Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 196« 27 Byggingarsvæðið við Aðalstræti 9 girt af, svo aðeins verður bílbreidd og einstefnuakstur um götuna meðan þarna rís nýtt verzlunarhús. Nýstárlegt verzlunar- hús rís við Aðalstræti Þrengt oð götunni á meðan VEGFARENDUM, sem í gær áttu leið um Aðalstræti, fannst nokkuð þrengt að umferðinni á móts við númer 9, þar sem Gilda skálinn var á sínum tíma. Unn- ið var við að setja upp girðingu úti á götunni og aðeins skilin eftir en bílbredd Silla & Valda megin. Skýringin er sú, að þarna á lóðinni nr. 9 á að rísa nýtt og nýstárlegt verzlunarhús, sem Ragnar Þórðarson ætlar að fara að byggja. Ástæðan fyrir því, hve mikið þarf að girða af götunni er sú, að kjallarinn á húsinu á að ganga undir gangstéttina, en - GEIMFARARNIR Framhald af bls. 1 „Velkomnir heim, Wally, Donn, Walter". Um 500 starfsmenn geimvísindastöðvarinnar hylltu þá ákaft. Schirra, Eisele og Cunning- !ham dveljast á Kenn'edyhöfða fram á laugardag, en þá halda þeir til Hbuston, þar sem vís- indamenn halda áfram að yfir- heyra þá. BJARTSÝNI Stjórnendur Apollo-tilraunar- innar hafa fyllzt bjartsýni vegna hinnar vel'heppnuðu ferðar Apollo 7 og telja, að unnt verði að sigra Rússa í kapphlaupinu til tunglsins. Yfirmaður til- raunarinnar, Philipps, hershöfð- ingi, kallaði í dag ferð Apollo 7 „mjög stórt skref“ á leiðinni til mannaðra tunglfcrða. Hann kvaðst sannfærður um, að Banda rfkjamaður muni stíga fæti á tunglið fyrir lok næsta árs. Geimfararnir, sem fara eiga með geimfarinu Apollo 8, Frank Forman, James Lovell og Willi- am Anders, æfa sig nú af kappi fyrir geimferðina fyrirhuguðu umhverfis tungiið og aftur til jarðar. Ef ferðir Apollo 8 og Apollo 9 ganga að óskum er von azt til, að unnt verði að senda Apollo 10 til tunglsins í júní á næsta ári. — Úrslitasundið Framhald af bls. 26 OL-met. Bandarisku stúlkurnar þrjár náðu þama 3.4. og 5. bezta tímanum en undanúrslit in þóttu heldur rólega synt. 100 m baksund karla Þá fóru fram undanrásir í 400 m skriðsundi karla. Þar náði ástralskur unglingur 17 ára, GrahamWhite beztum tíma 4:17.0 en ljóst þótti af öðrum tímum að þarna verður mikil barátta er til úrslitanna dregur. Einnig í þessu sundi eru allir Banda- ríkjamennirnir þrír í úrslita- keppninni. fyrsta hæð hússins á að vera inndregin. Gangstéttin á að koma þar gegnum húsið og und- ir annarri hæðinni. Ragnar ætlar að reisa þarna stórt verzlúnarhús, sem er að þvi leyti nýstárlcgt ,að göngu- stígar liggja gegnum húsið og mismunandi verzianir við þá. Búið er að rífa gamla húsið, sem þarna stóð og brann í fyrra, byrja á nýja húsinu. Ætlunin er en nú á að hreinsa grunninn og að steypubílar og öll bygging- arfarartæki athafni sig fyrir inn an girðinguna. - LOFTBARDAGI Framhald af bls. 1 höldnu aftur til stöðva sinna eft- i rað hafa hrakið egypzku flug- vélarnar úr ísraeiskri lofthelgi. Þær kalla frásögn Egypta fjar- stæðu. Hálftíma áður gsrðu jórdansk ir hermenn skothríð að ísraelsk- um herflokkur fyrir sunnan Ailenby-brúna á ánni Jórdan. Israeismenn svöruðu árásinni, en