Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 196« 12 ,Vinnan er ævin- týrið hjá okkur' Rabbað við vikingsduglegt fólk i Sjófangi á Grandanum — Starfsfólkið í Sjófangl á Grandanum hefur verið að panna kola af fullum krafti síðustu daga. Það var handa gangur i öskjunni og sæmi- legasti koli fór í frystiklef- ann, heilfrystur í öskjum fyr ir Englandsmarkað. Þær voru kátar konurnar, sem voru að undirbúa kolann í frostið, en iétu ekkert trufla sig við vinnuna. Þær tjáðu sig um hitt og þetta, daginn og veg- inn, verðið á smjörinu, jóla- kökunum og svona þvi sem gengur og gerist i hversdags vafstrinu. Við fylgdumst um stund með fólkinu og röbb- uðum stuttlega við það: Ein af konunum, sem var Vigdis Brynjólfsdóttir vann eins og forkur á meðan hún sagði sína meiningu á verðlaginu og ósómanum. Hún var þó ekkert hrjáð, heldur hin hressasta. Guðrún Magnúsdóttir sveiflar kolanum í öskjurnar. að pakka var Guðrún Magn- úsdóttir, eldfjörug og spræk eldri kona. Hún sagði að kol- inn væri pakkaður í 6 flokka pakkningum og að það hefði verið slangur að gera í lokan um að undanförnu. „Ég er Vestfirðingur", sagði Guðrún, „ættuð frá Strönd- um og telzt til galdramanna. Mér líkar vel í fiskinum og vildi heldur deyja í fiskinum, eða einhverri annarri vinnu heldur en í bælinu heima, ég held að það sé miklu ævin- týralegra, því að í raun og veru er ævintýrið, vinnan sjálf hér hjá okkur“. „Þú gefur ekkert eftir í vinnuhörkunni". „Nei, það þýðir sko ekkert. Þetta er nú bara í tvö horn, annað hvort er fólkið .víkings duglegt, eða það nennir ekki neinu“. „Vinnur þú allt árið“? „Ég vinn yfirleitt allt árið, en ég tek mér nú fri ein- staka sinnum og alltaf á sumr in til þess að fara með verka- kvennafélaginu í sumarferð og við förum stundum í lang- ar ferðir, 2-3 daga“, sagði þessi dugnaðarkona að lok- um, kona sem sér ævintýrið í vinnunni og er aldeilis nægju söm í frídögum. Við röbbuðum stuttlega við Gunnlaug Sigurjónsson verk- stjóra, en hann sagði að í nokkra daga hefði verið unn- ið í kola af togbátum, aðal- lega 3 bátum. Gunnlaugur sagði að kolinn hefði verið frekar smár, en sæmilega stór í einstaka löndunum, en all- ur kolinn er frystur fyrir Englandsmarkað. Gunnlaugur sagðist búast við a ð hausthráefnið yrði þorskur, karfi og ýsa, en þó væri ekkert hægt um það að segja, bara að vera bjart- sýnn og vona það bezta. á.j. Þórhalla Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Ö. Stephensen í hlut- verkum siniun í Dúfnaveizlunni. „Dúfnaveizlun" d Akureyri Akureyri, 22. október. LEIKFÉLAG Akureyrar frum- sýnir sjónleikinn Dúfnaveizluna eftir Halldór Laxness n.k. föstu- dagskvöld kli 20.00. Leikstjóri er Ranghildur Steingrímsdóttir, en aðalhlutverkið leikur Þor- steinn Ö. Stephensen, sem gest- ur. Hann fór með hlutverk þetta í Reykjavík, þegar Dúfnaveizl- - BREIÐHOLT Framhald ai bls. 28 7. Hversu mikið fjármagn hef- ur framkvæmdanefndin fengið til bygginganna, og hvaðan? an var sýnd þar. Með stærstu hlutverkin fara, auk Þorsteins, Þórhalla Þorsteinsdóttir, ,Harald- ur Sigurðsson, Ólafur Axelsson og Saga Jónsdóttir, en alls eru hlutverkin 27. Næstu sýningar eftir frumsýn- ingu verða á laugardags- og sunnudagskvöld. Sv. P. