Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1968 „Siglufjöröur er minn heimilisstaður" Rœtt við Sigurð Kristjánsson, fyrrv. sparisjóðsstjóra, sem er áttrœður í dag SIGURÐUR Kristjánsson, fyrr- verandi sparisjóð'sstjóri á Siglu- firði og heiðursborgari Siglu- fjarðarkaupstaðar, er áttræður í dag. Þó að hann sé ekki fædd- ur á Siglufirði, ól hann þar lengst aldur, en er nú fyrir fá- einum árum fluttur til Reykja- víkur. Sigurður var kosinn í fyrstu bæjarstjórn Siglufjarðar, og það er skemmtileg tilviljun, að heiðursborgarinn og bærinn hans skuli báðir eiga stórafmæli á sama ári. Morgunblaðið hitti Sigurð að máli í tilefni af afmælinu, og við röbbuðum við hann stutta stund um hann sjá'lfan, Siglu- fjörð og sitthvað fleira. Sigurð- ur er mjög vet ern, þrátit fyrir háan aldur, og mumdu fæstir trúa því að óreyndu að hann ætti átta tugi ára að baki. — Eg er fæddur í Sveinbjarn- argerði á Svalbarðsströnd hinn 24. október árið 1888, tjáir Sig- urður okkur. — Foreldrar mínir voru Kristján Sigurðsson bóndi, og Dórethea Stefánsdóttir, sem síðar bjuggu að Skeiði í Svarf- aðardal. Ég fluttist þangað með þeim tveggja ára að áldri, og ólst þar upp til 17 ára aldurs. Þá var ég settur til mennta og fór til Akureyrar, þar „sem ég bjó hjá Ásgeiri Péturssyni, frænda mínum í móðurætt. Hann rak þá verzlun á Akureyri. Ég var einn vetur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, sem þá var nýlega flutt ur frá Möðruvöllum, en að því búnu var ferðinn i heitið til Reykjavíkur. Þar settist ég í Verzlunarskóla íslands árið 1907 og útskrifaðist tveimur árum síð ar. Að loknu skólanámi dvaldist ég eitt ár í Reykjavík og starf- aði við verzlun Brynjólfs Bjarna sonar, en hélt síðan aftur til Akureyrar, Ég fékk þar vinnu hjá Ásgeiri frænda mínum, sem fyrr er nefndur. Og á hans veg- um fór ég fyrst til Siglufjarð- ar árið 1911, en hann rak þar verz'lun og fiskmóttöku, að sum- arlagi. Tveimur árum siðar keypti ég svo þessa verzfun, og varð upp frá því -búfastur á Siglu- firði. Þessa verzlun rak ég í all- mörg ár. Þegar Sigurður kom til Siglu- fjarðar var íbúatala staðarins um 800-1000. Menn stunduðu sjósókn af kappi, og m.a. var þaðan mik- il hákarlaútgerð, sem síðair átti þó eftir að leggjast niður. — Siglufjörður byrjaði að vakna verulega ti'l lífsins upp úr aídamótunum, en þá fóru Norðmenninniir að fiska síld fyrir Norðurlandi, og Siglufjörður var þeirra uppáhalds staður. Sjálfii? fóru Siglfii'ðingar ekki að gera út á síld fyrr en um líkt leyti og ég kom þangað fyrst, en Ak- ureyringar höfðu orðið fyrri til Sigurður Kristjánsson og byrjuðu að salta þar nokkru áður. En Norðmenn höfðu þarna aðalbækistöðvar allt til 1920, en þá urðu aðgerðir stjórnarvalda tií þess, að þeir urðu að hætta að leggja síldinna upp á Siglu- firði — fyrst var það tunnu- gjald og síðar Fiskv.löggjöfin, sem kvað svo á um, að útlend- ingar mættu ekki hafa hér bráð arbirgða stöðvar. Síldarævintýrið svonefnda hófst á hinn bóginn í kringum 1912 og gekk oft á ýmsu. Tölu- verð síldarsöltun var næstu ár- in, stundum of mikil meira að segja, svo sem 1919—20. Reyndar var það okkur sjá'lfum að kenna, því að við gátum selt meira af síld en gert var, en settum verð- ið of hátt, svo að Svíar neituðu að kaupa. Eftir það komu upp ýmiss fyrirtæki til að selja sííd- ina, fyrst Síldareinkasalan árið 1931 sem hætti tveimur árum síðar, þá Síldarsölusamlagfð sem aðeins starfaði í eitt ár. En upp úr þessu var svo Síldarútvegs- nefnd stofnuð 1934 og ég átti