Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUR 6. DES. 1968 3 í frásögn Mbl. í fyrradag af nýrri sjúkradeild Sjúkra- húss Afcraness var lauslega viikið að ræðu bæjarstjóra Akraness, Björgvins Sæmunds sonar, við það tækifæri. í gær hitti blaðamaðiur Mbl. Björgvin að máli hér í Reykja vik og innti hann nánar etftir aðdraganda og undirbúningi þesBarar nýju sjúkradeildar. Fórust Björgvin m.a. orð á þessa leíð: — Fyrsta fundargerð, sem td er og varðar bygginigu sjúkrahúss á Akranesi, er frá 18. marz 1939, en þá mættu nokkrir áhugamenn og konur til þess að ræða um byggingu sjúfcraiskýlis fyrir 10 til 12 sjúklinga. Málinu þokaði þó lítið áfram næetu árin, eða Byggingarnefnd Sjúkrahúss Akraness í einni af nýju sjúkrastofunum. Frá vinstri: Páll Gísla- son yfirlæknir, Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri og Jóhannes Ingibjartsson byggingafull- trúi. — (Ljósm. Helgi Danielsson). Fólkið samhuga að koma byggingunni áleiðis — Samtal v/ð Björgvin Scemundsson bœjarstjóra á Akranesi um nýju sjúkrahússviðbygginguna þangað ti'l Haraldur Böðvars- son tók að sér foruistu þess 1944. Með tilstyrk ýmissa fé- lagasamtaka og einstaklmga, ekki sízt Kvenfélags Akraness tókst honum að reisa sjúkra- hús, sem var fullbyggt 1950. Var í því rými fjrrir 25 sjúk- linga og var byglgingarkostn- aður tvær milljónir króna. Var það þá afhent Akranes- kaupstað skuldlaust til rekstr- ar, en Bíóhöllin á Akranesi greiddi niður á næstu árum þau lán, sem tekin hö0u ver- ið vegna byggingarinnar. Byggingameistari hússins var Ingimar Magnússon, trésmíða- meistari á Akranesi. Eftir að búnaður hafði verið keyptur tók sjúkrahúsið til starfa 4. júní 1952. Var yfir- læknir þá ráðinn Haukur Kristjánsson. Árið 1955 kom nýr yfirlæknir til starfa, Páll Gíslason, sem enn gegnir þeirri stöðu. Má fullyrða að það hafi verið mikið happ fyrir sjúkrahiisið a'ð fá svo mikilhæfan mann til starfa, enda hefur hann verið aðal- driffjö'ðrin í því að byggja upp og efla stofnunina og skapa henni það góða álit, er hún nýtur í dag. Fljótt kom að því að sjúkra húsið var fullnýtt og á árun- um 1958 til 1959 var tekin í notkun starfsmannabústaðux, er reistur hafði verið fyrir lækni og hjúkirunarkonur. Fjölgaði þá rúmum í 33. Árið 1960 er þó enn svo komið a'ð vandræði höfðu skapazt vegna plássleysis og var þá farið að ræða um nýja stækkun Arið 1962 skipaði bæjarstjómin þrjá menn í byggingamefnd hins nýja húss og hóf hún störf 10. apríl það ár. Teikn- ingum og tæknilegum undir- búninigi var að mestu lokið sumarið 1963 og um haustið fór fram útboð á uppsteypu hússins. Hin nýja bygging er 14400 m3 a'ð stærð. Skipulag hennar er í stórum dráttum þetta: I kjallara eru geymslur, sám- stöð, spennistöð, stofa til krufninga, kapella og ennfrem ur miðstöðvar fyrir margskon ar lagnir og tæknibúnað, er þjóna sjúkrahúsinu öllu. Á fyrstu hæð er aðalanddyri hússins, skrifstofur, eldhús og borðstiofa starfsfólks. Enn- fremur húsnæði fyrir röntgen deild og silysa- og lækninga- stofur. Á annarri hæð er sjúkradeild sú, sem nú hefur verið opnuð. Þar eru rúm fyrir 31 sjúkling. Búnaður deildarinnar er allur hinn vandaðasti og margskonar tæki auðvelda störf hjúkrun- arliðsins, m.a. er talsamfoand frá hverju rúmi tii vaktstofu. Tengigangur er milli