Morgunblaðið - 06.11.1968, Page 18

Morgunblaðið - 06.11.1968, Page 18
18 MOBGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUB 6. NÓVEMBER 1968 Hans Ágústsson flugmaður Mannsins stærsta hamingja er í hans kjörna verki. Mannsins mesti fögnuður er í manninum, féiaganum. Mannsíns stórfengnasta hrifn- ing er í náttúrunni, lögmálum hennar. Mannsins eilífa von er Guð. (Stifter). Hansi minn, þegar ég kem næst heim til Islands, munt þú ekki framar vera til þess að fagna mér og minnast me'ð mér þeirra daga, sem við eyddum saman í baráttu okkar til þess að ná því takmarki, sem var okkur ofar öllum öðrum. Minnast þeirra sumarkvölda, er við urðum að láta okkur það nægja að sitja og horfa á kennsluflugvélarnar í æfingaflugi meðan við biðum þess, að okkur áskotnaðist fyrir næstu flugstund. Minnast þeirra stóru augnablika, þegar draum- urinn rættist, og við buðum lög- málum náttúrunnar byrginn á vöngum þeirra. Þú lætur mér nú einum eftir að minnast þeirra vetrardaga, er við sátum saman á skólabekk, þegar við unnum saman að því að auka þekkingu okkar á því verkefni, sem gat t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Jónas Guðberg Konráðsson, lézt að heimili sínu Ásgarði 145 aðfcirarnótt 4. nóv. Jarðar förin ákveðin síðar. Herdís Sigurðardóttír, böm og tengdaböm. gefið okkur sanna starfsham- ingju og hefur nú fært þig á fund örlaga þinna svo fjarri ís- landi. Já, nú er það einungis minn- ingin um þig, sem eftir er, um þína einstöku mannkosti, þína óbilandi þrautseigju og dugnað, hjálpsemi og alúðlegt viðmót, vináttu þína svo einlæga og hlýja. Það verður erfitt fyrir mig að sættast við örlaganomirnar, að þær skuli ekki hafa unað þér að njóta starfs þíns lengur eftir að draumurinn rættist. En minningin lun þig er mér huggun í trega kve'ðjustundarinn ar, minningin og meðvitund þess að hafa átt því láni að fagna að hafa notið slíks félaga sem þín á vordegi lífsins. Eftirlifandi eiginkonu, barni, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Vertu blessaður, dáðadrengur. Vinur. t Systir mín, María Theodóra ólafsdóttir Vesturgötu-26b, lézt þ. 4. nóv. á heimili dóttur minnar, Langholtsveg 143. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ingibjörg Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Þóreyjar Björnsdóttur Bólstöðum, Reyðarfirði. Bömin. t Útför eiginkonu minnar og móður okkar, Kristrúnar Einarsdóttur Smyrlahrauni 41, Hafnarfirði, sem andaðist 27. okt. sl. fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði miðvikudaginn 6. nóv- ember kl. 2. Guðmundur Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Ólína Steindórsdóttir. t Þökkum innilega þeim sem minntust, Sigríðar Guðnýjar Jónsdóttur frá Álftanesi, við andlát og útför hennar. Systkinin, mágar, mágkona og aðrir vandamenn. t Móðir mín, tengdamóðir og imma, Arndís Andrésdóttir frá Hrafnsey, Samtúni 20, verður jarðsungin frá Fosis- vogskirkju fimmtudaginn 7. nóvember kl. 3 eftir hádegi. Þeim sem vildu minnast henn- ar er bent á líknarstofnanir. Magnea Sigurjónsdóttir, Jósef Markússon og barnaböm. t Mó’ðir okkar og tengdamóðir Camilla Th. Hallgrímsson, Miðtúni 7, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju á morgun, fimmtu- daginn 7. nóv. kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofn- anir. Björk og Tómas Haligrímsson, Margrét og Pétur Ó. Johnson, Ólafía og Thor G. Haligrímsson, Asta og Jón Stefánsson, Eugenia og Samuei Bergin, Þórunn Hallgrímsson. Kristrún Einarsdóttir Fædd 8. des. 1911 Dáin 27. okt. 1968 Kveðja frá dóttursyni. Elsku hjartans amma mín, alltaf þegar sólin skín, sé ég blíðu brosin þín blessa vegu mína. Ávallt munu þau yfir mér vaka og skína. Elsku hjartans amma mín, ennþá man ég versin þín. Þau voru mér svo þekk og fín, þeim skal ég aldrei gleyma, heldur innst í hjarta mínu geyma. Elsku hjartans amma mín, ástarljúf var bænin þín, mild og hlý og hrein sem lín. Hana ég læt mig dreyma, þá svíf ég rótt í svefnsins undraheima. Elsku hjartans amma mín, engiil himins kom til þín, leiddi þig blítt í löndin sín, ljóssins dýrðargeima, sætt þig mun nú söng og blómstur dreyma. Elsku hjartans amma mín, alltaf varstu sæt og fín. Ég mun geyma gullin þín, gjafir þínar heima. Ekkert gull á ævinni betur geyma. Elsku hjartans amma mín, einhvern tíma ég kem til þín, þegar ævidagur dvín og dimmir um sólargeima, mun ég blítt við barm þinn fá að dreyma. Elsku hjartans amma mín, yfir þínu leiði skín vonarstjarna, stjarnan þín, er stráir ljósi um heima. Mamma og pabbi munu það blessa og geyma. á. Guðmundur Rufns- son — Minningurorö GUDMUNDUR Rafnsson er fæddur 24. maí 1889 á Ytra-Mal- landi á Skaga; dáinn 23. sept. 1968 á Héraðshæli á Blönduósi. — Jarðarför hans fór fram frá