Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 - UTANÍJRHEIMI Framhald af bls. 14 sín yfir 3000 mílna svæði á Norðursjó. Frá Lowestoft einu voru gerð út 33(9 skip af útgerðarmönnum þar, en til viðbótar voru gerð út þaðan 344 skozk veiðiskip, sem kom in voru þangað frá heima- stöðvum sínum. Aflaverðmæti þessara skipa nam einni og hálfri millj. punda og þetta var á þeim dögum, er sterl- inspundið var miklu meira virði en nú. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina minnkaði þessi mikli floti niður í 58 skip og frá Skot- landi komu aðeins 56 fiskibát- ar. Eftir 1950 var aflaverð- mæti þeirra orðið minna en 500.000 pund. Á þeissum áratug hefur gengi þessarar atvinnugreinar farið enn rýrnandi. Sá mikli floti, sem gerður var út frá Great Yarmouth, hvarf al- gerlega úr sögunni og sl. haust var grundvöllurinn fyrir rekstri þessara fiskiskipa horf inn. Heildarverðmæti þeirra skipa, sem gerð voru út frá Lowestoft til eíldveiða var lítil 60.000 pund. Útgerðarfélögin hafa sent skipin æ lengra og lengra til þess að fanga hvikula síld- ina. Skipunum var haldið úti og beðið eftir aflahrotunni, sem aldrei kom, en bjartsýnir vísindamenn höfðu spáð. Nú er síðasta síldveiðiskip- ið frá Lowestoft til sölu. í>að er „Wisemans“, 52 tonna tré- bátur, smíðaður í Skotlandi 1945. í síðustu veiðiferð sinni veiddi hann 500 síldar og fékk fyrir aflann 12 pund. „Við höfum ekkert gagn af honum lengur“, sagði eigandi bátsins, James Colþy fyrir skömmu. Örlög „Wisemans" eru dæmi gerð fyrir útgerðargrein, sem réð yfir einhverjum beztu fiskiskipum heims á sínum tíma og úrvals áhöfnum til þess að manna þau. En án síldarinnar voru þau dauða- dæmd. Hvert 'hefur síldin fyrir austurströndinni horfið? Síld hvarf úr Eystrarsalti á 8. og 10. öld og ein kenningin er á þá leið, að víkingarnir hafi verið í leit að henni, er þeir komu fyrst til Bret- lands. Síldin hefði flutt sig til Norðursjávar. Vísindamenn nú á tímum eru þeirrar skoðunar, að hvarf síldarinnar á síðustu áratugum eigi ekkert skylt við það, að síldin hafi flutt sig úr stað, heldur hafi hún einfaldlega verið ofveidd af togurum frá meginlandi Evr- ópu, Þýzkalandi, Skandinaviu og vaxandi flotum Sovétríkj- anna og Póllands. Mör.g þeessara skipa hafa inotað mjög smáa möskva og veitt smágerða og óþroskaða síld og komið þannig í veg fyrir, að hún næði að auka kyn sitt. Þegar árið 1947 voru brezkir útgerðarmenn farnir að spá því, að þessar sívax- andi veiðar myndu koma nið- ur á síldarstofninum. Net brezku skipanna voru yfirleitt með svo smáriðnum möskv- um, að smásíldin festist ekki í þeim, en náði að vaxa upp og verða kynþroska. Lowestoft og Great Yar- mouth eru engir draugabæir nú. Öll austurströnd Englands er enn vettvangur blómlegrar togaraútgerðar. En þessi stóru, vélvæddu fiskiskip eru ekki á hnotskóg eftir síld. Þau veiða þorsk, ýsu og flatfi.sk og ýms- ar aðrar fisktegundir en síld í Norðursjónum og norðurhöf um. Framhald af bls. 16 þekkst af fullkomnustu gerð. Ennfremur var lögð áherzla á stóraukningu í bræðslusíldariðn aðinum. Aður en nýsköpunin var ákveðin var komin til skjal- anna ný vinnslugrein í fisk- iðnaði, hraðfrysting. Hófst hún á ánatugnum 1930—1940, en þó í fremur smáum stíl, en í styrj- öldinni var um stórfellda aukn- ingu að ræða og framtíðargrund völlur lagður að henni, einnig í félagslegu tilliti, með stofnun Sölumiðstöðvar hraðfrystihús anna í febrúar 1942, sem annað- ist mestallan útflutning á hrað- frystum fiski frá stofnun, en hún tók við því starfi af Fiski- málanefnd, sem hafði haft for- göngu um hraðfrystingu og ýms- ar aðrar verkunaraðferðir, og af urðasöluna frá því að hún tók til starfa í ársbyrjun 1935. Þessi þróun kom sér mjög vel, þar sem á stríðsárunum lokuðust svo til með öllu helztu saltfiskmark aðir og aðrir hefðbundnir fisk- markaðir, nema ísfiskmarkaður- inn í Bretlandi, enda varð raun in sú að á stríðsárunum