Morgunblaðið - 23.11.1968, Síða 14

Morgunblaðið - 23.11.1968, Síða 14
14 MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1968 fðlingMttlrftifrifr Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstj ómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei'ðslg Auglýsingar Askriftargjald kr. 130.00 I lausasölu Hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsison. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. Kr. 8.00 eintakið. HÖFNUM HAFTASTEFNUNNI ¥ Ttvarpsumræðurnar í fyrra- ^ kvöld staðfestu enn, það sem fram hefur komið áður, að stjórnarandstæðingar, Framsóknarmenri og komm- únistar, sjá enga aðra leið út úr efnahagsörðugleikum þjóð arinnar en gömul og úrelt úr- ræði, sem íslendingar hafa áratuga reynslu af og hafa reynst óhæf. Framsóknar- menn og kommúnistar boða nú opinskátt allsherjar höft, innflutningshöft, gjaldeyris- höft og fjárfestingarhöft. Ólafur Björnsson alþm. gerði þessari gömlu og úreltu stefnu Framsóknarmanna og kommúnista, einkar viðeig- andi skil í útvarpsumræðun- um er hann sagði: „Þegar opinber leyfi þurfti til alls, svo sem að kaupa gjaldeyri, byggja sér bílskúr eða kaupa bíl eða jeppa, tóku menn það gjarnan til bragðs að leita þá til fulltrúa síns flokks í nefnd inni, sem leyfum úthlutaði og biðja hann ásjár. Ef það gekk ekki t.d. vegna þess, að borið var við einhverjum reglum, sem fylgja ætti við úthlutun- ina, þá leitaði maðurinn í öng um sínum til ráðherra síns flokks eða annarra forustu- manna, tíundaði afrek sín í þágu flokksins og mæltist til þess að forustumaðurinn beitti áhrifum sínum við pilt- ana í úthlutunamefndinni til þess að leyfið fengist. Þannig togaði Þríbjörn í Tvíbjörn og Tvíbjörn í Einbjöm og gagn- stætt því sem var í þjóðsög- unum, þá gekk rófan stund- um, leyfið fékkst.“ Haftakerfið var afnumið, þegar viðreisnarstjórnin tók við völdum og síðan eru brátt liðin 9 ár. Á þessu tímabili hafa ungir menn og konur vaxið úr grasi, sem aldrei hafa kynnzt höftunum af eig- in raun. En einmitt þessi nýja kynslóð hefur á undanfömum mánuðum látið mjög til sín heyra og krafizt þess að dreg ið verði úr áhrifum og völd- um stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Þetta unga fólk ætti að kynna sér ræki- lega ummæli Ólafs Björnsson ar alþm. vegna þess að þau sýna glögglega að haftakerfi það, sem Framsóknarmenn og kommúnistar heimta nú að verði tekið upp á ný, þýðir í raun að stjórnmálamönnum og stjómmálaflokkum verða afhent stóraukin völd og í skjóli þeirra valda mun þró- ast margvíslegt ranglæti, mis- munun eftir stjórnmálaskoð- unum og raunar bein spill- ing. Um þetta stendur valið í dag. Haftastefnu Framsóknar manna og kommúnista, sem hafa mundi í för með sér hið fullkomna flokksræði eða djarfa stefnu núv. ríkisstjórn- ar undir fomstu Sjálfstæðis- flokksins til þess að virma bug á erfiðleikunum með ráð- um, sem tryggja frelsi ein- staklingsins til athafna og hvetja hann beinlínis til þess að leita nýrra leiða, nýrra úr- ræða. NÝR ÞINGFLOKKUR VUirlýsing Björns Jónssonar alþm. við atkvæða- greiðslu um vantraust á rík- isstjómina í fyrrakvöld, hef- ur að vonum vakið mikla at- hygli. Með þeirri yfirlýsingu hefur Bjöm Jónsson bemm orðum sagt, að þeir aðilar, sem slitið hafa samstarfinu við kommúnista hyggist nú stofna sérstakan þingflokk og bjóða fram til næstu al- þingiskosninga. Þessi yfirlýsing Bjöms Jónssonar er vafalaust ein- hver sögulegasti atburður í þingsögu síðari tíma. Hún er undanfari þess, að endahnút- urinn verði rekin á það sam- starf lýðræðissinnaðra manna við kommúnista, sem hófst með klofningi Alþýðuflokks- ins 1938. Sú saga var rakin í Mbl. fyrir nokkm en reynsla bæði Héðins Valdimarssonar og Hannibals Valdimarssonar hefur glögglega sýnt, að með kommúnistum er ekki hægt að vinna. Eftir er að koma í ljós hvaða stefnu hinn nýi þing- flokkur markar sér og hvaða þingmenn ganga til liðs við hann. En ljóst er að enn er mikilla tíðinda að vænta í röðum vinstri manna og allt bendir nú til þess að kommúnistar einangrist smátt og smátt hér á landi og verði aðeins lítill og áhrifa- laus flokkur eins og þeir em fyrir löngu orðnir í nálægum löndum. ||l 'AN IÍR H FIMI \iiiv U1 nli ui\ n L1IVI1 Herinn tekur völdin í enn einu Afríkuríkinu Enn einu nafni hefur verið bætt við þann lista valda- manna í Afríku, sem steypt hefur verið af stóli með valda ráni. A þriðjudaginn var velti óþekktur herforingi Modbo Keita forseta landsins úr sessi. Liðsforinginn, Mussa Traere, steypti stjórninni af stóli í því skyni — eins og skýrt var frá í útvarpstil- kynningu — „að binda endi á einræðisstjóm Modibos Keita.