Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 196« Loksins fékk Mexíkani Olympíugull 17 ára Mexikani vann í 200 m bringu- sundi og sigraði meðal annars mefhafann Loksins vann Mexikani gull- verðlaun á Mexikóleikunum. Það ætlaði allt um koii að keyra á áhorfendapöllunum við sund- Iaugina á þriðjudagskvöldið er úrslit fóru fram í 200 m bringu- sundi karla. Felipe Munez Mexi kó átti þarna í gifurlegri bar- áttu við heimsmethafann Vlad- ímir Kosinsky frá Sovétríkjun- um. Munaði aldrei nema senti- metrum á þeim félögum — en hinn ungi Mexikani sem aldrei hefur sigrað á stórmóti fyrr, reyndist sterkari og sigraði á 2:28.7 min. Rússinn var hálfum meter á eftir á 2:29.2 og 16 ára gamall Bandaríkjamaður, Brian Job varð 3. á 2:29.9. Fjórði var Nikulai Pankin Sovét 2:30.3, 5. E. Mikailov Sovétríkjunum á Þýzkalandi 2:33.2 Ekki hefur öðrum- sundkappa verið eins fagnað við OL-sund- laugina og þessum 17 ára gamla Mexikana. Enda átti hann það sannarlega skilið, því fáir hafa komið jafnt á óvart sem hann. Þetta er í 1. sinn sem Mexikani Gulloldur- liðið sigroði Akranesi, 24. okt. SL. SUNNUDAG lék Guilaldar- lið Skagamanna knattspyrnuleik við nemendur úr Samvinnuskól- anum í Bifröst. Leiknum lauk með sigri Gullaldarliðsins, 2 mörk á móti einu eftir harðan leik. — hjþ. hlýfcur guliverðtaun í sundi á OL. Annars voru það bandarisku „undrabörnin" sem mesta verð- launauppskeru hlutu og fram kenur annars staðar á síðunni. Og á miðvikudagskvöld eru úr- slit í fjórum sundgreinum, svo verðlauna„fO!rði“ Bandaríkjanna mun aukast verulega — og svo kann að fara að eitthvað af þess um sundum vinnist þrefalt fyrir þá. Rússarnir eru langt að baki Bandaríkjamönnunum hvað verð laun snertir og stig, en þeir eiga vafalaust ^ftir að draga verulega á því ólokið er keppni í greinum þar sem þeir ' hafa venjufega haft yfirburði ' t.d. skýimingar, fimleikar, hjólreiðar og síðast en ekki síst grísk-róm verska glíman. f OL-þorpinu er nú allt aftur allt' í látum út af fréttinni um mútur til íþróttamanna fyrir að nota ákveðin íþróttatæki. Eng- in möfn hafa verið nefnd, en vera kann, ef mútumar verða sannaðar, að einhverjir verði að skila aftur verðlaunum sínum. Ástralíumaðurinn Wendon sem setti heimsmet í 100 m skriðsundi er hér til OL-gullsins. fullri Fór veik og þjökuð í úrslita- sundið, vann gullið á OLmeti Frækilegt atrek 16 ára bandarískrar sundkonu Debbie Mayer ein af skær- ustu stjömunum í sundliði Peningamiítur Bandaríkjanna á Olympíuleikun um hefur þjáðst mjög af loft- þynnunni. Leit svo út um tíma á þriðjudagskvöldið, að hún yrði ekki með i úrslitum 200 m skriðsundsins, eins og hún hafði unnið sér rétt til. En þetta fór betur en á horfðist og Debbie Mayer gerði sér lít'ið fyrir og vann gullverðlaunin á nýju Ol- ympíumeti 2:10.5. Næstar komu landar hennar Jan Henne og Jane Barkman. þetta var fimmta sundgreinin, sem „undrabömin" bandarísku vinna öll verðlaunin í — og þetta var 29. gullverðlaunin sem Bandaríkjamaður hlýtur Bandaríska Olympiunefnd- in hefur fyrirskipað — og hafið — rannsókn á því, hvort sannar séu blaðafregn- ir um að bandarískir iþrótta- menn í Olympíuliðinu og íþróttamenn annarra landa landa hafi fengið greiðslu fyr ir að nota ákveðin íþrótta- áhöld. Hermir sagan að fram- leiðendur þessara tækja hafi mútað mönnum til að nota þau og síðan hafi myndirver ið teknar í auglýsingaskynL Ein frétt hermir að sex Bandaríkjamenn hafi ífyrstu verið grunaðir um að vera við riðnir þetta mál, sem er gróft brot á áhugamannareglum Ieikanna. Við rannsókn hafi tveir hins vegar verið sýkn- aðir strax. Engin nöfn hafa verið nefnd, en að minnsta kosti tveir iþróttamenn annars stað ar frá eru sagðir viðriðnir málið. 