Hólaneskirkju 29 sept. að við- stöddu miklu fjölmenni. Guðmundi kynntist ég eigi fyrr en hann var orðinn vel full orðinn að aldri, og verða því þessi minningarorð um hann fá- tækleg, en síðari hluta ævi hans vorurn við í nábýli og með okk- ur gagnkvæm kynning, sem leið ir af sér svipaða kennd hjá mér við fráfall hans og hjá Bólu- Hjálmari, er honum varð þessi orð af munni: „Vinir mínir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld“, því mér fannst sem höggvið væri á streng er ég mætti eigi missa. En við athugun er mér augljóst, að Guðmundur, sem •hafði liðið heilsuleysi um margra ára skeið, voru umskiptin hin æskilegustu. Guðmundur Rafnsson var orð- laigður dugnaðarmaður til allra verka, meðan heilsa hans entist, en heilsan óefað bilað fyrr en vonir stóðu til. Því þó hagur hús bænda hans var um að ræða, vann hann framar en þrek leyfði, því hann var mjög ósér- hlífinn, afkastamaður til verka, hvort heldur var til sjós eða lands. Hann var því mörg síðustu ár ævi sinnar algerlega óvinnufær og oft þjáður, þótt hann hefði ávallt fótaferð innanhús, utan nokkra daga á sjúkrahúsi er leið að ævilokum hans. Þar sem búa hlýjar minningar í huga mínum, tek ég mér penna í hönd og rita nokkur minning- arorð um hann. — Mitt í líkam- legu heilsuleysi, sorg og mótlæti á lífsleið hans, hafði hann yfir að ráða óbilandi sálarþreki, sem lýsti sér í sífelldu glaðlyndi og gamansemi, góðvild til náung- ans. Ég kom oft heim til Guðmund- ar, því er mér þessi eðlisþáttur hans hugstæður, og þá tal okk- ar barst að trúmálum, fór hann ekki dult með að Guðstrúin var stoð hans og styrkur, með auð- mýkt og undirgefni fannst hon- um mannleg skylda að 'hlíta vilja Guðs. Guðmundur hafði ávallt til nægar birgðir af gamansemi, sem 'hlaut að koma þeim í létt skap er honum voru nálægir. Mátti með sanni segja, að mitt í líkamlegum sjúkleika væri hann sá kyndill sem bar ætíð birtu. Ekki átti Guðmundur mikið af jarðneskum fjármunum, en Framhald á bls. 21 Mitt hjartans þakklæti til allra sem heiðru’ðu mig með heimsóknum heillaskeytum, blómum og góðum gjöfum á 90 ára afmæli mínu 30. októ- ber sl. og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. — Guð blessi ykkur öll um ókomin ár. Guðlaug Bergþórsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. t Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug sem okkur hefur verið sýndur við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og tengdamóður, Helgu Þorsteinsdóttur frá Gauksstöðum, Garði. Jóhannes Jónsson, böm og tengdaböm. Ég þakka kærlega fyrir gjafir og heillaóskir sem mér bárust á sextugsafmæli mínu 26. október 1968, svo og alllan þann hlýhug og vinsemd er ég varð aðnjótandi. Jón Ásgeirsson, Eiliðaárstöð. Kveðja frá vinkonu í vetrarfrostum visnar flest á jörð, er vorsins dýrð er langt að baki. Og oft er mörgum útivistin hörð í æsistormsins vængjatakL Þó gefur Drottinn gleði, von og þrótt, sín gullnu blóm, sem ekki fölna. Hans stjörnur brosa stillt á dimmri nótt, er stráin hljóð á jörðu sölna. Hans elska sendir helga englahjörð að hugga, styðja, gleðja og leiða. í vetrarhríð þeir standa sterkan vörð og styrkri höndu veginn greiða. Og einn af Drottins engíum varst.u mér í angist, sjúkleik, neyð og vanda. Því hef ég nú svo margt að þakka þér að þú mér veittir kraft þíns anda. Þín trú var sönn og hönd þín hlý og sterk og hjartað milt að veita og gefa. í auðmýkt vannstu öll þín kærleiksverk og áttir hvorki hik né efa. Ég bið þann kraft, sem lífsins gæði gaf að gefa þér sín laun í anda. Þótt okkur skilji dauðans dökka haf mun dýrð hans veitast þér til handa. Og hann ég bið að blessa manninn þinn og báðar dætur, vina kæra. Hann sendi þeim nú ástarengil sinn og uppheimsljósið blíða og skæra. Með söltum tárum signi ég þína gröf og sendi þökk og kveðju mína. Þótt dauðans rökkur hylji lönd og höf, mér heilög vonaleiftur skína. f öílum raunum, elsku Kristrún mín þú englum heimsins varst mér betri. Því sé ég nú hvar sumardýrðin skín og signir þig á köldum vetrL á. Hugheilar þakkir til allra vina og vandamanna, sem heiðruðu okkur með heim- sóknum og heillaskeytum, blómum og góðum gjöfum á fimmtugsafmælum okkar 6. og 29. okt. Kærar kveðjur. Ásta Friðbjamardóttir, Sveinbjöm Benediktsson, Hraunprýði, Hellissandi. Innilegar þakkir til allra er heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu með heimsóknum, blóm- um, skeytum og góðtun gjöf- um og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Margrét Þorsteinsdóttir frá Lóni. öllum þeim sem heimsóttu mig og færðu mér gjafir og skeyti á sjötugsafmæli mínu þann 31. okt sl. færi ég mínar innilegustu þakkir. Lifið heil. Kristján frá Kjaransstöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.