Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 — Á ég að skilja það svo að ég sé ákærður? Maigret hikaði. — Nei. Formlega séð eruð þér kallaður sem vitni. En ef þér viljið er ég reiðubúinn að á- kæra yður, eða nánar tiltekið að biðja saksóknarann að ákæra yður, því að þá eigið þér rétt á lögfræðilegri aðstoð. — Ég er búinn að segja yður, að ég þarfnast einskis lögfræð- ings. Þetta var nú ekki annað en undirbúningur. Þarna sátu tveir þungaflokksmenn og mældu hvor annan með augunum og þreifuðu fyrir sér, í skrifstof- unni, sem var orðin að einskon- ar hnefaleikapalli, og dauðaþögn var í varðstofunni, þar sem Jan- rafh/öður fyrir ö/l viðtæki Hei Idsala - smásala VILBERG & ÞORSTEINN Laugavegi 72 simi 10259 vier var nýbúimn að segja sam- verkamönnum sínum hvernig má'lin stæðu. — Við fáum áreiðanlega að sitja héma lengi, sagði hann. — Heldurðu, að stjórinn fari það sem hann kemst? — Já, þannig er hann að minnsta kosti á svipinn. Þeir vissu allir, hvað það þýddi, og Janvier var Sá fyrsti, sem hringdi heim til konunnar sinnar og sagði, að sín mundi ekki von heim fyrr en seint um kvöldið. — Eruð þér veill fyrir hjarta hr. Serre? — Já, ég er með ofstórt hjarta og þér sennilega lika. — Faðir yðar dó af hjarta- sjúkdómi, þegar þér voruð sauit- ján ára, var það ekki? — Sautján og hálfs. — Fyrri konan yðar dó af hjartasjúkdómi? Og seinni kon- an yðar þjáðist af sama sjúk- dómi. — Samkvæmt skýrslum deyr hér um bil þriðji hver maður úr einhverju slíku. — Eruð þér líftryggður hr. Serre? — Já, síðan ég var krakki. — Já, vitanlega, ég var búinn að sjá skírteinið. En ef ég man rétt þá er móðir yðar ékkert líf- tryggð. — Það er rétt. — En faðir yðar var það? — Já, ég býst við því. — Og fyrri konan yðar. — Ég sá yður sjá'lfan fara burt með skjölin. Og seinni konan yðar líka? — Já, er það ekki vnainn? — Já, en hitt er ekki eins al- vanalegt að geyma milljónir franka í gulli og seðlum í járn- skáp. — Teljið þér það? — Getið þér sagt mér, hvers- vegna þér geymið þetta fé heima, þar sem það gefur enga vexti? — Ég býst við, að þúsundir manna nú á dögum, fari eins að. Þér vitið um fjárlögin, sem hafa vakið skelfingu æ ofan í æ, svo og drepþungu skattana og stöð- ugt verðfall peninga. — Ég skil. Þér viðurkennið þá að tilgangur yðar hafi verið að leyna eignum yðar og pretta rík- issjóðinn? Serre svaraði þessu engu. — Vissi konan yðar — ég á þar við Maríu, seinni konuna yð- ar — að þessir peningar voru læstir inni í skáp? — Já, það vissi hún. — Þér sögðuð henni frá því, eða hvað? 34 — Hennar eigin peningar voru þar líka, þangað til fyrir fáeinum dögum. Hann gaf sér góðan tíma áður en hann svaraði, vó orðin og lét þau síðan falla, eitt og eitt, en horfði á meðan faist á Maigret. — Ég fann engan kaupmála meðal skjala yðar. Ber það svo að skilja, að þið hafið gift ykk- ur undir sameignarformi? — Stendur heima. — Er það ekki einkennilegt, ef tillit er tekið til aldurs ykkar? — Ég hef þegar fært fram á- stæðuna. Kaupmáli hefði neytt okkur til að semja skrá yfir eignir hvors okkar um sig. — Svo að he'lmingafjárlagið var þá raunverulega alls ekki til? — Nei, við héldum áfram að stjórna hvort sínum fjármálum. Ljós í róunni eftir Stefán Jónsson fréttamann (höf. heiti). Það er að mestu óþarft að kynna Stefán Jónsson. Þetta er hans sjöunda bók og allar hafa bækur hans verið mikið keyptar og lesnar með athygli. Stefán hefur alitaf eitt- hvað nýtt að segja. Þessi nýja bók er að gerð svipuð Gaddaskötu og Krossfiskunum, margt skrítið og skemmtilegt ber á góma. Stefán er næmur fyrir ýmsu í fari manna og mál- leysingja, sem mörgum sést yfir, en einkum verður honum tíðrætt um utangarðsfólk og aðra þá er ekki fara troðnar slóðir. Margir kaflar í þessari bók eru stórsnjallir og meðal þess bezta, sem Stefán hefur skrifað. Margar bækur henta betúr þessari stétt en hinni betur karli en konu, ungum en gömlum o.s.frv. en Ljósið í róunni er bók sem allir hafa gaman af. a.Uo >.»s3Æ*o.».». SsiÓFii: wr» ’í.sog? r .11’ IJL8AII JÚlJ rvus SONAH Híim'r.iönA Hart í stjór Sjóferðasögur Júlíusar Júlínussonar, skipstjóra. Júlíus á merkilegan sjómannsferil að baki. Hann tekur farskipapróf, fyrstur fs'lendinga og sigldi við strendur landsins og um heimshöfin í 40 ár. Hann hefur því margs að minnast. Hér