Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 21
MORG-UNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBBR 1968
21
Árni Brynjólfsson:
ER ÍSLENZK IÐN- OG TÆKNI-
MENNTUN í FJÖTRUM?
ÆTLA mætti að þjóðfélag okk-
ar, sem miklast af fornum bók-
menntum og lærdómi forfeðr-
anna, gætti þess að vðihalda
lærdómi þeirra sem nú iliifa, svo
að sEunbærilegt sé við þær þjóð
ir, er við helzt viljum lí'kjast.
Á meðan verkmenning var
frumstæð, dugði brjóstvitið eitt
til þeirra verklegu starfa er
sinna þurfti, en nú er ö'ldin önn
ur, nútímatækni og iðnþróun
krefst lærdóms, engu síður en
brjóstsvits og við f slendingar höf
um þá sérstöðu vegna fámennis,
að til þess að geta lesið um
tækruileg efni, þurfum við a.m.k.
að ráða við eitt erlent tungumál.
Ástandið er þannig í dag, að
því er varðar menntun þeirra er
vinna iðnaðar- og tæknistörf, að
ætla mæitti að við lifðum í
frumbernsku iðnþróunarinnar,
en það alvarlegasta er þó, að
svo er að sjá, að þessi mál séu
komim í þann farveg laga og
ráða, að líti'lla umbóta sé von,
nema að höggvið sé á þau bönd
er hefta framfarir.
Skal nú í stuttu máli gerð
grein fyrir ástandinu og skýrt
frá máli, er gefur nokkra hug-
mynd um þá þröngsýni.er nú
ræður ríkjum.
Þegar rætt er um iðnfræðsilu,
verður ekki hjá því komizt að
gera sér grein fyrir við hvað er
átt með hugtakinu iðnfræðsla.
Venjulegur skilningur er sá,
að iðnfræðsla sé bóklegt og verk
legt nám, sem iðnfræðslulögin
ná til, þ.e.a.s. nám í iðnfræðslu-
skólum og verklegt nám á vinnu
stöðum.
Þetta er nokkuð skýrt afmark
að svið, en vegna þess hvar það
er staðsett í skólakerfinu, hef-
ur almenna fræðslukerfið mikil
áhrif á gildi þess, en það skiptir
mikhi máli að iðnnámið sé í sam-
ræmi við þarfir atvinnulífsins
á hverjum tíma.
Bf lægri stig almennrar
fræðslu í landinu eru í ólestri,
líðuæ iðnfræðslan og það er ein
mitt það sem hefur háð iðn-
fræðslunni á undanförnum árum,
nemendur hafa komið illa undir-
búnir í iðnskóla og við það hef-
ur iðnnámið miðazt.
Bnnþá vantar nokkuð á, að
iðnfræðslan fylK út í efri hlluta
þess ramma, sem iðnfræðslulög-
in og reglugerðin gera ráð fyrir
og gerðu ráð fyrir, áður en
nýju iðnfræðslulögin tóku gildi.
Hér á ég auðvitað við nám að
loknu iðnskólaprófi, hið svokall
aða meiistaranám.
Vandinn við að koma þvi námi
á ætti öllum að vera ljós, sem
eitthvað þekkja til þessara mála
og ekki sízt eftir hina misheppn
uðu tilraun Iðnskólans í Reykja-
vík til að koma á eins vetrar
meistaraskóla. Það sem kal'lað er
í dag meistaraskóli fyrir múr-
ara og trésmiði, er ekki annað
en flótti frá upphaflegu mark-
miði og óvíst hvort þessi stuttu
námskeið komi að verulegu gagni
Enda vafasamt hve margir sæktu
þau, væru þau ekki skilyrði fyr-
ir að fá að standa fyrir bygg-
ingum í Reykjavík. Þau eru
ekki skilyrði fyrir meistarabréfi
Vandamálið er það, að iðnlög
gjöfin veitir iðmsveinum meist-
anabréf, þ. e. rétt til að standa
fyrir verkum á eigin ábyrgð og
kenna iðnnemum, án þess að gera
kröfur til írekara náms.
