Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 11 Vestfjarðaáœtlunin rœdd á Alþingi: Framkvæmdum við samgönguáætlun senn lokið mun kosta 202 milljónir króna Norðurlandsáætlunin senn tilbúin Magnús Jónsson fjármálaráð- herra gerði ítarlega grein fyrir Vestfjarðaráætluninni, aðdrag- anda hennar og framkvæmd, í ræðu á Alþingi í fyrradag, Kom fram í ræðu ráðherra, að sam- gönguráætluninnl er senn lokið og er áætlaður kostnaður við hana 202 mlllj. kr. Hefur megin hluti þess fjármagns verið feng inn að láni h já Viðreisnarsjóði Evrópu. Einnig kom fram, að Norðurlandsáætlunin var látin ganga fyrir atvinnumálaáætlun Vestfjarðar, þar sem atvinnuá- stand á Vestfjörðum var mjög gott á þeim tíma er áætlunar- gerðin var hafin, en híns vegar örðugleikar á Norðurlandi. Norð urlandsáæltunin verður væntan lega tilbúin nú upp úr áramót- um, og sagði ráðherra að þá yrði væntanlega hafin áætlunagerð um atvinnumál Vestfjarða og Austfjarða. Umræfiurnar urðu í tilefni fyr irspurnar er Steingrímur Páls- son bar fram. Voru þær þessar: 1. Hvaða þáttum Vestfjarðar- áætlunar er að fuliu lokið? 2. Hvað liður áætlunargerð um uppbyggingu atvinnuMfsins á Vestfjörðum? 3. Hefur verið gerð áætlun um samgöngumál Vestfjarða þar með taldar samgöngur á sjó? 4. Hefur verið gerð sérstök áætlun um menntamál á Vest- fjörðum? 5. Hefur verið gerð áætlun um raforkumál í Vestfjarðará- ætlun, og hvenær má búast við að raforku verði komið til allra sveitabýla á Vestfjörðum? 6. Nær Vestfjarðaáætlunin einn ig til Strandasýslu, og ef svo er ekki, hvers má þá vænta um hliðstæðar framkvæmdir þar og annars staðar á Vestfjörðum? í svarræðu sinni sagði fjármála ráðherra m.a.: Vestfjarðaráætlunin er upphaf lega þannig til komin, að gerð var ályktun á Alþingi 1963, þar sem Framkvæmdabanka fslands var falið að vinna að framkvæmd áæltun fyrir Vestfirði, sem átti að miðast við að stöðva brott flutning fólks úr þeim lands- hluta. Hér var þá engin reynsla af gerð slíkra áætlana, og því sneri Framkvæmdabankinn sér í samráði við Efnahagsstofnunina og Seðlabánka fslands til norska byggingarsjóðsins, með beiðni um aðstoð við lausn þessa verkefn- is. Hinn norski sjóður varð góð fúálega við þessum tilmælum, en gat ekki vegna anna heima fyrir og takmarkaðs starfsliðs sent menn hingað til lands nema til stuttrar dvalar. Þrír sérfræðingar frá sjóðn- um komu hingað tvívegis á ár- inu 1964 og einnig sérfræðingar í samgöngumálum, er áður höfðu starfað hér á landi frá annarri norskri stofnun, Transport öko- nomisk Insititut. Allur kostnað- ur við ferðir og dvöl hinna norsku sérfræðinga var greidd- ur af Efnahags- og framfara- stofnuninni í París. FRUMSKILYRÐI AÐ BÆTA SAMGÖNGUR. Það kom í ljós þegar í upp- hafi þeirra athugana sem fram fóru á Vestfjörðum, að orsakir fólksfækkunar í þessum lands hluta var fyrst og fremst að leita í einhæfni atvinnulísfins og skorti á margs konar þjónustu og almennum lífsþægindum sem á'litin eru nauðsynleg í nútíma- þjóðfélagi. Hins vegar reyndust tekjur manna á Vestfjörðum þó sizt lægri en í öðrum lands- hlutum. Það var skoðun hinna norsku sérfræðinga og íslenzkra samstarfsmanna þeirra, að frum skilyrði til að draga úr einhæfni atvinnulífsins og skorti á þjón- ustu væru bættar samgöngur, annars vegar umbætur á sam- göngum innan Vestfjarða og þá fyrst og fremst við tvo aðal kjarna byggðarinnar, ísafjörð og Patreksfjörð, og hins vegar sam gangna milli Vestfjarða og ann- arra landshluta. Það var því ákveðið að hraða gerð samgönguáætlunarinnar