Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 21 Heilsufarsrannsóknir Framhald af bls. 15 en slíka venju þarf að brjóta, enda langtum hoEara að börn og fullorðnir borði venjulegan mat, en mjólk sé notuð til matargerð- air, en lítt til drykkjar, eins og tíðkast með öðrum þjóðum. — Ekki get ég látið hjá líða að minna á mikllar fyrirsagnir dag- blaðanna í Reykjavík rétt fyrir jólin, sem sögðu, að fluttir hefðu verið þangað 40 þúsund lítrar af rjóma, sem allir voru seldir og dugði víst ekki til. Er það lang- leiðin Vk liter af rjóma á hvem íbúa borgarinnar. Þvílík inn- kaup til matargerðar sýna lít- inn þrosba og hugsunarleysi. Ég vi'ldi af þessu tilefni leyfa mér að benda reykvískum húsmæðr um á grein í nýútkomnu blaði, sem „Hjartavernd" heitir. Er hún skrifuð að hafnfirzkri húsmóður Sólveigu Eyjólfsdóttur, og lýs- ir hún þar maltarinnkaupum hús mæðra í borginni Lundi í Sví- þjóð, og eru þau með öðrum hætti. Það munu fáir staðir sem stát- að geta af slíkum rjómaaustri og Reykvíkingar þessi jól, og því miður virðist mér þessi „jóla- gjöf“ reykvískra húsmæðra til sinna nánustu lítt hugsuð og öm urlag heilsufarslega séð, en al- varlegast er þó, að hér er um rót gróinn vana að ræða, sem brýn nauðsyn er á að uppræta. Sé haldið áfram með dæmið, og sú persóna sem um ræðir drekki einn lítra af mjólk á dag og borði 30 sykurmola með 10 kaffibol'lum, sem hún drekkur daglega, þá innbyrðir viðkom- andi ekki minna en röskar 1200 hitaeiningar á degi hverjum, sem er rösklega helmingur þess hita einingarmagns, sem henni er tal- ið nægjanlegt. Fær hún allan þennan hitaeiningarforða eða orku sem ofanálag á full dags- fæði. Er því augljóst mál, að fyrr eða síðar hlýtur viðkomandi að fitna meira eða minna. Maga hvers okkar má venja á stóra og litla skammta. Inn í þetta grípa ýmiskonar þættir svo sem t.d. er það venjan að sá sem borðar hratt hefir á sama tíma og sá er hægt borðar torg- að helmingi meiri mat. Þarf vel að hugsa um val þeirrar fæðu- tegunda, sem neyta á, og láta ekki þær feitu ætíð sitja í fyrir- rúmi. Eins hefir hugarástand eða andlegt ástand fólks mikið að segja í þessum efnum. Býst ég við að mörg okkar kannist við dæmi þess, að fólk borði sér til hugarhægðar, eða með öðrum orð um borði til þess að róa taugar- nar. Eitt er alveg víst að allir geta megrast, sem feitir eru, vilji þeir leita réttra ráðttegginga ogfylgja þeim. Það hefur löngum verið talið að konan haldi bezt ástum eiginmannsins með gómsætum mat, samanber máltækið sem seg ir að leiðin til hjarta mannsins liggi gegnum magann. Mér virð- ist þetta bæði táknrænna og raun hæfara en ætla mætti, þar sem hin mikla gnótt fæðutegunda, sem við torgum, hefur oft og tíð- um alvarlegar afleiðingar fyrir heillbrigði okkar, og hitta því bæði hjarta og önnur líffæri verr en skyldi. Ég sný mér þá að hjartasjúk- dómunum — kransæðasjúkdómi og háþrýstingi, sem fundist í einum fimmta hluta (20prs) þeirra karla, sem skoðaðir voru í rannsóknarstöð Hjartaverndar. Er þetta sama tíðni og fundist hefir við samskonar rannsókn- ir í Svíþjóð. Orsök kransæðasjúkdóms er aðkölkun, og háþrýstingur leið ir ætíð til æðakölkunar — nema lækningu sé beitt. Æðakölkun og hjartasjúkdmóar valda um helming dauðsfalla hérlendis sem ásamt krabbameini allskonar spanna yfir tvo þriðju hluta dán artölu fslendinga og líkt mun vera meðal annarra þjóða. Augljóst er því að æðakölkun er víðfeðmasita og eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna sem við er að glíma í dag. Æða- kölkun hefir löngum verið tal- in tilheyra el'linni, en svo er þó alls ekki, ef betur er að gáð. Því miður hefir sú þróun orðið að fólk í yngri aldursflokkunum allt niður að 30 ára aldri hnígur í valinn fyrir kransæðasjúkdómi einnig hérlendis. Nýjustu rannsóknir frá Bandaríkjunum telja að byrjun- areinkenni, sem aðeins sjást við smásjárrannsóknir í æðaveggjum hefjist innan fimm ára aldurs hjá einstaka bami, en sjáisthjá helmingnum um 10—12 ára ald- ursskeið og hj á öllum um tvítugt. Nú er líka svo komið, að meðal lækna etr talað um að aðallækn- ar æðakölkunar séu bamalækn- arnir. Þykist ég vita að þeir séu lítt hrifnir af að fita börn um of og mættu ungar mæður og raunar ömimur Mka hugsa vel um þá óþurft, sem bömum er gjörð með mikilli líkamsþyngd. — Skal ég þá telja upp þau aðal- hætJtumerki kransæðusjúkdóms, sem þekkt eru: 1. Hár blóðþrýstingur. 