Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1968 Mæla með nagladekkjum Einars Kunna m.a. að spara viðhald vega og auka akstursöryggi — Tœknimiðstöð íslands ? EINAR EINARSSON uppfinn- ingamaður, er stöðugt með sitt- hvað á prjónunum. Hann hefur sótt um alþjóðaeinkaleyfi á ýmsum hugmyndum sinum varð andi flugvélar, en síðasta árið hefur hann eytt miklum tíma í tilraunir sinar á naglahjólbörð- um með útbúnaði, sem er algjör nýjung. Einar hefur kynnt fjöida fyrirtækja og einstaklinga og þar á meðal mörgum tækni- lærðum mönnum, þessa nýju hjólbarða og láta allir í ljósi mikinn áhuga á tilrauninni og mæla með að Einari verði veitt öll sú aðstoð, sem til þarf til þess að fullgera tilraunina. Þær tilraunir, sem Einar hefur gert með hjólbarðana, gefa mjög góða raun, en hann hefur hand- smiðað tvær tegundir af nögl- um og sett þá í hjólbarða, sem hann hefur síðan ekið á. Naglana er hægt að láta hverfa inn i dekkið, þegar þeirra er ekki þörf og einnig er hægt að láta þá koma eins mikið út og hver vill, en naglastillingin er framkvæmd á mjög einfald- an hátt með sérstakri slöngu, sem liggur innan á felgunni. Telja þeir, sem hafa kannað hjólbarða Einars að ef hugmynd in gengur eins og ætlað er, þá iriunu þessir nýju hjólbarðar auka umferðaröryggi, fara bet- ur með malbikaðar götur og auð velda akstur í snjó og hálku. Einar Einarsson hefur unnið að gerð þessara nýju naglahjól- barða frá því í september 1967. Eins og að líkum lætur, hefur hann sífellt verið að endurbæta uppfinningu sína og eingöngu unnið að þessu verki í tómstund um og þá einn. Hann hefur not- ið lítils fjárstuðnings; fengið 50 þúsund króna styrk frá Sam- göngumálaráðuneytinu og 50 þúsund króna lán frá Reykja- víkurborg. Þá hafa nokkur fyr- irtæki styrkt hann með alls 35 þúsund krónum. Þessar upphæðir hrökkva skammt, þegar þess er gætt, að þær tilraunir, sem hann hefur unnið að fram að þessu, hafa kostað 250 til 300 þúsund krón- ur. Fjöldi einstaklinga og stofn- ana hafa lýst áhuga sínum á þess hverfafundir . um borgarmálefnl * GEIB HALLGRÍMSSON, BORGARSTJÚRIBOÐAR TIL SEX FUNDA Á NÆSTUNNI MEÐ ÍBÚUM EINSTAKRA B0RGARHVERFA ■ - ' / Borgarstjóri flytur rœðu á öllum tundunum og svarar fyrirspurnum fundargesta 1. fundur — Laugarnes-, Sunda-, Heima- og Vogahverfi. Fundur með íbúum Laugar- nes- Sunda- Heima- og Voga- hverfis (þ.e. allt svæðið norð- am við hluta Laugarvegar og Suðurlandsbraut að Elliðaám) verður í Laugarásbíói, laug- ardaginn 26. okt. kl. 3 e.h. Fundanstjóri verður Þorsteinn Gíslason skipstjóri og fumdar- ritari Sigríður Guðmunds- dóttir, húsmóðir. 2. fundur — Smáíbúða-, Bústaða-, Háaleitis- og Fossvogshverfi. Fumdur með íbúum Smá- íbúða- Bústaða- Háaleitis- og Fossivogshverfis (þ. e. allt svæðið milli Krimiglumýrar- brautar og Elliðaáa, sem tak- mankast af Suðurlandsbraut í norður og bæjarmörkum Kópavogs og Breiðholti í suður) verður í danssal Her- manns Ragmars í Miðbæ v/Háal eitisbraut 58—60 summu daginn 27. okt. kl. 3 e.h. Fundarstjóri verður Hilmar Guðlaugssom, múrari og fund- arritari Arnfinmur Jónsson, kennarL 3. fundur — Mela- og Vesturbæjarhverfi. Fundur mieð íbúum Mela- og Vesturbæjarhverfis (þ. e. byggðin vestan við Tjömina og Aðalstræti að Skerjafjarð- arbyggð meðtalinni) verður í Súlmaisal Hótel Sögu mið- vikiudaginin 30. okt fel 9 e.h. Fundarritari verður María Pétursdóttir, hjúkrunarkona og fundaaritari Agnar Frið- riiks.son, viðflk.fmiemi. 4. fundur — Mið- og Austurbæjarhverfi. Fundur roeð fbúum Mið- og Austurbæjanhverfis (þ. e. byggðin sem takmarkast af Snorrabraut í austur og Tjörninni og Aðalstræti í vest ur) verður í Sigtúnd v/Aust- urvöll fimmtudaginn 31. ofet. kl. 9 e.h. Fundarstjóri verður Sigurður Líndal, hæstaréttar- ritari og fuhdarritari Björg Stefánsdóttir, húsmóðir. 5. fundur — Árbæjar- og Breiðholtshverfi. Fundur með íbúum Árbæjar- og Breiðholtsbverfis (þ. e. byggðin sem kennd er við hverfin, auk annarrar Rvk,- byggðar utan Elliðaáa) verð- ur í Félaigsheimili Rafveit- unnar v/Elliðaár laugardag- nn 2. nóv. kl. 3 e.h Fundarstjóri verður Hörður Felixson, skrifstofustjóri, og fundarritari Ingi Torfason, húsasmiður. 