keyptu Bretar mestalla fiskframleiðslu okbar. Kom það sér að sjálf- sögðu mjög vel að þurfa ekki að flytja fiskinn allan út ísað- an, enda vandséð hvemig slíkt hefði mátt takast, en hins vegar mikið hagræði að þvi að geta flakað og hraðfryst töluverðan hluta aflans og flutt hann þann- ig unninn á brezka markaðinn. Það háði að sjálfsögðu hrað- frystiiðnaðinum í upphafi, að nægilega tækniþekkingu skorti, og mun því margt hafa farið úr- skeiðis af þeim sökum, þegar það svo bættist við, að á stríðsár- unum var örðugt um alla öflun efnis og tækja og því margt af vanefnum gert af þeim sökum einum út af fyrir sig. Þá stóð jafnframt svo á, að þeir, sem réðust í smíði hraðfrystihúsa, áttu ekki á vísan að róa með lánsfé, enginn stofnlánasjóður var til hliðstæður Fiskveiðasjóði, er lánaði til bátakaupa eða Stofnlánadeildnini, er á sínum tíma var stofnuð aðallega til að standa undir lánum til kaupa á nýjum bátum og togurum. Var ekki úr þessu bætt fyrr en löngu síðar. Mun alit þetta hafa átt sinn þátt í því, að ekki var talið fært að greiða nægilegá hátt fiskverð til þess að bátaflotinn gæti borið sig auk þess sem geng isskráningin var þá aftur orðin röng. ríkisstjórnin hafði forgöngu um kaup á í Svíþjóð voru keyptir þaðan margir nýlegir eða nýir á gætir bátar, smíðaðir eftir sænskum teikningum, svonefnd- ir blöðrubátar, hin beztu sjó- skip. Nýsköpunin setti alveg nýjan svip á íslenzba útgerð. Stórir, fullkomnir fiskibátar, búnir beztu þekktum tækjum og nýtízku togarar, sem á sínum tíma voru taldir hinir fullkomn- ustu í heimi. Mikil breyting varð á togaraútgerðinni að því leyti, að sumir stærstu aðilarnir að henni kipptu að sér hendinni um kaup á nýju togurunum, en í stað þeirra komu að verulegu leyti bæjarútgerðir víða um land og hlutafélög, sem bæjar- félög voru stórir aðilar að. Við stríðslokin opnuðust á ný gamlir góðir markaðir, svo sem saltfiskmarkaðirnir í Suður-Ev- rópu og ísfiskmarkaður togar- anna í Þýzkalandi. Jafnframt jukust mjög möguleibar á sölu frysta fisksins, þar sem hægt var nú að þreifa fyrir sér um sölu á honum víða í Evrópu auk Bretlands, jafnframt því að á- hugi á Bandaríkjamarkaðinum kom til skjalanna. Glæstar vonir brugðust. í ljósi alls þessa var ástæða til bjartsýni fyrir þjóðina, og ekki sízt þá, sem að sjávarút- vegi stóðu. En margt bar til þess að hinar björtu vonir rættust ekki. Efnahagur Evrópuþjóða eftir ófriðinn mikla var í mol- um og kaupgeta lítil, hver reyndi að búa sem bezt að sínu, fiskveiðiþjóðirnar hófust handa á ný um fiskveiðar hér við land og leið ekki á löngu unz erlend- ir togarar á veiðum umhverfis landið skiptu hundruðum. (Má geta þess hér, að þá mun möskva stærð í botnvörpu hafa verið 70 til 80 mm. á móti 130 mm. nú). Jafnframt þessu óx verðbólga innanlands hröðum skrefum og allur útgerðarkostnaður þar með. Verðlag á útflutningsafurð- um féll og afli fór minnkandi. Afdrifaríbast var þó, að frá 1945 og síðan í rúman hálfan annan áratug brást síldaraflinn fyrir Norðurlandi og olli það báta- útveginum mjög þungum búsifj- um. Fyrstu árin eftir styrjöld- ina jók allur almenningur inn- kaup sín stórkostlega, enda var sáralítið hægt að kaupa á stríðs- árunum, þar sem erfitt var að fá neyzluvörur erlendis frá aðr- ar en matvörur, þar sem frarn- leiðsla þjóðanna beindist mest- ^negnis að styirjaldarnauðsynj- Jafnframt þeim bátum, sem Aðalfundur F.U.S. í Snæfells- og Hnappadalssýslu sunnudaginn 19. janúar í samkomuhúsinu í Stykkis- hóhni og hefst fundurinn kl. 4 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Friðjón Þórðarson, alþingimaður ræðir um atvinnumál. 3. Fulltrúar frá S.U.S. mæta á fundinum. STJÓRNIN. BLAÐBURÐÁRFOLÍC OSKAST í eftirtulin hverfi: Aðalstræti — Miðbæ — Freyjugötu. 