Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, í>RIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1968 ----a bókinmi, og það lýsir honum kannski betur en ástandinu. Veröldin hefur alltaf verið fög ur í augum hans. Ég hef stund- um undrazt þetta nafn, en það ætti emginn að gera, sem þekkir Tómas vel. Hann er svo bjart- sýnn, að því dekkra sem er í kringum hann, því bjartara er innra með honum sjálfum.“ ★ En er nú rétt að enginn hafi maldað í móinn? Þótt ekki sé það upplífgandi eða mennt- andi á nokkurn hátt, skulum við líta á gamlan, gleymdan ritdóm — dálítið axarskaft Jó- hanmesar skálds úr Kötlum, sem birtist 1934 í Rétti: „En einmitt vegna þess mikla fagnaðar í Israel, er ærin á- stæða til að athuga, hvað spá- maðurinn boðar — það er ekki svo oft, sem guð lítur í náð sinni til síns lýðs. Eftir því sem mér skilst, er þetta eigin- lega í fyrsta sinn, sem hann miskunnar sig yfir Reykja- vík ... Að vísu eru í hverju kvæð- inu eftir amnað gerðar tilraun- ir til að prísa „hina fögru ver- öld“, sem skáldið vill svo gjam an ýrkja um. En það mistekst öftast nær. Hvernig sem „stræt in syngja og gatan glóir“, dylst ekki tómahljóðið undir niðri ... Þessi er boðskapur „spámanns ins“, þegar grunntónn kvæð- anma er dreginn fram í ljós veruleikans. Töfrarnir hrynja þá utan af — og eftir situr nakinn tregi tilgangsleysisins. Titill bókarinnar reynist hald- laus gylling. Veröldin er ekki fögur lengur, nema þegar hverful endurminningin varp- ar fölu skini sínu yfir hana. Öll fágunin verður falleg blekk- ing hins lífsleiða manns, sem með valdi listarinnar reynir að seiða ilm horfinnar æsku til sín aftur. Hvergi vottar fyrir trú á gildi mannlífsins né fram tíðarinnar, — bak við hvert hreystiyrði felst nagandi kvíð- inn fyrir því, „að ferðinni er heitið í dauðann . , . “ Hvernig stendur nú á þess- um feigðartón í kveðskap skálds, sem túlka vill líf vax- andi borgar? Það stendur þannig á honum, að Tómas Guðmundsson er ekki spámaður Reykjavíkur, sem lifandi heildar, heldur Jere mías sérstakrar stéttar og — vonandi — síðasti spámaður hennar." En hví að leggja nú allt þetta á blessaðan Jóhannes? Hann var aðeins gerður út af örkinni, því að hann er bón- góður maður og trúr sínum málstað. Og Tómas hefur ekki þurft að yrkja rímaðar áróð- ursgreinar sumra félagsmála- skáldanna, svo að vitnað sé í hnyttið orðalag Kristjáns Karls sonar. ★ En skáldið sjálft — hvað segir hann nú? „Sum kvæðin í Fögru ver- öld eru eldri en Ijóðin í fyrstu ljóðabókinni minni, Við sundin blá“, sagði Tómas þegar ég hitti hann sem snöggvast að máli á laugardaginn. „Þá valdi ég kvæðin meS það fyrir aug- um að heildarsvipur væri á bókinni. Kvæði eins og Hvað er í pokanum? og Haust í borg- inni var ég búinn að yrkja þegar Við sundin blá kom út, en hinu síðarnefnda breytti ég eins og ég hef sagt þér, áður en ég váldi þaö í Fögru ver- öld. Einhver fleiri kvæðanna í Fögru veröld hafði ég einnig ort, þegar Við sundin blá kom út. Ekki veit ég hvað vakti eink um fyrir mér, þegar ég valdi ljóðin í Fögru veröld. Fyrir nokkrum árum rakst ég á átta kvæði úr syrpunni, sem ég valdi úr, og sá ekki að þau væru neitt lakari en ljóðin í bókinni. Við val þeirra hef ég víst einfaldlega gætt þess að taka helzt með þaíf kvæði, sem mér hafa þótt hvað bezt gerð og fallegust og svo þau, sem andæfðu