Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968 0/e Thorvalds: EVROPSK HORNALINA (Úr ritgerðasafninu „Við upp spretturnar“ (Vid Kállorna), sem kom út 1961 og fjallar um pílagrímsferðir í Grikklandi). FINNST mönnum það furðulegt og tilgert að draga hornalínu líkinga frá ís'landi í norðvestri til Grikklands í suðaustri, frá kjarrheiðum til olíuviðarlunda, frá Heklu til Ólympsfjalls? Samt á slík ráðabreytni sér forsend- ur. Ætlunin er ekki að úthella laus legum vangaveltum um Hellena og norðurhjarabúa, að ala á í- myndunum um sameiginleg nor- rsen frumheimkynni Grikkja og Skandínava. Ætlunin er einung is að benda á nokkrar sérkenni- legar líkingar, bæði ytri og innri, með löndum og þjóðum við báða enda hornalínunnar. Ef við byrjum þá á yfirborð- ínu, og reynum síðan smámsam- an að komast undir það: sér- kenni landslagsins á báðum stöð um eiga furðulega mikið sam- merkt þrátt fyrir gerólík veð urskilyrði og margt fleira. Á báð um stöðum liggur tröllaukin vöðvabygging jarðskorpunnar að miklu leyti nakin, ýmist í á- völum eða hornhvössum línum —• og þó er sá undraverði mun iur á, að ísland er í rauninni álit legan hluta ársins miklum mun grænna en hið sólbakaða Grikk land. fsland er nálega alveg skóglaust, ef frá eru talin nokk ur gróðursetningarsvæði frá seinni tímum og lítill birkiskóg- ur á Norðurlandi, Vaglaskógur nálægt Akureyri sem er dálítið brjóstumkennanlegur í augum annarra Norðurlandabúa, en vin sæll skemmtiferðastaður fslend- inga sjálfra. f Grikklandi er Vissulega meiri skógur á tiltekn um svæðum, einsog í aðlaðandi Elis sem er „arkadískara" en Arkadía, en í stórum dráttum er landið einkar kuldalegt, naktara en skógarbúi frá Norðurlöndum hafði gert sér í hugarlund þeg- ar hann sá fyrir sér sælulönd suðursins. Um bæði löndin er sagt, að þau hafi verið skógi klædd til forna. Þeir Norðurbúar sem námu land á fslandi þurftu timb ur til húsagerðar, skipavið og eldivið, og sama var að segja um ört vaxandi íbúafjölda Grikklands til forna — þó Grikk ir þyrftu að sjálfsögðu ekki eins naikið magn af viði — og síðan varnaði beitin gróðrinum vaxt- ar. Það liggur í augum uppi, að þannig hefur þróunin orðið enda þótt ekki sé ástæða til, að minnsta kosti að því er Grikk- land varðar, að taka bókstaf- lega sagnirnar um blómlegan, skuggsælan sveitaunað. Að nokkru leyti eru þetta vísast óskasagnir sem dafnað hafa í sólarbreisk j unnL Kindur og geitur sem gengu nærri gróðrinum hafa að minnsta 'kosti átt verulegan þátt í að gefa íslenzka og gríska landslaginu áberandi sameigin- leg einkenni. Og yfirleitt er hjarðmannalíf mikilsverður þátt- ur í umhverfi og hversdagslífi á báðum stöðum. f Grikklandi eru beitilöndin og afréttafjöllin langstærsti hluti nytjajarðarinn- ar, og á fslandi vex ekkert sáð- korn, að ekki sé minnzt á ávexti (nýtízku gróðurhúsarækt með hverahita er mál út af fyrir sig). Hinir skyndilegu fossar af vagg andi ullarbökum sem streyma yf ir veginn og mjúkir skýhnoðr- ar hjarðanna uppi í fjöllunum eru upplífgandi drættir í lands- an jökul grúfandi víðsfjarri í bakgrunninum er í ísaldarfjar- lægð frá gróðursælli óræktar- rómantík Tempe-dals. Og víð- sýnið frá Kömbum á Suðurlandi út yfir dalinn með blaktandi gufufjaðrir hveranna í Hvera- gerði er á sinn séríslenzka hátt jafnfjarlægt útsýninu frá fjöll- unum yfir sléttlendið norðan við Þebu einsog Njálssaga er ólík böótískum bóndakveðskap Hesí- ódosar. En þegar sleppt er rismynd jarðskorpunnar og hjarðmann- 'legri skrýfingu hennar, er enn ein náttúrugefin hliðstæða sem hefur grundvallarþýðingu. Það