Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 19«8 Jóhann HjdLmarsson skrifar um BÓKMENNTIR Þorpið MELGERÐI Arthur Knut Farestveit: FÓLKIÐ Á STRÖNDINNI. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1968. SAGAN lýsir þorpinu Melgerði, tveimur kynslóðum þess. Hún skiptist í tvo hluta: Að morgni, og Að kveldi. Kyrrstaða ein- kennir þorpið, framtaksleysi íbúanna er því fjötur um fót. Höfnin, sem ein getur bjargað þorpinu, er aldrei byggð; í stað- inn er reistur einskis nýtur múr til varnar húsum og rollum, því öldungar þorpsins telja ströndina hafa sigið. Fáir hafa skilning á því, að höfnin er lífsnauðsyn, eigi útræði ekki að leggjast nið- ur með öllu. Sagan gamla um heimsku og skammsýni endur- tekur sig hjá fólkinu á strönd- inni. Þær raddir, sem boða nýjan táma eru bældar niður. Þjóðfélaigsleg rýni höfundarins er ekki mjög sannfærandi, en í þess stað verður umiwerfið eftir minnilegt, og jafnvel fólkið, þótt myndirnar af því séu oft ekki nægilega skýrar, afgerandi. Höf- undinum hættir við að gera per- sónurnar að táknum; hann kemst sjaldan inn fyrir skelina á þeim, og þess vegna líkjast þær fremur hlutum en manneskjum. Styrkleilki hans er aftur á móti sá, að honum auðnast á stöku stað að fella persónulýsingar á að dáunarverðan hátt inn í þann ramma umíhverfis, sem hann smíðar sér. Það, sem gerir Fólkið á strönd- inni forvitnilega skáldsöigu er sá blær afskiptaleysis, sem á henni er, líkast því að horft sé á sviðið gegnum stjörnukíki. Lesandinn fær áhuiga, eða vill minnsta kosti ekki hætta að skoða, því það er ekki á hverjum degi, sem honum gefst útsýn af líku tagi. Sá tími eða tímar, sem Fólkið á strönd- inni lýsir, er liðinn, ekki vegna þess að hann sé svo órafjarri, heldur af þeim sökum, að nútíma íslendingi eru þau viðhorf, sem fram koma hjá persónum bókar- innar lítt skiljanleg. Þetta ætti kannski að nægja til að hrekja þá fullyrð- ingu, að Fólkið á ströndinni sé for vitnileg skáldsaga. En ekki er allt sem sýnist. Tilbreytingariaust andrúmsloft bókarinnar býr yfir vissurn töfrum, sem höfundinum tekst fyllilega að halda í fyrri hlutanum. Arthur Knut Farest- veit fellur ekki í þá freistni, sem algeng er hjá minnimáttar höf- undum og byrjendum, að láta boð skapinn sitja í fyrirrúmi, troða upp á blásaklaust fólk einhverri framandi hugmyndafræði. Hver kafli bókarinnar er öðrum líkur. Það er eins og verið sé að skrifa sama kaflann upp aftur og aftur. í þessu lýsir sér m.a. nýjung bókarinnar. Hún Ukist ekki Arthuí Knut Farestveit neinni íslenskri skáldsögu, sem ég hef lesið. Að sumu leyti minnir hún á nýju frönsku skáldsöguna, (sem er að vísu ekki alveg ný af nálinni lengur), en til þess að hægt sé að kenna hana við þessa stefnu, er hún of epísk í eðli sínu, söguþráðurinn augljós; en engu að síður er tilraunin sérstæð: að segja sögu tveggja kynslóða með því að láta örlög þeirra renna saman í eitt. Seinni hluti bðkarinnar, er að mörgu leyti ólíkur þeim fyrri. í honum dregur til tíðinda. Bátur ferst í lendingu, prestur bölvar í kirkju, stúlku er nauðgað með hræðilegum afleiðingum. Endan- lega er úr því skorið, að höfnin verður ekki byggð, dekrið við múrinn heldur áfram. En það birtir til í lífi ungs manns og unigrar konu. Hamingja þeirra er þó ekki hamingja þorpsins Mel- gerðis. Segja má, að þessir atburðir séu of stórbrotnir fyrir jafn fá- breytilegt umhverfi og þetta vesæla þorp. Samhengi frásagn- arinnar er skyndilega rofið. Lýs- ing hinna válegu atburða er aftur á móti vel gerð. Þeir kaflar sögunnar, sem segja frá innri baráttu Páls Úlfs- sonar útgerðarmanns, samskipt- um hans og dótturinnar, hafa á sér raunsæissnið, andstætt þvi, sem á sér stað í frásögninni af ástum þeirra Gisla