Á þetta fyrirkomulag líturall
ur þorri iðnaðarmanna, a. m. k.
þeir sem ekki hafa hlotið meist-
arabréf, sem helg mannréttindi,
sem séu skert ef sett eru námis
skilyrði fyrir réttindaveiting-
unnL
Af þessum sðkum standa a.m.k.
sum sveinafélögin gegn meistara
skólamum, ef þeir eiga að verða
skilyrði fyrir meistarabréfi, en
fáist meistarabréfið án meistara
skólaprófis, verða skólarnír ekki
sóttir, þótt upp komi, svo sem
reyn'slan hefur sýnt.
Hér er eitt gleggsta dæmið um
það, hvenwig iðnlöggjöfin og þau
réttindi sem henni fylgja, geta
unnið gegn eðl'liegri þróun og
framförum.
Enginn efast um þörfina á auk
inni menntun, einkum fyrir þá
iðnaðarmenn, sem eiga að standa
fyrir verkum, og væri ekki hægt
að skýla þekkingarleysinu bak
við lögboðin iðnréttindi, yrðu
menn að afla sér aukinnar mennt
unar til að standast samkeppn-
ina á vinnumarkaðinum.
Málin standa því þannig í dag,
að efri mörk iðnfræðslunnar eru
lélegt iðniskðlapróf, sem mokkur
vafi leikur á að jafna megi í
bóklegum efnum við gildandi
gagnfræðapróf. Þetta hefur
mönnum til skamms tíma ekki
verið almennt ljóst, vegna þess
að viðmiðun hefur verið lítil sem
engin, varla hefur verið um að
ræða neitt framhaldsnám fyrir
iðnaðarmenin hér innanlanids,
nema Vélskófliann í Reykjavík.
Þeir sem sótt hafa tækninám
erlendis, hafa að sjálfsögðu rek
ið sig á gildi iðnskólamenntun-
arinnar, , en þar trufla m.a.
tungumálaerfiðleikar viðmiðun-
ina og eins má gera ráð fyrir að
þeir sem hafa lagt í og yfir-
stigið erfiðleikana, hafi verið vel
í meðallagi hvað námisgetu snert
ir. Af hinum sem ekki réðu við
vandann, m.a. vegna ónógs und-
irbúnings, fara færri sögur.
Með tilkomu Tækniskðla fs-
lanids skapast fyrst viðmiðun,
einkum vegna þess að Ijúka
verður seinni hluta tæknináms-
ins erlendis. Þá er ekki hægt að
viðhafa neinn feluleik lengur,
námið í Tækniskó'lanuim verður
að miða við að nemendurnir, sem
an útskrifast, geti haldið
átfram snurðulaúst í tækniskól-
um nágrannalandanna eigi þeir
skólar að taka próf frá honum
gild.
Þá kom í Ijós að iðnskólapróf-
in voru svo Htils virði, að undir
búningsdeild þurfti uindir undir
undixbúningsdeild Tæknskólans
til að gera nemendum með iðn-
skó'lapróf kleifit að fylgjast með
kennslu I undirbúningsdeildinmi
og nú eftir að undirbúnings
deild T ækniskólans er orðin
tveir vetur í stað eins í upphafi,
er ætlunin með nýjum iðn-
firæðslulögum, breyttu skipulagi
iðnskólanna og lengimgu náms-
tímans þar, að reyna að gera
nemana, sem ljúka iðnskóla, hæfa
til að setjasit í undirbúnings-
deíld Tækniskólans.
Við skulum vona að þetta tak
ist.
