Morgunblaðið - 31.12.1968, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.12.1968, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. DESBMBER 1968 17 Jðn Jónsson Borgar- nesi — Minningarorð þeir fá engu ráðið innan flokksins, en væri vissulega mikilvægt að þeim tækist að móta fasta stefnu, ef þeir kæmust til áhrifa. Alþýðu- sambandid nýja Hér er komizt svo að orði að nefna Alþýðusamband íslands „hið nýja“ vegna þess, að innan vébanda þess hefir síðari árin farið fram umfangsmikil tilraun til þess að endurskipuleggja alþýðusamtökin í samræmi við breytt viðhorf og kröfur nýrra tíma. Ljóst mátti vera, að hér var um erfitt viðfangsefni að ræða og hef ir án efa verið lagt gífurlegt starf og elja í þessa endur- skipulagningu. Ef til vill verður hún síðar talin með mestu umbótum í forsetatíð Hannibals Valdimarssonar. Það má því segja, að vel hafi farið á því, að hann hafi enn valizt til forystu, þegar hið nýja kerfi kemur fyrst til framkvæmda. Endurkjör hans sem forseta með þeim hætti, sem varð, er jafn- framt mikil persónuleg traustsyfirlýsing. Of snemmt er að leiða get um að því, hver framvinda mála hjá alþýðusamtökun- um verður í skjóli nýs skipulags- En svo virðist þeim, sem utan standa, að nýir starfshættir spái góðu. Alþýðusambandið ber ótví- rætt faglegri einkenni eins og nú standa sakir. Ekki munu allir fagna því og sízt kommúnistar. Því er ekki að neita, að í þeirra hópi eru ágætir forystumenn verka- lýðsfélaganha, sem í senn njóta verðskuldaðs trausts og hafa langa reynslu, svo sem Eðvarð Sigurðsson, for- maður Dagsbrúnar. En því miður vill það henda, að persónulegir eiginleikar og kostir slíkra manna fái ekki notið sín sem skyldi í of þröngu sambýli við komm- únismann. Eflaust má segja eitthvað líkt um aðra, sem í stjórnmálaerjum standa, og hér var ekki ætlun að dómfella. Þess er aðeins að vænta, að tilraunir til þess að skapa lífrænni og fag- legri stéttasamtök en áður ieið til góðs, ekki sízt þegar í hlut á Alþýðusamband ís- lands, svo veigamikill hlekk ur sem þessi samtök eru í þjóðfélagskerfi okkar. „Þrihyrnings- viðræður" Eins og kunnugt er, hóf- ust í þessum mánuði við- ræður milli Alþýðusam- bandsins, Vinnuveitenda- isambandsins og ríkisstjórn- arinnar um viðhorfin á vinnumarkaðnum. Gert er ráð fyrir, að þessar viðræð- ur beinist fyst í stað að at- vinnumálum eða atvinnuör- yggi, sem forðað gæti frá atvinnuleysi. Ríkisstjórnin vill þar eiga hlut að máli, og getur eflaust verulegu áorkað í samstarfi þessara aðila. Sjálfir kjarasamning- ar eru eðli málsins sam- kvæmt á hinn bóginn fyrst og fremst mál fulltrúa vinnu veitenda og lauþeganna. Samtímis eru undirbúnar ráðstafanir til viðræðna og athugana á kjaramálum bænda, en allt er þetta tengt hvað öðru. Viðræður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar og full- trúa vinnumarkaðarins eru afdrifaríkar. Framvinda mála í efnahagsþróun og at- vinnulífi á komandi ári mun vissulega vera undir því komin, að farsællega til tak- ist. Eftir þau miklu áföll, sem þjóðin hefur orðið fyr- ir á tveim síðustu árum, má segja, að við stöndum nú á alvarlegum vegamótum. Tekst okkur að snúa bökum saman í gagnkvæmum skiln- ingi á nauðsyn þess að að- hæfa okkur þeim skilyrðum efnahagslífsins, sem við nú búum við? Getum við treyst grunninn til þess að hag- nýta nýja möguleika, sem búi komandi kynslóðum góða