0,8 stiff skilur sex iytstu í fímieikum Ungverjar og Búlg- arar keppa um gullið DNGVERJAR og Búlgarar hafa tryggt sér réttinn til að berjast um gullverðlaun Olympíuleik- anna í Mexíkó í knattspyrnu. Ungverjar áttu auðvelda leið í úrslitum þar sem þeir sigruðu Japani með 5—0 í undanúrslit- um en Búlgarar unnu Mexikana með 3:2 í hinum léik undanúr- slitanna. Ungverjar höfðu algera yfir- burði gegn Japönum, en náðu þó ekki að skora nerna eitt mark fyrir leikhlé. En síðan komu mörkin eins og á færibandi. í dag, fimmtudag, keppa Jap- anir og Mexikanar um 3. sæti'ð og bronsverðlaunin en á laugar- daginn er úrslitabaráttan um gullið milli Ungverja og Búlg- FIMLEIKAKEPPNI Olympíu- leikanna er nú Iangt komið, en hún er umfangsmikil og marg- brotin, enda mikið um gullverð- laun bæði í einstaklingsgrein- um og flokkakeppni. 1 fimleikum karla er höfuð- keppnin milli Rússa og Japana. Veronin, Sovétríkjunum, marg- faldur gullmaður frá fyrri leikj- um hefur nú náð 0.30 stiga for- ystu í einmenningskeppni í fim- leikaæfingum en lokið er skyldu æfingum þar. En japanska sveit- in er í forystu í flokkakeppn- inni og Sovétmenn næstir. Á þriðjudag varð það slys að ítalinn Menichellis sleit hásin eftir mjög vel gerðar æfingar. Var hann borinn af leikvangi á sjúkrabörum og þar með ruku út í veður og vind allar verðlauna- vonir ítala bæði í einstakiings- greinum og í flokkakeppni. Til marks um hörkuna í keppni karla er a'ð Veronin hef- ur 57.90 stig, Nakayama, Japan 57.60, Kato Japan 57.50 en Ken- motsu, Japan, Kato, Japan og Diamido, Sovét hafa allir 57.10 stig. Beztir Norðurlandabúa eru Fimninn Nissinen með 56.70 og er í 17. sæti og Svíinn Jonsson er í 33. sæti með 54.55 stig. í keppni á áhöldum er C. Kim frá S-Kóreu hæstur það sem af ee. á leikunum. Áður en Debbie Meyer vann gulíið í 200 m. skriðsundi, hafði hún unnið gulIVerðlaun í 400 m skriðsundi og fynr á þriðju- daginn tryggði húún sér rétt til úrslita í 800 m skriðsundi. Mey- er er aðeins 16 ára gömul. 2. varð Jan Henne á 2:11.0 3. Jane Barkman USA 2:11.2 4. G. Wetzko A-Þýzkal. 2012.3 5. MSegert Júgóslavía 2:13.3 6. C. Mandonnaud Frakklamd 2:14.9 Heimsmethafinn f 100 m bak- sundi, A-Þjóðverjinn Roland Matthes lét engum eftir gullið 1 metgrein sinni. Hann sigraði glæsilega á 58.7 sekúndum sem er nýtt OL-met. Gamla ÖL-met- ið var 1:01.0 en það setti hann í undanrásum sundsins. Annar varð Charle Hickcox 21 árs Bandaríkjamaður og þriðji 17 ára landi hans Ronnie Mills. Tímar þeirra voru 1:00.2 ogl:00.5 mín. Þriðji Bandaríkja- maðurinn varð í 4. sæti. Það var Larry Barbiere á 1:01.4 5. Jim Shaw Kanada 1:01.4 og Bob Sehotsen Hollandi 1:01.8 Undanúrslit fóru fram í 100 m baksundi kvenna. Það var E1 aine Tanner Kanada sem náði beztum tima 1:07.4 en það er Framhald á bls. 27 Hrifsaöi gullið at methafanum Flugsundssprettur karla og kvenna á Olympíuleikunum, sem syntur var á mánudagskvöldið á sér fáa líka. í úrslitum í sundi karla kom það á óvænt að Dou- glas Russel Bandaríkjunum vann gullið og „hrífsfcði" það af bandariska methafánum Mark Spitz á síðustu metrunum. Hitt kom síður á óvart að Banda- ríkjamenn fengu þarna öll verð launin. 1. D. Russel 55.9 8Jafnt OL- meti frá undanúrslitum) 2. Mark Spitz USA 56.4 3. Ross Wales USA 57.2 4. V. Namsjalov Sovét 58.1 5. S. Maruyan Japan 58.6 6. Suzdaltsev Sovét 58.8 í flugsundi kvenina færði Lyn aote McClemens Ástralíu önnur guilverðlaunin á þessum leikum er hún hafði forystu frá upp- hafi til loka og stóð af sér allar tilraunir hinna bandarísku tií að krækja í sigurinn frá henni. 1. McClemence 1:05.5 2. Ellie Danie'ls USA 1:05.8 3. Susie Shields USA 1:06.2 4. Ada Kok Holland 1:06.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.