Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 24. OKTÓBER 1968 15 ERLENT YFIRLIT 4 Alger stöðvun loitúrúsa Mauðungarsamningur í Prag 4 Aukin óvissa í Bandaríkjunum Endi bundinn á þráteflið? ÞÆR vonir hafa vaknað, að Bandaríkjameran muni áður en fangt um líður fyrirskipa algera stöðvun loftárása á Norður-Viet nam og að algert vopnahlé sé á næsta leiti. Þótt slíkax vonir hafi Oíft kviknað áður og síðan brugð- izt, þá hefur margt bent til þess að undanförnu, að nú sé loks- ins raunveruleg von um sam- komulag, er bundið gæti enda á það þrátefli, sem allar tilraunir til að finna lausn á Vietnam- málinu hafa komizt í. Eitt af því sem bendir til þess að svo sé er vopnahlé það, sem gert var í' 36 klukkustund- ir á strönd Norður-Vietnam, og framsal 14 norður-vietnamskra sjómanna, sem Bandaríkjamenn tóku til fanga fyrir tveimur ár- um. Annað sem vakið hefur bjart sýni er, að bandaríska landvarna ráðuneytið telur að Norður- Vietnamar hafi flutt fjölda her- manna frá Suður-Vietnam á und anförnum mánuðum. Bandarískir talsmenn hafa vís að á bug fréttum um, að rof- að hafi til í Vietnam-viðræðun- um í París og vilja lítið gera úr fréttum um að öllum ’loftáráisum verði hætt. Sagt hefur verið, að ekkert svar hafi borizt frá Han- oi við tilboði sem Johnson for- seti hefur lagt fram um stöðvun loftárásanna. VILJA EKKI NIXON En ummæli sem Xuan Thuy, að alfulltrúi Norður-Víetnams í Par ísarviðræðunum, hefur viðhaft virðast benda til þess, að sam- komulag kunni að nást um stöðv un loftárásanna. Hann sagði, að Johnson forseti hefði nægan tíma og vald tii að leyisa Viet- nammálið friðsam'lega. Mikilvægt er, að ummæli hans virðasit gefa til kynna, að Norður-Vietnamar tefji Riehard Nixon vísan um sig ur í bandarísku forsetakosning- unum og vilji heldur semja við Johnson. Bæði Nixon og keppi- nautur hans, Hubert Humphrey hafa nú lýst sig samþykka al- gerri stöðvun loftárásanna, en Nixon með þVí skilyrði að líf-um bandarískra hermanna verði ekki stefnt í haettu. Hingað til hafa Bandaríkja- menn ekki viljað hætta loftár- ásunum nema því aðeins að Norð ur-Vietnamar dragi einnig úr stríðsaðgerðum, en til þess hafa þeir verið ófáanlegir. Talið er, að Norður Vietnamar geti eytt tor- tryggni Bandaríkjamanna ef þeir flytji burtu hersveitir sínar frá h'lutlausa beltinu á mörkm Norður- og Suður-Vietnam þann ig að það verði í raun og veru hluttaust.' f»ar að auki hafa Bandaríkja- menn sett það skilyrði, að bæði Viet Cong og Saigon-stjórnin verði að eiga aðild að umræð- um um framtíð Suður-Vietnam, en á það hefur Hanoi stjórn- in ekki viljað fallast. Saigon- stjórnin hefur verið andvíg stöðvun loftárásanna, en margt bendir til þess að hún sé farin að gera sér grein fyrir því að Viet Cong verði að gegna mik- ilvægu hlutverki í stjórnmál- um Suður-Vietnam í framtíðinini, t.d. með aðild að samsteypu- atjórn. Eftir á að koma í ljós hvort kommúnistar viðurkenni, að þeir séu ekki í meirihluta í Suður-Vietnam. Raunsætt mat á ástandinu getur orðið báðum að- ilum til góðs, tit dæmis vegna yf irlýsinga Bandaríkjamanna um að Norður-Vietnamar geti vænzt efnahagsaðstoðar frá alþjóðleg- um peningastofmunum til þróun- arframkvæmda í framtíðinni. Hlé það, sem orðið hefur á bar dögum í Suður-Vietnam að und- anförnu, gæti bent til þess, að Norður-Vietnamar reynist fúsir að draga úr hernaðaraðgerðum. Skæruliðar hafa að undanförnu lagt megináherzlu á að treysta stjórn sína á þeim svæðum, sem þeir hafa náð á sitt vald. Þeir virðast mú leggja megináherzl- una á hina pólitísku hlið barátt- unnar, en eru þó reiðubúnir að herða á stríðinu ef þeir teíja það nauðsyn'legt. Rússar herða tökin enn MEÐ samningnum, sem undirrit- aður var í síðustu viku um dvöl sovézka herliðsins í Tékkósló- vakíu, hafa Rússar gert hernám landsins „la@legt“ og þar með náð fram einhverju mikilvægasta markmiði sínu síðan innrásin var gerð. Nú telja þeir sig hafa gert að engu kröfur annarra kommúm- istaflokka og vestrænna