Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1968 B8LALEIGAM - VAKUR - Sundlaugaveci 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. S'imi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 SÍMt 1-44-44 mJUFW/fí Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGINIÚSAR 4kiphoui21 mmar 21190 oHirlokwn-- ■ 4033] LITLA BÍLALEIGAN Bercstaðastræti 11—13. Hacstætt lei{U{jald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 31748. Sigurður Jónsson. Balastore Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Uppsetning er afar auðveld, og létt verk að halda þeim hreinum. Fóanleg í breiddum fró 40-260sm (hleypur á 10 sm). Margra óra ending. Vindutjöld Framleiðum vindutjöld í öllum stærðum eftir máli. Lítið inn, þegar þér eigið leið um L'augaveginn! Húsgagnaverzlun KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13, sími 13879 0 Garðar og sauðfé Hér er komiS á framfæri bréfi frá Hansínu Jónsdóttur: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að biðja þig að flytja konunni, sem skrifaði þér 27. f.m., „einni, sem þykir vænt um garðinn sinn“ bréf það sem hér fer á eftir: Þar sem þú segist vera sveita- kona, leyfi ég mér að ávarpa þig að sveitasið og segja: „Komdu sæl“. Mig langar að ræða nokkur atriði, sem fram koma í bréfi þínu út af grein minni, „Sauðfé í Reykjavík". Það er í fullri ein- lægni sagt, að ég skil vel tilfinn- ingar þínar út af garðinum þín- um og viðurkenni fullkomlega rétt þinn og annarra, um vernd fyrir hvers konar ágangi I garða sína. Það vill nú svo tU, að mér þykir líka vænt um blóm og hef kappkostað að hafa þau kringm um mig úti og inni. Þess vegna á ég hægt með að skilja þá, sem er sárt um blómin sín. En þar sem augljóst er, að víða gætir verulegs misskilnings og van- þekkingar á málum fjáreigenda og baráttu þeirra fyrir því að fá að halda kindum sínum, vil ég leitast við að útskýra nokkur atriði þessa máls. Það er stað- reynd, að meira en helmingur þess fjár, sem sækir í garða Reykjavíkur, er ekki fé fjáreig- enda í borginni. Það kemur slang ur af fé jafnvel austan úr Árnes- sýslu og af Suðurnesjum og þá auðvitað af öllu svæðinu miUi þessara sveita og Reykjavíkur. Það ætti því að vera augljóst hverjum þeim, sem vill líta hlut- drægnislaust á þetta mál og halda sig við staðreyndir, að niðurskurð ur Reykjavíkurfjár væri tilgangs- laus. Utanaðkomandi fé myndi halda áfram að herja á ógirta garða í borgarlandinu og skemma þá. Fjáreigendur í Reykjavík myndu áreiðanlega ekki spyrna við fótum, ef lausn vandans byggðist á útrýmingu kinda þeirra og varðaði við al- mennings heill. Málið leysist að- eins með því, að borgarlandið sé girt af á viðunandi hátt, svo að kindur geti ekki skemmt garða fyrir fólki". § „Hin eina rétta lausn“ „Fjáreigendur eiga margir hverjir garða og vilja því með öllum tiltækum ráðum stuðla að því, að fundin sé hin eina rétta lausn vandans en ekki gripið til gagnslítilla aðgerða, sem bera skýr merki vanþekkingar og valdakúgunar ráðamanna. Borg- aryfirvöldin hafa þvi miður brugðizt hlutverki sínu við lausn vandamálsins varðandi ágang bú SKULDABRÉF ríkistryggð til 15 ára óskast í umboðssölu. FYRIBGREIÐSI.USKRIFSTOFAN Fasteigna- og verðbréfasala Austuratræti 14, sími 16223 Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Innritun Kvenskátar 7. hverfi. Innritun verður í dag (mið- vikudaginn 15. okt.) kl. 6—8 e.h. í skátaheimilinu Hallveigarstöðum. STJÓRNIN. Útvarpsvirki Útvarpsvirki, -sem tekið hefur siónvarpsnámskeið, óskar eftir starfi. Margt kemur til greina. Hefur bíL Upplýsingar í síma 66192. Ungur piltur SIMI 38500 óskast strax til starfa við sendistörf. Nauðsynlegt að hann hafi próf á vélhjól. Nánari upplýsingar gefur Skrifstofu- umsjón og liggja umsóknareyðublöð þar frammi. Upplýsingar ekki gefnar í síma. S AMVIN N UTRYGGINQAR fjár í borgarlandinu, og virðist þar skorta mjög á víðsýni og þekkingu. Vonandi taka þeir mál in til rækilegrar endurskoðunar, áður en þeir bíða meiri álits- hnekki en orðið er, og leysa mál- in á þann hátt, að öllum sé til heilla. Girða á borgina af og láta fjáreigendur hafa landspildu til Sfnota utan þéttbýlisins 1 stað