Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 235. tbl. 55. árf. FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Enginn árangur á París- arfundinum í gærdag En þó ekki talið útilokað, að friðarátt þokist á nœstunni París, Washington og Saigon, 23. okt. — NTB-AP •Ar Sendinefnd N-Vietnam á samningafundunum í París batt í dag enda á vonir manna um að skjótlega rættist úr friðarum- leitunum varðandi Vietnam. Lýsti sendinefndin því yfir, að afloknum 2% klst. fundi með fulltrúum Bandaríkjastjórnar, að „ekkert nýtt hefði komið fram í dag.“ Xuan Hui, formaður nefndarinnar sagði og, að kröf- ur stjórnar sinnar um skilyrðis- lausa stöðvun loftárása og ann- arra styrjaldaraðgerða gegn N- Vietnam væru einbeittari en nokkru sinni fyrr. -Ar Blaðafulltrúi Johnson’s Bandaríkjaforseta sagði við fréttamenn í dag, að enn hefði engin meiriháttar grundvallar Cernik gagnrýnd- ur á fundi í Prag Öll hátíðahöld á 50 ára afmœli Tékkó- slóvakíu verða að fara fram innanhúss Prag og New York 23. okt - NTB. Oldrich Cernik, forsætisráðherra Tékkóslóvakíu var í kvöld gagn- rýndur fyrir að hafa undirritað hið svonefnda Moskvu-samkomu- lag um veru sovézks herliðs í Tékkóislóvakiu „til bráðabirgða". Gcrðist þetta á opinberum fundi í Prag, þar sem viðstaddir voru 3—400 áheyrendur. Þá gerðist það á fundj Alls- herjarþiings SÞ í kvöld, að Rúm- enar lýstu þvi yfir, án þess þó að nefna innrásina í Tékkósló- vakíu beinum orðum, að láta yrði aif valdbeitingu í samskipt- um þjóða. Rúmenski varautanríkisráð- herrann, Mirce Malitza Rizlic sagði í ræðu að það væri mikil- vægt fyrir friðsamlega þróun alþjóðamála að látið yrði af hót- unurn. valdbeitingu og öllum af- skiptum af málefnum annarra ríkja. Á fundi þeim í Prag, sem fyrr greinir frá, voru áheyrendur beðnir að koma fram með spurn- ingar. Margir þeirra héldu því fram, að leiðtogar Tékkóslóvakiu hafi þjáðst af því sem þeir köll- uðu „Múnchenar-komplex" allar götur frá 19. öld. Fundurinn, sem upphaflega var boðaður til þess að ræða 50 ára afmæli Tékkóslóvakíu, sem framundan er, var haldinn í Al- þýðuháskólanum í Prag, á sama stað og 400 öfgaifullir kommún- istar komu saman 9. október til þess að undirstrika hollustu sína við Sovétríkin. Helmingur þátttakenda í fundi þessum var ungt fólk, og var það einkum það, sem gagnrýndi hik tékknesku ríkisstjórnarinnar á tímaibilinu frá falli Novotny í janúar sl. og til innrásar Var- sjárbandalagsins í ágúst. Þá var einnig gagnrýnt það, sem kallað var tillitssemi flokksforystunnar við íhaldssöm öfl i folkknum. Jafnframt vair upplýst, að tékknesk stjórnvöld hafa ákveð- ið að öll hátiðahöld vegna hálfr- a^ aldar afmælis landisins skuli fram fara innanhúss, til þess að Framhald á bls. 27 Geimförunum fagnað á Kennedy-höfða — Mannað geimfar til tunglsins í júní? Kennedyhöfða, 23. október AP-NTB GEIMFARARNIR af Apollo 7, þeir Walter M. Schirra, Donn F. Eisele og Walter Cunningham, sneru í dag aftur til Kennedy- höfða þar sem þeir munu gefa sérfræðingum skýrslu um 11 daga ferð sina í geimnum. Það sem þeir hafa frá að segja hef- ur áhrif á það, hvort þremur mönnum verður skotið á loft i geimfarinu Apollo 8 umhverfis tunglið og til jarðar aftur í des- ember. Ákvörðunin um þá ferð verður tekin um miðjan nóvem- ber. G'Amfararnir virtust vera vel hvíldir þegar þeir komu tii geimrannsóknarstöðvarinnar í dag með flugvélum frá flug- vélaskipinu þar sem þeir hafa dvalizt síðan Apollo 7 lenti. Fán ar blöktu við hún, herlúðrasveit lék og á stórum borða stóð: Framhalð á bls. 27 þróun átt sér stað í friðarátt. Jafnframt upplýsti bandaríska utanrikisráðuneytið, að Dean Rusk, utanrikisráðherra, hefði tvívegis rætt við Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington á sl. fimm dögum. Þess- ar fréttir vöktu þegar í stað um- tal manna í Washington og er það hald margra, að Bandaríkin reyni nú að fá Sovétmenn til þess að aðstoða við að skapa grundvöli fyrir stöðvun loft- árása á N-Vietnam. Að samningafundinum í Par- ís loknum í dag, var það mál manna, að ekkert hafi komið fram, sem benti til nýrrar þró- unar. Greinilegt er, að aðilax hafa skipzt á skoðunum að tjaldabaki, en heimurinn allur bíður nú þess hver árangurinn ver’ður. * W. Averell Harriman, aðal- samningamaður Bandaríkja- stjórnar, sagði eftir fundinn að hann hefði hvatt N-Vietnam til þess að láta af yfirgangi sínum og að hann hefði itrekað afstöðu stjórnar sinnar til Viet Cong hreyfingarinnar. Harriman sagði að „tehléið" á fundinum hefði staðið í 35 mínútur, en gaf ekki neitt til kynna um hváð þá hefði Framhald á bls. 27 Loftbardagi yfir Ismailia Egyptar segjast hafa skotið niður tvœr ísraelskar flugvélar. Israelsmenn segjast enga flugvél hafa misst Kairó, 23. september — AP rALSMAÐUR egypzka hersins hélt því fram í dag, að tvær ísraelskar orustuflugvélar hefðu verið skotnar' niður yfir borg- inni Ismailia á Sinai-skaga. í Tel Aviv var sagt, að engin ísraelsk flugvél hefði verið skotin niður, en tvær egypzkar flugvélar, sem reynt hefðu að fljúga inn í ísraelska lofthelgi, hefðu verið stöðvaðar skammt frá Ismailia og neyddar til að snúa aftur til Egyptalands. ísra'.lsmenn sögðu ekki hvort skipzt hefði verið á skotum, en hér er um að ræða fyrstu vær- ingarnar á landamærum ísraels og Egyptalands síðan Allsherjar þingið hóf umræður um ástand- ið fyrir botni Miðjarðarhafs 24. september. Tilkynningu Egypta var fagnað sem miklum sigri í Kairó, enda hafa egypzkar flug- vélar hingað til forðast að leggja til atlögu við flugvélar ’sraelsmanna. Egyptar segja, að fjórar isra- elskar flugvélar hafi flogið inn í egypzka lofthelgi yfir Ismailia, .n egypzkar flugvélar hefðu eyðilagt tvær þeirra og hæft þá þriðiu áður en þær sneru heilu og höldnu aftur til stöðva sinna. Einn ísraelskur flugmaður hafi sézt kasta sér út í fallhlíf yfir austurbakka Súez-skurðar. ísra- elsmenn segja, að flugvélar þeirra hafi allar snúið heilu og Frambald á bls. 27 Eldur í hóteli Chicago, 23. okt. AP. FJÓRIR biðu bana og 16 særðust, þar af fjórir alvar- lega, er eldur læsti sig um 2 hæðir gistihúss i Chicago í nótt. Hótelgestir. sem margir voru rosknir, stóðu í glugg- um á efstu hæðum hótelsins og hrópuðu á hjálp þegar slökkviliðið kom á vettvang. Einn af gestum hótelsins hef- ur játað að hafa sofnað út frá sígarettu. Tjónið á bygg- ingunni er metið á 15.000 doll ara. Handtökur í Berkeley Berkley, Kaliforníu, 23. október. AP. MARGIR stúdentar voru hand- teknir þegar þeir efndu til setu- verkfalls og neituðu að yfirgefa eina af byggingum Berkley-há- skólans í Kaliforníu í nótt. Stú- dentarnir vildu mótmæla því, að háskólayfirvöld hafa neitað að taka til greina einkunnir, sem þeir fá á námskeiði, þar sem þeim er veitt fræðsla um kyn- þáttahatur í Bandaríkjunum. Einn fyrirlesarinn er Eldridge Cleaver, leiðtogi Svörtu hlébarð anna, samtaka öfgasinnaðra blökkumanna. Um það bil 2:500 manns söfn- uðust saman fyrir utan bygging- una og trufluðu umferð. Grjóti var kastað að lögreglubifreið og annarri lögreglubifreið var velt um koll. Stúdentarnir inni í byggingunni neituðu að fara, þótt rektor háskólans varaði þá við því, að þeir yrðu handtekn- ir. í Sacramento sagði forseti fylkisþingsins, Jesse M. Unruh, sem á sæti í stjórn háskólans, að ef Cleaver hefði æst til setu verkfallsins ætti að banna hon- um að halda fyrirlestra í skól- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.