Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 28
INNIHURÐIR i landsins . * mesta úrvali4A4 SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. JMtagronliIitfrifr FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 JHwgAtttMafrifr RITSTJÓRM • PREMTSMIÐJA AFGREIÐSLA.SKRIFSTOFA SÍMI lO-IOO í BORGARSTJÓRN # GÆR: Togarar landi sem oftast heima TOGARAR Bæjarútgerðar Reykjavíkur hafa landað afla sinum síðastliðið ár að Iang- mestu leyti heima. Alls öfluðu þeir í 87 veiðiferðum 17.630 tonna, og var 4.398 tonnum land að erlendis úr 27 veiðiferðum eða 25% af afla. Birgir ísl. Gunnarsson gaf þessar upplýsingar á borgar- stjórnarfundi í gær, er togara- mál komu t il umræðu. Var eft- irfarandi tillaga Sjálfstæðis- flokksins samþykkt á fundinum gegn atkvæðum kommúnista og Framsóknar. „Vegna hins alvarlega ástands, sem nú ríkir í atvinniumálum borgarinnar, telur borgarstjóm nauðsynlegt að togarar landi sem mest afla sínum hér í Reykjavík til vinnslu í fisk- vinnslustöðvum hér í stað þess a'ð sigla með aflann óunninn til útlanda. Borgarstjórn telur rétt að tog- arar BÚR leggi afla sínum upp hér heima eins og frekast verð- ur við komið í samræmi við samþykkt útgerðarráðs frá 19. september sl. og ályktun at- vinnumálanefndar frá 16. des. sl. Jafnframt felirr borgarstjóm borgarráði og borgarstjóra að beita sér áfram fyrir því, að GÓÐ SALA l GRÓTTA frá Reykjavík seldij í gærmorgun í Grimsby 45,4 j tonn fyrir 7113 sterlingspund í eða tæplega 1,5 milljón ísl.] króna. Töluverður hluti farms J ins var rauðspretta en einnigj var nokkurt magn af þorski. Fundur um ut- vinnumúl í dug í GÆR vom haldnir fundir hjá Vinnuveitendasambandinu og Alþýðusambandinu til þess að fjalla um drög að samkomulagi um ráðstafanir i atvinnumálum, sem ger'ð hafa verið en gert er ráð fyrir að þriggja manna nefndin, sem fékk málið til meðferðar og skipuð ex full- trúum ríkisstjómarinmar, Vinnu veitendasambandsins og ASl haldi fund fyrir hádegi í dag. Nýr sáttafundur ekki boðaður — SAMNINGAFUNDIR í kjara- deilu sjómanna, yfirmanna á fiskiskipum og útgerðarmanna hófust í fyrradag og stóðu nokk uð fram á nótt en að því er Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins tjáði Mbl. í gærkvöldi hefur ekki verið ákveðið hvenær næsti sátta fundur verður. aðrir togarar, sem gerðir eru út frá Reykjavík leggi afla sinn einnig sem mest hér á land.“ Fyrrgreindar umræður urðu vegna tillöguflutnings fulltrúa kommúnista um landanir togara. Guðmundur Vigfússon (K) flutti framsögn með tillögunni og sagði í ræðu sinni, að útgerðarráð hefði samþykkt í sept. sl. að æski legt væri að íslenzkir togarar lönduðu afla sínum hérlendis. Á þessu hefði hins vegar orðið mis- brestur, og síðan hefðu t.d. tog- arar B.Ú.R., landað 25 sinnum þar af 13 sinnum erlendis. Taldi Guðmundur þetta mjög furðu- lega ráðabreytni, þegar tillit væri tekið til atvinnuástands í borg- inni. Menn hefðu að vísu fært • Framhald á bls. 27 Nokkur skip leituðu vars í Reykj avíkurhöfn í óveðurskaflanum vegna ísingar; þeárra á meðal Akureyrartogarinn Svalbakur. Þessi mynd var tekin, þegar skipverjar á Svalbak voru að ljúka við að berja ísinn af skipinu. (Ljósm. Sn.) Veðrið gekk niður í fyrrinótt: Krap veldur vaxandi erfiö- leikum við Sogsvirkjun Rafmagnsskömmtun hugsanleg í dag í FYRRINÓTT dró úr veðurhæð- inni og frostinu um land allt, þannig að í gærmorgun voru víðast hvar þetta 6-8 vindstig og hvergi á lágUhndi tlar frostið meira en 9 stig, að því er Veður- stofan tjáði Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við fréttaritara sína víða um land, en enginn þeirra hafði heyrt getið um tjón af völdum stórviðrisins á miðvikudag. Mjög mikil krapamyndun varð við inn tak Steingrímsstöðvar í Sogsvirkj un og svo fór, að krapið lokaði fyrir inntaksristarnar og varð þá TÖK ÚT Akureyri, 16. jamúar. JÓN PÉTURSSON, háseta, tók út af togaranum Harðbak, þegar skipið var að veiðum á Selvogs- banka i gærmorgun. Maðurinn náðist aftur um borð eftir skamma stund en lífgunartilraun- ir urðu árangurslausar. Harðbak- ur hélt þegar til Vestmannaeyja, þar sem sjópróf fóru fram í dag. Jón Péturssom var 45 ára, bú- settur á