afkomu? Við þennan vanda er að etja. Engum dylst, að viðfangsefnin eru erfið. En hamingja þjóðar- innar er í veði. Það verða lítil not fyrir stóryrði og ill- indi á næstu mánuðum, en því meiri þörf mannvits, góð vildar og sáttfýsi. Alþingi og starfshættir jbess Það er svo einkennilegt, að jafnframt því sem við stærum okkur af fáu meir en þúsund ára Alþingi þjóð- arinnar, eru atyrði jafnan á hraðbergi í garð þess og þingmanna. Oft er þetta að- kast frá mönnum, sem ekki hefir sjálfum auðnast að verða alþingismenn, en það er líka almennara. Þetta er ekki einkenni líðandi árs, en á sér dýpri rætur. Svona hef ir þetta víst oftast verið. Sannleikurinn er sá, að ágæti Alþingis fer ekki eft- ir svokölluðu „litríki“ alþing ismanna. Þessi stofnun er ein föld spegilmynd af þjóðinni sjálfri, enda kosin af henni til sinna verka. Stundum má þingið vissulega duga betur. Nú hafa verið afgreidd fjár- lög á fyrri hluta þingsins, eins og tíðkazt hefur. í af- greiðslu þessarar löggjafar felst feikna mikið starf fjár- veitingarnefndarmanna. Hvað, sem sagt verður um afgreiðslu fjárlaga, og um það verður deilt sem áður, þá er það víst, að afgreiðslu þessa lagabálks yrði ekki áorkað 'á jafn skömmum tíma, nema vegna hæfni, elju og atorku þeirra, sem að vinna. Á fleiri sviðum láta þing- menn að sér kveða svo um munar. Þetta sýndi af- greiðsla landhelgismálsins svokallaða fyrir jólin. Að vísu lá þingið þar undir þungu ámæli. Það hafði van- rækt að skipa málum varð- andi hagnýtingu landhelg- innar með viðunandi hætti. Hver höndin var uppi á móti annarri í hvert sinn, sem þetta mikilvæga mál bar á góma. En var ekki Alþingi þarna nákvæm spegilmynd sinna umbjóðenda? Nú varð ekki lengur undan ekið. Al- þingismenn tóku á sig rögg og afgreiddu málið á fáum dögum, ágreiningslítið og með samhljóða atkvæðum. Af þingmönnum hafði Guð- laugur Gíslason frá Vest- mannaeyjum forystu, en sannarlega áttu þó margir fleiri hlut að. Um endurbætur á þing- sköpum og starfsháttum Al- þingis hafa farið fram efn- isríkar umræður, einkum milli forsætisráðherra og formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins, og eru þær líklegar til góðs árangurs. Sérstaka athygli vakti ágreiningur þessara forustu- manna um það, hvort heppi- legt væri, að þingmenn gerð ust í ríkari mæli einskonar stétt stjórnmálamanna. Þessu andmælti forsætisráð- herra eindregið, en taldi bezt á því fara, að þeir veld- ust af sem flestum sviðum þjóðlífsins, þar sem lífsstarf þeirra og tengsl við fólkið í landinu mótaðist. Þegar á allt er litið, er þingið hæfara og þingmenn dugmeiri en stundum er af látið. Enda geispar enginn golunni á Alþingi vegna em- bættisaldurs, heldur hins, að hann hlýtur ekki lengur kosningu, eða hverfur af sjálfsdáðum af sjónarsviði. Enginn fær séð... Um aldamótin var kveðið: „Islenzkir menn! Hvað öld- in ber í skildi, enginn fær séð, hve feginn, sem hann vildi“. Eins getum við nú spurt, hvað árið 1969 beri í skildi? Sama svarið, — enginn fær séð. En við vitum jafnt og áður, að erfiðleikar eru fyr- ir hendi, og megum við ekki, eins og „aldamóta- mennirnir“, leyfa okkur bjartsýni og trú á framtíð- ina? Ég vil nú beina orðum mínum til Sjálfstæðismanna sérstaklega og segja: Fylk- ing okkar er stærst og traustust. Gleymum því ekki, að úrslit síðustu kosn- inga voru okkur nokkur von brigði. Höldum vöku okkar. Aðrir kynnu að taka