sæti í henni frá upphafi til 1947. Ástandið í síldveiðimálum KVÖLDVERÐAR- FUNDARSTAÐUR: HOTEL FUNDUR JÓN H. BERGS FIMMTUDAGUR 24, OKT. KL. 19.30. FUNDAREFNI: Matvörudreifing Ræðumaður: Jón H. Bergs forstjóri. Verzlunar- og skrifstofufólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. hélzt ai'igott fram til ársins 1945. Sennilega hefur aldrei veiðzt meira en árið 1W0 og einnig ár- ið 1944. Þá fór að halla undan fæti og aflabrestur öll árin, sem á eftir komu. Og þótt alltaf væri einhver veiði, þá var það aðeins svipur hjá sjón miðað við „hin gömlu góðu ár“. Og nú virðist hún alveg hafa yfirgefið Siglu- fjörð. Okkur hefur orðið æði tíðrætt um Siglufjörð og síldina, svo að við vendum okkar kvæði í kross og spyrjum Sigurð um afskipti hans af bæjarmálum. — Ég var kosinn í fyrstu bæj- arstjórn Siglufjarðar árið 1918, en hafði þar ekki langa viðdvöí — hálft annað kjörtímabil að mig minnir. f þá daga var kosið annað hvert ár. Og töluvert mik ill hiti var í pólitíkinni á tíma- bili þar nyrðra og til að byrja með voru engir flokkar, heldur verkalýðsfélög annars vegar og svo al'lir hinir hins vegar. Eh þetta breyttist brátt í hreina flokkaskiptingu. En hvernig farnaðist verzlun Sigurðar á þessum tíma? — Ég rak verzlun mína til ársins 1930 nema hvað ég hafði vefnaðavöru verzlun um nokkurt skeið enn. Ég hafði tekið við Sparisjóði Siglufjarðar árið 1920, en jafn- framt gengdi ég störfum hjá Síld arútvegsinefnd, var afgreiðslu- maður Shell á Siglufirði og um boðsmaður skattstjóra á Akur- eyri nokkur ár. Þá var ég sænsk ur ræðismaður í 33 ár og í nokk urn tíma hafði það í för með sér töluvert starf að sumarlagi. En forstöðumannsstarfið fyrir spari sjóðnum var þó mitt aðalstarf um 30 ára skeið, því að þótt hann 'væri smár til að byrja með, óx hann ört á tiltöluilega skömm um tíma. En árið 1962 fíuttist ég hingað suður en starfaði þó tvö sumur á Siglufirði ‘ og Rauf- arhöfn eftir þetta á vegum Lands bankans. Enda þótt Sigurður 9é nú fluttur til Reykjavíkur leggur hann áherzlu á það, að hann eigi lögheimili á Siglufirði „ég kýs það fremur, því að Siglu- fj. hefur ætíð verið mér meiri heimilisstaður en Svarfaðardal- ur og kannski líka vegna þess, að þar er ég heiðursborgari," segir hann. Og heimsækir jafnan Siglufjörð árlega, ef hann á þess kost. Goldstucker fyrirlesuri við Stokkhólmshúskólu Stokkhólmi 22. okt. NTB FÖRMAÐUR tékknesku rithöf- undasamtakánna, Eduard Gold stucker, prófessor, sem fór frá Tékkóslóvakíu eftir inn- rás Varsjárbandalagsríkjanna fimm, hefur þegið boð frá þýzkudeild Stokkhólmshá- skóla um að vera gestafyrir- lesari síðari hluta vormisser- Goldstuck flutti búferlum til Englands eftir að Þjóðverj ar hernámu Tékkóslóvakiu í styrjöldinni, en síðar varð hann sendiherra lands síns I ísrael. Hann átti að taka við sendiherraembætti í Svíþjóð árið 1951, en var þá talinn flæktur í Slansky málið og dæmdur til lífstíðarfangelsis- vistar. Hann fékk uppredsn Frarahald á bls. 20 HUSMÆÐUR! HÚSMÆÐUR! Fimmtudagar — innkaupsdagar Matvörur — hreinlœtisvörur Aðeins þekkt merkk — Flestar vörur undir búðarverði OPIÐ TIL KLUKKAN 10 I KVÖLD © Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 PHILIPS PHILIPS rakvélar 6 tegundir. Verð frá kr. 1.052.00. PHILIPS stereo-plötuspilarar með og án magnara. Verð frá kr. 2.047.00. PHILIPS r af magns - útvarpstæki Verð frá kr. 1975.00. LUXO les- og vinnulampar á gamla verðinu. Heimilistæki sf. Hafnarstræti 3 — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.