sem mest og láta hana sitja í fyrir- rúmi. Slík áætlun var gerð til fjögurra ára og var hún ásamt greinargerð um hana ti'lbúin snemma á árinu 1965. Erlends lánsfjár var aflað til framkvæmd þessarar áætlunar fyrir milli— göngu Viðreisnarsjóðs Evrópu í Strassburg. FYRST OG FREMST RAMMA ÁÆTLUN. Áætlunin kom til framkvæmda á árinu 1965. Hún hefur verið endurskoðuð árlega síðan og viðbótarlánsfjár aflað til henn- ar erlendis. Að öðru leyti gengu hinir norsku sérfræðingar frá heildartillögum sínum í maí 1965 og 'lá skýrsla þeirra fyrir í ís- lenzkri þýðingu síðar á því sama ári. Hér var fyrsta og fremst um rammaáætlun að ræða og ná- kvæm útfærsla var eingöngu hvað snerti samgöngumálahlið á- ætlunarinnar. Það ár sem nú er senn á enda er fjórða ár samgangnaáætlun- ar Vestfjarða og hefði samkvæmt upphaflegu áætluninni átt að vera lokaár hennar. Enda þótt fram- kvæmdum hefði yfirleitt miðað vel áfram, hafa verkin þó, eins og oft vill verða reynzt erfið- ari og kostnaðarsamari en upp- haflega hafði verið búizt við. Var þetta til þess að ákveðið var að framkvæma áætlunina á fimm árum í stað fjögurra. Verð ur það að teljast eðlilegt eins og þróunin hefur orðið og nú hefur fengist vilyrði fyrir því hjá Viðreisnarsjóðnum, að bætt verði við lánið sem svarar 500 þús. dollurum, til þess að ljúka þessum framkvæmdum. HEILDARÚTGJÖLD 202 MILLJ. KR. Auk þessa varð að gera ýms- ar breytingar frá upphaflegu á- ætluninni af tæknilegum ástæð- um. M.a. er nú ekki gert ráð fyrir að gera göng undir Breiða- dalsheiði, en þess í stað á að hækka, breikka og breyta veg- inum, sem yfir heiðina liggur. Einnig hefur verið ákveðið, að malbikun ísafjarðarflugvaHar verði ekki framkvæmd að svo stöddu. Aukaerfiðleikar við sjálf verkin hafa einnig tafið eða að heita má lokið við hafn- argerðirnar frá Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Framkvæmdir við Bolungavíkur- höfn eru komnar allvel áleiðis en í ár hafði verið gert ráð fyr- ir að vinna í ísaf jarðarhöfn. Þar kom hins vegar til breyt- ing þar sem óumflýjanlegt reyndist annað en vinna að Bol- ungarvíkurhöfn sökum sandburð ar inn í höfnina. Þannig er því þessum tveimur verkum víxlað til. Um vegaframkvæmdirnar er það að segja, að Bíldudalsvegi og flugvallarvegum við Patreks- fjörð og ísafjörð er að fullu lok- ekki átt sér stað enn þá. Gérð einstök byggðarlög í þessum var lausleg athugun á þessum efnum, a.m,k. ekki fyrr séS er viðfangsefnum og fyrst og fyrir endann á þessari heildar- fremst bent á, eftir hvaða lín- áætlunargexð. Magnús Jónsson ið. Vestfjarðavegur sunnan Þingmannaheiðar og um Breiða- dalsheiði er langt kominn og Súgandafjarðarvegur og Bolung arvíkurvegur komnir vel áleiðis. Á næsta ári er ráðgert að Ijúka þessum vegum og enn fremur að leggja Vestfjarðaveg um Gemlufallsheiði. Framkvæmdir við flugvellina á Patreksfirði og ísafirði var að mestu lokið á fyrstu árum áætlunarinnar, en flugskýlið við ísafjarðarflugvöll er enn í byggingu. Þá hafa einn- ig verið sett upp flugöryggis- tæki á Breiðadalsheiði. ÞÝÐINGARMIKIÐ HLUTVERK ATVINNUJÖFNUNARSJÓÐS Það má segja, að samgönguá- ætlunarhlið þessarar Vestfjarða- áætlunar sé mjög langt komið og hafi gengið svo sem efni stóðu til og sjá megi fyrir end- ann á þessum þýðingarmiklu framkvæmdum á Vestfjörðum, sem að dómi hinna norsku sér- fræðinga voru grundvallaratriði til eflingar byggða í þessum fjórðungi. Þá var það annað höfuðatriði, sem hinir norsku sérfræðingar lögðu áherzlu á, til þess að um gæti verið að ræða ruanhæfan um