kreppustemningunni sem ríkti I bænum". „Var hún yfirþyrmandi?" Teikning úr Fögru veröld eftir Atla Má. „Kannski ekki meðal okkar stúdentanna, en maður vissi af henni. Mér hafði verið það lehgi íhugunarefni hvað fólk, sem hafði búið hér lengi, átti erfitt með að skynja sjarmann í bænum. Það þótti ekki góður smekkur að segja að Reykja- vík væri fálleg. Og hver vill hafa vondan smekk? Sólsetrin í ágústmánuði voru líklega það eina sem fólki fannst fallegt við Reykjavík, en þá fegurð þurfti að sækja út fyrir borg- ina.“ Kristján Karlsson segir í inn gangi að Ljóðasafni Tómasar: ,,í stað þess að yrkja um sögu Réykjavíkur og afsaka nútíð hennar, yrkir Tómas bæði fagn andi lofsöngva og ástúðlega gagnrýni um borgina eins og hún er. Og hann yrkir ekki einungis um þá nýju íslenzku fegurð, sem stræti hennar, höfn, malbik og garðar hafa að geyma, heldur einnig um at- hafnalíf hennar, örlög og hætti bæjarbúa. Segja má, að tími hafi verið til kominn og að Tómas hafi komið á réttum tíma. Reykjavík var um það bil orðin borg og þurfti að mynda sér hugmyndir um sjálfa sig, eins og hjá unglingi á gelgjuskeiði voru hugmyndir hennar um útlit sitt dálítið ó- vissar. Hvað var þá meira virði en uppgötva hreina nýja fegurð í því, sem helzt þótti á- bótavant í nýrri stórborg? En sóldaginn sumarlangan, fer saltlykt og tjöruangan um ströndina víða vega. Úr grjótinu gægist rotta. Og gömlu bátarnir dotta í naustunum letilega. Þetta var þokki og fegurð gamals tíma, sjálf rottan er við- feldin — í réttu umhverfi". Tómas brosir, þegar ég minni hann á þetta. „Mér þótti viðkunnanlegt að sjá rottuna þarna innan um bátana — eins og heima hjá sér. Rottur verða ekki leiðin- legar, fyrr en þær fara að flýja dreifbýlið og flykkjast til bæjarins." Ég spurði um ástina, hvort hún væri öðruvísi í kreppu en endranær, mér sýndist hún kannski geðfelldari". „Hvað hefurðu fyrir þér í því?“ spurði hann. „Fögru veröld", sagði ég. „Kannski menn hafi meiri tíma til að sinna ástinni á krepputímum.“ „Hver er Hanna?“ spurði ég. „Allar konur með því nafni, sem taka kvæðið til sín. Ég mundi ekki vilja taka kvæðið frá neinni Hönnu, sem vildi eiga það. Það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir síðan rosk in kona trúði mér fyrir því, að hún hefði alltaf litið svo á, að ég hefði ort þetta kvæði til sín. Ég hafði gaman af því, þó að ég sé farinn að eldast. Mað- ur á að gefa sér góðan tíma til að eldast“. „Af hverju heldurðu, Tómas, að þú hafir séð Reykjavík öðr- um augum en samferðafólkið?" „Ég veit ekki. Ég vandist fljótt á að skyggnast fyrir um það sem væri skemmtilegt og fallegt við bæinn og kannski reyndi ég að gera mér meira far um það vegna þess að mér fannst óeðlilegt, hvað margir risu öndverðir gegn umhverfi sínu. Ágætur vinur minn, em- bættismaður úti á landi og smekkmaður á bókmenntir, skrifaði mér bréf, rétt eftir að Fagra veröld kom út og sagði: „Ég skil ekkert í þér, Tómas, að geta verið að yrkja þessi kvæði um Reykjavík — asfalt — kolakrana. Það er hjákát- legt.“ sagði hann. Enginn möguleiki er nú fyr- ir ungt fólk að skilja þetta. Þegar Fagra veröld kom út, stóðu símastaurar um allt í mið- bænum, samt þótti mörgum skrítið þegar ég sagði „gamlir símastaurar syngja, í sólskin- inu og verða grænir aftur“. En enginn setti sig upp á móti þessu, svo að ég viti. Þeg- ar fólk hitti mig á förnum vegi, minntist það stundum á þetta við mig. Yfirleitt tók það bók- inni afskaplega ljúfmannlega. Kannski varð ég hissa á því, hvað ótrúlegasta fólk lærði ljóðin fljótt utan bókar. Kannski var það vegna þess að fólki barst færra upp í hend- urnar þá.