Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 3 Upplýstur kross á jólunum í 75m hæð í GÆR var’ lokið við að .steypa hinn 70,5 metra háa .toirn Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti og verður likan af .krossinum sfett upp á turninn ■nú í vikunni, svo hann gnæfi upplýstur 75 m upp í loftið Á jólunum. Sóknarnefndar- anenn, byggingarimeistarinn íHalldór Guðmundsson, arki- -tekt Jrúsameistara Jörundur Pálsson, Hermann Þorsteins- son, framkvæmdastjóri bygg- ingarinnar og fleiru komu saman af þessu tilefni í kirkj- unni. Þar var líka Sigurbjörn Þorkelsson, sem var formað- ur sóknarnefndar og bygging- .arnefndar í 20 ár og gaf hann 5000 kr. í byggingarsjóð. Þó 83 ára sé, hljóp hann upp í iturninn, eftir að lyftunni .sleppti í 40 m hæð. Sl. sunnudag var haldinn aðalsafnaðarfundur. Kom þar fram að notaðar hafa verið 23 milljónir króna í kirkju- bygginguna á þeim 23 árum, sem liðin eru síðan foyrjað var á byggingunni. Framkvæmdir foófust í desembermánuði 1945, og þremur ár.um síðanr var kapellan fullgerð og eru 20 ár liðin frá fyrstu guðsþjón- ustunni þar. — Allir eru glaðir að þess- 'Um áfanga er náð, sagði Her- mann Þorsteinsson við Mbl. Búið er að ljúka áætlun þessa árs, enda byggingarsjóður itómur. En alltaf hef,ur komið eitthvað í hann aftur. Ef fjár- ráð leyfa, verða næstu verk- **■<•**■ Þeir luku við að steypa Hallgrímskirkjuturninn í gær. Halldór Guðmundsson, byggingar meistari lengst til vinstri. — Ljósm. Ól. K. Mag. -efni að fullgera suðurálmu- salinn í turninum. Og þegar ■fer að vora að ganga frá turn- spírunni að utan, húða hana og taka niður 30 metra af vinnupöllum á turninum. — Nota á trjáviðinn í vinnupalla innr í kirkjuskipinu, og fara að undirbúa hvelfingu og þak á það. Þetta yrði stóra verk- fifnið árið 1969, ef fé væri Jyrir hendi. INNKAUPASAMBAND bók- sala skýrir frá því, að unnt verði að lækka aliflest dönsku blöðin. I fréttatilkynningu frá þeim segir m.a.: Eins oig kunnugt er hæklkuðu dlönsku viku- og mánaðarblöð- in allverulega við síðustu geng- isfellingu, og vegna þessa skrif- uðum við öllum dönsku blaða- útgefendunum með tilmælum um lækkað innkaups-verð til okkar, er kæmi kaupendum blaðanna til góða. Nú höfurn við fengið svör frá allflestum þeirra o,g vegna skilnings þeirra og velvilja getum við nú með ánægju tilkynnt lækkun á all- flestum dönsku blaðanna. — Lækkun þessi gildir frá og með þeim blöðum, er hingað koma með Gullfossi miðvikudaginn 18. þ.m. Eru í tilkynningunni nefnd mokkur dæmi um lækkunina. Alt for Damerne og Familie Joumal kosta 30 kr., en koistuðu áðu-r 32,50, og Anders And kost- ar nú 2i2, áður 23,50. Vegna jóla- annanna í bókabúðum verða blöðin, sem nú koma méð Guil- fossi aðeins höfð til sölu í 2 daga, fknmtudag og föistudag 19. og 20. des. en svo aftur á þriðja í jól- um. Vegna þesisarar ákvörðun- ar bóksalanna, eru þeir er vilja fá dönsku blöðin siín fyrir jól, beðnir að vitja þeirra í bóka- búðir nefnda daga. m KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. DAGLEGA NÝJAR VÖRUR DÖMUDEILD ÞEGAR VIB ERUM ORÐIN DÁLÍTIÐ STÆRRI FÁUM VIÐ JÓLAFÖTIN OKKÁR í KARNABÆ — EINS OG STÓRU KRAKKARNIR. ' HERRADEILD KÁPUR — NÝJUSTU TÍZKUEFNI BUXUR — TWEED EÐA ALFÓÐRAÐAR