Hólmsheiðar, sem þeir áttu að flytja á fyrir tveimur árum, en sem kunnugt er, rufu borgaryfir- völdin þann samning og hafa eigi bætt. Þá fyrst geta garðeig- endur verið í friði með garða sína og fjáreigendur hirt kindur sínar óáreittir og áhyggjulausir um að skepnur þeirra fari öðrum til meins. Borgarbörnin gætu þá enn átt þess kost að sjá litlu löb- in leika sér á vorin. Eg vona, að þér og öðrum skiljist það, af framanskráðu,, að hagsmunir bæði garðeigenda og fjáreigenda eru fólgnir I því að fá borgina afgirta. Þeir ættu í sameiningu að reyna að fá því framgengt, svo að hver geti unað glaður við sitt" 0 Varzla fjárins „Alkunnur er málsháttur sá, að ekki þurfi nema einn gikkinn í hverja veiðistöðina. Ekki skal ég deila við þig um það að einhver slíkur kunni að finnast meðal fjáreigenda. Hvar skyldi sú „veiðistöð" vera, að sú mann- tegund fyrirfinnist ekki? En ekki fæ ég skilið hvernig fjáreigendur ættu að taka hvern annan ,úr um- ferð.“ Ekki háfa þeir dómsvald hver yfir öðrum. Vera má, að þeir hefðu staðið betur að vígi, ef þeir hefðu fengið vörzlu fjár- ins í hendur yfir sumarið. En þótt fjáreigendafélagið hafi boð- izt til að taka það starf að sér, hafa borgaryfirvöld ekki viljað þekkjast það. Virðist þó, að þhð hefði verið sterkur leikur að gera þannig fjáreigendur ábyrga fyrir því, að fé færi ekki til meins í borgarlandinu. En þar sem starf þetta hefur verið falið öðrum að- ilum, er fjáreigendum óheimilt að hafa þar afskipti af. Þá væru þeir að fara inn á annarra verk- svið. En úr því að farið er að minnast á vörzluna væri ekki úr vegi að minnast þess, sem haft var eftir borgarstjóranum í frétt í sjónvarpinu fyrir skömmu. Þar kom fram, að borgarlandið er talið girt, en með nokkrum eyð- um þó. Varzla sú, sem borgin annast hafði kostað 500 þús. krónur siðastliðiíi ár, og séð er fram á, að upphæðin verði hærri þetta árið. En má þá ekki spyrja: Hvað er eiginlega gert fyrtr alla þessa peninga, úr því að á- standið er svo slæmt sem af er látið? Mér virðist ekki vandséð, að þarna hljóti að vera pottur brotinn, og að betur mætti vanda til þessara vinnubragða". 0 Friðsamlegir samningar „Þár sem þú getur svo fullkom- lega gert mín orð að þínum, er þú lýsir tilfinningum þínum hljótum við að hafa eitthvað lík- ar tilfinningar. Þá getum við ekki verið á öndverðum meiðL Við hljótum að vilja jafna hvers konar ágreining. Biðja þá, sem völdin hafa, og hvern þann, sem áhrif getur haft að leggja sig fram að leysa þetta viðkvæma mál. Ekki að hætti stórveldanna þar sem sá máttarminni er kúg- aður og kvalinn, heldur með frið samlegum samningum í anda þess lýðræðis, sem við ÖU teljum okkur fylgja. Við viljum ekki, að neinir falli í valinn reiðir, særðir yfirbugaðir, en aðrir gangi með ímyndaðan sigurpálma í höndun- um. Þeir sem þannig vinna að, eru rangstæðir á leikvangi lífsins og hljóta að missa marks. Gætum þess, að sá einn er sannur sigur- vegari, sem vinnur bug á því illa í sjálfum sér, setur réttlætið í öndvegi og réttir náunga sínum bróðurhönd. Þökk fyrir birtinguna. Reykjavík 10. okt. 1968. Hansína Jónsdóttir" 0 Ljósastilling Þá hefur Velvakanda borizt eftirfarandi bréf frá Sveini EgUs- syni h.f.: ,Kæri Velvakandi, Vegna bréfs P.O.Þ. í dálkum þínum 9. okt. sl. varðandi ljósa- ahugun er fram fór á bifreiða- verkstæði Sveins Egils9onar h.f., vil ég koma eftirfarandi athuga- semd á framfæri. Ljósaskoðun þessi fór framund ir eftirliti Bifreiðaeftirlits ríkis- ins .og voru menn frá því á þeim stöðum, sem ljósaathugun þessl fór fram. Þeir ákváðu hvaða bif- reiðir voru með fullkominn ljósa- útbúnað. Einnig höfðu þeir um- sjón með því að stiUitækin, sem notuð voru væru rétt stillt. Virðingarfyllst, Sveinn Egilsson h.f. Bent Jörgensen, BLADBURÐARFOLK ÓSKAST r eftirtalin hverfi: Laneholtsvegur frá 110—208 — Lauearnesveeur frá 34—85. Talið við afgreiðsluna / sima 10100 Ibúðarkaup Vil kaupa 4ra herbergja íbúð á Reykjavíkursvæðinu, sem mest sér. Tilboð sem tilgreini lýsingu, verð, áhvílandi skuldir, greiðsluskilmála o. fl. sendist Mbl. fyrir hádegi á föstudag mérkt: „fbúðarkaup — 2151“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.