Akureyri em ættaóur af Árskógssitrönd. Hann vam ókvæmit ur ©n lætuir eftir sig aldraða móðiur. — Sv. P. Herra Kristján Eldjárn heiðursdoktor i lögum v/ð háskólann i Aberdeen FYRIR skömmu barst forseta tslands, herra Kristjáni Eldjám tilkynning um það að háskólinn i Aberdeen óskaði að forsetinn veitti viðtöku heiðursdoktors- nafnbót í lögum við háskólann. Herra Kristján Eldjám hefur þegið boð þetta, en ekki er af- ráðið hvort að hann getur ver- ið viðstaddur formlega athöfn í þessu skyni, sem væntanlega verður í júlí á þessu ári. að stöðva vélar stöðvarinnar. Ekki var talið í gærkvöldi, að til rafmagnsskömmtunar þyrfti að koma þá, á hinu víðáttumikla orkuveitusvæði Sogsins, en hugs anlega í dag. VEÐRIÐ í gær var éljagamgur og smjó- koma um a'Ut nomðamivert lamdið, á norðanverðum Vestfjörðum og á Austfjörðum suður umdir Djúpa vog. Summamilands var hdms vegar úrkomulaust og víða lóttskýjað. Á Galtarvita og í Reykj avík komst veðurhæðim mest í 9 viind- stig í gær og sumssitaðar gekk á með rókum, t.d. á Stórihöfða en þar voru 10 vindsitig á hádegi. Frost var mest á Hverarvöllum; 14 stig. VIÐGERÐ Á RAFMAGNS- LÍNUM Unmið var í allam gærdag að viðgerðum á rafmagnsilínum, sem slógust samam í sltórviðrinu en sams'lláttuirinn o(Mi rafmagmistrufl uinum á Seltjarnarmesi, í Hafnar- firði, Garðahreppi og á Kjalar- niesi. Talið er að fullnaðarviðgerð kummi að taka nokkra daga. Framhald á bls. 27 TVEGGJA MANNA LEITAÐ - FUNDUST í GÖÐU YFIRLÆTI Blönduósi, 16. janúar. LEIT var hafin að tveimur að- komumönnum í gærkvöldi. Menn þessir gistu að Blönduósi í fyrri- nótt og lögðu upp þaðan klukk- an 10 áleiðis til Akureyrar. í>á var hér stórhríð en mennirnir voru á Bronco-jeppa og skorti hvorki kjark né áræði. Engax fregnir bárust af þeim fyrr en seint í gærkvöldi, að Slysavarna félag íslands bað slysavarnadeild ina á Blönduósi að afla upplýs- inga um ferðir mannanna tveggja. Fyrr um daginn hafði verið útvarpað ósk um að mennimir hringdu heim til sín en hún mun ekki hafa náð eyrum þeirra. Var nú hringt fram um Langadal og víðar en árangurslaust. Þá var leit hafin. Síðla kvölds datt ráðsnjöllum manni í hug að hringja út í Höfðakaupstað. Sá hitti naglann á höfuðið, því að litlu síðar kom í ljós, að mennirnir tveir höfðu setið frá því klukkan 16 í góðu yfirlæti á Hafursstöðum, nokkr- um km. sunnan við Höfðakaup- stað. Höfðu mennirnir villzt á vegamótum, skammt fyrir ofan Blönduós og haldið beint í veðrið í stað þess að hafa það í bakið. Ekki óku fleiri eftir Skaiga- strandarvegi í gær. — B. B. Morgunblaðið hefur átt i nokkr um erfiðleikum að undanförnu með dreifingu blaðsins vegna in- flúensunnar — og hætta er á að næstu daga fái hluti kaupenda blaðið ekki eins snemma og ætti að vera. Blaðið biðst velvirð- ingar á þessu og vonar að úr ræt- ist sem fyrst. Dregiu enn úr frosti ' VEÐURSTOFAN gerði í gær- i kvöldi ráð fyrir því að norð- I austanáttin rikti áfram í dag i en nokkuð myndi draga úr frostinu um land allt. Á Norð- urlandi er gert ráð fyrir áfram | haldandi éljagangi en senni- lega verður úrkomulaust um sunnan- og vestanvert landið. Fengu mnnnðnrírest MÁL það, sem Sverrir Magnús- son höfðaði gegn sex banka- stjórum Seðlabankans og Lands bankans og tveimur ráðherrum, var tekið fyrir í bæjarþingi Reykjavíkur í gær. Stefndiu skiluðu ekki greinargerð og fengu mánáðarfrest til viðbótar til að ganga frá henni. Yfirheyrslur í málinu fara fram í dag, þar sem Sverrir Magnússon er á förum vestuir um haf. FEÐCIN KÓL I STÓRVIÐRINU - ÞEGAR ÞAU BRUTUST TIL BÆJAR STYKKISHÓLMI 16. janúar. — Feðgin kól, þegar þau brutust til bæjar eftir að bill þeirra ihafði fokið út af veginum í stór- viðrinu í gær. Þau liggja nú í sjúkrahúsinu hér og er líðan þeirra sæmileg eftir atvikum. Bíllinn fauk út af veginum við Kálfá í Staðarsveit. Ökumað- uriinn, Björn Emilsson starfsmað- ur í Giufuskálum, og 11 ára ■dóttir hans brutust til Böðvars- holts, þar sem þau gistu í nótt. Til Stykkishólms komu þau 1 dag og leiddí læknisrannsókn f ljós, að telpuna hafði kalið nokkuð á 'höndium og dálitið 1 andliti en föður Ihennar nokkuð á höndum. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.