er hafið og hlutverk þess. Vissu lega eru til héruð í Grikklandi þar sem fólkið hefur ævinlega lifað fremur innilokuðu lífi og snúið baki í hafið. Hesíódos er an blönduðust útþensla, land- nám og könnunarástríða bænda, kaupmanna og hermanna — án þessara þátta hefði Grikk- land aldrei orðið það sem það varð. Þegar nokkrir Svíar skemmtu sér við það fyrir þús- und árum í Píreus að höggva rúnasveig í bringuna á hinu fræga marmaraljóni sem nú stendur í Feneyjum, ristu þeir snemmbúna hornalínu milli tveggja náskyldra hreyfinga: önnur var orpin sandi margra alda, hin var enn á ævintýra- glöðu æskuskeiði. Og þar sem þeir sátu og meitluðu bókstafs- tákn sín á 'ljónið, þökkuðu þeir ómeðvitað fyrir verðmætt lán sem átta hundruð árum áður hafði fylgt hornalínimni upp til norðvesturs og var nú kvittað fyrir með listfengum sveig á vettvangi lánandans. Það er sem sé greinilegt að rúnaletrið var að verulegu leyti samið á grund velli gríska stafrófsins af grískumælandi Gotum í hell- ensku nýlendunum við Svarta- haf kringum árið 200, og þaðan barst það svo norður til frum- heimkynna Gotanna í S kandi- navíu. í enn ríkara mæli en Grikkir hafa ís'lendingar búið að hafinu, laginu á báðum stöðum. Og hin- ar einföldu kvíar og afdrep, ó- lík að formi og efni, en náskyld í eldfornum upprunaleik sínum, auka enn á hina sameiginlegu stemningu lands sem er óháð tíð og tíma á snöggkroppuðum völl- um. Og jafnvel þar sem hjarð- lífs bragurinn víkur fyrir frá- hrindandi yfirbragði eru enn sameiginlegri drættir. Hafi menn ferðazt um íslenzkt hraun, eru þeir ekki heldur framandi ákveðnum dauðum, veðursorfn- um grískum fjöllum. Ekki er vert að fara yfir skyn samleg mörk í leitinni að líking- um. Það er eitthvað náskylt í hinum víðfeðma stórfengleik, en jafnframt er stórkostlegasta út- sýnið að sjálfsögðu innbyrðis ó- sambærilegt. Gljúfrið þar sem Gullfoss dunar með draugaleg- einmitt formælandi hinna jarð- bundnu manna i slíkum byggð- um. Hann á ekki nógu nötur- leg orð til að lýsa stormstroknu hafinu, fjórir af átta vindum himinsins geta verið nógu slæm- ir þegar þeir þeysast yfir vell- ina, en þeir eru hreint skelfi- legir á sjónum. Þangað leggur skynsamur maður ekki leið sína. — En vogskorin sta’andlengja meginlandsins í Grikklandi er löng og eyjum stráð hafið um- hverfis víðáttumikið, og mjög stór hluti Grikkja á öllum öld- um hefur lifað augliti til auglit- is við hafið, því menn hafa orð- ið að sækja lífsbjörgina bæði til lands og sjávar, temja sér eftir atvikum margbreytileg lífsstörf bænda og hirða, fiskimanna og farmanna. Girkkland hefur átt langa „víkingaöld“ þar sem sam Grískt lanðslag. því land þeirra er eyland og einungis tiltölulega mjó ræma með ströndum fram er byggileg og ræktanleg, en upplandið er að miklu leyti öræfi. Og að undan- teknum hinum suðræna dirætti ljúfmannlegs munaðar er mynd Hómers af hinum sædjörfu og ár vönu Feökum ekki svo mjög ólík því lífsformi sem fimmtán hundr uð árum eftir tilkomu Ódys- seifskviðu átti eftir að þróast við óblíðari kjör meðal skandi- navískra og íslenzkra smákónga og bændavíkinga. Sé nú reynt að hverfa frá ytra borðinu ti'l þess sem fyrir innan leynist, þá getur maður til dæmis velt því fyrir sér, hvaða þýðingu hin náttúrugefnu lífsform hjarðmennsku og sjó- mennsku, þrátt fyrir djúptækan mismun á umhverfi, kunni að hafa haft í sambandi við á- kveðna skapgerðar- og menning arþætti sem virðast vera áþekk- ir. Hvaða hlutverki hefur ein- angrun í dalabyggðum milli hárra fjalla gegnt í sambandi við samkeppni og staðbundnar skærur? Hvaða