Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1968 BÍLALEIGAN AKBRAUT SENDUM NÝIR BÍLAR ÁRG. ’69 SÍMI 8 23 47 BILALEIGAN - VAKUR - Sufidlaugavegi 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 oe 36217. 350,- kr. daggjald. 3,50 kr. hver kílómetri. Simi 22-0-22 Rauðarárstíg 31 l-s^siH11-44-44 mmm /Bo&zÆ&c&cz, Hverfisgötu 103. Siml eftir lokun 31160. MAGNÚSAR 4KIPHOLT121 SÍMAB 21190 gftirlokonr^ 40361 LITLA BÍLALEIGAN BercstaSastrxti 11—13. Hagstaett leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 31748. Sigurður Jónsson. Fiat 2300 árg. 66. Fiat 125 árg. 68. Skoda 1000 árg. 68. Skoda Combi árg. 66. Cortina árg. 68. Volvo Amazon árg. 66. Ekinn 12 þús. km. Saab árg. 66, 67. Toyota Crown árg. 67. Volkswagen 1600 árg. 66. Volkswagen 1300 árg. 65, 66, 67, 68. Taunus 12 M árg. 64, góður bíll. JEPPAR Bronco, skipti á ódýrari, koma til greina. Landrover, benzín árg. 66. Scout árg. 67. Jeepster árg. 87. Rússajeppi með blæjum árg. 68. Willy’s jeppi með blæjum árg. 68. Mjög vönduð jeppakerra til sölu fyrir 15 þús. Höfum kaupendur að Landrover, dísil. GUÐMUNDAR B*rr>6ru(ötu 3. Sfmar Utli, SM7S BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu 0 „Sumir eiga sorgir“ Kristín M. J. Björnsson skrif- ar eftirfarandi bréf: „Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá, sem aðeins í draum- heimum uppfyllast má“. Þannig kveður eitt af okkar yndislegustu skáldum og margir draumar fanst okkur beint ræt- ast við lestur ljóða hans og í draumheimum orða hans, hvílík- ur munur eða orðalagið hjá ný- tízku leirskáldunum. Nokkur þeirra röðuðu sér á sjónvarpsskerminn hér um kvöld ið tóku upp orð hans og bættu svo við frá eigin brjósti: „Sumir eiga sorgir og sumir eiga lús..!“ Þetta fannst þeim víst fyndið. Lúsinni, þeirri þjóðarplágu fá- tæktarinnar, er víst löngu útrýmt sem betur fer. Ef svo væri ekki, væri ástæðulaust að taka slíkri raun með hlæjandi léttúð. Nei, við myndum líta það alvarlegum augum og gjöra ráðstafanir, sem dyggðu henni til útrýmingar. Eins eigum við að fara með hættulegustu óþrifin, sem á þessa þjóð gætu komið, andlegu lúsina, óþrif þess skrílsháttar og ómenn ingarbrags, sem meðal annars, svona talsmáti, ber vott um. Hvað er hér að? Eru skaðvæn sníkjudýr að sækja á þjóð vora, á mál hennar og menningu? Hlust um á hvað Húlda segir: „Þegar hætta þér er búin þá skal glymja strengur hver, harpa málsins hug móð knúin, hrópa á lið til vam- ar þér“.“ 0 „Ljótt gaman“. „Elskaða þjóð, hvað er þér boð ið uppá af máli og menning? Hverjir hafa gaman af svo ljótu gamni og kom fram á skermin- um hjá þeim Föxum, já og svo alltof oft. Ég sem hélt að „Opið hús“ yrði skemmtilegt, þegar ég varð hrifinn af litlu stúikunni, sem söng svo fallega og blátt áfram. En, því miður, það komu aðrir og skemdu áhrifin og svo fór að ég sárkermdi í brjósti um hana og hin öll litlu, saklausu börnin, sem horfa þurftu upp á öll fíflalætin, sem þeir eldri höfðu í frammi. Mér er sagt að sjónvarpið komi líka með margt gott og þarft. Já, þó það væri nú. En það er ekki nóg. Það á ekki að koma með neitt Ijótt heim á heimili okkar, heldur aðeins það, sem er fagurt, gott og þarft. Við höfum ekkert að gjöra með að horfa á neitt djöfulæði, það er engum holt, sízt þeim ungu.