þyrfti að vinna að þeim. Þegar samgönguáætuln Vest- fjarða var hrundið í framkvæmd 1966, eða tryggt fé til hennar, þá horfði þannig í landinu, að talið var ljóst að erfiðust atvinnuað- staða væri á Norðurlandi og þá var hafizt handa um byggðaá- ætlun fyrir Norðurland, vegna þessarar sérstaklega alvarlegu atvinnuhátta þar. Um það 'leyti var ekki um at- vinnuörðugleika að ræða á Vest fjörðum, né heldur á Austfjörð- um, þannig að um það var eng- inn ágreiningur að Norðurland væri sá landshluti sem brýnast væri að sinna atvinnulega séð. Var þetta einnig þáttur í samn- ingum við stéttafélögin á Norð- urlandi og Austurlandi, að þessi áætlun yrði gerð. Norðurlandsáætlunin, sem einn ig nær til Strandasýslu, er fyrsta áætlunin, sem unnið er að hér á landi af innlendum sérfræð- ingum fyrst og fremst og jafn- framt fyrsta áætlunin þar sem atvinnumá'lin eru sérstaklega tek in til meðferðar. Fram hefur komið mikill áhugi t.d. innan At- vinnujöfnunarsjóðs, að unnið verði að atvinnumálaáætlun Vest fjarða og Austfjarðaráætlun. Hins vegar er þannig ástatt að starfskraftar til þessara áætlun argerða eru mjög takmarkaðir hér á landi og það ér auðvitað mikil nauðsyn, að reynt verði að ljúka einhverri áætlun af þessu tagi, m.a. til þess að gera sér grein fyrir, hvernig áætlun- argerð um önnur byggðarlög verði unnið. Það er miklu ein- faldara mál og auðveldara, eftir að ein áætlun af þessu tagi hef- ur verið gerð. AT VINNU ÁÆTLUN VESTFJARÐA Nú má senn sjá fyrir endann á gerð Norðurlandsáætlunar, og þá tel ég ekkert efa mál, að á dagskrá komi að vinna að áætl un fyrir aðra landshluta, ekki sízt vegna þess að nú er svo komið, að við mikil atvinnu- vandamál er að stríða bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum. Austfirðingar hafa sjálfir haft vissa forgöngu um áætlunargerð hjá sér á sviði atvinnumála og ráðið til þess starfsmann. f sam- bandi við rannsókn á atvinnu- uppbyggingu Vestfjarða hefur sérstaklega verið að því vikið, að nauðsynlegt væri að tækni- væða meira hraðfrystihúsin þar þess að þar væri fólksskortur. Nú horfir dæmið hins vegar öðru vísi við. Vitanlega koma þessi viðfangsefni á dagskrá aft- ur nú vegna þess ástands, sem er rikjandi og hljóta að verða framkvæmd vestfjarðaáæt'lunar- innar, t.d. að ekki hefur reynzt unnt að afla eins mikils fjár innamlands, eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Erlenda láns fjáröflunin mun hins vegar verða að sama skapi meiri en ég gat um. Heildarútgjöld vegna Vest- fjarðaráætlunar eru nú áætluð 202 millj. kr. á 5 árum. Það er miðað við verðlag fyrir gengis- breytingu, í stað þess að upp- haflega áætlunin var 172 millj. kr. á fjórum árum. Af þessari upphæð er gert ráð fyrir, að 80 mi'llj. kr. verði aflað innanlands, en 122 millj. kr. með innlendu lánsfé. GANGUR FRAMKVÆMDA Framkvæmdum er nú lokið árangur af byggðaáætlunum yf- irleitt og það var, að stofnaður yrði sérstakur framkvæmdasjóð- ur með sérstakri stjórn. f þeirra tillögu var, fyrst og fremst mið- að við Vestfirði, en niðurstaðan var sú að stofnaður skyldi sjóð- ur, sem hefði þetta verkefni með höndum varðandi landsbyggðina almennt, og var því hrundið í framkvæmd með stofnun At- vinnujöfnunarsjóðs 1966. Því máli hefur því verið komið í höfn. NORÐURLANDSÁÆTLUNIN LÁTIN GANGA FYRIR Um áætlun um uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum ska'l það tekið fram, að nánari út- færsla á þeim köflum áætlun- ar norsku sérfræðinganna hefur tekin til athugunar strax eftir að Norðurlandsáætlun