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra svaraði spurninig- um þiingmanns á þá Ieið, að í fyrsta áfanga byggingafram- kvæmda ríkisims og Reykjavík- urborgar í Breiðholti væru 6 fjötbýlishús, sem öll væru eiins. í hverju þeirra væru 52 íbúðir, eða samtals 312 íbúðdr. Þar að auki hefðu verið byggð 23 inn- flutt einbýlishús, svo íbúðirnar yrðu samtals 335. Framkvæmd- irnar hófust í apríl 1967 og lýk- ur í febrúar 1969. Þegar eru full- búnar 204 ibúðir í 4 fjölbýlis- húsum, 5. fjöllbýlishúsið verður fullbúið í desember og 6. í febrúar. Flutt var í fyrstu íbúð- irnar í maí sl. íbúðirnar skiptast þannig að 19 íbúðir eru fjögra herbergja, af tveimur stærðum, 19 éru þriggja herbergja af þremur stærðum og 14 eru tveggja herbergja af fjórum stærðum. Verð íbúðanna er sem hér segir: 2ja herb. íbúðir — 3 í'búðir 68 ferm., 274 rúmm., kr. 767 þús. 2ja herb. Jbúðir —.4 íbúðir 70 ferm., 290 rúmm.,'kr. 812 þús. 2ja herb. íbúðir — 4 íbúðir 71 ferm., 294 rúmmv kr. 823 þús. 2ja herb. íbúðir — 3 íbúðir 75 ferm., 315 rúmm., kr. 883 þús. 3ja herb. íbúðir — 12 xbúðir 83 ferm., 334 rúmm., kr. 934 þús. 3ja herb. íbúðir — 4 íbúðir 86 ferm., 352 rúmm., kr. 985 þús. 3ja herb. íbúðir — 3 íbúðir, 92 ferm., 363 rúmm., kr. 1016 þús. 4ra herb. íbúðir — 12 íbúðir 97 ferm., 394 rúmm., kr. 1097 þús. 4ra herb. íbúðir — 7 íbúðir 104 ferm., 405 rúmm., kr. 1132 þús. Einbýlishúsin: 17 hús 104,3 ferm., kr. 1370 þús. 6 hús 112,2 ferm., kr. 1490 þús. Ráðherra sagði að á einbýlishús- urnum hefði verið byrjað í júlí 1967 og framkvæmdum við þau hefði lokið í júní 1968. Þá sagði ráðherra að heldar- kostnaðurinn við framkvæmd- irnar 23. október hefði verið kr. 331.004.864,23. Og hefði fjár- magnsins verið aflað á þann hátt að Byggingasjóður ríkisins hefði keypt skuldabréf til 33ja ára fyrir 94,5 millj. kr., skuldabréf til 2ja ára fyrir 19,3 millj. kr. og skuld við Byggingaisjóð væri 129,6 millj. kr. Frá Atvinnuleys- istryggingasjóð 52,5 millj. kr., frá Borgarsjóði Reykjavíkur 13,3 millj. kr., og frá íbúðarbyiggjend- um 21,7 millj. kr. Jónas Ámason (K) sagði að verð á tilbúnum timburhúsum virtist nokkuð mikið þegar það væri komið í 1,5 millj. kr. og hlyti slæglega hafa verið haldið á þeirn málum. Nefndi hann, máli sínu til sönnunar, íbúðarhús er hann reisti í Reykholti í sum- atr. Var það smíðað ionanlands að öllu leyti og kostaði um 700 þúsund. Stærð þess var 80 ferm. Sagðist Jónas hafa farið nýlega og skoðað Breiðholtshúsin, og eftir það gæti hann fullyrt að þau stæðu engan veginn framar að gæðum. Kvaðst Jónas hreyfa þessu sökum þess að það væri skoðun sín að íslendiugar ættu að leggja meira upp úr smíði timburhúsa, en gert hefði verið. Þeir sem unnið • hefðu að smíði á húsinu hans, hefðn upplýst að með fjöldaframleiðslu slíkra húsa mætti færa verðið niður í 600—650 þúsund og það verð ætti fjöldi húsbyggjenda að geta ráð- ið við. Einar Ágústsson (F) taldi að slælega hefði verið unnið að þvi að afla fjármagns til þessara framkvæmda og sagði að af verði Jbúðanna mætti marka það að leggja þyrfti fram um hállfa milljón á hverja íbúð fram yfir hin venjulegu húsnæðismála- stjórnarlán. >á beindi þeirri spurningu til ráðherra, hvort að í tölum þeim sem ráðherra hefði nefnt væri allur kostnaður við framkvæmdirnar, eða hvort rétt væri að nokkur hluti væri færð- ur fram á seinni framkvæmdir. Jón Þorsteinsson tók fram 1 sambandi við einbýlishúsabygg- ingarnar, að í yfirlýsingu þeirri sem gefin yar út 9. júlí 1965 hefði verið tekið skýrt fram að ætlast væri til þess að tilraunir yrðu gerðar