og Öldu. Þau lifa í draumkenndu lofti fyrri hlutans, líf þeirra er aðeins end- urtekning. Norðlendingurinn Gisli Eggertsson, sem kemur til Melgerðis i því skyni að feta í fót spor föður síns, verður þar fyrir nákvæmlega samskonar reynslu. Af honum er raunar sjálfstæð saga og sama gildir um Pál Úlfs- son. Það hvarflar að lesandan- um, hvort ekki hefði verið ráð- legra að gera tvær langar smá- sögur úr bókinni, hverfa frá því að láta þær tengjast innbyrðis. Auikapersónur bókarinnar eru flöktandi, en margar hverjar skemmtilega gerðar, stundum skoplegar, rjúfa þannig heildina með óvæntri kátinu, Geitin er þessu marki brennd, þótt hlut- verk hennar sé of stórt; nýi prest- urinn virðist aftur á móti þess umkominn að blása Mfi í þorps- búa, breyta þeim í hold og blóð með því að afhjúpa fáfræði þeirra og einfaldleik: „Og görnlu mennimir á tunn- unum fengu í nös eða upp í sig hjá honum, nýtt tóbak, rakt. Það bar jafnvel keim af konjakki. Himneskt. — Já, þetta var maður með gleðisvip, fullur af Mfi. Hann spurði gömlu mennina um álit þeirra á þessu og hinu, svo sem á tilveru þorpsins, og sagði, að héY væri fAo faSegt og guð- dómlegt. Það Vsrh'i auðséð á öJiu að hér réði kjarkmikið og dug- andi fðl'k. Og ^;ömlu mennirnir sögðu honum alit sitt og ungi maðurinn var þeim fullkomlega samroála. — Já, fulktoimlega sam- miála.“ Arthur Knut Farestveit hefur fundið sér eiginn stíl, eigið tungu tak, hæfilega viðhafnarmikið, en stundum grípur hann til orða, sem ekki fara vel að mínu áliti. Til þess að gefa huigíraynd um frásagnarhátt höfundarins, er nokkurn veginn sama hvar grip- ið er niður í bókinni. í átjánda kafla segir frá PáM eftir jarðarför föður síns. Hann er einn í framandlegu húsinu ásamt ráðskonunni Unu, leitar til henn- ar í ráðleysi sínu: „Ég get ekki sofið. Allt er svo tómt. Ekkert nema myrkur og skuggar. Já, hvislar hún. Ekkert nema myrkur. Hann er farinn og hsfur skilið mig eftir einan. Skilið mig eftir einan með þetta fólk, og þessa strönd. Það er ég, sem hef erft landið. Ungi maðurinn grætiur í lófa sína. Já, hann er farinn, segir kon- an. Hann hefur skilið þig eftir með landið og mig. Og nóttin Mður. Vetrarkyrrð er yfir mýrunum og lágtt brim- hljóð frá skerjunum. — Síðan kemur nýr dagur, brotinn af fjárrekstri, 'hóum og snýtum." í þesisari stuttu lýsinigu ástar- funda birtist hófsemi, sem sjald- gæf er í verfcum ungra höfunda. Arthur Knut Farstveit fer um margt eigin leiðir. Skáldsaga hans sannar það m. a., að ögum er skáldsagnahöfundi nauðsyn, hversu mikið, sem honum liggur á hjarta. Með það í huga ber að fagna Fólkinu á ströndinni. Jóhann Hjálmarsson. Stundum er ekki hægt að verj ast þeirri hugsun, að íslenzkt þjóðfélag sé algjör skrípaleikur og sú hugsun hefur ágerzt síð- ustu dagana. AlMr viðurkenna, að þjóðin stendur frammi fyrir hrikalegum vandamálum og er ó þarft að tíunda enn einu sinni tölur til sönnunar því. Stjórn- málaleiðtogar deila að vísu um það af hverju þessi vandamál stafa en þær deilur eru aðeins einn þáttur í þaim skrípaleik, sem hafður er hér í frammi. Eng ar þjóðir, sem hafa menntað þegna sína jafn vel og við ræða um sín vandamál eða bregðast við þeim með jafn fáránlegum hætti og við. Útvarpsumræðumar, sem fram fóru á fimmtudagskvöldið var, voru einkar skýrt dæmi um það — með örfáum undantekningum — hve léttúðlega er fjallað um efnahagsmál, atvinnumál og ötinur stjórnmálaleg viðfangsefni í þessu landi. Þegar sú staðreynd blasir við, að algjört hrun hef- ur orðið í útflutningstekj um þjóð arinnar á tveimur árum leyfa alþingismenn sér, bessii kjörnu fulltrúar þjóðarinnar, að bera á borð við umbjóðendur sína og kjósendur sömu gömlu tugg- urnar og þeir hafa gert svo árum og áratugum skiptir. Þessir menn hafa sjálfir sótzt eftir því að taka á sig þá á- byrgð að leiða málefni þjóðar- innar, þ.