Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1966 - AÐ HORFA Framhald af hls. 15 að sama væri hvernig henni var snúið. Jóna-s sagði í blaða grein, að þarna væri loks grínið fullkomnað, og eins og þú getur sannfærst um, hef- ur það áreiðanlega verið, því að ekki seldist hún, og enn- þá hangir þá þessi „Framför mín með 4 hönkum“ hér niðri í kjallara, sem ég stundum kalla vinnustofuna mína. Ég ætla á eftir að leiða þig þang að niður, og þá geturðu sjálf- ur séð sannleiksgildi hins fornkveðna: „að öllu má nú nkfnið gefa“. SKÓLI LÍFSINS EKKERT SMÁLÍTIÐ STRANGUR Hitt skal ég líka segja "þér umbúðalaust, að ég hef ekk- ert lært, á engan skóla geng- ið í myndlist, en skyldi þetta barasta ekki hafa verið í blóð inu allan tímann. Með þessu er ég ekki að snupra þá menn, sem á langan skóla hafa gengið, það er vafalaust mjög gagnlegt, en svo er þá til annar skóli, sem allir hafa sótt, og sá er nú ekkert smá- lítið strangur. Það er skóli lífsins". „Úr því að við erum komn- ir út 1 svona skemmtilega sálma, held ég verði að venda okkar kvæði í kross, og með hliðsjón af birkikvistamynd þinni, sem ég sé hérna standa hallandi upp við stól, mætti < ég þá spyrja, hvaðan af ís- landi er svona kynlegur kvistur upprunninn?" ÉG OG HANN ÞÓRÐUR GEIRMUNDSSON „Það ætti að vera auðgert að leysa úr því. Ég er fædd- ur í Hattardal í Álftafirði vestra. Einu sinni var það haft fyrir satt, að tveir mis- heppnuðustu stjórnmálamenn landsins væru þaðan upp- runnir, nefnilega Helgi S. og Þórður Geirmundarson, sem Gröndal gerði landsfrægan. Sá Þórður var raunar Magn- ússon, en þrátt fyrir okkar sameiginlega Hattardal, erum við ekkert skyldir, en ég þekkti börnin hans. Þau voru orðin fullorðin þá, ég bara krakki. Faðir minn, hann Jón gamli Ásgeirsson, var frá Skjaldfönn á Snæfjallaströnd og þetta var mikil prestaætt. Steinunn, amma mín, var syst ir hans Nielsar Jónssonar, föður Haraldar prófessors, og kannast þá sjálfsagt margir við ættina. Móðir mín var hinsvegar frá Grænhól í Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 51. tbl. Lögbirtinigablaðsins 1968 á hluta í Ásvallagötu 1, hér í borg, þimgl. eégn Indriða Björnssonar o. fl. fer fram eftir kröfu Þorfinns Egilssonar hdl., á eigntouni sjálfri, laugardagtom 19. októ- ber n.k. kl. 11.30. ______________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 47., 49. og 51. tbl. Lögbirtinigablaðsdne 1968 á Ljósheimum 18, þmgl. eign Ljósheima 14—18 s.f. fer fram eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar hrl., á edigsntomi sjálfri, laugardaginin 19. október 1968, kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Útvegsbanka fslands, Landsbanka fslands, Einars Viðar, hrl. og Vilhjálms Árnasonar, hrl. verður húseignin Stekkjarflöt 21, Garðahreppi, þinglesin eign Guðlaugs Eyjólfssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 18. okt. 1568, kl. 4.00 e.h . Uppboð þetta var auglýst í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Benedikts Sveinssonar, hdl., Birgis ísl. Gunnarssonar, hrl. og Axels Einarssonar, hrl., verður eignin Sæból (Víkurbraut 5) Grindavík, þinglesin eign Jóns Gíslasonar s.f. seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri leugardaginn 19. okt. 1968, kl. 10 f.h. Uppboð þetta var auglýst í 50., 52. og 53. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. N auðungaruppboð það sem auglýst var í Lögbirtingablaðintt þann 17. nóv., 27. nóv. og 5. des. 1967, á neðri hæð húseignar- innar nr. 4 við Sóleyjargötu, Akranesi, ásamt tilheyr- andi eignarlóð og mannyirkjum, þinglesin eign Krist- jáns Sigurgeirssonar, s.st., fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 21. október n.k. kl. 11 f.h. Bæjarfógetinn á Akranesi, 10. október 1968. Jónas Thoroddsen. Haga á Barðaströnd. Hún hét Sigríður Sigurgeirsdóttir. Hún er mesta indæliskona, sem ég hef fyrirhitt. Eins og þú máski veizt, er töluverður skógur í Hattar- dal. Okkur firinst ef til vill ekki mikið til hans koma núna. En þegar ég var að al- ast þarna