6. fundur — Hlíða- Holta- og Norðurmýrarhverfi. Fundur með íbúum Hlíða- Holta- og Norðurmýrarhverf- is (þ. e. byggðin milli Snorra- hrautar og Kringlumýrar- brautar) verður í Dorous Medica v/Egilsgötu sunnu- daginn 3. nóv. fel. 3 eh. Fundarstjóri verður Bjami Björnsson, forstjóri og fund- arritari Áslaug Friðriksdóttir, fcennari. Reykvikingar | fjölmennum á fundi borgarstjóra ari uppfinningu, og fara hér á eftir kaflar úr nokkrum bréfum, sem Einar Einarsson hefur feng- ið og fjallað er um uppfinningu hans: Landssamband vörubifreiða- stjóra; Það er álit stjórnar Landssambands vörubifreiða- stjóra, að hér sé um merka nýj- úng að ræða og að opinberum aðilum beri að veita henni styrk og stuðning. Bifreiðaeftirlitið, Gestur Ólafs- son: Bifreiðaeftirlitið telur, að allt sem er til bóta og þæginda og veitir öryggi í umferðnni sé rétt að athuga, og styrkja þá að- ila, séu þeir ekki þess megnugir sjálfir. Þar sem nokkrir aðilar, er um umferðamál fjalla hafa gefið yður meðmæli, vill Bif- reiðaeftirlit ríkisins einnig mæla með þvi, að þér l'eitið til þess op inbera um fjárframlag til að koma tilraunum yðar í fram- kvæmd, svo séð verði hver reynsla yrði nieð slíkan búnað og hvaða kosti hún hafði fram yfir annan búnað í hálku og snjó. Félag ísl. bifreiðaeigenda: Undirritaðir stjórnarmeðlimir í Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda (K. Haukur Pjetursson og Gísli Hermannsson) höfum kynnt okkur naglahjólbarða þá, sem Einar Einarsson hefur fundið upp. Hjólbarðar þessir gefa mjög góðar vonir um það, að þeir geti stuðlað að auknu um- ferðaröryggi samfara minna sliti á götum og vegum. Stjórn Félags íslenzkra bifreiðaeigenda hefur samþykkt að mæla ein- diegið með því að E'nari Ein- arssyni verði veittur styrkur til áiramhaldandi framkvæmda. Hreyfill, Stefán O. Magnússon: Hr. Einar Einarsson hefur sýnt okkur hjólbarða með inndregn- um nöglum, sem hann hefur fundið upp og 'er það augljóst hvað mikla þýðingu það hefur fyrir götur borgarinnar. Við mælum því eindregið með því við borgaryfirvöld og aðra op- inbera aðila, að þeir veiti Einari Einarssyni allan þann stuðnng, sem hann þarfnast til að full- gera uppfinningu sína svo hún geti komizt í notkun sem fyrst. Rannsóknastofnun iðnaðarins: Hugmynd yðar um hjólbarða út- búna stálnöglum er draga má inn, er mjög athyglisverð. Áður en athuguð yrði framleiðsla þessara hjólbarða er þó nauð- synligt að framkvæma ítarleg- ar rannsóknir á aksturshæfni og endingu hjólbarðanna. Til þess þarf að framleiða nokkra hjól- barða í reynsluskyni. Strætisvagnar Reykjavíkur: Rekstur ökutækja í umhleyp- ingasömu tíðarfari að vetri til» er erfiður og kostnaðarsamur, einkum í sambandi við notkun á snjókeðjum. Ástæða er því til að fagna hverri viðleitni, sem miðar að lausn þessa vanda. Til- raunir Einars virðast vera at- hyglisvsrðar og þess eðlis, að hann verðskuldi þann fjárhags- lega stuðning, sem honum er nauðsynlegur til að fullgera til- raunirnar og tryggja sér vernd á þessari frumsmíð. Samband ísl. tryggingafélaga: Vér höfum ekki átt þess kost að kynna oss þessa tegund hjól- barða í framkvæmd, enda mun tilraunin á byrjunarstigi. Hins vegar teljum vér, að ef unnt er að framleiða hjólbarða með þessum , útbúnaði, mundi slíkur útbúnaður stuðla að auknu ör- yggi í umferðinni í snjó og frost- um ,jafnframt því sem slíkt fyr- ir komulag myndi draga mjög úr sliti á malbikuðum og steypt- um vegum, þegar naglanna væri ekki þörf. Vér teljum þess vegna þessar tilraunir yðar mjög at- hyglisverðar og hvetjum yður til þess að halda þeim áfram. Bifreiðastöð Steindórs: Við höfum að undanförnu kynnt okkur hjólbarða, s;m unnt er að breyta á einfaldan hátt úr sum- arbörðum í vetrarbarða og öf- ugt, og teljum, að slíkir hjól- barðar muni eiga framtíð fyrir sér hér á landi. Teljum við þá koma til með að vera sérstak- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.