7o//ð v/ð afgreiðsíuna i sima 70700 jim. — En þegar um hægð- ist upp úr styrjaldarlokum, hóf ust fyrst að verulegu marki kaup almennings á alls konar heimilistækjum, gólfteppum, bíl- um, svo að ekki sé nefnd sú bygg- ingaralda, sem reis. Þetta var ekkert sérstök reynsla fyrir' ís- land þetta gerðisit í mörgum. öðr um löndum, sem höfðu efnast mjög í styrjöldinni, svo sem Mexico Indlandi og mörgum fleiri. Þetta leiddi til þess að gjald- eyrissjóður þjóðarinnar, sem var í stríðslok 600 millj. króna, eða um 100 millj. dollara, gekk til þurrðar á skömmum tíma. Þess skal þó getið hér að af þessum sjóði var a.m.k. helmingi varið til nýsköpunar sjávarútvegsins, hitt gekk til annarrar uppbygg- ingar, ekki sízt íbúðarbygginga og tækjakaupa til heimila og að sjálfsögðu almennrar neyzlu þjóðarinnar. Þegar svona var komið, var farið inn á brauit hafta og skömmtunar, og stóð svo frarn undir 1950 er gengi krónunnar var breytt. Sú þróun aflabragða, verðlags útflutningsafurða og verðhækk- anir innanlands, sem lýst hefir verið, ollu því, að hin nýju, full- komnu og mikilvirku fiskiskip og iðjuver í landi sköpuðu ekki þá hagsæld, sem menn höfðu gert sér vonir um. Það er vitað, að strax 1948, var mikilhæfum stjórnmálamönnum þegar orðið ljóst, að langbezta úrræðið til að kippa efnahagsmálunum í lag væri að leiðrétta gengisskrán- ingu krónunnar, og hafði einn lærðasti hagfræðingur þjóðarinn ar þá þegar hvatt til þess op- inberelga að sú leið yrði farin. En rótgróin vantrú margra stjórnmálamanna og sjálfsagt tölu verðs hluta þjóðarinnar á slíkri ráðstöfun, kom í veg fyrir þá leiðréttingu. Það hafði og vafa- laust sín áhrif, að um þessar mundir kom til skjalanna frá Bandaríkj unum Marshallhjálpin, Isem flestar þjóðir Vestur-Ev- kópu nutu, þ.á.m. íslendingar. En hvað sem henni leið, var stað reyndin sú, að um var að ræða á þessum árum stórfelldan sam- drátt í þjóðartekjum Íslendinga, þótt öll aðstaða til tekjuöflun- ar tækjanna vegna, væri miklu betri en áður, og mun samdrátt- urinn um skeið hafa numið fram að fjórðungi. En Marshallhjálp- in var að sjálfsögðu ekki eilíf, og að því kom að lokum, að ekki varð undan því komizt að fella gengi íslenzku krónunnar gagnvart öllum erlendum gjald- eyri, en það hafði raunar verið leiðrétt gagnvart sterlingspund- inu, er það var fellt árið áður. Ný gengisfelling, bátagjaldeyrir, bati um sinn. Gengisfellingin var að venju reist á þeirri von, að ekki yrði um frekara verðfall erlendis að ræða né samdrátt í afla. Hvort- tveggja vonin brást þó, og hélzt svo fram á árið 1952. Þess vegna varð í ársbyrjun 1951 að setja reglurnar um innflutningsrétt- indi bátaútvegsins, hinn svo- nefnda bátagjaldeyri, en skömmu síðar var gripið til þess ráðs að greiða togurunum dag- styrki. Síldarútgerðin átti við stöðug vandamál að stríða. Fram an af var henni framfleytt með lánum af fé sem ríkissjóður lagði af mörkum, en síðar kom til skjalanna Hlutatryggingasjóð- ur bátaútvegsins, sem stofnaður var með lögum 19. maí 1949. Þar sem hann hafði af hálfu tekjur af útflutningsgjaMi af sjávaraf- urðum og jafnháu framlagi frá ríkissjóði, var síldveiðideild hans að sjálfsögðu mjög févana, en málinu bjargað með því, að þorskveiðideildin lánaði henni fé gegn ábyrgð ríkissjóðs, sem aldrei reyndi á sem betur fór. Næstu árin, fram til 1956, má a.m.k. segja, að hagur bátaút- vegsins hafi á þorskveiðunum verið góður, verðlag erlendisfór fremur hækkandi og afurðasal- an varð fjölbreytt og gekk vel. Framhald á bls. 20 Námskeið í rœðumennsku og fundarsköpum Haldið verður námskeið dagana 20., 21. og 23. janúar í Félagsheimili Heim- dallar, Valhöll v/Suðurgötu og hefst það kl. 8.30 öll kvöldin. Leiðbeinandi verður Ólafur B. Thors deildarstjóri. Væntanlegir þátttakendur skrái sig á skrifstofu Heimdallar eða í síma 17102 Heimdallur F.U.S. HÁDEGISVERÐAR- FUNDUR Laugardagur 18. janúar kl. 12,30. Öniindur Ásgeirsson forstjóri ra>ðir um OLÍUVERZLUN. HOTEL VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. FUNDARST AÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.