ekkert mannfall varð í liði þeirra, að því er tiikynnt var í Tel Aviv. Áður höfðu ísraels- menn sakað Jórdani um árásir við Jórdan, en Jórdaníumenn sökuðu ísraelsmcnn um að hafa átt upptökin. - CERNIK Framhald af bls. 1 firra hugsanlegum árekstrum. Eina athöfnin, sem fram á að fara utan dyra, er að lagðir verða blómsveigar á gröf óþekkta her- mannsins og að minmisvörðum hinna fjögurra forseta landsins, Thomas Masaryk, Edward Benes, Klement Gottwald og Anitonin Zapotocky. Hin opinbera fréttastofa Cet- eka skýrði frá því að ríkisstjórn- in hefðf komið saman til fundar í dag með Cernik í forsæti. Á dargskrá voru m. a. uimræður um brottflutning hernámisliðsins og hver.su framkvæma ei'gi á- kvæði Moskvu-samkamulagsins um kennslumál. STJÓRN Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur boðaði blaðamenn á sinn fund í gær til þess að skýra nýjungar í félagsstarfi. Björgvin Guðmundsson, formaður félags- ins, sagði, að í vetur yrðu hádeg isverðarfundir á vegum þess opn ir öllum almenningi og yrði hinn fyrsti þeirra n.k. laugardag og mundi Gylfi Þ. Gíslason ræða um þjóðstjórn. f desemberbyrjun yrði haldin ráðstefna um stjórn- - PARISARFUNDUR Framhald af bls. 1 verið rætt. Samkomulag varð að vanda um að annan fund skyldi halda nk. miðvikudag. Síðar í dag lýsti talsmaður sendinefndar N-Vietnam, Ngu- yen Thank Le, því yfir, að eitt- hvað nýtt myndi koma fram varðandi friðarumleitanimar í París jafnskjótt og Bandaríkja- menn létu af loftárásum á N- Vietnam. Aðspurður hvort hann væri bjartsýnni nú en fyrir mán- uði, svaraði hann því til áð Bandaríkjamenn neituðu enn að stöðva loftárásirnar. Þá skýrði Le frá því, að hann myndi ekki efna til blaðámanna fundar á mánudaginn, svo sem venja hefur verið. „Við munum láta ykkur vita þegar að þvi kemur hvort efnt verður til nýs blaðamannafundar eða ekki“, sagði hann við fréttamenn. Talsmaður bandarísku nefnd- arinnar, William Jorden, sagði síðar í dag, að hann væri að miss'a móðinn. „Ég sá ekkert í dag, sem bent getur til þess að áfram miði. Það er alltaf niður- drepandi þegar ekkert miðar í jafn alvarlegum málum og þess- um, en við höfum þó enn von“, sagði hann. Jorden neitaði að segja nokkuð um hvort það væri stáðreynd að Joihnson forseti biði nú eftir svari frá stjórn N-Vietnam við síðustu tillögum Bandaríkjanna um stöðvun loft- árása. Þeir, sem með málum fylgjast í París, telja engan vafa á því leika, að slíkar tillögur hafi verið lagðar fram. Sumir þeirra telja, að Johson bíði enn eftir svari. Bent hefur verið á, að þetta kunni að vera ástæðan til þess, að forsetinn hefur frest- að því a’ð kunngera hvenær hann muni halda blaðamannafund næst. I Saigon ræddust þeir við í tvær og hálfa klukkustund í dag Ellsworth Bunker, sendi- herra Bandaríkjanna og Nguyen Van Thieu, forseti S-Vietnam. Var þetta sjötti fundur þeirra á átta dögum. I dag sprakk plastsprengja á götu einni í Saigon með þeim afleiðingum, að níu óbreyttir borgarar særðust. Sprengjan sprakk er umferð var hvað mest, en henni mun hafa verið varpað af manni á mótorhjóli