Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNRLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 B/lAlflCAN Simi 22-0-22 Rauðarárstig 31 |<áð>siM11-44-44 mfííF/Ðw &i£a>£e£<£cz. Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR 4KiPHam 21 s*mar21190 eftir lokun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN BerestaVastrætl 11—-13. Hagstaett leigugjald. Stmi 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748. Sigurður Jónsson. Sími 20070 -19032 Volkswagen 68, 1500 vél. Volkswagen árg. 67. Volkswagen 1500, station árg 67. ^^^^Fbilaaala GUOMUNDAP BercþAructttu 3. Simar 19033, 30070. BlLAR 1969 Volkswagen 1200 nýr og óskráður. 1968 Cortina De Luxe 2ja dyra, ekinn 5 þ. km. 1967 Volkswagen 1300 ekinn 22 þ. km. sem nýr. 1968 Renault R-10. 1968 Fiat 125 Berlina. 1966 Ilillman Minx. 1964 Volkswagen 1964 Opel Reckord. 1964 Saab 1967 Toyota Crown. 1966 Bronco. 1965 Landrover. Afl IA | BÍLASALAN Ls í ir nu Ifl Skúlagata 40 við Hafnarbíó. 15-0-14 — 1-91-81. *BIRGIR ÍSL GUNNARSS0N1 HÆSTARÉTTARLÖCMADUR LÆKJARGÖTU 6B SIMI22120 0 Fundir um bæjarmál- efni Kópavogs Axei Jónsson, skrifar: „Hinn 28. nóvember sl. birti Velvakandi svar bæjarstjórans 1 Kópavogi við fyrirspurn um fund arhöld í Kópavogi um bæjarmál frá 15. sama mánaðar. Bæjarstjór inn getur þess í svari sínu, að hann hafi vorið 1966 borið fram tillögu í bæjarráði um að það gengist fyrir fundi eða fundum um bæjarmál, og að fulltrúi Sjálf stæðisflokksins hafi þá strax lýst sig andvígan hugmyndinni. í tilefni þessa vil ég koma eft- irfarandi á framfæri: Tillaga bæjarstjórans, sem hann bar fram rétt fyrir bæjarstjómar kosningarnar 1966, var um að bæjarráð efndi til fundar um fram kvæmdaáætlun fyrir bæinn, en þá var nýlokið við samningu henn- ar. Undirritaður, sem sat fundinn af hálfu Sjálfstæðisflokksins, var andvígur þeirri hugmynd, en taldi eðlilegra, að efnt yrði til fundar um bæjarmál og að allir flokkar bæjarstjórnar hefðu jafn- an ræðutíma. Þessi hugmynd mín hlaut daufar undirtektir. Ég taldi eðlilegast, að bæjar- málin væru alhliða tekin til um- ræðu þá rétt fyrir bæjarstjómar kosningarnar, en ekki aðeins einn tiltekinn þáttui þeirra, og að all- ir flokkar bæjarstjórnar hefðu jafnan ræðutíma á þeim fundi. Með þökk fyrir birtinguna, Axel Jónsson". Q Merking efnahagsorða „Fróðleiksfús" skrifar: Enn einu sinni eru efnahagsmál á dagskrá og ofarlega i hugum allra hugsandi manna. Ég hefi rekið mig á, að bæði i blöðum og manna á milli em notuð ýms orð, sem menn skilja ekki, en halda sig skilja. Þessi orð eru svo misskilin eða alls ekki skil- in, en samt notuð, því að allir þykjast hafa vit á hlutunum. Þeg ar maður fer svo að spyrja fólk spjömnum úr, kemur í ljós, að það veit harla lítið um merkingu ýmissa orða, eða þá, að það mis- skilur orðin og túlkar þau oft á mismunandi hátt, oft í sömu ræð- unni. Stjórnmálamennirnir em sérlega lagnir að túlka merkingu ýmissa „hagorða" og jafnvel að gefa hlutunum ný leyndardóms- fulll heiti. Máli mínu til skýringar skal ég nefna eitt orð af mörgum. Hvað þýðir orðið „þjóðartekjur" eða „þjóðartekjur á mann“? Ég hefi við og við lagt þessa spurn ingu fyrir lærða og leika, en aldrei fengið sama svarið, ekki einu sinni hjá hagfræðingum og viðskiptafræðingum, hvað þá held Höfum flutt skrifstufu okkar aí Suðurgötu 23 — Hafnarfirði. Nýr sími 50152. E. TH. MATHIESEN H/F., Suðurgötu 23, Hafnarfirði, sími 50152. VANDIÐ VALIÐ VELJIÐ MOON-SILK SNYRTIVCmUR Halldór Jónsson hf Hafnarstrætl lí* ■ Reyhjavík 8imi 22170 ur hjá verkamönnum, bændum eða iðnlærðum mönnum. Ég skal nefn nokkur dæmi: Einn segir, að þjóð artekjur séu blátt áfram allar þær tekjur, sem uppgefnar séu til skatts á framtölum manna. Annar segir, að þetta sé bölvuð vitleysa, því að menn telja yfir leitt ekki allar tekjur sínar fram og svo komi þarna lika til greina eigin húsaleiga og ýmiskonar hlunnindi, nei þjóðartekjur séu auðvitað það, sem við flytjum út og fáum gjaldeyri fyrir, þ.e. a.s. aðallega sala fisks og fisk- afurða. Þá kemur sá þriðji og segir: „en hvað með landbúnaðar afurðir, gefa þær ekki af sér tekjur?" „Jú“ segir einn enn, „en það eru falskar tekjur en ekki raunverulegar, því að „við“ verð um að borga með þeim“. Svo kemur sá fjórði, og hrekur