Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1%8
Jólabókin til
vina erlendis
Passíusálmar
(HYMNS OF THE PASSION)
Hallgríms
Péturssonar
í ens'kri þýðingu Arthur
Gook með formála eftir
Sigurbjörn Einarsson biskup.
Valin gjöf handa vinum og
vandamönnum erlendis.
Fást í bókaverzlunum og í
Hailgrímskirkju, Reykjavík
Útgefandi.
I5IIIIIIHIIIIIIÍII
BÍLAR
Enn getum við boðið
nokkra notaða Rambler
Classic bíla án útborgunar
— gegn fasteignveði — ef
samið er strax.
Auk þess fjölbreytt úrval
af öðrum glæsilegum not-
uðum bílum, svo sem:
Dodge Coronet árg. 1966.
Chevrolet Impala árg. 1966
Plym. fury 66, beinsk.
Plym. fury 66, sjálfsk.
Plymouth Belvedere 1966.
Chevy II árg. 1966.
Chevy II árg. 1965.
Gloria (japanskur) 1967.
Þessir bílar seljast nú á
mjög hagstæðu verði —
miðað við þá miklu verð-
hækkun, sem nú hefur orð
ið á nýjum bílum.
Lítið inn í sýningarsalina.
Verzlið þar sem úrvalið er
mest og kjörin bezt.
intl Rambler-
uUll timboðið
LOFTSSON HF.
Hringbraut 121 — 10600
lllllilllllllllllll
- HORNALINA
Framhaíd af bls. 8
smámsaman rjúfa sambandið við
fornbókmenntirnar sem hingað
til hefur verið fyrirhafnarlaust.
Og óneitanlega hefur það bæði
sálræna þýðingu og býr yfir á-
kveðnum þokka að umgangast
fortíðina jafnfyrirhafnariítið og
gert er á íslandi. Fyrir mörgum
árum sá ég í íslenzku dagblaði
fyrirsögn á ritstjórnargrein á
sumardaginn fyrsta, þar sem stóð
einfaldlega „Fögur er hlíðin" —
það voru efnismikil orð með lif-
andi hugmyndatengslum við hina
fögru hlíð í Njáls sögu sem
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
Gunnar á Hlíðarenda, dæmdur í
útlegð, neitaði að kveðja og galt
fyrir það með lífi sínu.
Á slíkum bakgrunni er vel
hægt að skilja og virða ís-
lenzku hreintungustefnuna. Hún
er kannski „óraunhæf“, en hef-
ur haldbetri innri rökstuðning
en nokkur önnur samtímahlið-
stæða nema sú gríska. Á báðum
stöðum er um það að ræða að
varðveita andlegar rætur. For-
sendan er sameiginleg, mismun-
urinn er nánast tengdur raun-
hæfum þörfum nútímans: grisk-
an er ekki einungis nálega
sjálfri sér nóg að því er varðar
orðaforða, heldur hefur beinlín
is að verulegu leyti séð hinum
menntaða heimi fyrir orðstofn-
um um allt milli himins og jarð-
ar, en íslenzkan er tiltölulega
einangruð. Fremsta hlutverk
þjóðtungu er vissulega að vera
sambandsmiðill í þeirri andrá
samtímans sem hún er notuð. En
að svo miklu leyti sem það er
rétt að tungan stuðli að því að
skapa hugsunina, að sama leyti
er kannski enn heppilegra að
rækta með sér ákveðna íhalds-
semi en að hanga kvíðafullur í
tízkusveiflunum og hafna í
markiausu „newspeak".
Fyrir Norðurlandabúa með til
finningu fyrir svæðisbundnc
um og evrópskum bakgrunni sín
um er hornalínan Reykjavík-
Aþena einkar örvandi fyrir
hugsunina. Að standa á Lög-
bergi á Þingvöllum og að standa
í þingbrekkunni á Pnyx-hæð-
inni í Aþenu er tvennskonar
reynsla með gerólíkar umgerðir
stemningar, náttúru og menning-
ar — en samt á hún sameiginleg
upptök í mennskum heimi, orðið
er grískt, að sjálfsögðu, og
grundvallarmerking þess er
regla. Meðfram evrópsku horna-
línunni frá norðvestri til suð-
austurs getur Norðurlandamað
urinn komið auga á fjarvídd þar
sem hann á heima í miklu veiga-
meiri skilningi en á þeim bletti
þar sem hann hefur af tilvilj-
un verið settur niður. Það er
fjarviddin frá hinu svæðis-
bundna og þjóðernislega til hins
hellenska og sammannlega.
Ódýrt — Ódýrt
Niðursoðnir ávextir jarðarber, 49.70 kílódós. 27.40 hálfdós. Ananas-
mauk 20.50 hálfdós, kökuduft 27,90 pakkinn, ísduft í pökkum,
ódýrt kakó, enskt tekex 15.55 pakkinn.
MATVÆLAMIÐST ÖÐIN
Laugalæk 2 — Sími 35325.
á horni Laugalækjar og Rauðalækjar.
Flugið er allt með eðlilegum
hætti, þar til vélin er yfir
Arizona. Þá hverfur hún af
ratsjárskermi fyrir augunum
á skelfingu lostnum umsjónar-
manni.
Viðburðarík og óvenju spenn-
andi ástarsaga eftir hinn vin-
sæla rithöfund Erling Poulsen.
í fyrra gaf forlagið út eftir
hann skáldsöguna „Fögur og
framgjömK.
C. E LUCAS PH1LÍ.IPS
HET3UR
Á HÚDKEIPUWÍ
Saga einnar djörfustu árásar
heimsstyrjaldarinnar síðari.
Skipanir þeirra voru að
sökkva eða eyðileggja eins
mörg skip og þeir framast
gátu, en forða sér síðan.
Afgrelðsla í Reykjavík er í Kjörgarði sími 14510
í Píreus, hafnarborg Aþenu
laumast ókunnur maður um
borð í brezka fluttningaskipið
„Gloriana”. Er laumufarþeg-
inn sovétski vísindamaðurinn
sem leyniþjónustan leitar að.
Bókin segir frá öllum helstu
dulrænu fyrirbærum sem kunn
eru, svo sem skyggnilýsingum,
dulheym, hlutskyggni, hug-
lækningum, líkamningum og
miðilsfundum.
Heimsfræg unglingasaga skrif
uð af 16 ára gamalli stúlku
um argentínskan dreng og
hestinn hans. Sögur, Helen
Griffith hafa hlotið feikna
vinsældir um allan heim.
Jólabækurnar
1968
Bók er rétta jóíagjöfin
Óvenju spennandi skáldsaga
um ástir frægrar leikkonu og
duttlunga örlagana sem ógna
bæði henni og fjölskyldti
hennar. Þetta var hættulegur
leikur.
Skemmtileg og spettnandi
unglingasaga um hrausta
stráka sem lenda í ótrúlegustu
ævintýmm. Þetta er fyrsta
bók Hafseins, og hún lofar
svo sannarlega góðu.
Kcflavík, sími 92-1760.
fOHfrtKX VfStMM
% -.íív >v w m*au*m*t A-
*pm iKyn*P>QH*f1Aff
UstAft