ríkis- stjórna um brottflutning her- námsliðsins. Um leið aukast sí- fellt afskipti Rússa af innanrík- ismálum Tékkósfóvakíu í skjó'li hernámsins. Helztu leiðtogar þjóðarinnar hafa í fyrsta skipti sagt þjóðinni hversu alvarlegt ástandið er orðið. Leiðtogar Tékkóslóvakíu hafa orðið að ganga að hörðum skil- málum. Sovézkt herlið verður til frambúðar í landinu þótt nokk- ur hluti þess og hersveitir frá fylgiríkjum Rússa verði flutt á brott. Talið er, að Rússar hafi enn sem komið er að minnsta kosti ekki krafizt breytinga í æðstu forystu flokksins og rík- isstjórninni, en búizt er við að hreinsun verði gerð meðat lægra settra leiðtoga og ó- breyttra flokksmanna, enda vilja Rússar fækka meðlimum flokks- ins. Þingi hins nýja tékkneska kommúnistaflokks, sem verið er að koma á laggirnar vegna fyrir hugaðra breytinga á ríkjasam- bandi Tékka og Slóvaka, verð- ur frestað um ófyrirsjáanlega framtíð og sömuleiðis þingkosn- ingum, sem fyrirhugað var að halda á næsta ári, þegar gerðar hefðu verið breytingar á kosn- ingalögunum. HREINSUN I HERNUM? Auk þess er talið, að rúss- neskir ráðgjafar í öllum ráðu- neytum og iðnfyrirtækjum .eigi framvegis að taka þátt í öflum meiriháttar ákvörðunum. Rúss- ar munu hafa fallizt á, að samn- ingar sem gerðir hafa verið við vestræn ríki, verði hafðir í heiðri og að viðræðum um við- skiptasamninga verði ekki slitið. En Tékkóslóvakar eru sagðir hafa fallizt á að gera engar breytingar á efnahagsskipulagi landsins gegn loforði frá Rúss- um um að hefja að nýju send- ingar á hráefni og birgðum til orkuframleiðslu, er hafa tafizit. Rússar virðast leggja mikið kapp á að ná undirtökunum í tékkóálóvakíska hernum og reyna að koma því til leiðar, að forseti herráðsins, Karef Rusov hershöfðingi, verði settur af og eindreginn stuðningsmaður þeirra, Josef Rytir hershöfðingi, verði skipaður í hans stað. Ry- tir var herráðsforseti á dögum Novotny-stjórnarinnar, en var vikið úr starfi í vor. Hann var eini fulltrúinn í miðstjórninni sem mótmælti stefnu Dubceks eft ir innrásina og hefur síðan oft sézt í fylgd með Yakubowsky marskálki, yfirmanni herafla Var sjárbandalagsins, enda náinn samstarfsmaður Rússa frá gam- alli tíð. Hinn nýi varnarmála- ráðherra, Martin Dzur hershöfð- ingi. hefur ekki tekið þátt í við- ræðunum í Moskvu um hernám- ið „vegna veikinda“, en sumir telja að hann hafi þegar verið gerður áhrifalaus að kröfu Rússa. MEIRI HREINSANIR? Margir óttast, að Josef Smr- kovsky, hinn vinsæli forseti þingsins verði fljótlega látinn víkja og að Cernik forsætis- ráðherra og Svoboda forseti kunni að verða tifleiðanlegir til að vinna með Rússum, ef til vill undir forystu nýrra manna eins og Alois Indra, sem var þess al- búinn að mynda nýja stjórn í samvinnu við Rússa eftir inn- résina, og Vasil Bilaks, frv. leið- toga flokksins í Slóvakíu. Því er spáð, að Indra verði falið að hafa eftirlit með skipúlagi flokksins og Bilak taki að sér það verkefni miðstjórnarinn- ar að annast samvinnu við aðra kommúnistafíokka, en þannig fengju Rússar fast tak á flokkn- um. Aðstaða Dubceks virðist nú vera orðin nánast vonlaus. Ef hann segir af sér ‘ losar hann Rússa úr miklum vanda, og ef hann gegnir áfram störfum og framfylgir hinum hörðu skilmál- um þeirra glatar hann vinsæld- um sínum. Dubcek og Cestmir Cisar flokksritari hafa á ýmsa lund varað þjóðina við því, að hún verði að búa sig undir erf- iða daga, og Dubcek virðist nú vera hættur að tala um umbóta- stefnu þá, sem rnörkuð var í vor. Hann hefur sagt að alvarleg mistök hafi átt sér stað við fram kvæmd stefnunnar, sem mótuð var í vor, einkum í samskiptun- um við hernámsveldin. Hann hef ur sagt, að rangt hafi verið að láta umræður fara fram um htut verk flokksins og hefur gagn- rýnt blöð, útvarp og sjónvarp fyrir að hafa átt þátt í því að þróunin hafi farið út í öfgar. ins í Prag: Kosygin og Cernik. HÓTUÐU A» HÆTTA Prófessor Ota Sik, helzti frum kvöðull umbóta þeirra sem gerð ar hafa verið í efnahagsmálum