Efitir þessa lýsingu ástandsins
í menntamálum iðnaðarmanna.
skyldi enigan undra þótt reynt
hafi verið að gera nokkra úrbót
á takmörkuðum sviðum, eink-
um í þeim greinum sem þurfa á
frekara tækninámi að halda. Því
var það að á stríðsárunum síð-
ugtu komu núverandi orkumála-
stjóri, fyrrv. rafmagnsstjóri o.
tfl. þiví til leiðar, að stofnuð
ivar deild fyrir rafvirkja við Vél
skólann i Reykjavík. Var hug-
mynd þeirra að deildin yrði skil
yrði fyrir lögglildingu Rafmagns
eftirlitsins á þeim mönnum, sem
hugðust taka að sér rafverk á
eigin ábyrgð. Sú hugmynd átti
sér þó ekki langa lífdaga, því
rafvirkjasveinafélagið igerði
verkfall, er þetta skilyrði var
seflt í reglugerð og hótaði „að
leggja niður iðnina“, ef sett yrðu
kunnáttuskilyrði fyrir löggilding
unni. Var því horfið frá fram-
kvæmd þessa löggildingarákvæð
is og stendur svo enn, endia gapa
erlendir rafverktakar af undrun,
er þeim er sagt að löggilding
rafverktaka á íslandi sé veitt án
nokkurra frekari kunnáttuskil-
yrða en sveinsprófs.
Rafvirkjadeildin við Vélskól-
ann lélt þó lífi, þótt veikt væri
og var svo komið áður en
Tækniskölinn tók til starfa, að
þetta var orðinn tveggja vetra
dagskóli og virtist námið henta
mjög okkar aðstæðum, en deild
in var illa sótt, mest vegna þess
að próf frá henni var hvorki
skiíyrði fyrir löggi'ldingu, né að
því fylgdi ákveðið starfsheiti.
Þegar tækniskóla.málið komst
Árni Brynjólfsson.
á dagskrá, kom fram sú uppá-
stunga að igera rafvirkjadeild-
ina að undirbúningsdeild fyrir
Tækniskóla og hrinti Skólastjóri
Vélskölans því í framkvæmd,
tveim árum áður en Tækniskóli
fslands tók tíl starfa.
Þetta framtak skólastjóra Vél-
skólans varð tvímælalaust tii
þess að flýta komu Tækniskól-
ans en það varð einnig til þess
að rafvirkjadeildiini lagðist nið-
ur, er Tækniskólinn tók til
starfa og skipulagi Vélskólans
var breytt. Varð því óbeiin afit-
urför varðandi framhaldsnáms-
möguleika rafvirkja er Tækni-
skólinn tók til atarfa og fundu
menn að við svo búið mátti ekki
standa.
Virtist nú liggja beint við að
Tækniiskólinn tæki við hlutverki
Vélskólans, að fóatra rafvirkja-
deíldina, ekki sízt vegna þess,
að segja má að Tækniskólinn
hafi fæðzt í þeirri deild. Varþvi
undir forystu orkumálastjóra haf
izt handa við að undirbúa stofn
un raftæknadeildar við Tækni-
skólann og fékk mál þetta mjög
góðar undirtektir hjá skólastjór
anum. Gert var ráð fyrir að
deildin yrði tveggja vetra skófli
og fyrri veturinn yrði í fyrri
bekk undirbúningsdeildar
Tækniskólans, en seinni vetur-
inn skyldi vera sérstök deild,
er veita myndi fræðálu í raf-
tæknilegum efnum.
Þeir sem lykju prófi frá þess-
ari deild, skyldu hljóta starfs-
heitið raftæknir (sbr. erlenda
orðið tekniker).
Ætlast var til að inmtökuskil-
yrði væru iðnskólapróf og nám-
ið væri miðað við þarfir verk-
taka, eftirlitsmanna með raforku
virkjun og tæknilegra aðstoðar-
manna hjá rafveitunum.
Þar sem reglugerð um raf-
orkuvirki og þar með gö’lgild-
ingarskilyrði rafverktaka voru í
endurskoðun, var talsverður
áhugi hjá rafverktökum á að
deildin yrði lágmarksskilyrði fyr
ir löggildingu svo og starfsrétt
indum eftirlitsmanna, enda er
það í samræmi við það sem tíðk
ast á hinum Norðurlöndunum.
Mál þetta var rætt á fundum
með ýmsum frám'ámönnum á
sviði rafmagnsmála og fékk það
góðar undirtektir hjá öllum,
nema formanni Fé'lags íslenzkra
rafvirkja, sem er jafinframt for-
maður Iðnfræðsluráðs, hannlagð
ist gegn stofnun deiMarinnar.