“ „Kristján Karlsson segir, að þú hafir, eftir að Fagra ver- öld kom út, með eigi minni sanni en Byron við útkomu Childe Harold, mátt segja: „Ég vaknaði einn morgun og var orðinn frægur.“ Hvað breytt- ist í lífi þínu við útkomu bók_arinnar?“ „Ég hef vísrt áður sagt í gamni að ég hafi verið boðinn í fleiri hús. En bókin kann að hafa haft einhver áhrif í þá átt, að ég orti minna eftir út- komu hennar. Ég hafði grun um að þá kæmi það út á prenti. Mér þótti mest gaman að yrkja fyrir sjálfan mig og nokkra vini. Ég átti mjög góða vini. Ætli þeir séu ekki sá lesenda- hópur, sem manni þykir vænst um. En hvað hafi breytzt í lífi mínu við útkomu Fögru ver- aldar? Ætli nokkuð hafi breytzt. Þú manst kannski hvað merkur rithöfundur hef- ur sagt: Það tók mig 12 ár að komast til skilnings á því að ég gæti ekki skrifað, en þá var orðið of seint fyrir mig að hætta, því ég var orðinn svo frægur“.“ Þegar Fagra veröld kom út, hvíldi enginn styrjaldarskuggi yfir lífi þeirra, sem bjuggu hér í bænum, og næsta styrj- öld var ekki farin að varpa skuggum fram fyrir sig enn- þá. Stafaði kreppan hvorki af styrjáldarótta né köldu striði. Ég sagði við Tómas: „Nú hvílir farg styrjaldar- óttans á lífi okkar . . . Tékkp- slóvakía ... Nígería ... Mið- jarðarhaf ... og síðast en ekki sízt, Víetnam ... Heldurðu að mannkynið eigi nokkurn tíma eftir að losna aftur' við þenn- an ótta?“ „Verðum við ekki að treysta því, ef guð trúir okkur öllu lengur fyrir þessari jörð“, svar aði skáldið eins og ekkert væri sjálfsagðara og hann hefði oft svarað sjálfum sér þessari spurningu.. Tómas vildi að þessu sinni lítið tala um Ijóðin í Fögru veröld. Þó fékk ég hann til að segja mér tildrögin að Hvað er í pokanum? Hann sagði: „Fyrsta kveikjari að því ljóði er sú, að einn kunningja minna hafði þann ávana að vera allt- af með farangur með sér, og það fór í taugarnár á mér. En ég orti ljóðið á löngum tíma og það fékk nýja merkingu, og maðurinn með farangurinn hvarf smám saman fyrir öðrum viðfangsefnum ljóðsins.“ „Vissi hann að hann hafði verið kveikjan?" „Það vona ég ekki, nei &g treysti því að hann hafi ekki vitað það.“ „Hefurðu aldrei séð eftir því að verða skáld, Tómas?“ „Ég veit ekki. Ætli maður hefði ekki neyðst til að verða eitthvað annað í staðinn." M. Bátar til sölu 27 lesta bátur með nýupptekinni GM. dísilvél og 48 m Radar. 37 lesta bátur byggður 1967 með 240 h. Caterpillar. Eftirspum er eftir bátum hjá okkur af ýmsum stærðum, helzt 15—100 lesta. Leitið til okkar um kaup og leigu á bátum. SKIP OG FASTEIGNIR Austurstræti 18. Sími 82135, eftir lokun 36329. Einkauniboð: SMITH & NORLAND H.F. Suðurlandsbraut 4 sími: 38320. veitir aukinn þrótt og vellíðan í skammdeginu. Verðin hagstæð. Birgðir takmarkað BUSLOÐ Skrifborbssióiar 20 gerðir Símastólar 5 gerðir Danskir pinnastólar G.H.! skrifborðs- og fwndarsfóll. Traustur og vandaður stóll. Verð kr. 3780.00. MESTA 0RVAL LANDSINS AF SKRIFSTOFU- OG FUNDARSTÓLUM. B Ú S L w O Ð HÚSGAGNAVERZLUN VH> NÓATÚN — SfMI 18520 .5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.