við for- sjá landsmálefna á árinu, sem gengur í garð. Enginn fær séð! Á hverjum tíma er það kjósandinn í landinu, sem úr því sker, hverjum beri að fela forsjá landsmála. Það er hlutverk kjósenda að kveðja til verka starfsglaða menn, sem ekki láta vefjast fyrir sér að leita til nýrra fanga og skjóta fleiri stoð- um undir einhæft atvinnu- líf og stuðla að vaxadi, þjóð- legri menningu. Með þessum orðum skal árið kvatt og heilsað nýjum tíma. „Hlífi þér, ættjörð, Guð í sinni mildi“. HINN 14. des. næst liðinn var gerð frá Borgarneskirkju, útför Jóns Jónssonar pípulagninga- manns í Borgarnesi er lézt að Hrafnistu í Reykjavík 8. þ. m. tæpra 95 ára að aldri. Með Jóni er fallinn í valinn mætur maður og góður drengur, sem öllum var hlýtt til er af honum höfðu kynni. Jón var Borgfirðingur að ætt og uppeldi, og hétu foreldrar hans Jón Jóns- son og Guðrún Sæmundsdóttir af góðum borgfirzkum bænda- ættum. Þrjú börn áttu þau önn- ur, sem upp komust, sem öll eru látin að ég held. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum til 6 ára aldurs, en eftir það hjá vanda- lausum. Þegar hann hafði aldur og þroska til, fór hann í vinnu- mennsku. Réðist hann til franska barónsins á Hvítárvöllum og var hjá honum um alllangt skeið. Mun baróninn hafa haft miklar mætur á Jóni vegna dugnaðar hans og mannkosta. Búskap þessa stórhuga og merka útlendings, varð styttri en menn bjuggust við og verður sú saga ekki rak- in hér. Jón fór svo suður til Reykjavíkur og hóf járnsmíða- nám hjá Einari heitnum Finns- syni járnsmið, er var hinn mæt- asti maður. Lauk Jón sveinsprófi í þeirri grein með ágætum vitn- isburði. Jón var um nokkurt skeið skipverji á strandferðaskip inu Hólum, sem þá var í förum hér við land ásamt Skálholti. Á þeim árum litu Danir eins og oft áður mjög niður á íslendinga, en Jón vann sér traust og álit bæði yfirmanna sinna og annarra skipverja sem flestir voru dansk- ir. Jón stundaði svo iðn sína, járnsmíði um langt árabil við góðan orðstír. Á þeim árum réð- ist hann um tíma sem 1. vélstjóri á franskan togara, sem kom inn til Reykjavíkur með fyrsta vél- stjóra sjúkan og vantaði mann í stað hans. Eigi er mér kunnugt um hve lengi hann var á togar- anum. en hann lét vel af veru sinni með Frökkum og féll vel við þá. Skipstjórinn á togaranum bauð svo Jóni að koma til Frakk- lands og dvelja þar um tíma sér að kostnaðarlausu, en hann gat ekki þegið hið góða 'boð hans vegna margra verkefna sem biðu hans í Reykjavík. Jón átti oftar kost á því að fara til annarra landa t. d. Eng- lands, sér að kostnaðarlausu, en af því varð aldrei að hann færi neina slíka ferð. Frá Reykjavík lá svo leið hans til Borgarfjarð- ar og Borgarness, en í Borgarnesi átti hann lögheimili um nokkurra áratuga skeið. Stundaði hann eft- ir það eingöngu pípulagningar, en þær mun hann fyrst hafa stundað í Reykjavík. í sam- bandi við starf sitt kynntist Jón mesta fjölda manna, eldri og yngri, sem urðu vinir hans æ síðan. Hann var vandvirkur og ódýr á vinnu sinni og mun aldrei hafa selt hana eftir lögvemduð- um kauptaxta. Pípulagningar stundaði hann nokkuð fram á níræðisaldur og mun síðasta íbúðarhúsið sem hann setti mið- stöð í hafa verið hér í Staðar- sveit. Eftir að hann hætti störfum vegna aldurs og sjóndepru, dvaldi hann á vetrum oftast í Borgarnesi, en var oft á sumr- um meðal vina sinna, mest í Stað arsveit á Snæfellsnesi