Sem formaður Iðnfræðsluráðs
vildi hann halda þessu innan
ramma hinnar lögboðnu iðn-
fræðslu, sem Iðnfræðsluráð hef-
ur lögsögu yfir, en sem formað-
ur Félags íslenzkra rafvirkja
óttaðist hann, að hún yrði gerð
að skilyrði fyrir löggildingu.
Sumarið 1967 lagði orkumála-
stjóri til við raforkumálaráð-
herra að raftæknideildin yrði
stofnuð, var horfið frá því að
blanda saman löggildingarskilyrð
inu og deildinni, m.a. vegna and
stöðu formanns F.Í.R., enda tal-
ið mestu máli skipta, að aðstaða
ti'l framhaldsmenntunar fyrir raf
virkja skapaðist að nýju.
Raforkumálaráðherra féllst á
erindi orkumálastjóra og sendi
það áfram tifl. menntamálaráð-
herra, en undir hann heyrir
Tækndskólinn.
Menntamálaráðherra óskaði
eftir umsókn Iðnfræðsluráðs
(hversvegna?) og fékk svar með
bréfi dagsettu 31.8, 67, þar sem
ráðið leggst gegn stofnun deild-
arinnar og segir orðrétt í bréfi
Iðnfræðsluráðs efitir að þar er
gerð grein fyrir verkaskiptingu
Tækniskólans og iðnfiræðs'luskól
awna:“ Af þessu sézt, að þau
verkefni sem tilíagan gerir ráð
fyrir, eru eðli málsins samkvæmt
miklu fremur í verkahring iðn-
fræðsluskólanna en Tækniskóla
íslands, enda er það í samræmi
við tilgang verkaskiftingar þeirr
ar sem áður er getið.
Hitt er svo annað mál, að enm
sem komið er eru iðnfræðsluskól
ar ekki nema að lithi leyti, við
því búnir að sinna þessum verk-
efnum.
Er vart við því að búast þar
sem aðeins tæpt eittf ár er liðið
frá því löggjöfin var sett, reglu
gerðin í smíðum og fjármagn til
nauðsynlegna framkvæmda af
skornum skammti.
Aðalatriði málsins er þó það,
að ótímabært sýniat vera að
stíga skref það sem tillaga raf
orkumá'lastjóra fjallar um, með-
an framtíðarskipan þessara mála
i heild er í mótun og niðurstaða
fæst um að hve miklu leyti iðn-
fræðsluskólunum verður gert
kleifit að sinna hlutverki sínu.
Verður að telja heppilegra að
iðnfræðsluskólarnir fái að þróast
eðlilega en Tækniskóli Islands
verði afitur á móti efldur svo að
hanin geti sem fyrst gegnt hlut-
verki sínu sem fullkominn
Tækniskóli".----
Þetta bréf varð fyrist og fremst
til þess að hindra framgang máls
ins þetta haust (‘67), en snemma
vetrar boðaði ráðherra fund þar
sem mættir voru: orkumálastjóri,
formaður Iðnfræðsluráðs, skóla-
Stjóri Tækniskó'la fslands oglðn
skólans í Reykjavík ásamt yfir-
kennara, og formenn L.f.R og
F.L.R.R. (Samtök rafverktaka)
Var tækniskólam'álið rætt þar
og lýstu skólastjóri Iðnskóla og
formaður Iðnfræðsluráðs því
yfir á þessum fundi að meistara-
skóli fyrir rafvirkja myndi hefj
ast þá uim áramótin, en þar og
aðeins þar ætti umrædd fræðsla
að fara fram. Niðurstaða fund-
arins var sú, að ráðherra ósk-
aði eftir því, að menn reyndu
að samræma þau sjónarmið, sem
fram höfðu komið. Það skal tek-
ið fram að meistaraskóli fyrir
rafvirkja er ekki enn tekinn til
starfa og ekki vitað til að slíkt
standi til í vetur, hvað þá hafi
staðið til s.l. vetur.