gamla og nýja hússins og er hann einndg notáður sem setustofa. Á annanri hæð verða einnig síðar inruréttaðar skurðstofur, tvær fæðingarstofur og bóka- safn. Á þriðju hæð verður sið- an sjúkradeild, svipuð þeirri, sem niú var opnuð. Skrifstofa húsameist- ara ríkisins hefur gert uppdræbti að húsinu og aðalarkitekt þess er Guð- mundur Þór Pálsson. Verk- fræðiteikningar hefur Verk- fræ'ði- og teiknistofan sf. á Akranesi annazt, en raflagna- teikningar Gísli Jónsson, raf- magnsverkfræðinguT. Helztu verktakar hafa verið þessir: Þorgeir og Ellert hf., er steyptu upp húsið og var yfir- smiður Sigurður Helgason. Adam Þorgeirsson og Arnór Ólafsson sáu um múrverk, Hafsteinn Sigurbjömsson ann- aðíst pípulagnir, Sigurdór Jó- hannsson og Ármann Ár- mannsson önnuðust raflagnir, Einar Ámason og Lárus Áma- son málarameistarar sáu um málningu, trésmiðja Gu'ðmund ar Maignússonar smíðaði inn- réttingar og dúklagnir annað- ist Ríkarður Jónsson. Til bygigingarinnar hefur nú verið varið 25 miiljón króna, en af þeirri upphæð eru um 2 milljónir fyrir búnað. Ríkis- sjóður hefur greitt 8.375.000. —, en lögum samkvæmt ber honum að greiða 60% af bygg ingarkostnaði sjálfs hússins. Til byggingarinnar hafa feng- Pípuhattur GALDRAKARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA TOVE JANSSON Pipuhattur GALDRAKARLSINS ÆVINTÝRI MÚMÍNÁLFANNA eftír H. C. Andersenverðlaunahöfundinn TOVE JANSON í þýðingu Steinunnar Briem. Ævintýri múmínálfanna eru löngu orð- in heimsfræg. Tove Janson er finnsk skáldkona og teiknari. Hún hlaut árið 1966 hina eftirsóttu viðurkenningu barnabókahöfunda, H. C. ANDERSEN- VERÐLAUNIN, fyrir bækur sínar um múmínáifana*, en þau eru oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunin“. Múmínálfarnir búa f skógum Finn- lands. Eitt sinn fundu þeir pípuhatt galdrakarlsins, reglulegan galdrahatt. Ef eitthvað var látið í hann, þá.... BÓKAÚTGÁFAN ÖRN OG ÖRLYGUR H.F. Borgartúni 21, sími 18660. (hús Sendibílastöðvarínnar) izt lán að upphæð fjórar millj ónir króna, aðallega frá Trygg ungastofnun rikisins. Gjafir og ýmis framlög einstaklinga og stofnana hafa mumi'ð 4.5 millj ónum, en afganginm, rúmar átta milljónir, hefur bæjar- sjóður Akraness lagt fram. Björgvin sagði að lokum: — Eitt hið ánægjulegasta við að starfa í byggingamefnd hússins var að finna þann sam hug fólksins og áhuga er ríkti um að koma þessari byggingu áleiðis. Bera gjafir og framlög einstaklinga og stofnana ljós- astan vott um það. Eitt merk- aista framtakið á þessu sviði var, er Júlíus Bjamason bóndi á Leirá safnaði í hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 931 þúsund krónum. Kaupfé- lag Borgfirðinga í Borgamesi gaf 500.000 kr. SýsLusjóður Mýrasýslu kr. 300.000.—, en Mýra- og Borgarfjar'ðarsýslur sameiginlega kr. 365 þúsund, Verkalýðsfélag Akraness 200 þúsund, Landsbamki íslands Akranesi 100.000.—, Menning- arsjóður Akraness 800 þús., Bíóhöllin 1.000.000.