upp, fannst mér þetta hreinasti frumskógur. Það hefur vafalaust verið af því, hvað ég var lítill, en birk ið hátt, miðað við mig þá. NÚ SKALTU HEYRA UM HANA ÞÓRDÍSI GÖMLU í þessum Hattardalsskógi sat ég yfir fé í æsku. í hjá- setunni átti ég mína beztu daga. Hún hét Þórdís, gamla konan, sem vann hjá foreldr- um mínum, og kom á stöðul- inn kvölds og morgna, til að mjólka ærnar. Ég hafði eign- að mér eina rolluna, golsótta, hafði bundið gullband um horn hennar, svona til að- greiningar og mér til eignar. Þórdís gamla mjólkaði allt- af þessa rollu handa mér ein- um. Hellti mjólkinni í gráan leirfant og lét mig drekka, hvort seip ég vildi eða vildi ekki. Mér fannst alltaf sauða mjólkin vond á bragðið, þykk og spenvolg, en Þórdís hvolfdi henni í mig með góðu eða illu, og sagði, að þetta væri svo gott meðal gegn berklum og öðru innan- fári. Það vissi oft lengra en nef þess náði, þetta gamla fólk. DANSKUR TÚKALL í FERMINGARGJÖF Og svo kom auðvitað að fermingu minni. Séra Sigur- geir, seinna biskup, fermdi mig í Eyrarkirkju í Seyðis- firði. Gangandi fórum við yf- ir Kambsnesið, og ég hafði danska blankskó í poka. sem ég svo skipti á út vio tún- garðinn á Eyri, við sauð- skinnsskóna ,sem ég gekk á. Sjáðu þennan pening. Það er danskur túkall, með mynd af Kristjáni IX., Danakóngi. Hann gaf mér hann, hann hann séra Sigurgeir, ef því, að ég hafði staðið mig svo fjarska vel við ferminguna. ÉG ER SVO BILAÐUR I LÖPPUNUM. f Hattardal, hjá foreldrum mínum, var búið stórbúi, að þeirra tíma mælikvarða. En það fór ekki mikið fyrir skóla göngunni hjá mér. Ég sótti nám í barnaskóla SÍúðavík- ur í 2 vetur. Annað var það nú ekki. En hinsvegar var pólitíkin, mér skóli, og þessi hinn, sem ég minntist á áðan, lífsins skóli. En eitt hrjáði mig á þessum árum, hvað ég var skratti slæmur í löppun- um. Ég þjáðist lengi framan að af liðagigt. Ég var oft vaf- inn á fótum þar vestra, en SAMKOMUR Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Sr. Ingólfur Guðmundsson talar. Allir velkomnir. ekkert gekk, og mér byrjaði eiginlega ekki að batna fyrr en ég kom hingað suður til Reykjavíkur. Þá var nú ekki atvinnan allsstaðar á boðstól- um, frekar en endranær. Fyrst breiddi ég fisk á stakk- stæðunum í Melshúsum, jafri- framt því, sem ég bar út blöð. En ég var svo bilaður í löpp- unum, að mér gekk meira að segja illa að læra á hjóli. Auð vitað var þettá sárt, en ég hélt því niðri í mér að emja“. KOLABINGSSLAGURINN „Og svo hef ég það fyrir satt, Helgi, að þegar til Reykja víkur kom, hafi byrjað þín „pólitík?" „Ætli megi ekki segja það. Sjálfsagt hefur þetta verið eitthvað, sem mér. var með- fætt, en ef satt skal segja, skipti ég mér ekkert af póli- tík fyrr en með Kolabings- slagnum 1932. Kommúnistar héldu þar fund, en við ungu mennirnir í Þjóðernissinna- flokknum, sem sumir kölluðu nazista, hreinlega hleyptum fundi þessum upp, og upp- hófust þá hin mestu slags- mál. Á eftir héldum við svo fund í Báruhúsinu, og þar hélt ég mína fyrstu pólitísku ræðu. Árið eftir tók ég við forystu Þjóðernissinnaflokks íslands, og það gekk svo sann arlega mikið á í pólitíkinni í þá daga“. „Já, meðal annars man ég eftir þér sem ræðumanni uppi á tröppunum á húsi einu við Skólavörðustíg, gegnt fanga- húsinu, þar sem þú eggjaðir menn lögeggjan að láta aldrei undan“. „Já, það var eftir að við stálum dagbókinni hans Ey- steins, og margir okkar voru fangelsaðir, blaðið okkar: „ísland" gert upptækt. Það ætlaði allt vitlaust að verða. Ég lenti í framboðum, bæði til bæjarstjórnar í Reykjavík og til Alþingis, en allt kom fyrir ekki. MÉR ER EIÐUR SÆR. Þótt það hafi verið sagt, að við öpuðum sitthvað eftir -er- lendum flokki, finnst mér ástæða til að taka það fram hér, að við höfðum raunveru- lega ekkert samband við þýzka nazistaflokkinn. Mér er eiður sær um þetta atr- iði, og ætti að vita manna bezt. Tímarnir leiddu svo til þess, að hreyfing okkar leyst- ist upp af ýmsum ástæðum, og fyrst og fremst þeirra, að við vildum ekki vera að leika nein