Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÓKTÓBBR 196« Úr Austur-Skagafirði Bæ, 17. okt.: — Eitt af þeim nagladekkjum, sem Einar hefur sett naglana í. Tíðarfarið hefir verið frekar rysjótt og sumarið allt og stutt. Flestir bændur voru i'lía undir búnir að fá vetur 28. septem- ber en þá gerði norðan stórvið- ur með fannkomu. Þann snjó hef ir ekki ennþá tekið upp, því að oftast er frost einhvern hluta úr sólarhring. Allviða fennti fé í hríðinni og töluvert vantar enn- þá. Óttast menn að það sé til fjalla undir fönn. Svipuð saga er að segja um kartöflugarða, seint var sett nið ur, en seinni hlutann í sumar spratt ótrúlega mikið eins og öll önnur jarðargrös. Menn vildu láta spretta sem lengst en vör- uðu sig ekki á því að vetur gerir ekki boð á undan sér, og nú er mikið af kartöflum niðri í görð- um ennþá. Er verið að reyna að ná þeim upp nú, þá daga sem sæmilegt veður er, en mikið af þeim er skemmt. Sauðfjárslátrun er nýlokið á Hofsósi en á Sauðárkróki er enn þá lógað af fullum krafti. Fé reynist sízt lakara en siðastlið- - COLDSTUCKER Framhald af bls. 5 nokkrum árum síðar og var skipaður prófessor i þýzkum bókmenntum við háskólann í Prag. Hann gegndi embætti að- srtoðarrektors við háskólann og hefur verið mikill baráttu maður fyrir auknum réttind- um listamanna og mennta- manna I Tékkóslóvakíu. Að sögn er Goldstucker fróðastur manna um rit Franz Kafka. ið haust, en ennþá er ekki vitað hver meðalþungi er. Vegna þess hve kýr komu snemma á gjöf hefir nú verið gef ið mun meira úr hlöðum bænda en í fyrra og mjólk í samlag hefir hraðminnkað, segja starfs- menn Mjólkursamlagsins. Ekki mun verða mikil fækkun á fóðr- um því að ffestir eru sæmilega heyjaðir og nóg hey er hægt að fá í héraðinu. Allir vegir á láglendi eru vel greiðfærir. Undanfarið hefir Vegagerð ríkisins látið sá í veg- arkanta þjóðvegarins. Þetta er til augnayndis og áreiðanlega til að binda jarðveg vegarkantanna en þá eru það blessaðar kindurn- ar. Þær sækja mjög mikið í sáð- gresið, en þá orðið æði mörgum þeirra að aldurtila af völdum bíla. Jafnvel hrossin vara sig ekki á þeirri mikíu umferð, sem nú er orðin. Þarna þýðir ekkert bann, en verður að treysta á varasemi vegfarenda. Þá styttist óðum til þess tíma að við Skagfirðingar fáum sjón- varp, en okkur er jafnvel lofað að við fáum að sjá blessaðan for setann okkar á nýársdag. Sjón- varpsnotendafélag var stofnað hér í Skagafirði, og er búið að hafa sýningu á nokkrum tegund- um, sem félagið hefir á boðstól- um, ýmist með staðgreiðslufyrir- komulagi, eða afborgunum. Sagt er að nú þegar sé búið að panta hátt á annað hundrað tæki, og vitanlega eru margir aðrir selj- endur, sem bjóða fólki sín ágætu tæki, en fólkið reyinr að klífa þrítugan hamarinn til að fá tæk- in. Fyrir tveim dögum var Hóla- skóli settur með 38 nememdum. Þurfti að neita mörgum, sem ekki gátu fengið skólavist vegna þrengsla. Ein stúlka er nú nem- andi þar. Haraldur Árnason frá Sjávarborg er settur kennari þar í vetur í stað H.J.Hólmjárns, sem lætur af kennarastörfum vegna aldurs. 450 fjár er á fóðr- um þar i vetur og allt að 70 hross, en mjög fáar kýr eða rétt svo að mjólk sé til heimilis. Ver- ið er að byggja starfsmannabú- stað á staðnum og stefnt að því að eUthvað af þeirri byggingu verði tekið í notkun í vetur. Ekki lítur út fyrir að neinn bátur verði gerður út frá Hofs- ósi í vetur og er því fyrirsjáan- legt að atvinnuteysi verður, ann ars er nokkuð vanalegt að menn fari þaðan á vertíð til Vestur- og Suðurlands. Nú gera menn sér þó vonir um að á næsta ári glæðist atvinna, þar sem nú er í smíðum 130 lesta bátur, sem þorp ið og sveitirnar i kring leggja saman i, og er gert ráð fyrir að hann verði gerður út frá Hofs- ósi. Magapest, hettusótt og aðrir smákvillar hafa verið að ganga um. Hefir héraðslæknirinn því haft ærinn starfa í haust þar sem hann hefir einnig á sinni hendi alla kjötskoðun á Hofsósi og Haganesvik. Björn. - NAGLADEKK Framhald af bls. U lega hagkvæma fyrir bifreiða- eigendur, og ekki síður til mik- illa hagsbóta fyrir þá aðila, sem sjá um viðhald á götum í borg- inni, þar sem hægt yrði að forða