2. Aukin fita í blóðL 3. Aukin líkamsþyngd. 4. Sykursýki. 5. Sígarettureykingar. 6. And'leg spenna — streita. 7. Kyrrsetustörf. 8. Ættgengni. Finnist tveir eða þrír af ofan greindum þáttum hjá sarna manni eykur það líkurnar á kransæða- stíflu um helming. — Sykursýki fannst meðal 5 prs. af hinum rannsakaða hópi karla á rannsóknarstöð Hjartavernd- ar. Er það svipuð tala og fund- ist hefir annarsstaðar. Langflest ir voru á hinu leynda stigi og án einkenna, og ætti því að vera auðvelt að bæta það með matar- æðisbreytingu og banna sykur át. Komist sykursýki-sjúklingur ekki til læknismeðferðar er sá sjúkdómur þekktur að því að skemma æðaveggina og valda fljótlega æðakölkunarbreytingum. Sígarettureykingar hafa 1 för með sér mikla auknimgu krans- æðasjúkdóms og er sú aukning í réttu hlutfal'li við tölu sígar- ettna, sem reyktar eru á dag. Bandarískar hóprannsóknir, þar sem þátttakendum hefur verið fylgt um árabil, sýna tvö til þrefalda tíðni kransæðasjúk- dóms, ef þátttakandi reykir 20— 40 sígarettur daglega um ára- tugaskeið. Þetta fólk er líka venjulega taugaspennt, og þá gjörir það einnig horfur þess verri. Ein er sú stétt manna bæði hérlendis og erlendis, sem á skilið hrós fyrir hve alvarlegum augum hún lítur sígarettureyk- ingar og þessvegna minnkað þær allverulega, en það er lækma- stéttin. Ég hefi persónulega tek- ið eftir þessu á seinni árum,- bæði í Bandaríkjunum og Norð- ur-Evrópulöndum og tel ég ís- lenzka lækna enga eftirbáta er- lendra kollega sinna í þessu efni. Hvet ég almenning að fara að ráðum þeirra manna, sem sem gerzt ættu að þekkja hætt ur þær, sem af sígarettureyking um leiða, og taka þá sér til fyr- irmyndar í þessu efni. Við rannsóknir bæði hérlend- is oig eríliendis, hefir fundist viss þáttur ættgengis, sem er í víkj- andi en ekki í ríkjandi mæli. Þessi þáttur ættg'engis við krans æðasjúkdóm nær aðeins til fólks undir sextugs aldri, því að eftir þann aldur ná hrörnunar eða elli-breytingar yfirhöndinni. At- hyglisvert er og mun alvarlegra að ættgengi kemur hvað mest fram á yngri aldursflokkum 30— 50 ára, en rannsóknir sýna að hægt er að bægja þessum þætti frá með réttri meðferð og ráð- leggingum. Að lokum vil ég minnast á þá læknislegu meðferð og varn- ir, sem kunnar eru í dag, gegn kransæðasjúkdómi: 1. Hætta alveg sígarettureyk- reykingum. 2. Lækna offitu. 3. Lækka filtumagn í blóði, þar sem það er aukið. 4. Beita meðferð við háþrýst- ingi og sykursýki. 5. Ráðleggja hóflega líkam- lega áreynslu. 6. Forðast sem mest andlega spennu eða streitu, og læra afslöppun. Sé þessum ráðum fylgt eru líkur tli að töluvert muni ávinn- ast við að lækka bæði tíðni og dánartölu af kransæðasjúkdómi, sem er mannskæðasti dánarvald ur í þjóðfélagi okkar í dag. Það hefir tekið þann sjúkdóm ára- 'tugi að verða slíkur ógnvaldur og þessvegna skulum við öll gerá okkur þess ljósa grein, að langan tíma þarf og samsti'llt átak okkar allra til að knýja þennan dánarvald til undan- halds. Ég er að vona að það sé ekki langt undan og þurfum við að fá sem flesta með í sóknina. íslenzka þjóðin hefir oft áður gjört frábær átök í heilbrigðis- málum. Höfum við því einungis alls hins versta að vænta í þessu máli eins og verkin eru talandi tákn um. Opinbert uppboð Opinbert uppboð til slita á sameign um fasteignina Víðivelli í Eskifjarðarhreppi, sem auglýst var í 70. og 73. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 1. tbl. 1969, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 24. janúar nk. og hefst kl. 14. Jafnframt verður í sama skyni seld bifreiðin U-170, Volvo Amazon árgerð 1962. Uppboðsréttur Suður-Múlasýslu. e,GENDUR! snió<fckkin bifreiða ROOF TOPS í SIGTÚNI í KVÖLD KRÖKURISIGTIÍN ER KRÖKUR SEM BORGAR SIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.