af- burða verkmaður og duglegur með afbrigðum, enda var hann mjög eftirsóttur á togurunum, því 'var hann með þeirn fyrstu íslendingum er fóru til Eng- lands til að læra netagerð og netahnýtingar. Einnig vann hann stórverk í landi, því árið 1930 reisti hann stórhýsi á þess tíma mælikvarða, er stendur við Bræðraborgarstíg 4. Helgi var laglegur maður, snyrtimenni hið mesta og sér- staklega dagfarsprúður maður og gott við hann að lynda. Til merkis um það má geta þess, að sömu leigjendur hafa búið í húsi hans frá því það var byggt 1930. Árið 1943 kvæntist Helgi eftir- lifandi konu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur, fríðleikskonu og yndislegri manrusskju í hvi- vetna og hefur hún verið honum ómetanleg stoð í lífi hans og nú sérstaklega seinni árin í veik- indum hans. Guðrún bjó Helga fallegt og hlýtt heimili að Brekkustíg 1. Þeim varð ekki barna auðið, en bæði hafa þau sýnt mikinn kærleik og hlýju tily litlu bróðurbarnabarnanna og naut Helgi þsss að leika sér við þau, því barngóður var hann með afbrigðum. Ég og fjölskylda mín vottum þér, Guðrún mín, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að gefa þér styrk í sorgum þínum. Birgir Þorvaldsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug vi'ð frá- fall og jarðarför Magnúsar Helga Kristjánssonar frá fsafirSi. Bergþóra Þorbergsdóttir, börn og tengdaböm og aðrir aðstandendur. Hjartanlega þakka ég þeim, sem minntust mín á áttræðis- afmæli mínu. Blessun Guðs vaki yfir yð- ur öllum. Asmundur Guðmundsson. öllum þekn sem sýndu mér vináttu með heimsókn- um, fögrum gjöfum, blóma- kveðjum og heillaskeytum á afmælisdegi mínum 5. okt. sendi ég mínar innilegustu þakkir og kærar kveðjur. Guðrún Pétursdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.