í samræmi við tilmæli ráðherr
ans, breytti orkumálastjóri til
lögum sínum þannig, að tæki
meistaraskóli t il starfa, gætu
þeir er þaðan lykju prófi, sezt
beint inmi í seinni bekk raf-
tæknideildarinnar og sendi hamn
ráðherra til'löguna þannig breytta
í apríl 1968.
Þrátt fyrir þetta, leyfði ráð-
herra ekki að starfsemi raf-
tæknadeildarinnar hæfist á
þessu hausti (68), en varla mun
kosnaðurinn hafa vaxið ráðherr
anum í augum, því áætlaður ár-
legur kostnaður við deildina,
skv. áætlun skólastjóra Tækni-
skóla íslands 1967, var 200 þús
und kr.
Að lokum skál vikið nokkrum
orðum að bréfi Iðnfræðsluráðs,
en þar virðist ráða mestu að
reyna að halda sem flestu inn-
an ramma hins lögboðna iðn-
fræðslukerfis, án tillits til þess
hvort það á þar heima eða
hvort tök eru á að sinna því sem
lögin gera ráð fyrir að sinnt
verði.
í lögum um iðnfræðslu er gert
ráð fyrir að iðnskólarnir ann-
ist fyrst og fremst kennálu iðn-
nema til iðnskólaprófs og haMi
svonefnda meistaraskóla og gera
lögin ráð fyrir eins vetrar fram
haldsnámi á þeim. Eigi meistara-
skólarnir að annast frekari
fræðslu t.d. einn vetur til við-
bótar, verður að breyta lögun-
um.
Raftæknadeildin er því fyrir
ofan efri mörk iðnfræðslustigs-
ins og ástæðulaust er fyrir Iðn>-
fræðáluráð að vera að seilast út
fyrir ramma iðnfræðslulaganna,
á meðan næg önnur verkefni
íða úrlausnar sem óvíst er hvern
ig ganga muini að leysa.
%í orkulögunum, er gert ráð fyr
ir að rafverktakar og eftinlits-
menn með raforkuvirkjum hljóti
framhaldsmenntun, en sem stend
ur eiga rafvirkjar ekki kost á
öðru framhaMsnámi hérlendis,
en fyrrihluta tæknináms, en bil
ið frá iðnskólaprófi í tækni-
fræðipróf eru fimm skólaár a.m.
k. og miðað við það sem tíðkast
í nágrannalöndunum, væri ekki
um margt að velja þótt þarna
kæmi í milli tveggja ára nám,
jafnvel þótt eins vetrar meist-
araskóli kæmi líka. Möguleik-
arnir til að afla sér tæknamennt
unar og allskyns mil'limenntun-
ar eru margir í nágrannalönd-
unum og þ.á.m. við flesta tækni-
skólana.
Það sem mestu máli skiptir í
þessu efni er þó það, að flestir
munu sammála um, að rafvirkjar
og raunar allir iðnararmenn
þurfa aukna möguleika á fram-
haldsmenntun, því er erfitt að
sætta sig við að stofnun, sem er
að verúlegu leyti skipuð iðnað-
armönnum og í eru m.a. fulltrúar
frá Landsambandi iðnaðar-
manna skuli snúast gegn fram-
fiaramáli sem þessu og skuli þeg
ar hafa tafið framgang þess í
tvo vetur.
Ég vil leggja á það áherzlu,
að iðnaðarmenn kynni sér þetta
mál gaumgæfilega, því verið get
ur að fíeiri iðngreinar þurfi á
þessu sama að halda, áður en
langt um líður og þá verður erf-
iðara um vik, ef þeflta mál nær
ekki fram að ganga með eðlileg-
um hætti.
Það er hægt að tefja mál eins
og þetta um tíma, en þróunin
í nágrannalöndunum sýnir okk-
ur, að nauðsynleg framhalds-
menntun íslenzkra iðnaðanmanna
verður ekki hindruð um alilan
aMur.
— okt. ‘68
Ámi Brynjólfsson
VELJUM iSLENZKT