eða úr smábíl, að því talið er. málaflokkana og lýðræðið og yrði hún öllum opin, en þátttakendur yrðu að láta skrá sig. Sagði Björgvin, að félagið vildi koma til móts við óskir almennings um opnara stjórnmálastarf. Fé- lagið hefur gefið út starfsáætlun og efnir til bridge kvölda og fé- lagsvistar og ennfremur hyggst það bjóða Palme, menntamála- ráðherra Svía, hingað til lands í vetur. - BRUGGARINN Framhald af bls. 28 glerbrúsa með bruggi í gerjun og 1 lítra af landa. Eigandinn kvaðst hafa lagt í fyrst í vor og þá um 30 lítra, en mikið af því skcmmdist og fékk hann aðeins 1 lítra af landa út úr afganginum. Lagði hann þá aftur í og var það að gerj- ast, þegar allt komst upp. - DEVOLD Framhald af bls. 28 þegar verði hafizt handa um að byggja upp síldarmóttöku í Finn mörk, þar sem helzt má búast við að millisíldarveiðarnar verði aruggastar a.m.k. næstu 10 árin, ef marka má breytingar þær, sem oiðið hafa á hrygningar- stöðviun síldarinnar“, segir Devold. „Á undanförnum árum hafa veiðamar numið allt að 3 millj. hektólítra af millisíld á ári, en hugsanlegt er að aflamagnið falli niður í 100 þúsund hektó- lítra. — Það, sem rannsóknir okkar hafa leitt í ljós, er að aug- ljóst er að við getum ekki hald- ið áfram þeim upptekna hætti, að horfa á að eitri sé sprautað í verðmætt hráefni og það siðan flutt með endilangri ströndinni allt til Mæri. Ég hefi vakið at- hygli yfirvaldanna á þessu ástandi", segir Devold. Devold segir ennfremur: „Verksmiðjurnar (þ.e. bræðsl- urnar) verða að grundvallast á loðnuveiðum í framtíðinni. Við getum að vísu ekki gleymt því, að loðnuveiðarnar geta verið stopular vegna þess að þær byggjast eingöngu á tveimur ár- göngum, og þetta gerir væntan- leg vandamál sjálfsagt ekki betri viðfangs." „Sjávarútvegsmálaráðuneytið mim þegar í stað hafa samband við rétta aðila um þessi vanda- mál og þær tillögur, sem Finn Devold hefur fram að færa“, seg ir ráðuneytisstjórinn við Lofot- posten. Hann bætti því við, að menn líti jákvætt á ástandið, að málið verði upp tekið á vísinda- legum grundvelli svo fljótt sem auðið er. Morgunblaðið sneri sér í gær til Jakohs Jakobssonar, og spurði hann álits á fyrrgreind- um ummælum Devold. Hann sagði: „Mér finnst þetta merkileg frétt. Vi’ð höfum bent á það ár- um saman, og reyndar sovézkir fiskifræðingar lika, að hinar gíf- urlegu milli- og smásildarveiðar Nor’ðmanna til bræðslu hafi haft verulega skaðleg áhrif á norska síldarstofnunn, sem er uppistað- an í síldveiðunum fyrir norðan og austan á haustin. Norskir fiskifræðingar hafa aldrei viljað ljá máls á neinum takmörkun- um á þessum veiðum. Það er þvi gleðileg hugarfarsbreyting, sem hér hefur orðið, ef Norðmenn ætla að snúa sér að því að nýta smásildina eingöngu til mann- eldis í stað bræ'ðslu, enda þótt ég hefði helzt viljað að þessax veiðar þeirra yrðu algjörlega bannaðar, á sama hátt og við höfum bannað smásíldarveiðar. Vcir þó um óverulegar veiðar á smásíld að ræða hjá okkur mið- að við þa'ð gífurlega magn, sem Norðmenn hafa veitt.