þýðingu hefur einsemd og náttúrunánd hjarð- mannalífsins í stórbrotnu lands- lagi haft fyrir ihugun og goð- sagnapkapaindi hugarflug? Hvaða áhrif hefur kvöðin til áð ná valdi á hafinu haft á dirfsku og fróðleiksfýsn og heimsmynd? Hvernig hafa meira og minna skýrar minningar um þá tíma þegar lagt var eignarhald á löndin — með grísku innrásun- um og íslenzka landnáminu — mótað áhugann á sögu og ætt- fræði? — Ekki eru til neinir gildir mælikvarðar á þessa hluti, en hitt virðist augljóst að mörg samstillt atriði áþekk þeim, sem hér hefur verið vikið að, hafi stuðlað að því að skapa ákveðna líkingu, sem kann að vera lang- sótt en veitir þó heimild til að draga hornalínuna. Ole Torvalds. Grísku innflytjendaöldurnar að norðan streymdu inn í mjög hagstæð náttúruskilyrði, sem auk þess sneru að gömlum og auðugum suðaustlægum hámenn ingarríkjum. íslendingar komu til mannauðrar jökul- og eld- fjallaeyjar langt úti á hinu norðlæga hafi, þar sem ekki var neitt annað fyrir hendi en sú norræna frummenning sem þeir höfðu meðferðis. Mismunurinn á skilyrðum til afreka var geipi- legur. Eigi að síður má segja að fslendingar hafi á fornöld Norð- urlanda gegnt „grísku“ hlut- verki að því leyti sem þeir voru fremstir þjóða á sínu menning- arsvæði í því að skapa og varð- veita bókmenntir. Meðvitundin um fornöldina hefur því einnig verið sterk á fs- landi, á sama hátt og lestrar- þörfin er stórkostleg og bók- menntaþekkingin djúptæk og al- menn. Að því leytinu er ástand- ið nú hlutfallslega verra hjá Grikkjum eftir margbreytileg og erfið örlög þeirra. En á báðum stöðum hefur hin torsótta leið til sjálfstæðis eflt og örvað tilfinn inguna fyrir arfleifð og baksýn. Það sem endurheimt hinna gömlu handrita er í augum fs- lendinga mætti kannski bera sam an við það sem Grikkir mundu kenna innra með sér, ef Tyrkir sendu til baka slöngusúluna úr bronsi á Skeiðvellinum í Mikla- garði, sem var upphaflega reist í Delfí í þakklætisskyni eftir sig- urinn við Plateu. Jafnvel málfarslega má einnig draga hornálínu. Einangrun fs- lands úti á Atlantshafi og hin tiltölulega innilukta tilveru Grikklands í margar aldir er- lendrar yfirdrottnunar hafa stuðlað að varðveiz'iu þjóðtungn anna. Byggnig grískunnar hefur vissulega tekið talsvert meiri breytingum, ekki sízt vegna þess að tímamismunurinn er svo miklu meiri, en einnig vegna upptöku erlendra orðstofna. En sambandið við fortíðina er eigi að síður allgott. Og á báðum stöðum hefur i seinni tíð með á- kveðinni málverndarstefnu ver- ið leitazt við að stöðva skriðið burt frá fornmálunum og jafn- vel reynt að minnka bilið. f þeim skilningi hefur bæði klass- ísk gríska og þó einkanlega forn íslenzka verið lifandi í bókmáli og menntunarviðleitni þjóðanna. Hómer og Eskýlos, Edda og ís- lendingasögur eru enn læsilegar í heimalöndum sínum. f Grikklandi er hreintungu- stefna og að nokkru leyti forn- aldarbundin málverndarstefna fyllilega eðlileg og einungis örv- andi fyrir menninguna — hér er engin hætta á, að með því verði aukin einangrun frá alþjóðleg- um skoðanaskiptum. Stór hluti hins alþjóðlega orðaforða á öU- um sviðum er byggður á grísk- um orðstofnum (að nokkru með latínu að milliliði). Hitt kann í rauninni að sýnast umdeilan- legra fyrir bá sem álengdar standa, að fslendingar hrekja burt öll alþjóðleg orð og búa í staðinn til nýgervinga af göml- um innlendum stofnum. Rök- færslan er vissulega ljós: menn óttast að flóð framandi töku- orða mundi sprengja íslenzku beygingarmunstrin og þar með Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.