“ Hvað síðan varð um forsetann fyrrverandi, sem er 53 ára að aldri, var ekki vit- að. t höfuðborginni Bamako var sá orðrómur á kreiki, að hann hefði verið handtekinn, en ekkert fékkst staðfest þar að lútandi. Útgöngubanni var komið á og samband við út- lönd rofnað að sinni. Fréttirnar um, að Keita hefði verið steypt af stóli, komu frá Abijdan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, þar sem útsendingar útvarpsins í Bamako heyrðust. í útvarpinu var tilkynnt, að „tími frelsis- ins væri runninn upp“, a'ð Keita hefði verið steypt af stóli og að herinn hefði tekið völdin í sínar hendur. Þá var frá því skýrt, að herinn myndi bráðlega láta fara fram frjáls ar kosningar. Á milli útsendinganna voru leikín hergöngulög og síðan var tiikynnt, að „stjórn Keita og vikapilta hans væri fall- in“ og enn ennfremur, að kom ið hefði verið á fót „þjóðlegri frelsisnefnd", sem myndi leit ast við að koma á legg „lýð- ræðislegri stjórn og pólitísk- um stofnunum". Þá var til- kynnt, að sett yrði á útgöngu bann um stundarsakir frá kl. 18. til kl. 6 að morgni. Áður en þessar tilkynningar Modibo Keita. heyrðust, höfðu erlend flug- félög, sem fljúga til Bamako, verið látin vita, að flugvöllur inn þar væri lokaður um óákveðinn tíma. Voru ástæð- urnar fyrir þessu ekki til- greindar nánar. Valdaránið í Mali er það sfðasta af mörgum á undan- förnum árum, sem orðið hafa þess valdandi, að herinn hefur náð völdunum í þeim ríkjum, sem áður voru franskar ný- lendur. Þeirra á meðal voru Togo, Dahomey, Efri Volta, Braxaville-Kongo og Alsír. Keita var einn af kunnustu byltingarleiðtogum Afríku. Sem náinn vinur Kwame Nkrumah, er velt var úr stóli, og Sekou Touré, hins vinstri sinnaða forseta Guineu, var Keita óumdeildur leiðtogi Mali, frá því að landið varð sjálfstætt 1960. í byrjun stjórnartímabils síns fékk hann fjölda sér- fræðinga frá Kína og Sovét- ríkjunum til þess að koma til Mali í því skyni að aðsto'ða við efnahags- og tækniþróun landsins og tók almennt upp andvestræna stefnu í utanrik- ismálum. Hann forðaðist þó sjónarmið öfgamanna, sem vimur hans Nkrumah aðhylltist oft, og síð ari ár hefur hann stöðugt snú ið sér meira að Vesturlöndum, einkum að Frakklandi og þeg ið þaðan mikla efnahagsað- stoð. Mali, sem hefur hvergi a‘ð- gamg að sjó, er næstum tvisvar sinnum stærra en Texas, en hefur minna en fimm millj. íbúa. Flestir eru íbúarnir hirð ingjar og útflutningur lands- ins er fyrst og fremst bómull og jarðhnetur. Þetta land var eitt af ný- lendum Frakklands þar til 1959, en gekk þá í ríkissam- band við Senegal og myndaði Maliríkjasambandið, sem lifði aðeins stutt, en Keita var for- seti þess. Síidegismessur í Dómkirkjunni Barnasamkomur kirkjunnar fluttar í Miðbœjarskólann SÍÐDEGISMESSUR Dómkirkj- unnar hefjast á morgun og verða öðrum þræði í vetur, eins og ver ið hefur. Hér er því tækifæri fyr i þá að sækja messu, sem ekki komast að heiman fyrir hádegi á sunnudögum. Þess er sérstaklega óskað að fermingarbörn og foreldrar þeirra sæki þessar messur með- an á fermingarundirbúningi stendur og gæiti því hér orðifi um einskonar fjölskylduguðsþjón ustur að ræða. Sú var tíðin að börn og unglingar fylgdu foreldr um sínum til kirkju og átti það góðan þátt í því að efla einingu fjölskyldulífsins. Munu ferming- arbörnin taka sérstakan þátt i þessum guðáþjónustum með því að flytja bænir og lesa Riitninga kafla. Barnaguðsþjónustur Dómkirkj unnar verða í vetur, í samkomu sal Miðbæjarskólans, en þar er skemmtilegur salur, er rúmar um 120 börn. Hefjast samkomur þessar kl. 11 f.h. hvern sunnu- dagsmorgunn, og verða með svip uðu sniði og áður. Talað verður við börnin um valda ritningar- kafla, sungið með þeim, og þeim sagðar sögur við barna hæfi og loks myndasýníng. Barnasamkomurnar eru ekki ætlaðar yngri börnum en fjög- urra ára. Það væri einnig ánægju legt, að sjá fullorðið fólk koma með börnum sínum á samkomur þessar. i Varðbergs- og SVS-íundni EINAR Ágústsson, varaformaður Ffamsóknarflokksins, talar um síðasta þingmannafund NATO á hádegisfundi Varðbergs og SVS í dag, laugardag, í Þjóðleikhús- kjallaranum. Fundurinn er fyrir félagsmenn og gesti þeirra. Hús- | ið verður opnað kl. 12. Verður 100 nrn gömul í dng — Hveragerði, 22. nðvember í DAG verður Ólöf Gunnarsdótt- ir, Simbakoti, 100 ára. Ólöf er fædd 3. nóvember 1868 á Eyrar bakka. Hún hefur síðastliðin 10 ár verið á elliheimilinu Ási í Hveragerði. Ólöf er furðu hress, les allar fyrirsagnir í blöðum, gleraugnalaust, og fylgist vel með öllu.Að sögn forstöðukonu Ás- ar hefur Ólöf aðeins einu sinni verið lasin í þau 10 ár, sem hún hefur dvalið á Elliheimilinu. — Georg. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.