landsins, hefur gefið upp alla von um að geta snúið heim frá Belgrad, þar sem hann hefur dvalizt síðan innrásin var gerð, og hefur leitað hælis í Sviss. Tveir aðrir ráðhenrar hafa sagt af sér: Hajek utanríkisráðherra og Pável innanríkisráðherra, en aðeins hefur verið skipað í eitt þessara þriggja embætta, em- bætti innanríkisráðherra, og sá sem varð fyrir valinu, Pefner, er framfarasinni. Skipt hefur verið um yfirmenn hinnar opinberu fréttastofu, hljóðvarps, sjón- varps og flokksmálgagnsins Rude Pravo, en framfarasinnar hafa tekið við af framfarasinnum, sem Rússar hafa ekki getað sætt sig við, og harðlínumenn hafa tekið við af harðlínumönnum, er einnig hafa verið látnir víkja. Þetta virðist hafa verið almenn regla, en nú er óvíst hvort henni verður hægt að fylgja framveg- is. Æðstu forustumenn Tékkósló- vakíu munu hafa deilt um það eftir viðræðumar í Moskvu á dögunum, hvort þeir ættu að segja af sér eða ekki. Dubcek, Husak frá Slóvakíu, Spacek og jafnvel hugmyndafræðingurinn Mlynar, sem Rússar virðast hafa getað treyst, vildu greinitega segja af sér í stað þess að fall- ast á hin ströngu fyirirmæli frá Moskvu. Þeir félluist á að gegna Undirritun nauðungarsamnings Dubcek störfum sínurn áfram ef forsæt- isnefndin samþykkti skilyrðin, enda hefðu afsagnir þeirra leitt til allsher j arverkf alls og mót mælaaðgerða, sem gefið hefðu Rússum átyl’lu til að taka stjórn ina í sínar hendur. Nú er eftiir að sjá hvað gerist eftir undirrit- un samraingsins í síðustu viku. NÝSTALÍNISMI Hinn kunni sérfræðingur um kommúnisma, Anatole Shub, sem staddur er í Belgrad, segir að þar sé óttazt að hafið sé í So- vétríkjunum tímabil nýstalín- Isma, sem veita muni umbótasinn- um í Tékkóslóvakíu og öðrum Austur-Evrópulöndum lítið svig rúm. Rússar vilji færa Tékkó- slóvakíu niður á sama stig og Austur-Þýzkaland, Pólland og Búlgaríu, en án þess frelsis sem Ungverjar hafa tryggt sér í menningarmálum og án þeirra umbóta, sem þeir hafa tryggt sér í efnahagsmálum. Að því er júgóslavneskir kommúnistar telja vilja Rússar að Tékkóslóvakía verði þjóðum Austur-Evrópu og ríkisstjórnum þeirra víti til varnaðar er forði þeim frá því að gera tilraunir í stjórnmálum og efnahagsmálum án fulls samþykkis Rússa. Rúss- ar vilji, að Austur-Evrópuþjóð- irnar láti sér það að kenningu verða, að þær þjóðir, sem geri uppreisn gegn þeim, fái verri meðferð en þær, sem í einu og ölilu hlýði Rússum. Þessari við- vörun sé fyrst og fremst beint til Rúmena vegna sjá'lfstæðis- stefnu þeirra í utanríkismálum og Ungverja vegna umbótastefnu þeirra i innanríkismálum. Næsta skref Rússa í Tékkósló vakíumálinu verður að dómi Shubs fólgið í því, að tékkósló- vakískir leiðtogar verði neyddir til að viðurkenna að hernaðarí- hlutunin í ágúst hafi verið rétt- lætanleg vegna hættu á „gagn- byltingu" og sé slíkrar yfirlýs- ingar að vænta eftir nokkrar vik ur eða mánuði. Þá komi röðin að vestur-evrópskum kommún- istaflokkum, sem fordæmdu inn- rásina, og verði reynt að efna tfl heimsráðstefnu þar sem ekki verði minnzt á Tékkóslóvakíu, en Kínverjar og Júgóslavar for dæmdir, lýst yfir stuðningi við harðlínustefnu Rússa í Þýzka- landsmálinu og nálægari Austur- löndum og lýst yfir því að vegna „harðnandi baráttu“ við vestur- veldin sé efling forustuhlut- verks Rússa nauðsynlegt, bæði í Austur-Evrópu og kommúnista- hreyfinigunni. Bilið minnkar VfGSTAÐA Huberts Hump- hreys varaforseta, forsetaefnis demókrata, virðist hafa batnað verúlega á undanförnum vikum, og nokkurrar bjartsýni gætir nú í röðum stuðningsmanna hans í fyrsta skipti síðan kosningabar- áttan hófst. Bilið milli hans og Nixons minnkar óðum, og styðja nú 35 prs. kjósenda Humphrey en 40 prs. Nixon, og fylgi þriðja frambjóðandans, George Wallace hefur hrapað niður í 18 prs. Mesta óvissan í sambandi við kosningarnar stafar af framboði Wallace, enda veit enginn hvort kjósendur, sem nú segjast styðja Framliaid á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.