á.m. að vísa henni veg- inn út úr erfíðleikunum, þegar þeir steðja að. Það var ekki að heyra á öllum hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinnar sem töluðu í útvarpið á fimmtudagskvöldið var, að þeir gerðu rér minnstu grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Hafi einhverjir efast um það hingað til, að það þyrfti að hreiasa rækilega til á Alþingi þurfa beir ekki að efast um það lengur. Jafnframt hafa síðustu daga streymt inn í stríðum straumum yfirlýsingar og mótmæli hinna ýmsu hagsmunasamtaka og kjarni þeirra allra er sá, að enginn vill taka á sig byrðar, er.ginn vill fállast á kjaraskerðingu og sá tónn kveður við úr öllum áttum, að vondir menn séu að gera „ár- ás“ á lífskjör þjóðirinnar. Hvers vegna skyldu menn'rnii í ráð- herrastólunum, sem eiga vegsemd sína undir duttlungum kjósenda vilja gera „árás“ á lífskjör kjós enda sinna? Þeim spurningum var varpað fram í þessum dálkum fyrir einni viku, hvort ísland væri nægilega stór efnahagsleg heild til þess að halda efnahags legu sjálfstæði og hvort við kynn um að stjórna efrahagsmálum okkar. Þessar spurningar standa enn og viðbrögð hinna ýmsu hags munahópa og áhrifaaðila í þjóð- félaginu við gengisbrevtingunni og vandamálunum í heild sinni gefa ekkert sérstakt tilefni til bjartsýni um svörin. Bretar eru um þessar mundir að gera úttekt á árangri gengis- breytingarinnar, sem framkvæmd var hjá þeim fyrir einu ári og úttektin gefur heldur ekki til- efni til sérstakrar bjartsýni fyr- ir þá. Megin ástæðan er sú, að launamálastefna Verkamanna- flokksstjórnarinnar hefur farið úr skorðum, launin hafa hækk- að of mikið með peim efleiðing- um, að neyzlan er of mikil, inn- Iflutningurinn of mikill og greiðslu jöfnuðurinn þess vegna mjög ó- hagstæður. Þróunin í launamá'lum ræður einnig úrslitum um fran kvæmd gengisbreytingarinnar hér á landi Ef launamálin fara úr skorðum hér á næsta ári, ef þjóðin og hver einstaklingur fyrir sig neit ar að horfast í augu við þá stað- reynd, að kjaraskerðing og það veruleg kjaraskerðing, er með öllu óumflýjanleg, verður ávinn- ingur gengisbreytingarinnar fyr ir atvinnuvegina að engu gerður á stuttum tíma, kostnaðarhækkan ir éta upp það forskot, sem geng isbreytingin á að gefa atvinnu- fyrirtækjum og við sitjum í sömu súpunni á ný, rekstrargrundvöll ur sjávarútvegsins, sem öllumáli skiptir, verður ekki fyrir hendi. Jafnframt helzt kaupgeta í há- marki, innflutningurinn iregst ekki nægilega mikið saman og staðan gagnvart útlöndum batn- ar ekki nóg. Það er öllum ljóst að gera verður ráðstafanir til þess að létta undir með hinum lægstlaun uðu en þar á líka að diaga lín- una hart og ákveðið og standa fast gegn því, að aðrir komist upp með að skjóta sér undan þeim byrðum, sem hver og einn verður að taka á sig. Nú er t.d. veruleg hætta á víðtæku atvinnu leysi í vetur. Við slíkar aðstæð- ur er það beinlínis skammarlegt að þeir sem búa við fullkomið atvinnuöryggi eins og t d. ríkis starfsmenn skuli leyfa sér að bera sin.i hag saman við þá sem verst eru settir og eiga al'lt sitt undir því að atvinnufyrirtækin gangi, og horfast nú í augu við yfirvof"ndi atvinnuleysi. En iðstæður okkar nú gera ekki aðeins kröfu 'il þess, að hver og einn sýni þá þjóðholl- ustu að taka á sig verulega kjara skerðingu. Ástandið gerir einnig þungar kröfur til þeirra, sem þjóðin hefur falið forustu sinna mála, ríkisstjórnarinnar og stuðn ingsflokka hennar á Alþmgi. Það er ekki nóg að framkvæma geng- isbreytingu og skapa atvinnu- vegunum þar með rekstrargrund völl. Það er ekki ncg að sann- færa þjóðina um nauðsyn