fífl — og stofna okkar mönnum í yfirvofandi hættu. Hingað til Keflavíkur kom ég svo með vini mínum, Ósk- ari Halldórssyni, til einnar sumarvinnu, — en þetta hef- ur orðið lengra stanz. Ég kynntist hér „mínum betri helming“, og hér hef ég unað glaður við mitt alla tíma síð- an við margskonar störf. Ég keyrði fyrst út kol og salt, vann á skrifstofu, var við verzlun, ssldi veiðarfæri og byggingarefni, ætli þú verðir ekki að kalla mig í dag heil- brigðisfulltrúa Keflavíkur, en jafnframt er ég slökkviliðs- stjóri hér, og fyrir allá muni, Uppboðsauglýsing Samkv. kröfu Jóns Grímssonar, málfærslumanns f.h. Guðbjamar Þorvaldssonar, afgreiðslumanns verður bifreiðin í-594, ásamt tilheyrandi og tómar glerum- búðir, seldar, ef viðunanlegt boð fæst, þriðjudaginn 22. okt. nk. kl. 13.30 við bifreiðina í Ámagötu og í af- greiðslu Skipaútgerðar ríkisins. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á ísafirði, 11. 10. 1968. Jóh. Gunnar Ólafsson settur. gleymdu því ekki, að ég er fréttaritari Morgunblaðsins í þessum fallega bæ“. Á HELJARÞRÖM Meðan þetta rabb okkar Helga fór fram, sátum við inni í bókaherberginu hans í húsinu, sem þau reistu sér hjónin og kalla Heljarþröm, vegna þess, að menn höfðu eki trú á, að dæmið myndi ganga upp hjá þeim. Annað hefur þó orðið upp á teningn um. Ekki þarf maður lengi að ganga þess dulinn, til hvaða manns maður er kominn, því að Helgi S. er áreiðanlega einn af mestu þúsundþjala- smiðum okkar lands. Bækur eru uppi um alla veggi, og við finnum það líka, að þær eru lesnar. „Safnarðu bókum, Helgi?“ spyrjum við, og það er eins og hann hrökki eilítið við við spurninguna. „Safnarðu? spyr þú. Jú. •Ætli ég safni ekki öllum fjand anum. Líttu svolítið í kring- um þig“. Og það er eins og við mann inn mælt. Hér er aragrúi af öllu, myntir, merki, frímerki, forngripir, málverk, og ekki hvað sízt bækur. „Þú trúir því máski ekki“, segir Helgi S., „en ég á Bibl- íuna á 158 tungumálum og mállýzkum. Meira að segja, sá frægi Biblíusafnari, Bjarni Brekkmann, slær mig ekki út, en ég er ekki viss um, að hann viti það“. ÞEIR VILJA FARA AÐ LOSNA VI» KARLINN „Og svo hefurðu verið lengi skáti, Helgi?“ „Já, rétt er það, ég byrjaði í gamla daga með honum Ax- el Sveins í Reykjavík. Held það hafi verið 1927. En ég hef verið félagsforingi skát- ■ anna í Keflavík, eiginlega frá stofnun þeirra félags. Þau eru liiðn 35 árin síðan. Ég held samt þeir vilji fara að losna við karlinn, ungu menn irnir, og ég lái þeim það ekki. En hitt er staðreynd, að vilji maður starfa í skátafélagi af heilum hug, tekur það venju- legast bæði dag og nótt, og það er vel þess vixði“. „Hvað er nú svo ungur mað ur gamall, sem lítur þessum björtu augum á lífið og til- veruna, eða er máski dóna- skapur að spyrja?" FYRIR ALLA MUNI. SLÁÐU BOTNINN f ÞETTA SAMTAL „Nei, alls ekki. Ég held m.a.s. að við séum fæddir und ir sama stjörnumerki. Ég er fæddur 21. ágúst 1910, svo að nú getur þú reiknað sjálfur. Af því að ég veit, að þú verð- ur að fara slá botninn í þetta samtal okkar, langar mig að- eins að lokum til að segja þér, að ég er næstum því hrærður yfir þessum sóma, sem Keflvíkingar hafa sýnt mér með þessari yfirlitssýn- ingu. Allt þetta tilstand. All- ar ræðurnar, sem þeir fremstu menn héldu mér til heiðurs, bæði við opnun sýningarinn- ar og á Rotaryfundinum, sem fylgdi í kjölfarið. Ég á ekki til orð, þeir verða að taka þetta þakklæti til sín allir, sem nálægt þessu hafa komið, hér í þessum dálkum. Þeir ættu . áreiðanlega meira skil- ið. Þetta verður að nægja. Viltu minha á að lokum, að málverkið hefur valdið mér svo mikilli ánægju í lífinu, að ég vildi ekki hafa farið þeirr- ar ánægju á mis. Ég vildi óska, að sem flestir kæmust þannig í snertingu við þessa goðumlíku náttúru íslands, sem áreiðanlega á hvergi sinn líka, og mættu muna þessi þrjú atriði, sem ég minntist á hér áðan, að eitt er nauðsynlegt, þótt þrennt sé. Það er að kunna að horfa, skoða og reyna“. — Fr. S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.