—, Lions- klúbbur Akraness kr. 300 þús. Þá hefur Kvenfélag Akramess gefið húsgögn í setustofu. Enin fremur hafa fjölmargix ein- staklingar og félög gefið Sjúkrahúsinu gjafir við ýmis tækifæri til tækjakaupa og ýmissa sérþarfa. Nema þær alls um 1100 þús. krónum á sl. fimm árum. Byggingar- nefnd húsisins er að sjálfsögðu öllum þessum aðilum mjög þakklát ,ekki aðeins vegna þess að fé þetta hefur bætt úr brýnni þörf, heldur lítur hún á þessar gjafir sem stað- festingu þass, að vöxtur og viðgangur Sjúkrahússins sé sameigielegt áhugamál fólks- ins á Akranesi og í byggðum Borgarfjarðar. m STAKSTIINAR Hlutverk Þjóðviljans Vert er að vekja athygli á og undirstrika rækilega það hlut- verk, sem Þjóðviljinn hefur valið sér. Þjóðin á nú við mikla efna- efnahagsörðugleika að etja, og Þjóðviljinn hefur síður en svo reynt að fegra ástandið. En látum það liggja milli hluta. Öllum er ljóst að okkur er vandi á höndum og þann vanda verður að leysa Það hlýtur að minnsta kosti að vera keppi- kefli allra, sem í raun og veru vilja hlut ÍSLENZKU þjóðar- innar sem mestan. — En hvaða hlutverk hefur Þjóðviljinn valið sér. Hann gengur berserksgang til þess að reyna að hindra, að þær ráðstafanir, sem gripið hefur hefur verið til, beri til- ætlaðan árangur. Skribent- um Þjóðviljans kemur það hreint ekkert við þótt íslenzka þjóðin líði, bara ef þeir koma sínu fram — þótt í annarlegum tilgangi sé. Þeir höfða nú mjög til verkalýðsstéttarinnar og launamanna almennt og hrópa dag eftir dag að þeir einir beri hag þeirra fyrir brjósti. En hverskonar hagur er það? Hvað halda þeir, að margir verkamenn trúi því lengur, að hagur atvinnufyrirtækjanna og þeirra sjálfra fari ekki saman? Eða skilja ekki allir, að þraut- pínt atvinnufyrirtæki er lítils megnugt — bæði hvað uppbygg- ingu snertdr og launagreiðslur. Ef þær stoðir, sem nú er reynt að byggja blómlegt atvinnulíf á, eru nagaðar sundur, er enginn vafi á, hvemig fer. Því miður eru þó tii menn í þjóðfélagi voru, sem stunda þessa iðju nið- höggsins. Þeir hafa sínar ástæð- ur til þess. En um hag íslenzkra launþega, sem eru greinar á þeim meiði, varðar þá ekkeri. Það er hart, að íslenzkur þing- maður skuli standa fyrir þessum niðurrifsskrifum Þjóðviljans — svo ekki sé sterkara að orði kveðið — og láti þannig hag þeirra, sem treystu honum, víkja fyrir pólitískum einkahagsmun- um. Afstaðan til NATO Björgvin Kristjánsson í Bol- ungarvík skrifar athyglisverða grein i Morgunblaðið í gær. Þar segir hann svo um afstöðu sína til NATO: „Ég hef alltaf verið á móti NATO og hersetu á tslandi. Ég hef talið að það yrði engin vörn, nema síður væri. Ef einhver hefði sagt mér að þessi skoðun min myndi breytast, þá hefði ég mótmælt því. En nú hefur það gerzt. Svo fljótt hef ég lært að meta þetta bandalag, að ég er mjög undrandi. Nú er það orðið svo, að það myndi gleðja mig að geta lagt eitthvað af mörkum til að styrkja það. En ég veit að menn verða ekki undrandi, þegar þeir heyra, hver var minn afburða kennari, en hann heitir Brezhnev og býr í Moskvu." Morgunblaðið Hann lýkur svo grein sinni með þessum orðum um Morgun- blaðið: „Að lokum vil ég þakka Morg- unblaðinu fyrir blaðamennsku þess, hún er einstök. Það birtist margt í blaðinu og ekki er það allt í anda Sjálfstæðismanna. En einmitt það, skapar virðingu fyrir því, sem aðrir mega öfunda það af og er því einmitt meira varið í stuðning þess, fyrir þann flokk, sem það styður. Önnur dagblöð eru svo langt á eftir því á allan hátt, að menn ættu ekki að nota þau sem um- búðir utan um Morgunblaðið, ef hægt er að komast hjá því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.