liggur fyrir. ALMENN ATHUGUN SK6LAMÁLA Um menntamál á Vestfjörðum hefur ekki verið gerð sérstök áætlun og í rauninni er heldur ekki gert ráð fyrir því, að sér stök menntamálaáætlun verði innifalin í Norðurlandsáætlun, af þeirri einföldu ástæðu, að unnið hefur verið að því nú um nokkurt skeið af hálfu menntamálayfirvalda og mennta málaráðuneytisins, í samvinnu við erlenda sérfræðinga, að gera áætlun um þróun skólamála í öllu landinu. Er því ekki ráð- legt að gera sér áætlun fyrir EKKI SÉR RAFORKUMALA- ÁÆTLUN FYRIR VESTFIðl Það hefur ekki verið gerð sér- stök áætlun um raforkumál á Vestfjörðum umfram það, sem felst í almennum áætlunargerð- um um rafvæðingu landsins yf- irleitt og um dreifingu raforku til strjálbýlisins. Um þetta var á sínum tíma gerð svokölluð 10 ára framkvæmdaáætlun. Eftir að henni lauk hafa verið gerð- ar áætlanir til styttri tíma og ákvörðun hefur verið tekin um það fyrir nokkru síðan, að stefnt skyldi að því svo skjótt, sem auðið væri, og raunar áformað að ljúka á árinu 1970 að leggja rafmagn til allra býla á landinu, þar sem meðalfjarlægð millibýla yæri 1,5 km. Hins vegar er ekki auðið, hvorki í sambandi við Vestfirði, né önnur byggðarlög á landinu, að svara því, nákvæmlega, hve- nær öll býli verða rafvædd. Jafnhliða því, að dreifiveitur lagðar, er gert ráð fyrir því, að allstór fjöldi býla geti ekki feng- ið raforku frá samveitum, held- ur þurfi að fá raforku frá sér- stökum dísilstöðum. Framkvæmd um í þessum efnum hefur fleygt mjög fram nú síðustu árin. UMRÆÐUR Steingrímur Pálsson þakkaði ráðherra svör hans við fyrir- spurninni og kvaðst vildi ítreka að hafin yrði áætlunargerð um uppbyggingu atvinnulífs á Vest- fjörðum svo fljótt sem auðið væri. Skúli Guðmundsson gerði fyr irspurn til ráðherra, hvenær lok ið yrði við gerð Norðurlandsá- ætlunar. og hvort ekki væri ætl- unin að birta hana þegar hún væri fuí'lbúin. Lúðvík Jósefsson gagnrýndi það að þingmenn fengju ekki að gang að áætlunargerðum, og sagði að birta ætti Vestfjarðaá- ætlunina, jafnvel þótt hún væri ekki fullbúin. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra, sagði það skoðun sína að sjálfsagt væri að birta slíkar á- ætlunargerðir og veita þing- mönnum aðgang að þeim, en eðli legast væri að gera það ekki fyrr en heildaryfirlit væri feng- ið. Þingmenn mundu fá yfirlit um Vestfjarðaáætlunina fljót- lega. Ráðherra sagði að unnið hefði verið að Norðurlandsáætluninni á þann hátt, að samstarf hefði verið haft við sveitastjórn- ir og verkalýðsfélög viðkomandi, staða. Fyrsti kafli áætlunarinnar mundi væntanlega fjalla um mannfjöldaþróun á þessusvæði á næstu tímum og annar kafli um atvinnuviðhorfin almennt. Ráðherra sagði að vonir hefðu staðið til að áætlunin yrði full- búin að þessu ári, en nú væri hins vegar séð að það yrði ekki fyrr en eftir áramót. Gísli Guðmundsson taldi ekki byrjað á réttum enda að byrja á að gera áætlanir um mann- fjöldaþróun. Eysteinn Jónsson, sagði sjálf- sagt að birta slíkar áætlanir, þar sem þær væru mjög þýð- ingarmiklar. Farið hefði verið fram á slíka áætlun fyrir Aust- urland og óánægju gætti þar fyrir að ekki skyldi byrjað að vinna að henni. Sveitarfélögin á Austurlandi hefðu þegar lagt í töluverðan kostnað við undir- búning áætlunargerðar, og væri rétt að ríkið greiddi þann kostn- að, svo sem það gerði í öðrum landshlutum. Sigurvin Einarsson sagði Vest fjavðaáætlunina ekki koma að tilætluðum notum, þar sem hún næði aðeins til hluta svæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.