með innflutt ein- býlishús og hefði framkvæmda- nefndin verið bundin atf þeirri ytfirlýsingu. Hinis vegar hetfði það jafnan verið skoðun hennar að innflutt einbýlishús mundu eng- an vanda leysa. Þá bæri einnig að geta þess, að húsin hefðu verið boðin út innanlands fyrst, en enginn aðili gerði tilboð í byggingu þeirra og því hefði verið tekið hagstæðaista erlenda tilboðinu. Aðalkostnaðurinn við þessi hús væri grunnur þeirra-, sem segja mætfl að v*ri alltof dýr. Kostn- aður við lóð og grunn hvers húss væri að meðaltali um 400 þúsund krónur og auik þess hefðu gjöld til Reykjavíkurborgar num ið 120 þúsund kr. fyrir hvert hús. Sjálf húsin hefðu kostað á- líka upphæð og KísiHðjuhúsin, sem reist voru atf innlendum að- ilum. Þá gat Jón þess að einn þátturinn í starfi framkvæmda- nefndarinnar hefði verið sá að efna til hugmyndasamkeppni um einbýlishúsateikningar og hefðu margar góðar teikningar borizt sem vonandi væri hægt að nota í framtíðinni. Um það hvort hluti kostnaðarins væri færður á seinni átfanga, sagði Jón, að það hefði ekki verið ger.t umtfram það sem eðlilegt mætti teljaist, og það verð sem sett hefði verið á íbúðirnar væri ekki til þess að fela neinn kostnað Jónas Árnason sagðist hafa at- hugað löðir húsanna, og væru þær ekkert sérstakar að frá- gangi. Ef grunnarnir hefðu kost- að svo mikið sem nefnt hefði verið, væri ástæða til að spyrja hvort ekki hefði verið notað dýrara efni í þá, en sement og grjót. Eggert G. ÞorstefnáBon sagði að ekki hefði verið neinar brigð- ur á þeim loforðum sem gefin hefðu verið um útvegun fjár- magns til íbúðarlána. Lofað hefði verið að veita a.m.k. 750 lán árlega og við það hefði verið staðið fullkomlega, þrátt fyrir Breiðholtgframkvæmdirnar. Einar Ágústsson, sagði að I ræðu Jóns Þorsteinssonar hefði komið glögglega fram að verð íbúðanna væri byggt á áætluin og því ástæða til að halda að ekki væri allur kostnaður kom- inn fram. Hann endurtók gagn- rýni sína, að ekki væri nógu vel unnið að útvegun fjár til byggingaframkvæmda, og sagði að nú væri orðið algengt að menn yrðu að bíða 1%—2 ár eftir lánum. Gísli Guðmundsson (F) tók undir orð Jónasar Árnasonar að kjallarar húsanna virtust niokkuð dýrir. Ræddi hann síðan um hið lága framlag húsbyggjenda sjálfra, sem hann sagði skapa óréttlæti og mismunun, sérstak- lega hefði fólk úti á landi eng^ möguleika til að nijóta þessara kjara. Eggert G. Þorsteinsson sagði að í samkomulagi við verkalýðs- félögin hefði því verið lofað að lánuð yrðu 80% atf kostnaði íbúð- anna, en á móti kæmi svo 20% húsbyggjenda sem greitt yrði á þremur árum. Það væri rétt að þetta væru óvenjulega góð kjör, enda við það miðað að ekki fengju aðrir úthlutað íbúðum, en þeir sem ekki væru taldir hafa möguleika á að eiignast ibúð á annan hátt. Stefnt væri að því að koma á fót slíkum byggingaframkvæmd- um úti á landi, en rétt þótti að gera fyrstu tilraunina í þéttbýli þar sem þörífin er mest. En til þess að um slíkar framkvæmdir geti orðið að ræða, þartf að afla nýrra tekjustöfna. Þá ritfjaði ráð- herra það upp að áður fyrr hefði ekki verið óalgenigt að menin yrðu að bíða 5—6 ár eftir lánum, og þá hefði ekki verið talað hátt um þörfina á aiUknu fjármagni til íbúðabygginga. Einnig tóku til máls Inigvar Gíslason, Eðvarð Sigurðsson og Eggert G.’ Þorsteirvsson og Gísli Guðmundsson aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.