Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1969, Blaðsíða 24
24 MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1969 Hún fór tvær ferðir til Heat- hrow á vél, sem verið var að •prófa. Þegar hún kom aftur, ’dundu á henni spurningarnar 'frá yfirflugfreyjunni, og Lísu fannst þetta miklu meiri líkam- leg áherzla en andleg. Opið alla daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blóma- húsinu. Þegar þessu var lokið, var hún bólusett við fjöldanum öll- um af sjúkdómum, þurfti að út- fylla allar hugsanlegar skýrsl- ur og loks var henni vísað í bókhaldið. Þar fékk hún upp- lýsingar um kaupgjaldið og hlunnindi, sem voru meiri, en henni hafði nokkurntíma getað dottið í hug. Einkennisbúningar kvenna voru þarna klæðskerasniðin treyja og pils úr fallegu stein- gráu gaberdíni, einn vængur með skjaldarmerki félagsins var á vinstra brjósti, og loks var sérkennileg húfa með samskon ar merki framan á. Síðan voru tvenn samskonar föt úr lérefti til nota í hitabelí- inu. Hálf tylft af mjúkum silki- blússum voru einnig afhentar. Henni var sagt að kaupa sjálf skóna sína, svo og sokka og hanzka, en það fengi hún endur greitt. Þykkur frakki, líkastur her- miannafrakka var síðastur af öll um þessum útbúnaði, eða það hélt hún. En neðst í kassanum fann hún aukapils með þykkari fötunum og fallega brúna hliðar tösku. Það var ómögulegt annað en vera öruggur með sjálfan sig í svona útbúnaði. Nú rann upp dagurinn, er hún átti að fara með Símon til Richmond. Hún hafði vaknað eldsnemma og velt því fyrir sér, hvort hann mundi nú kunna eins vel við sig þar og hann hafði gert í hitt skiptið, þegar mamma hans var veik. Símon virtist sjálfur hlakka til að fara, og sýndi ekki af sér neina tilfinningasemi fyrr en að því kom að kveðja kettina. Einu tárin, sem hrundu, voru hennar eigin tár á heimleiðinni. Símon hafði verið of hrifinn af hinum krökkunum til þess að „FEBOLIT" filt'teppi úr 100% nylon. „FEBOLIT(C teppin eru ódýr og hafa reynzt mjög vel á stigum. Þessi teppi voru til dœmis valin á öll stiga- hús hjá Framkvœtndanefnd Byggingarácetlunar í Breiðholti. Ofin lykkjuteppi úr 100% nylon með áföstum gúmmíbotm, falleg, sterk og mjög auðveld i þrifi. Wilton teppi úr 100% ull, sérstaklega ofin fyrir stigahús. Undir teppin notum við eingöngu vandað gúmmí filt. Við veitum mjög góða greiðsluskilmála. Með lítilli útborgun greiðir hver íbúð afborgun mánaðarlega að svipaðri upphæð og greitt yrði í aðkeypta mstingu. Hafið samband við okkur, við komum á staðinn, mœlum flötinn oggerum samstundis tilboð yður að kostnaðarlausu. taka neitt eftir því þegar hún fór. Um skólann sjálfan var Lísa alls óhrædd. Hún hafði heyrt svo mikið einróma lof um hann og hafði sjálf séð hinn viðkunn- anlega anda, sem þar ríkti. Hann var rekinn af tveim mið- aldra systrum, og var önnur þeirra ekkja, sem átti börn sjálf. Þær gengu báðar algjör- lega upp í starfi sínu, rólegar og innilega trúaðar og lögðu meiri áherzlu á að börn væru hamingjusöm, en góð á almenn- an mælikvarða reiknað. Skólagjaldið var hátt en við- urgerningur ágætur, vistleg og loftgóð herbergi, miðstöðvarhit- un og fallegir garðar sem voru til að leika sér í og lausir við öll skrautblómabeð. Kennaralið ið var fjölmennt og tilbreytilegt j svo að ágóði varð ekki mikill af j skólahaidinu. Lísu