all- ar þessar fullyrðingar. Ég spyr hann, hvort tekjur rakarans af mér, ca, 80—100 kr. fyrir klipp- inguna, séu meðtaldar í þessum blessuðum þjóðartekjum. Hann svarar: auðvitað ekki að öllu leyti, því fyrst þarf að draga frá kostnað, svo sem spíra, hús- næði, skæri, þvott o.fl. Já, en þeir sem láta þetta í té hafa af því tekjur o.s.frv. Þetta er sem sagt orðið allflókið mál og ég álít enga vanþörf á þvi að fræða al menning um merkingu orðsins „þjóðartekur". Það er margt ann að, sem þarf að útskýra. T.d. er orð, sem ég bara nýlega hefi séð á prenti. Það er orðið: Þjóð areyðsla á mann. Og að lokum þetta: Af hverju er alltaf talað um gengislækkun en ekki gjald- eyrishækkun, sem gefur miklu réttari mynd af því, sem verið er að gera? Það er auðvitað á- kveðið samband á milli gengis- lækkunar og gjaldeyrislækkunar. Til dæmis var gerð hér á dög- unum 35,2 prs. gengislækkun, en það samsvarar 54,5 prs. gjald- eyrishækkun. Hafa yfirvöldin eða yfirvöldin eða fræðingar þeirra nokkurtíma gert tilraun til að útskýra mismuninn á þessum tveim orðum, sem í raun og veru tákna sama hlutinn? 50 prs. geng islækkun þýðir sama og 100 prs. gjaldeyrishækkun. SVona mætti lengi telja. Hvar hefur verið sýnt fram á, að Dalurinn skyldi endi- lega vera ákveðinn á 88 krónur en ekki 85 eða 90? Hefur reikn- ingsheilinn okkar kannske reikn að þetta út? Ég vildi í auðmýkt biðja ein- hvern hagfræðing, viðskiptafræð- ing eða aðra áhugamenn að svara þessum áleitnu og flóknu spum- ingum minum og annarra hér í dálkunum eða annarsstaðar. Fróðleiksfús". 0 Enn um Kópavog Kona í Kópavogi, sem kýs að skrifa undir nafninu „Kópavogs- búi“, skrifar: „Kæri Velvakandi! Þau gleðitiðindi birtust í dálk- um yðar í dag, að bæjarstjórinn í Kópavogi kvað sig reiðubúinn að tala við fólkið á fundi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík hefir gert. Þar er brýn nauðsyn á ferð, og þótt fyrr hefði verið svo mörgu er hér ábóta vant, að varla er þolandi öllu lengur Á ég þar sérstaklega við heil- brigðismálin. Eins og öllum er kunnugt, þá er ekki eitt einasta kauptún úti á landsbyggðinni, sem telur 100 íbúa eða meira, þar sem ekki er byrjað á að byggja sjúkraskýli, læknisbústað og elliheimili, nema Kópavogur einn. Hann treystir alltaf á að Reykjavík eða Hafnarfjörður hirði um okkur, þurfum við á slikri aðstoð að halda, og það mundu þessir kaupstaðir gera, ef þeir væru ekki í algjörlegum vand- ræðum með að hýsa sína eigin sjúklinga. Dóttir okkar þurfti að komast 1 rannsókn í haust. En hún þurfti að bíða í 6 vikur eftir plássi og fékk þá skammir hjá læknunum fyrir að koma of seint. Það er sorgleg staðreynd, sem tíminn verður að skera úr. Forráðamenn Kópavogskaupstað ar hafa mikið lagt upp úr þvi, að það borgar sig ekki að reka slíkar stofnanir, en þeir hafa ör- ugglega ekki vit á því. Það er líka stórkostlegt at- vinnutap að bíða svo mánuðum skiptir eftir sjúkrahúsplássi og koma svo í ótíma. Ég hygg, að hér sé um svo mikið alvörumál að ræða, að við getum ekki lótið bjóða okkur slíkan trassiaskap lengur. Við ættum þó að fá einhverju ráðið, því að það erum við sem greiðum gjöldin en fáum akkú- rat enga þjónustu fyrir. Heldur eru einfaldir ævintýramenn látn- ir leggja veg þar sem vegur er fyrir og leggja þannig milljóna skatta á herðar okkar, sem mun taka okkur mörg ár að greiða. Ef málunum á að vinda svona fram eftirleiðis væri okkur lífa nauðsyn að losna við þetta skrif stofubákn, sem Bæjarskrifstofain er á okkar kostnað. Því að ég hygg að Reykjavík munaði minna um að innheimta skatt- ana okkar heldur en móttaka alla sjúklingana úr þessum bæ. Kópavogsbúi". Skinnlúffur fyrir dömur og herra. Svartar sokkabuxur, mjög mikið töskuúrval. Beiruttöskurnar teknar upp um helgina. Tösku- og hanzkabúðin, Skólavörðustíg. Hof Þingholtsstræti 1 býður margt til jólagjafa. M. a. eru fileraðir dúkar, dúkaefni með ísaumsmynstrum, ryateppi og púðar; saumaðir púðar, strengir, stólar og setur; margs konar hannyrðavörur; norskir hnappar, spennur og leggingar, yfirleitt allt á gömlu verði. Ennfremur er geysilegt úrval af gami með mynstrum; flestir litir enn á gömlu verði. Gjörið svo vel og lítið inn í nýju búðina. HOF, Þingholtsstræti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.