“ 0 „Þráum það góða og fagra“. „Við þráum öll það góða og fagra og okkar stærsta yndi er yndi þekkingarinnar, þekkingar, sem lyftir hug og hjarta, en nið- urlægir engan að horfa eða hlusta á. Þekkingin á því, hvemig göf- ugustu menn hafa leitað sann- leikans og fundið hann, þekking- ar á rás mannlegra ástríðna, eins og þær birtast gegn um aldarað- irnar. Hvernig þjóðir hafa orðið til og hversvegna þær hafa aftur liðið undir lok. Við þráum að menntast og mannast, mega sitja við Mímis- brunn ljóðs og lista, svo okkur hitni um hjartarætur. Mega fylgj ast með hinum stærstu hugs- uðum, að heyra efnafræðinginn ljúka upp þeim dásemdum, sem skaparinn hefir fólgið í iðrum jarðar og það, sem himingeim- urinn hefir upp á að bjóða. Við vitum að innan um allan glundroðann og spillinguna, fiimst margt gott og fagurt. Það er til, fram með það, Sláum skjöld um það, íátum engail getá tekið það frá okkur. Fyrir það hefir margur sniil- ingurinn eytt löngum, svefnlaus- um nóttum. Þar, sem „alefling FAST COLOUBS SILKITVINNI NÆLONTVINNI HÖRTVINNI IÐNAÐARTVINNI fyrirliggjandi í miklu litaúrvali. Heildsölubirgðir, DAVIÐ S. JÓNSSON & CO. H.F. Sími 24333. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS Félag matvörukaupmanna — Félag kjötverzlana Almennur félagsfundur beggja félaganna verður hald- inn í kvöld kl. 20.30 í Tjamarbúð. D a g s k r á : 1. Ráðstefna matvöru- og kjötkaupmanna að Hótel Bifröst s.I. sumar. 2. Tryggingastafsemi á vegum félagsmanna. 3. Verðlagning landbúnaðarafurða. 4. Verðlagsdómar yfir 5 kaupmönnum vegna verðlagningar á öli og gosdrykkjum. 5. Samningar við sælgætisframleiðendur innan Félags ísl. iðnrekenda. 6. Önnur mál. Þar sem um áríðandi málefni er að rseða á fundinum eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna. Stjórn Félags matvörukaupmanna, Stjóm Félags kjötverzlana. Aðalfundur Heimdallar Himinbjörgum verður haldinn í kvöld í félagsheimili Heimdallar í Valhöll við Suðurgötu. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Félagar fjölmennið Stjómin. andans og athöfn þörf“, var hon- um allt markmið, fæða og svefn fann hann bezt að hann var eitt með því afli sem aldrei breyt- ist, en er eilíft og óeyðanlegt. Stærsta sorg okkar yrði það, „ef synir manna verða að heimsk um öpum“, eins og annar kunn- ur snillingur íslands, hefir orðað það. Guð forði okkur frá því fári. Kristín M.J. Björnsson“. 0 „Nú er ég reið“. Velvakandi sá ekki umræddan sjónvarpsþátt, en samkvæmt því, sem honum er tjáð, verður hann að hryggja Kristínu með því, að litla stúlkan, „sem söng svo fal- lega“ söng alls ekki neitt. Henn ar hlutverk var aðeins að bæra varirnar. Söngurinn var fluttur af plötu. Annars er Kristín ekki ein um að hneykslast i sambandi við þennan þátt. Hér er t.d. kafli úr bréfi frá 13 ára stúlku á Akra- nesi: ,Kæri Velvakandi. — Ég vona að þú sért vel vakandi, þegar þú lest þetta pár, því nú er ég reið. Mér finnst það blóðug sköm m að birta þessa afkáralegu Faxa, og í íslenzka sjónvarpinu fyrir þjóðina. Ég er 13 ára og á heima á Akranesi. Ég hef talað við fjölmargar stallsystur mínar um þetta mál og hver einasta er stór hneyksluð. En að öðru leyti finnst mér þátturinn „Opið hús“ alveg ágætur." 0 Kvennréttindi? Eftirfarandi bréf er frá Binnu og Gunnu: „Halló Velvakandi. Við erum hérna tveir kven- menn, sem erum mjög reiðar út af máli einur sem okkur langar hér með að komá á framfæri. og sem gaman væri að heyra álit karlþjóðarinnar á. Þannig er mál með vexti, að vin kona okkar ól fyrir skömmu barn Hún er hvorki gift né trúlofuð. Finnst ykkur réttlátt í svona tilfelli, að „hið sterkara kyn“ þurfi aðeins að borga skítnar fimmtánhundruð krónur i með- lag á mánuði fyrir að vera fað- ir, en öll ábyrgðin, uppeldið, skömmin og allt það lendir á „veikara kyninu“? Svari nú hver karlmaður sem betur getur. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna sem við vonum að verði því að um þetta mál hefur verið rætt í saumaklúbbum og yfir kaffi bollum svo lengi sem við munum og er okkur farið að lengja eftir að sjá þettá svart á hvítu. Kær kveðja, Binna og Gunna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.