þótti vænt um er hún heyrði, að þarna væri einnig lærð hjúkrunarkona á staðnum. Síðasta daginn, sem Lísa var í kofanum, gekk hún frá postu- línsbollunum sínum og nokkrum dýrum bókum og fór með það 'heim til Langley. Jan lauk lofs- orði á fyrirætlun hennar og ósk aði henni allra heilla, og bauð henni að koma með Símon um hverja helgi, sem hún vildi, hon um til tilbreytingar. Svo skyldi hún hirða kettlinginn eins og áð ur var umtalað. Stóra flugvélin þaut áfram. Lísa settist upp og leit gegn um gluggann út í náttmyrkrið. Langt í burtu lýsti fölur máninn him- ininn ofurlítið upp, en fyrir neðan var svart hafdjúp ogtóm. Gráir skýaflókar snertu væng- broddana, þutu síðan burt en virtist svo safnast saman aftur, snerta vélina en hverfa síðan. Ofurlítill hávaði heyrðist frá eldhúsinu, en í káetunni gaf enginn hinna sveipuðu farþega minnsta hljóð frá sér. Hún hallaði sér nú aftur, hálfsyfjuð af hinum jafna þyt í vélunum. og draumar hennar urðu að hugmyndaflugi, og það síðan af svefni. Milljón mílur burtu frá raunveruleikanum, dreymdi hana sætlega, en andar taki seinna var hönd lögð á öxl hennar og einhver rödd sagði: — Eruð þér vakandi ung frú Brown? Yður væri betra að koma og líta á einn farþegann. Það er kona, þarna fremst. Ég held hún hljóti að vera veik. Lísa kannaðist ekki við mál- róminn, en reis upp í snatri, stakk fótunum í skóna og strauk lokk frá andlitinu á sér. Hún pírði gegn um hálfrökkrið Og þekkti þá langa mjóa piltinn, sem var aðstoðarflugmaður. Þetta var gott andlit. Alvarlegt með þéttar augnabrýr og frekn óttur. — Þakka þér fyrir. Ég kem strax, sagði hún og stóð upp um Hrúturinn 21. marz — 19. janúar Einkahagsmunir tefja dagleg störf, ef þú gætir ekki hófs. Leitaðu aðstoðar. Nautið 20. apríi — 20. maí Aðhafstu eitthvað í hagsmunamálum þínum Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Þér gengur furðu vel að fást við gramar gamlar manneskjur og þarft lítið að hafa fyrir skjótum frama. Kabbinn 21. júní — 22. júlí Vertu léttur í skapi og útverfur. Efndu svo loforðin Ljónið 23 júlí — 22. ágúst Þú verður eitthvað að breyta áætlun þinni, vegna álags. Reyndu að gera þér grein fyrir heildarmyndinni. Meyjan 23. ágúst — 22. september Reyndu að afkasta sem mestu. Ekkert stoðar að hafa fjár- hagsáhyggjur. Vogin 23. september — 22. október í dag býðst þér sennilega gott tækifæri. Bréfaskrifir borga sig. Farðu í sparifötin og njóttu lífsins. Þú getur gert ágætis kaup. Tími er kominn til að hyggja að leyfi. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þú ert uppgefinn og það eru keppinautarnir einnig. Gættu að fjárhag þínum. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember Það sem þú hefur ákveðið í flýti er eíkki seim verst, ef þú ert áhyggjulaus. Þetta verður rólegt kvöld. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Venjulegur dagur, þó Heldur meira álag, en vant er. Fjöl- skyldumálin eru athugaverð. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Ættingjar og velferð þeirra valda þér áhyggjum. Það er til fólk sem styður mál þitt en tekur ekki af skarið, nema mikið liggi við. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Samskipti þín við fólk, breytast smávegis. Það borgar sig að gera sem mest sjálfur. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.