Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 Einar Þorfinnur Magnússon Minning FÓTMÁL dauðarís fljótt er stigið. Þessar ljóðlínur komu í huga minn, þegar mér eins og öðrum, var Ijóst að vélskipsins Þráins var saknað með 9 vöskum ungum mönnum innanborðs. Það hlýtur að snerta hvern einasta íslend- ing, þegar svona stórslys koma yfir þjóðina. Ég sem þesSar lín- ur rita, þekkti aðeins einn skip- verja, matsveininn Einar Þorfinn Magnússon, Auðbrekku 27, Kópa vogi. Einar var faeddur og uppalinn á Orustustöðum V.-Skaft. Sonur hjónanna Sigurlaugar Pálsdóttur frá Hofi í Öræfum og Magnúsar Sigurðssonar frá Orustustöðum. Þau eignuðust 13 börn og var Einar uppalinn í stórum syst- kinahópi, og segir sig sjálft að á þeim árum hefur verið þröngt í búi, en dugnaður og ósénhlífni, bjargaði þar eins og víðar á þeim árum, og fljótt munu börnin hafa farið að hjálpa til. Einar var hvers manns hug- ljúfi sem honum kynntist, og vildi öllum gott gera enda sýndi hann það með framkomu sinni, við sína nánustu. Stuttu eftir að hann fluttist til Reykjavíkur byggði hann hús í samvinnu við bróður sinn, Guð- jón, en Einar var einhleypur svo ekki lá honum mjög á að klára sína íbúð, og móðir hans hjá dóttur sinni hér í bæ. En Guð- jón bróðir hans með fjölskyldu, svo það var lagt kapp á að koma upp hans íbúð. En það fer stund- um öðru visi en ætlað er, systir Eiginkona mín Helga Einarsdóttir Ægissíðu 84, lézt á Borgarspítalanum 4. þ.m. — Fyrir hönd ættingja. Alfred Ferdinandsson Miinch. Eiginmaður minn og faðir, Páll Kjartansson Háukinn 2, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósepsspítala 4. desember. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Svanur Pálsson. Dóttir mín Guðrún Sólveig Kjerúlf Samtúni 18, Einars, ekkja með fimm dætur, var illa á vegi stödd, og var þá sett á ráðstefnu með Einari og bræðrum hans Guðjóni og Sig- urði, sem þá var fluttur i bæinn, og smi'ður af guðsnáð, þó ekki væri hann skólagenginn, enda öll systkinin mjög listfeng. Málið var rætt og ákvað Einar að tek- ið yrði til og íbúðin gerð í stand svo fljótt sem auðið væri, svo systirin gæti komizt inn, og gekk þetta vonum framar og unnu þeir bræður að þessu, og með fórnfýsi og dugnaði tókst þetta þó íbúðin væri ekki fullgerð, en í dag er hún fullbúin. Og alltaf var sama prúðmennskan og hlýj- an, svo tók hann einnig móður sína og var hún á hans vegum, þar til fyrir nokkrum árum að hún fór að búa með elzta synin- um, Sigurði, og þá tók Einar aðra systur sina, einnig með barn og má segja að hann hafi fórnað sánni ævi fyrir sín skyldmenni, og hefur þessi fjölskylda nú um mjög sárt að binda, því það var óvenju góð samheldni og vin- átta á milli hennar, og veit ég að þau 'hugsa öll með hjartans þökk fyrir liðin ár og samverusiund- irnar og alla 'hjálpina, sem hann veitti þeim. Og veit ég að ég tala þar fyrir munn frændsystkin- anna og allra vina sem hann átti, bæði í Skaftafellssýslu og ann- ars staðar á landinu. Hann átti áreiðanlega marga vini en enga óvini. Einar minn, ég og fjölskylda mín viljum nú kveðja þig og þakka þér alla tryggð og vináttu, ég veit að þú átt góða heimkomu í nýjum heimkynnum. Ég bið þér allrar guðsblessunar og styðji og styrki alla ástvini þína. S. H. Margrét Kristjánsdóttir — Hinsta kveðja trá börnum Fædd 12. febrúar 1899. Dáin 15. október 1968. Hinzta kveðja frá börnunum. Ljósauðga vor með ilmi og angan, ómandi söngva vordaginn langan, blikandi voga, blómskrýddan völl. Sólbros dvínandi, söngvarar þegja, sölnandi blómvellir, kjörviðir beygja háleita blómkrónu und helkalda mjölL Myndauðug er vor mannlífssaga, móðirin stritar oft nætur sem daga, gleymandi alveg sjálfri sér. Maki og börn eru hennar heimur, hér getur enginn þjónað tveimur barnið hertogi hjartans er. Nú ert þú móðir moldum vafin, minningin verður ekki grafin, harmdögg fellur um heita kinn. Minningin heilög huggar börnin, Innilegt þakklæti færi ég slysavamafélögum og öllum þeim mörgu sem af fómfús- um vilja tóku þótt í leitinni að m/h Þráni N.K. 70. Guð blessi ykkur öll. Lilja og Sigurður Þórðarson. höndunum þó að bregðist vörnin stilltur sem fyrr er strengur þinn. Þökkum við þínar ástar annir, yfir þó skeflj tímans fannir, hver myndi gleyma móður mund. Hún er ljósið á lífsins vegi, leiðandi þegar hallar degL heillastjarna að hinztu stund. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Hjartkær eiginmaður minn, faðiir, tengdafaðir, afi, sonur, og bróðir sem andaðist 29. f.m. verður jarðsett frá Fossvogskirkju laugardaginn 7. þ.m. kl. 10.30. Elísabet J. Kjerúlf, böm og tengdabörn. t Pálmar Finnsson Stardal, Stokkseyri, verður jarðsettur frá Stokks- eyrarkirkju laugardaginn 7. des. kl. 2 e.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigurfinnur Guðnason. t Hugheilar þakkir fjrrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Margrétar Sigmundsdóttur frá Hamraendum, Seljavegi 27. Sigurgeir Albertsson, Sigmundur Sigurgeirsson, Asdis Sigurðardóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, og barnaböm. Arnþór Ingólfsson Svanur Jónsson ver'ður jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði laug- ardaginn 7. des. kl. 2. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Fríkirkjuna í Hafn- arfirði. Jensína Gísladóttir, Reynir Svansson, Aslaug Hailgrímsdóttir og synir, Eria Svansdóttir Garthwaite, William Garthwaite og dætur, Vilhjálmur Svansson, Agnes Svansdóttir, Dagbjört Vilhjálmsdóttir, Jón Eiriksson og systkin hins látna. Þórður Þorláksson LAUGARDAGINN 23. nóvember var jarðsunginn frá Skeiðflatar- kirkju í Mýrdal, vinur minin og gamall granni Þórðux Þorláks- son, fyrrum bóndi að Hryggjum, sem lézt 17. nóvemiber síðastlið- inn. Mörg sdðustu árin var Þórður búsettur í Ví'k hjá dóttur sinni Steinunni og manni hennar Sig- urði Hallgrímssyni. Ég sá Þórð fyrst árið 1922 er hann flutti að Hryggjum í Mýrdal frá Hæða- garði í Landbroti. Þórður var fæddur 22. febr. 1880 að Þykkvabæ í Lanidbroti og voru foreldrar hans hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Þor- lákur Sveinsson. Þórður var nœst yngstur sjö systkina. Föður sinn missti Þórður aðeins fárra ára, og komst þannig ung-ur í kynni við alvöru lifsins og önn daganna. Rúmlega fertugur var Þórður er leiðir ökkar lágu saman, þá var hann frískur sem drengur ef hlaupa þurfti fyrir kind og si- starfandi. Kværutur var Þórður Ingi- björgu Tómasdóttur hinni mæt- ustu konu, svo sem hún áttí. kyn til, faðir hennar var Tómas Jóns- son frá Skammadal, en móðir Margrét Jónsd. frá Breiðuhlíð, það voru traustir stofnar sem stóðu að Ingibjörgu, hún lézt fyrir mörgum árum. Það voru engin vettlingatök á búskap þeirra Þórðar og Ingi- bjargar, enda áittu þau gagmsamt og snoturt bú. Þau Þórður og Ingilbjörg eign- uðust fjórar dætur og ólu upp fóstturdóttur sem aillar lifa og eiga afkomendur. Fremur var Þórður dulur mað- ur og fástoiptinn, en góðviljaður og greiðvikinn var hann og hinn traustasti maður í orði ag verki. Ég þatoka hugljúf kynni við þau mætu hjón Þórð og Ingi- björ.gu, og bið þeim látnuom bless unar Guðs á landi lifenda. Ást- vini þeirra ailla bið ég Guð að blessa. Einar J. Eyjólfsson. KVEÐJA FRÁ FÓSTURDÓTTUR. Man ég umigdómisárin eins og mynd á tjaldi, þegar sól og sumar sortgir mínar faldi. Þá var ijúft að lifa leiðir mínar greiddi, hlýja höndán Þórðar hann mig S'tundum leiddL Eins var Ingibjargar ástúð gött að finna, er hún unga fól mig umsjá dætra sinna. Aldinn Björn og amma — ævintýri kunnu. Létt var lund á jóhim litlu kertin brunnu. Varma og birtu báru bænir sem ég lærði. Göfgi, góði fóstri gott mér stundum færðL Þessum heiðurshjónuim heitar þakkir inni, þau mér vinsemd veittu. Virt af góðvild sinni. E. J. E. Guðrún S. Norðdahl Fædd 2. marz 1911 Dáin 3. des. 1968 Svifin ert þú systir af sjóna.rhóli, þögiuítí er í krinigium þína vini. Gengin er hver gleði góðra stunda, mar.gt er bjart í muna minninganna. — Þér var treyist og þakkað, þrýstar hendur, vönduð unnin verkin af vegfarendum. Ljúf og styrk í 'lundu létt þér reyndist bregða hlýrri birtu á brautir granna. Hverjum frama og fróðleik fast þú unnir, skyn og hugarskerpa skóp þér vísku, margir minnast geta t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Carl D. Tulinius fyrrv. bæjarverkstjóra. Söngmenn úr karlakómum Geysi og öllum þeim fjöl- mörgu, sem með blómum, minninigargjöfum og á annan hátt heiðruð'u minningu hans. Halla Tulinius, synir, tengdadætur og barnabörn. í miklum þrautum þrek og festu þína ag þolinmæði. Víða stoiljast vegir. Á vegamótum kveðjast kærir vinir klökkum huga. Sjáum máske seinna systur aftur, þar isem vituind varix og vonir rætast. H. N. öllum úr heimasveit minni og vítt um lamd allt, manni, böm um, tengda- og barnabömum, systkinum og tengdafólild, sendi ég hjartans þakkir fyrir stórar gjafir, blóm, simtöl og skeyti þann 1. des. sL á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur. Steinunn Hjálmarsdóttir Reykhólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.