og var öll- um aufúsugestur. Hann stundaði frá æskuárum mikið veiðiskap og vaTð fengsæll. Hann var gagn kunnugur á Arnarvatnsheiði á sínum fyrri árum og veiddi þar oft bæði að sumri og vetri bæði í net og á dorg, sem þá tíðkaðist talsvert. Það mun hafa verið sumarið 1916, sem Jón tók á leigu laxa- lögn einhverrar jarðar sem land átti að Hvítá í Borgarfirði. Því miður hef ég gleymt hver sú jörð var, en sögu þessa sagði Jón mér sjálfur. Þá var laxagengd mikil í Hvítá og veiddi hann ekki færri en 1200 laxa um sumarið, flesta væna. Voru víst fæstir þeirra fyr ir neðan 5 kg að þyngd. Eftir núgildandi verðlagi myndu þetta vera mikil verðmæti, en þá var verðlag á laxi aðeins 75 aurar á kílóið. Þess ber þó að geta að þá var krónan króna og aurarnir aurar. Oft kom Jón hér snemma vors vetur í Staðarsveit og veiddi þá vorbirting, sem hér er kallaður gæsungur og er önnur tegund, en sú er gengur síðari hluta sumars í ár og vötn. Gæsungurinn getur orðið vænn og sagði Jón mér að vænstu gæsungar sem hann hefði veitt hefðu verið yfir 8 kg að þyngd. Var hann oft fengsæll í þessum ferðum, en veiðisælustu staðirnir reyndust honum St.að- ará og Hagavatn. Af veiði- mennsku sinnf var hann stund- um nefndur Veiði-Jón eða Jón veiðimaður, en eigi var það í óvirðingarskyni gjört, heldur þvert á móti, því öllum var hlýtt til hans. Jón mun um eitt skeið ævinn- ar hafa verið vel efnum búinn, en hann var hjálpfús og lánaði ýmsum peninga er í fjárþröng voru og urðu oft Hálfdanarheimt ur á endagreiðslum. Mestum fjár munum mun hann þó hafa tap- að á kreppuárunum eftir 1930. Jón var prýðilega greindur mað- ur og fjölfróður og gæddur stál- minni. sem entist honum til síð- ustu ára ævinnar. Hann átti gott bókasafn og var vandur að bók- um. Bókasafn sitt seldi hann svo á síðustu árum þegar sjónin tók að dapras't. Auk Norðurlandamál anna þriggja, dönsku, norsku og sænsku, las hann ensku og kunni talsvert í frönsku. Þykir mér eigi ólíklegt að tungumálakunnáttu hans, megi rekja til dvalar hans hjá franska baróninum á Hvítár- völlum. Eins og fyrr segir dvaldist Jón hér síðari ár oft hjá vinum sín- um á sumrin. Hér í Hoftúnum dvaldi hann oft í lengri eða skemmri tíma. Hann var svo hér samfleytt síðast í tæp þrjú miss- iri og fór héðan síðari hluta sum- ars 1967 og þá á Hrafnistu í Reykjavík. Dvöl hans þar varð þá ekki löng, því hann andaðist þar hinn 8. þ. m. eins og fyrr segir eftir 15 mánaða veru þar. Þar sem ég var heimilismaður í Hoftúnum og oftast heima á sumrin ræddi ég oft við Jón og taldi mig fróðari eftir en áður. Við vorum búnir að þekkjast 1 meira en 35 ár og var mér inni- lega hlýtt til hans. Hin síðari ár var hann orðinn mjög heyrnar- sljór og var þá helzta skemmtun hans að hlusta á útvarp, en af því hafði hann full not ef hann hafði útvarpstækið fast við ann- að eyrað. Sjón hans var þá orðin sama og engin. Hann var barn- góður og hafði gaman af að gleðja börn. Heilsugóður var hann alla ævi og mun sjaldan eða aldrei hafa legið neinar sjúk dómslegur. Hér í Hoftúnum leið honum vel og voru allir honum góðir. Var hann innilega þakklát- ur fyrir það. Jón kvæntist aldrei og átti ekki lífsafkvæmi, en i raun og veru voru allir sem kynntust honum bræður hans og systur og börn. Slíkra manna er gott að minnast. Bragi Jónsson frá Hoftúnum. VELJUM fSLENZKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.