segir frá ótrúlegustu hrakningum á Elise Hoy — örlagaaugnablikum undir Krísuvíkurbjargi með slitna stýriskeðju — baráttu við ís og veðraham fyrir Norðurlandi — Goðafossstrandinu margfræga og ótal mörgu fleiru, sem alltaf er að gerast á sjó. Ásgeir Jakobsson skrifar þessa bók, en hann hefur til— einkað sér hressilegan stíl, sem sjómenn kunna að meta. Þetta er án efa bók, sem allir sjómenn vilja eignast. ÆGISÚTGÁFAN. — Þú ættir að vita hve Anna frænka var móðguð yfir því að þú komst ekki í sunnudagskaffi til hennar. Og var það ekki það eðlilegasta? — Var konan yðar efnuð? — Hún er efnuð. — Eins efnuð og þér, eða kannski efnaðri? — Það er ósköp svipað. — Er hún með allar eignir sínar hér í Frakklandi? — Ekki nema nokkurn hluta. Hún erfði eftir föður sinn hluta- bréf í ostagerð í Hollandi. — Og hvennig varðveitti hún aðrar eignir sínar? — Að mestu í gulli. — Líka áður en hún kynntist vður? — Ég sé, hvað þér eruð að fara. En ég aetla nú að segja yður sann'leikann, engu að síður. Það var ég, sem réð henni til að selja verðbréfin sín og kaupa gull í staðinn. — Og þetta gull var geymt, á- samt yðar gulli í járnskápnum yðar? — Það var það. —Þanga ð til hvenær? — Þriðjudag. Seinnipartinn, þann dag, þegar hún hafði næst- um lokið við að ganga frá dót- inu sínu, kom hún niður og ég afhenti henni það, sem hún átti. — Svo að þá hefur sú upphæð verið annaðhvort í töskum eða ferðakistunni, þegar hún fór? — Ég veit ekki annað. — Fór hún fyrir kvöldverð? — Ég heyrði ekki þegar hún fór. — Svo að þér vitið þá ekki, að hún hafi neitt farið? Hann kinkaði kolli til sam- þykkis. — Hringdi hún nokkuð í síma? — Eini síminn í húsinu er inni hjá mér og hann notaði hún ekki. — Hvernig á ég að vita, hr. Serre, að peningamir í skápnum séu allir yðar eign og ekki ykkar beggja eign? Án þess að láta sér bregða, en aðeins með þreytu- og leið- indasvip tók tannlæknirinn úr vasa sínum græna vasabók, og rétti Maigret. Þar var allt fullt af smáum tölum. Yfir annarri blaðsíðuinni stóð stafurinn O, en hinni M. — Hvað þýðir þetta O? — Okkar. Þar á ég við móður mína og mig. Við höfum allitaf átt allt óskipt, án þess að greina í sundur, hvað hennar var og hvað mitt. — Og M þýðir sjálfsagt Mar- ía? — Stendur heima. Ég Sé, að sama talan endur- tekur sig þarna með ákveðnum millibilum. — Það er hennar hluti af heim ilisútgjöldunum. — Borgaði hún yður þá mám- aðarlega fæði sitt og húsnæði? — Já, ef þér viljið orða það þannig. Raunverulega borgaði hún mér ekki neitt, því að pen- 17. DESEMBER Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Reyndu nú einhverja þessana góðu hugmynda, sem þú hefur heyrt nýlega, en láttu ekkert uppi um höfundinn. Nautið 20. apríl — 20. maí Viðhorfið veltur á þér. Þér hættir til að leggja rangt mat á ýmislegt. Tvíburarnir 21. MAÍ — 20. júní Farðu vandlega í smáatriðin. Vinnan verður þér þá ánægjuleg og einnig kvöldið. Krabbinn 21. júni — 22. júlí Talaðu út og vertu hreinskilinn. Reyndu einhverjar aðrar að- ferðir tæknilega. Gegndu skyldumnn við fjölskylduna. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Þú þarft að endurskoða nýjar hugmyndir, þarft sennilega að ferðast eitthvað líka og fræðast smávegis. Meyjan 23. ágúst — 22. september Furðulegar tilviljanir breyba ákvörðunum þínum. Bíddu átekba. Vogin 23. september — 22. október Góður dagur fyrir utan það, að þú verður að finna aðra út- leið. Sparaðu. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Bíddu fullkomnari upplýsinga. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Þú hefur gott af fólki, sem þú ert nýbúinn að kynnast. Aðrtir, sem þú ekki gefur gaum, eru að skemmta sér við ástandið. Athugaðu staðreyndimar, svo að þú megir halda þér fyrir utan það. Steingeitin 22. desember —19. janúar Láttu aðra um að koma fram opinberlega. Talaðu út við vini þína, því að annars kunna þeir að álíta að smámunimir séu það sem máli skiptir. » Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Einbeittu þér að nýjum samböndum, seinna er svo hægt að semja í gagnkvæmu trausti. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Sættu þig við að láta eitt og annað bíða. Reyndu að tjá sjálfan þig. Hjónabönd og félagsskapur, hverskonar lagast með tímanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.