PILS — MINI — MAXI PEYSUR — MINI O. FL. GERÐIR KJÓLA-BLÚSSUR ■ > r JAKIÍAFÖT Á DRENGI — UNGLINGA OG FULLORÐNA STAKIR JAKKAR STAKAR BUXUR FLESTAR VORUR ENNÞA A ELDRA VERÐI LEÐURJAKKAR SKYRTUR — PEYSUR MINAI-KLÚTAR STAKSTIiniAR Hvað er Framsókn að hugsa? Eins og skýrt var frá í Mbl. fyrir nokkrum dögum gerðust þau tíðindi á Alþingi fyrir helgi, að Framsóknarmenn og komm- únistar lýstu yfir sameiginlegri stefnu í efnahagsmálum. Þessi yfirlýsing, sem kom í nefndar- áliti vakti að sjálfsögðu tölu- verða athygli og menn velta því nú fyrir sér, hvort Framsóknax- flokkurinn hyggist taka npp efnahagsmálastefnu, sem byggist á kommúniskum sjónarmiðum eða hvort kommúnistar stefni að því að tileinka sér „hina leið- ina“. Hvort tveggja er jafn furðulegt. Á föstudaginn gerðust einnig þau tíðindi, að Framsókn- armenn í miðstjóm ASÍ greiddu atkvæði með tillögu kommúnista í miðstjórninni um að ganga gegn samþykktum ASÍ-þings og neita um sinn a.m.k. að taka upp viðræður við ríkisstjórnina um ráðstafanir í atvinnumálum til þess að koma í veg fyrir atvinnu leysi og tryggja fulla atvinnu. Pólitískur skollaleikur Frá sjónarmiði launþega hlýt- ur það að vera alvarleg- ast við afstöðu Framsóknar- manna í miðstjóm ASÍ, að hugs- anlegt er, að hún gefi vísbend- ingu um það, að Framsóknar- flokkurinn hyggist fylgja for- dæmi kommúnista og leika póli- tískan skollaleik með hagsmuni launþega i von um tímabundin flokkslegan ávinning í stað þess að starfa á faglegum grundvelli. Vissulega gaf afstaða Framsókn- manna á ASÍ-þingi vonir um, að þeir hefðu lært af reynslunni og hyggðust taka upp önnur og ábyrgðarmeiri vinnubrögð. En framkoma þeirra í miðstjóm ASÍ vekur grunsemdir um, að svo sé ekki. Á miðstjómarfundinum var um það að ræða, hvort Al- þýðuambandið vildi taka tilboði ríkisstjómarinnar nm viðræður um atvinnumálin og ráðstafanir í þeim. Það gefur auga leið, að slíkar viðræður gefa ASÍ tæki- færi til þess að hafa áhrif á það til hvaða aðgerða verður gripið til þess að bægja frá atvinnu- ieysi og auka atvinnu. Það væri auðvitað fulikomið ábyrgðarleysi af ASÍ að neita þátttöku í við- ræðunum. Með slíkri neitun hefði miðstjórnin annars vegar brotið samþykktir ASÍ-þingsins og hins vegar sýnt, að hún hefði engan áhuga á því, að gripið yrði til ráðstafana til þess að þurrka atvinnuleysið út en það gerir nú vart við sig í vaxandi mæli. Kommúnistar samir við sig Það kemur að vísu engum á óvart, þótt kommúnistar taki þá afstöðu að spilla fyrir því, að gerðar verði raunhæfar ráð- stafanir til þess að bægja atvinnuleysisvofunni frá. Þó hlýt ur það að vera erfitt hlutskipti fyrir Eðvarð Sigurðsson, sem þús undir verkamanna í Reykjavík hafa sýnt mikið traust að neita þátttöku í viðræðum til þess að forða þessum sömu verkamönn- um frá atvinnuieysi. En þótt kommúnistar hagi sér á þennan veg verður að krefjast annars og meira af Framsóknarmönn- um. Þess vegna er spurningin nú þessi: Ætla Framsóknarmenn að leika sér að hagsmunum laun- þega vegna þröngra flokkssjónar- miða eða ætla þeir að haga sér eins og menn og vinna með öðr- um næga atvinnu. Það mun urn að því að tryggja launþeg- koma í Ijós innan tíðar. * « A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.