götunum frá nöglunum, þegar ekki væri nauðsyn á þeim sök- um hálku eða si)jóa. Mælum við eindregið með að Einari Einars- syni verði veittur styrkur til áframhaldandi tilrauna að upp- finningu sinni. Svo* mörg voru þau orð. Er vonand að forráðamenn hérlend- is kanni til hlítar möguleika á aðstoð við fulla könnun á þess- ari tilraun, en áhugamenn i Bandaríkjunum hafa þegar boð- ið Einari Einarssyni að láta gera kostnaðaráætlun um framleiðslu hjólbarðanna. Frekari aðstoð mun væntanlega fyigja í kjöl- farið. Aðalkostnaðurinn við að koma uppfinningunni á fram- færi, en einkaleyfisgjald. Þegar Einar Einarsson fékk einkaleyfi - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 15 hanin, muni greiða honum at- kvæði þegar að kjörborðinu kem ur eða styðja annan hvom hinna frambjóðendanna, þar sem þeir telji Waillace vonlausan um sig- ur í kosningunum. Eins getur verið, að fylgið sem Wallace nýt ur meðal kjósenda, sé ennþá meira en skoðanakannanirnar gefa ti'l kynna þar sem kjósend ur vilji ekki kannast við að þeir séu sammála skoðunum hans. Flestum eru enn i fersku minni úrslit forsetakosninganna 1948, þegar Truman forseta sigr aði Dewey, frambjóðandi repú- blikana, öllum á óvart og þvert ofan í alla spádóma og úrslit skoðanakannana, og þess vegna varast menn að spá nokkru á- kveðið um hvernig kosningarn- ar fari að þessu sinni. Blaðið Washington Post hefur birt bréf frá forstöðumanni fremur litt þekktrar skoðanakönnunarstofn- unar, Louis H. Bean, sem einn allra spáði Truman sigri. Hann vekur athygli á því misræmi, sem hvað eftir annað hefur gætt í ndðurstöðum aðalskoðunakönn- unarstofnananna á undanfömum mánuðum. Gallup-stofnunin hefur frá upphafi gert ráð fyrir meiri mun á fylgi Nixons og Humphreys hinum fyrmefnda í vil, en Harris-stofnunin. En ýmsar aðr- ar skoðanakannanir, sem gerð- á sérstökum lendingarpalli í iBandaríkjunum, voru níu einka leyfi sögð líkjast uppfinningu Einars, en með aðstoð góðs lög- fræðings og miklum fjárútliátum tókst honum að tryggja hlut sinn. Stungið hefur verið upp á því, að hér á landi verði komið á fót miðstöð fyrir tækninýjung- ar, sem gæti styrkt uppfinninga menn í því að fullgera hugmynd ir sínar. Þar yrði veitt verkfræði leg og lögfræðil'eg aðstoð, og hluti af hagnaði, sem fengizt fyrir þessar nýjungar rynni til stofnunarinnar. ar hafa verið á vegum einka- aðila og flokkanna sjálfra I stærstu ríkjum Bandarikjanna, virðast leiða í Ijós, að víðast hvar sé sáralítill munur á fylgi aðalframbjóðendanna og yfirleitt hafi Humphrey betur. Bean gef- ur enga skýringu á ástæðum mis- ræmisins í niðurstöðum aðalskoð anakannananna og greinilegu vanmati sem virðist koma fram á sigurlíkum Humphreys, en leggur til að stofnanirnar kryfji tií mergjar hvaða skekkjur kunni að eiga sér stað I aðferð- um þeirra. Efasemdir um yfirburði Nix- ons hljóta að verða vatn á myllu Humphreys, og ef úrslit siðustu skoðanakannana fyrir kosning arnar verða honum hagstæð, mun vígstaða hans batna frekar. Leiðtogar Demókrataflokksins játa, að sigurlíkur hans séu litl- ar, en þær aukist með degi hverj um. Einn þeirra sem stjórnar kosningabaráttu Humphreys seg ir að ef kosningabaráttan stæði hálfum mánuði lengur ætti að vera hægt að brúa bilið miM'i frambjóðendanna AUGLYSiHGAR SÍMI SS*4*80 ALLT Á SAMA STAÐ MICHELIN Þsð er sannreynf að MICHELIN-hjólbarðarnir endast lengur Vörubílstjórar kaupa MICHELIN — vegna þess að það er allt annað að aka á MICHELIN. Þau eru mýkri, þau hitna ekki og það er greinilegur brennslusparnaður. Michelin er RADIALBYGGDUR HJÓLBARDI EGILL VILHJÁLMSSON HF. LAUGAVEGI 18, SÍMI 2-22-40. EIGENDUH VEBZLUNAR- OG IÐNAÐARHÚSNÆDIS Eitt stærslo bifreiðmunboð lnndsins óskor eftir nm þoð bil 1000 iermetru húsnæði FYRIR VERZLUN, VÖRUGEYMSLUR, VERKSTÆÐI OG SKRIFSTOFUR. TIL GREINA KEMUR ANNAÐ HVORT AD LEIGJA TIL LANGS TÍMA MED FYRIRFRAMGREIÐSLU EÐA AD KAUPA EIGN, SEM ÞARF EKKI AD VERA FULLGERÐ. ÞEIR, SEM ÁHUGA HAFA, GJÖRI SVO VEL AD LEGGJA NÖFN OG HEIMILISFÖNG MED SEM MESTUM UPPLÝSINGUM Á AFGREIDSLU MBL. MERKT „HÚS 6754" EIGI SÍÐAR EN I. NÓVEMBER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.