“ „Við framkvæmum engar bein ar rannsóknir á smásíld við Nor- eg, enda elst hún upp í norsku Á BLAÐAMANNAFUNDI þeim sem Alþýðuflokksfélag Reykja- víkur efndi til í gær, staðfesti Arnbjörn Kristinsson frásögn Morgunblaðsins sl. vetur um við ræðufundi nokkurra Alþýðu- flokksmanna og Alþýðubanda- lagsmanna. Sagði Arnbjörn, að í viðræðunum hefðu tekið þátt Ólafur og Jón Baldvin Hanni- balssynir, Haraldur Henrýsson, fjörðunum og að nokkru leyti norður í Barentshafi. Samkvæmt þeirra eigin rannsóknum hafa allir árgangarnir frá og með 1965 verið ákaflega lélegir, og er þetta í samræmi við það, sem við höfum vitað, þ.e. a'ð mjög lítið virðist vera um uppvax- andi norska sild.“ „Eru þetta alvarleg tíðindi fyrir okkur?“ „Það verður það í framtíðinni. Þegar þessi síld er orðin 4—5 ára gömui fer nennar að gæta í | þeim hluta norska síldarstofns- I ins, sem íslendingar sækja í.“ „Hvenær má búast við, að áhrifa þessa fari að gæta?“ „Þess er að vissu leyti þegar farið að gæta, því norski síldar- stofninn hefur þegar dregizt saman. Ég vil þó taka skýrt frani að þrátt fyrir þetfa er hér ekki um að ræða aðalorsökina fyrir aflabrestinum í sumar og haust", sagði Jakob Jakobsson að lok- um. Innbrot ó Akureyri AKUREYRI, 24. okt. — 1 nótt var frami'ð innbrot í bifreiða- verkstæði Þórshamars og spjöll unnin á húsi og húsgögnum en litlu stolið, enda engir peningar á glámbekk. Litlar dyr norðan á verkstæð- inu voru sprengdar upp með járni, síðan sprengdar upp dyr að skrifstofu verkstjóra, sprengt var upp skrifborð, þar sem lykl- ar að varahlutaverzluninni voru geymdir og síðan farið þangað inn. 'Þar var lítill -peningakassi sem var sprengdur upp eða eyði- lagður, en í honum voru 3'0—40 krónur, sem voru hið eina, sem þjófurinn hafði upp úr krafs- inu. Þó má vera að eitthvað hafi verið tekið af varahlutum, en það hefur þó ekki komið í ljós enn. — Málið er í rannsókn. — Sv. P. Stúdentum fækk- ur vegnu úrlegr- ur skrúningur- skyldu — LOKIÐ er skráningu stúdenta í Háskóla íslands, en þetta er í fyrsta skipti sem stúdentum er gert að skrá sig á hverju skóla ári. í Háskólanum hafa verið á skrá um 1400 stúdentar. Mbl. spurði Jóhannes Helgason há- skólaritara hvort þeim hefði fækkað vegna árlegrar skráning arskyldu. Sagði hann að við skráninguna liti út fyrir að þeim muni eitthvað fækka. Þó er ekki enn búið að gera upp tölur og ekki öll kurl komin til grafar. Múlverkusýning í Borgurnesi Borgarnesi 24. okt. STEINGRÍMUR Sigurðsson, list málari, heldur málverkasýningu í Hótel Borgarnesi, efri sal, á föstudag, laugardag og sunnu- dag. Sýnir hann 20 myndir, sem flestar eru nýjar myndir. Vésteinn Ólafsson, og fl. svo og Sigurður Guðmundsson, Örlygur Geirsson, hann sjálfur og fL Sagði Arnbjörn að hér hefði fyrst og fremst verið um skoð- anaskipti að ræða. Björgvin Guð mundsson upplýsti á fundinum, að ýmsir meðlimir málfundarfé- lags jafnaðarmanna hefðu geng- ið aftur í Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Vetrarstarf Alþýðu- flokksfélaganna VIÐRÆÐUR HANNIBALISTA OG ALÞÝÐUFLOKKSMANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.