Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. DESBMBER 1968 13 Bókafregn: n Heimsmyndin eilífa // ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Leiftur hf. „Heimsmyndin eilífa“, I. bók, eftir danaka lífsspeking- inn Martinus. Martinus er ís- lendingum vel þekktur. Hann hef ur komið hingað fimm sinnum og flutt hér erindi um kenningar sínar. Um bók sína „Heimsmynd- in eilífa“ segir hann m.a. í for- mála: „Þessi bók hefur að geyma í samþjöppuðu formi sjálfan kjarn nn í alheimsgreiningum mín um.“ Heimsmynd Martinusar er sett fram í samfelldum rökfræðilegum hugsanakeðjum, sem fela í sér öll hin margbreytilegu afbrigði þróunar mannlegs vitundarlífs. Martinus sýnir fram á með ó- hrekjandi rökum, að vilji maður inn öðlast frið og lífshamingju, verður hann að læra að þekkja sjálfan sig og þau lögmál, sem stjórna framvindu alis lífs. Hann verður að rannsaka þá orku, sem streymir út frá sjálfi hverrar lif andi veru og stendur að baki allri lífsbirtingu. Og það er út- streymi þeirrar orku, sem öllu ræður um velferð okkar og lífs- hamingju. Sé hún neikvæð, skap ar hún það ástand, sem ríkjandi er í heiminum í dag, allra stríð gegn öl’lum, er hvílir nú eins og mara á öllu mannkyni. Er ekki skýringin einmitt sú, að mannkyn ið hefur ekki enn þann dag í dag fengið vitsmunalegar skýringar á uppbyggingu alheimsins og þeim kosmisku lögmálum, sem stjórna framþróun alls lífs í alheimi? Hvár væru allar þær tæknilegu framfarir, sem fært hafa mannkyninu ómetanleg gæði í lífsbaráttunni, ef vísindin hefðu ekki með rannsóknum sín- um, sem bundnar eru vitsmuna- legri þróun mannsins, öðlazt þekkingu á eðli efnisins og þeim lögmálum, er það lýtur? Án þekk ingar engar framfarir. Hvernig má það vera, að hægt sé að stofna til friðar á jörðu hér, skapa það mannríki, sem Kristur boðaði, nema með þekkingu og vitsmunalegum greiningum á þeim alheims lögmáium, sem stjórna framþróun alls lífs í al- mi og mannkynið verður að læra að þekkja og breyta eftir til þess að þetta ríki verði að raunveru- leika. Martinus skilgreinir í þessu I. bíndi — svo langt sem efni þess nær — hin helztu þessara raun- gilda eða lögmála, og eru þau út skýrð með 16 táknmyndum í lit- um. Helztu niðurstöður heimsmynd ar Martinusar eru: Lífið er eilíft. Allt er kærleikur. Æðsta mark- mið lífsins er kærleiksboðorðið: „Elskið hver annan“, og það er það eina sem leitt getur til full- komnunar og fært heiminum hinn langþráða frið. Allt er líf um- lukt lífi. Allt er háð ákveðnum, óbreytilegum lögmálum, sem stjórnast af alvizku og alkær- leika guðdómsins. Gegnum óend anlega margbreytileg lífsgervi til skynjunar lífsins i öllum mynd- um, gegnum mismunandi Hfs- og tilverusvið, gegnum efnisleg og andleg lifssvæði, frá dimmum og köldum hnöttum til heitra og sól bjartra heima, liggur vegur Hfs- ins. Heimur formsins, lífsmyndirn ar. brevtast. en að baki beim eeisl ar og tindrar lífið. eilíft og ó- dauðlegt. Hver sá, er þráir skilning á eigin tilveru og þró- un lífsins, þráir að friður, rétt- Husqvarna saumavélarnar eru nú fáanlegar. HUSQVARNA Class 2000 er fulkomnari en flestar aðrar á markaðnum. HUSQV/vRNA saumavólar eru þekktar hérlendis, sem erlendis fyrir gæði og auðveldar í notkun. HUSQVARNA Class 2000 hefur alla nytjasauma og auk þess fjölda mynstra, overlock, sjálfvirkan hnappagatasaum o. fl. o. fl. unnai kf. Suðurlandsbraut 16. . Laugavegi 33. - Sími 35200. Follegustu filt-teppin fóst hjd okkur í glæsilegu lituvuli Sterk Folleg ;ý Ódýr Grensásvegi 3 - Sími 83430 Land-Rover 1967 Höfum til sölu glæsilegan Land-Rover árg. 1967, ekinn 10 þús. km. Verður til sýnis næstu daga. SÝNINGARSALURINN SVEINN EGILSSON H.F. læti og lífshamingja megi verða hlutskipti íbúa þessarar jarðar, öðlast nýtt og bjartara lífsvið- horf við að kynnast kenningum :artinusar. Þessi bók er gefin út í aðeins 500 eintökum, og ættu því þeir, s?m áhuga hafa á þessum mál- um að trvggja sér hana í tíma. Vignir Andrésson. Á Tfoku tr VIO SKÓLAVDRÐUSTÍG - kaHjkaMiR 3USTÍG - SÍMI 1SB14 vfö jfl MAROCCO-TÖSKUR fyrir börn og fullorðna, mjög ódýrar, frá 250—648. Hanzkar og lúffur fyrir dömur og herra. Seðlaveski og buddur fjölbreytt úrval. Mjög vandaðar skinnfóðraðar töskur nýkomnar. Mikið úrval jólagjafa fyrir dömur og herra. Seudum í póstkröfu. Frá Tösku- og hanzkabúðinni við Skólavörðustíg. BEIRUTTÖSKURNAR margeftirspurðu eru nú loksins komnar aftur í tízku- litum. MAROCCO-GÓLFPÚÐAR úr leðri mjög skemmtilegir til jólagjafa. Verð frá kr. 945—1900. Sendum í póstkröfu. — Sími 15814. Robert J.Serling Flugvélar forsetans er saknad Maðurinn bak við stóra borðið sat og beið. Hann hét Jeiemy Hainps og yar forsetí Bandaríkjanua. Sagt var að í .honum sam- einuðust beztu kostir fyrirremiara hans — hugrekki Trumans, ær- leiki Eisenhowers, glæsileiki Kennedys og klókindi Johnsons! En engiiin þeirra hafði nokkm sinni þurft að taka ákvörðun eins og þá, sem hann horfðist í augu við þessa stundina. Rauði síminn hnngdi. Beina linan við Peutagon. Hann vissi hver boðin vom, áður en hann tók upp símann. Flugvélin hafði .tekið eldsneyti og var tilbúin. Nú varð ekki aftur snúið. Höfundur þessarar bókar, Robert J. Serling, er fyrrverandi flugmála- sérfræðingur UPX fréttastofunnar I Wsshington DC. Hann hefur unn- ið fjölmörg verðlaun fyrir frétta- mennsku á því sviði. Áður hefur hann gefið út þrjár bækur um flug- mál, þar af eina skáldsögu. I>á hef- ur Serling unnið að gerð nokkurra vinsælla sjónvarpsþátta með bróð- ur sínum. Óhemju spennandi og magþrungin skáldsaga sem var á metsöluskrá „The New York Times" í 30 vikur samfelt á þessu ári< verð kr.: 387,oo GRÓGflS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.