Morgunblaðið - 06.12.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.12.1968, Qupperneq 12
fe" -------------------------------— MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 [uJZ----------------------------------- Bosar og kaffisala í Tjarnarbúð ’KONUR í Styrktarfélagi van- •gefinna efna til basars og kaffi- sölu nk. sunnudag í Tjarnarbúð. Allur ágóði rennur í sjóð, sem ■konurnar eiga og er fé úr honum varið til kaupa á innbúi, leik- og kennslutækjum fyrir vistheimili •vangefinna. r Nú á næsta ári eru 10 ár síðan konurnar í Styrktarfélaginu fóru að hialda með sér fundi á vetrum og efna til fjáröflunar í sjóð- inn á hverju ári. Úr honum hef- •ur á þessum tíma verið veitt rúmlega 1 milljón króna í áður- nefndum tilgangi. Þetta starf er að sjálfsögðu allt unnið í „sjálf- RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMl 1D*1DO boðavinnu og hetfur jafnan mætt samúð og skilningi almennings. Vona konurnar að svo verði enn. Líklegt er að næsta fjárveiting úr sjóðnum verði til styrktar vistheimilinu Sólborg á Akur- eyri, sem tekur til starfa á næsta ári. Dagheimilið Lyngás, barna heimilið að Skálatúni og Gæzlu- systrafélagið selja einnig muni á basarnum og rennur það fé er inn kemur í sérsjóði þeirra. Börnin á heimilunum tveim hafa sjálf gert munina og var sumt af þeim á sýningu Tengla í Unúhúsi í sl. mánuði. Gæzlu- systurnar, en svo heita fóstrur vangefinna, eru að safna í félags sjóð sinn, m. a. til að geta veitt smávegis styrk til fræðsluferða í nágrannalöndin. Allir þessir aðilar vona að fjölmennt verði í Tjarnarbúð á sunnudaginn og menn komi þar ríflegu meðlæti, kaupa fallega muni á basarnum eða miða í skyndihappdrætti, sem efnt verð- ur til. Andvirðið rennur til. And- ur til. Andvirðið rennur til verðugs málefnis. Gray ekki sleppt London, 4. des. — AP KtNVERSKUR sendiráðsstarfs- maður í London, sem ekki var nafngreindur, sagði í dag, að brezki blaðamaðurinn Antony Gray myndi verða áfram í stofu- fangelsi í Peking á meðan 13 kínverskum blaðamönnum væri ekki sleppt úr haldi í Hong Kong. Þessi yfirlýsing var birt þr-gar nefnd brezkra blaðamanna, sem höfðu farið fram á, að upplýs- ingar yrðu gefnar um það, hve- nær þess væri að vænta að Gray yrði iátinn laus, en hann hefur setið í stofufangelsi í Peking sið- an í júlí 1967. Basar Kveniélags Hallgnmskirkju ÁRLEGUR basar Kvenfélags Hallgrímskirkju hefst í félags- heimilinu kl. tvö á morgun. Eins og jafnan áður er á boðstólum margt eigulegra muna, en kven- félagið hefur ætíð vandað vel til þessa árlega basars til stfuðn- ings kirkjunni. Kvenfélag Hallgrímskirkju hef ur á liðnum ár.um lagt fram verulegan skerf til kirkjubygg- ingarinnar á Skólavörðuholti. Er framlag kvenfélagsins til kirkj- unnar nú komið á aðra milljón. Þá hefur Kvenfélag Hallgríms- kirkju ennfremur í undirbúningi sjóðsstofnun til elliheimilis í sókninni. Hefur kvenfélagið ný- lega komið upp fótasnyrtingu Viceroy Filter. í fararbroddi. 9.00 “Mætt á skrifstofuna”. 10.15 “Lokið við módel af nýju hóteli. Slappað af með Viceroy”. 12.00 “Byggingaráætlun rædd á leið til næsta stefnumðts”. ’ j “Við brúna með yfirverk- fræðingi og eftirlitsmanni. Viceroy fyrir alla”. 17 30 í ‘‘Áríðandi fundur um nýja byggingaráætlun”. 21.30 “Notið skemmtilegs sjónleiks eftir erilsaman dag—og ennþá bragðast Viceroy vel”. Ekki of sterk, ekki of létt, Viceroy gefur bragdið rétt... rétt hvaða tíma dagsins sem er! tfyrir gamalt fólk í félagsheimil- inu og hefur nú í hyggju að færa tfrekar út þessa starfsemi í þágu eldra fólks í prestakallinu. Kvikmyndasýn- ing Geimaníu Kvikmyndasýning Germaníu .. SÍÐASTA kvikmyndasýning fé- lagsins Germaníu á þessu ári verður á morgun, laugardag, og verða þar að venju sýndar frétta- og fræðslumyndir. Fréttamynd- irnar eru frá því í septem'ber og október sl., en fræðslumyndirnar eru tvær. í annarri fræðslumyndinni seg •ir stjórnandi útvarpshljóms’veit- arinnar i Hamborg, Hans Sehmidt-Isserstedt, sögu hljóm- sveitarinnar, sem var stofnsett 1945, og fylgzt er með æfingu ■hljómsveitarinnar á Meist'ara- söngvurunum eftir Richard Wagn er, en eins og kunnugt er, er Schmidt-Isserstedt einn þekkt- asti hljómsveitarstjóri Þýzka- lands nú og hljómsveit hans talin með þeim beztu. Ætti hljómleika unnendum því að vera fengur að því að kynnast vinnubrögðum slíks meisitara. Hin fræðslumyndin er frá heimsmeistarakeppninni í leik- fimi í Dortmund 1966. Sýning er í Nýja bíó og hefst kl. 2 e.h. Öllum er heimill að- gangur, börnum þó einungis fylgd með fullorðnum. (Frá Germaníu). ÖRYGGI framar öllu. Notið Sika frosvara í steypuna. J. Þorláksson & Norðmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.