kjara- skerðingar um sinn. Það þarf til að koma sterk forusta um nauðsynlega endurskipulagningu á atvinnuvegum þjóðar- innar og nýja og öfluga uppbyggingu atvinnulífs- ins. f ianúar 1967 var bcðuð end urskipulagning hraðfrystiiðnaðar ins, sem er einn þýðingarmesti atvinnuvegur landsmanna Sú end urskipulagning hefur ekki enn séð dagsins ljós. Það er vissu- lega alvarlegt, þegar forstöðu- maður Efnahagsstofnunarinnar upplýsir á fundi í Hagfræðinga- félaginu, að léleg stjórn sé ein ástæða þess hve mörg frysti- hús eru nú illa stödd. Getur ekki verið, að það vandamál sé víðtækara í atvinnulífi lands- manna en við höfum gert okkur grein fyrir hingað til? Skyldi ekki þurfa menntun eða sérstaka þjálfun til stjórnar á atvinnu- fyrirtæki eins og til annarra starfa? Það er ekki einleikið, að atvinnufyrirtæki á fslandi lifa varla af tvær kynslóðir sömu fjölskyldustjórnenda og alls ekki þrjár. Ríkisstjórnin sýndi mikla stað festu, Kjark og framsýni, þegar hún barðist fyrir virkjun Búr- fells og samningum um álbræðsl- una fyrir tveimur árum en þá staðfestu, þann kjark og þá fram sýni þarf hún að sýna á fleiri sviðum í sambandi við nýja at vinnuuppbyggingu m.a. á sviði stóriðju. Það er búið að tala mik ið um olíuhreinsunarstöð og það er mikið rætt nú um sjóefnaverk smiðju. Er ekki ástæða til að taka þeisi mál föstum og alvar- legum tökum, einmitt nú þegar svo iUa árar. Annars urðu útvarpsumræðum ar með nokkuð öðrum hætti en búast mátti við. Gera ir.átti ráð fyrir, að stjórnarandstæðingar réðust mjög hart að ríkisstjórn- inni og stuðningsflokkum henn- ar. En raunin varð sú, að það var miklu meiri sókn og harka í talsmönnum stjómarflokkanna en stjórnarandstöðunnar. Það gefur vissulega ástæðu til að ætla, að það sé baráttuhugur í ráð- herrum og þingmönnum stjórnar flokkanna og að þessir aðilar séu staðráðnir í að halda fast við þá stefnu, sem mörkuð hef- ur verið og leiða hana fram til sigurs. Einn áhrifamikill maður hringdi í mig eftir ræðu Matthí- asar Bjarnasonar í útvarpsum- ræðunum og sagði, að þarna væri, ið sínum dómi komið eitt bezta ráðherraefni Sjálfstæðis- flokksins. Og vissulega er það svo, að ræða þessa ísfirzka al- þingismanns staðfesti skoðun æ fleiri manna, sem náið fýlgjast með störfum Alþingis og þing- manna, að á fimm ára þingmanns ferli hefur Matthías Bjarnason vaxið mjög í starfi og ekki að- eins orðið einn áhrifamesti tals- maður sjávarútvegsins á Alþingi sakir víðtækrar þekkingar á þeim málum heldur og einnig einhver skeleggasti barátturr aður Sjálf- stæðisflokksins innan Alþingiis og utan. Yfirleitt eru atkvæðagreiðslur á Alþingi tíðindalitlar og ekki er ótrúlegt, að margir þeirra, er h'lýddu á útvarpsumræðunnar hafi skrúfað fyrir tæki sín er atikvæðagreiðslan um vantraust- tillöguna hófst. En sú atkvæða- greiðsla varð þó all söguleg vegna þess, að við hana kom fram fyrsta opinbera vísbendingin um það, hvað þeir þingmenn ætlast fyrir, sem sagt hafa skilið við kommúnista. Yfirlýsing Björns Jónssonar gaf að vísu ekki ótví- ræða vLstoendingu um fyrirætlun þessara manna. Hann lét að því liggja, að þeir mundu áður en útvarpsumræður fara fram næst, hafa skipað svo sínum málum, að þeir hefðu rétt til þátttöku i þeim. Mér skilst að það geti gerzt með tvennu móti. Annars vegar, að þessir menn lýisi sig utan flokka og fá þeir þá hálfan ræðu tíma á móti öðrum, hins vegar að þeir stofni sérstakan þing- flokk ag er það raunar líklegra. Hitt er nokkuð ólióst hverjir muni skipa þann þineflokk. Ljóst er, að í honum yrðu alla vega þeir Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson en, um aðra er allt á huldu. Þriðji maðurinn, sem til Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.