Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 1
24 SIDUR
FRÁ opnun friffarviðræðnanna í París á laugardag. Fremst á myndinni er bandaríska nefndin, en á móti henni við borðið
er nefnd Norður-Vietnam. „Þióðfrelsisfylkingin“ er til vinstri, og Suður-Vietnam til hægri. Næsti viðræðufundurinn er á
fimmtudag.
Aframhaldandi réttarhöld í Irak
Stjórnin bodar fleiri aftökur, ef sakborningar reynast sekir
Bagdadbúar fagna attökum meintra njósnara fyrir ísrael
og krefjast fleiri blóðfórna
New York, London, Róm,
28. jan. — (AP-NTB)
• Stjórnir Bandarikjanna og
Bretlands og málgagn páfastóls-
ins hafa fordæmt aftökumar í
Bagdad í gær, en þá voru 14
fraksbúar, 9 þeirra Gyðingar,
hengdir opinberlega fyrir meint
ar njósnir á vegum ísraels. —
Strax í gær, eftir að tilkynnt
hafði verið um aftökumar,
skýrði U Thant framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna frá
því að hann hefði reynt að miðla
málum og varað íraksstjórn við
hugsanlegum afleiðingum ef
mennirnir yrðu líflátnir, og
sama hafði franska stjórnin
gert.
• Abba Eban utanrikisráð-
herra ísraels hefur ritað U Thant
bréf þar sem hann fordæmir af-
tökuraar. Segir hann þar að af-
tökurnar hafi verið hrottalegt
athæfi, og þrælslegri en jafnvel
hefði mátt búast við frá þjóð,
þar sem ofbeldisverk og morð
em daglegir viðburðir.
# U Thant ræddl við frétta-
menn í dag og kvaðst þá sam-
mála Nixon Bandaríkjaforseta
nm að nauðsynlegt væri fyrir
stórveldin fjögur, Bandarikin,
Bretland, Frakkland og Sovét-
rikin að beita áhrifum sínum til
að draga úr hættunni í löndun-
um fyrir botni Miðjarðarhafsins.
# I Arabalöndunum hefur af-
tökunum yfirleitt verið fálega
tekið, aðeins skýrt frá þeim í
fáum orðum án umsagnar, nema
í írak. Þar hefur aftökunum
verið ákaft fagnað og fjölmenn-
ar hópgöngur verið farnar fram
hjá gálgunum, þar sem líkin
hanga öllum til sýnis og aðvör-
unar. Þá hefur Iraksstjóm til-
kynnt að fleiri hópar manna bíði
nú dóms sakaðir um njósnir fyr-
ir ísrael, og verði mennimir
hengdir ef þeir reynist sekir.
í ritstj órnargrein í málgagni
páfa, „l’Osservatore Romano" er
harmað áð stjóm íraks skyldi
hafa látið verða úr hengingun-
um þrátt fyrir áskoranir fjölda
aðila, og segir blaðið að þessi
ráðstöfun geti aðeins haft slæm
áhrif á máistað friðarins. Einnig
ræðst blaðið á fagna'ðarlæti á-
horfenda við gálgana í Bagdad,
en bætir því við að það vilji ekki
láta 'túlka þessi ummæli sín sem
afskipti af innanríkismálum ír-
aks. Hins vegar hljóti það a@
vera réttur og skylda Páfagarðs
að benda á að aftökurnax geti
komið í veg fyrir frið.
Talsmáður brezka utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá því í
dag að ráðuneytið hefði snúið
sér til stjómar íraks fyrir
nokkru og beðið mönnunum 14
griða. „Við hörmum það innilega
að stjórn íraks taldi sér ekki
fært áð milda dómana,“ sagði
talsmaðurinn. „Þar sem þeir
dæmdu virtust allir vera írask-
ir borgiarar, var ekki ástæða tál
formlegrar íhlutunar brezku
stjómarinnar. Við tókum hins
vegar málið upp óformlega á
mannúðargrundvelili, eins og
okkur skilst að fleiri hafi gert,
hvöttum íraksstjórn tii að sýna
mildi, og bentum á hver áhxif
Framh. á bls. 16
Rússar
framar
eiga enga vim
í Tékkóslóvakíu
— segir Emil Zatopek
— Hatrið á þeim fer stöðugt vaxandi
'PRAG 28. janúar, NTB, AP.
'• 1 dag var plantað furutrjám
'umhverfis styttu heilags Wene-
eslas í Prag og er. litið á þetta
sem ráðstöfun af hálfu stjórn-
arvaldanna til þess að koma í
veg fyrir, að stúdentar geri
styttuna að minnismerki, sem
stöðugt skuli minna á Jan Pal-
ach og fómardauða hans. Þá var
skýrt frá því opinberlega í dag,
að 17 ára gamall piltur í bænum
Cheb við landamæri V-Þýzka-
lands, hefði gert tilraun til þess
að brenna sig til bana á sunnu-
dag.
• 1 viðtalj við austurríska
blaðið „Die Neul Zeitung“ hef-
ur tékkneski íþróttamaðurinn
heimsfrægi, Emil Zatopek, lýst
yfir þeirri skoðun sinni, að beiti
Sovétríkin valdi í annað sinn í
Tékkóslóvakíu, þá muni fólkið
í landinu ekki liiorfa á aðgerða-
laust. Kveðst hann óttast, að
hvenær sem er kunni að sjóða
þar upp úr. Hatrið á Rússum
fari stöðugt vaxandi. — Rússar
eiga ekki lengur neina vini í
Tékkóslóvakíu, er haft eftir
Zatopek.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að forysta kommún
istaflokks Tékkóslóvakíu óttist,
að stúdentar og verkamenn
ýmeum mikilvægum starfsgrein-
Framhald á bls. 16
Miami, 28. jarnúar. AP.
TVEIR menn, sem beittu skamm
byssu og einhverju, er líktist
sprengju, rændu farþegaþotu af
gerðinni DC-8 í eign bandaríska
flugfélagsins National Airlines
yfir Mexicoflóa í dag og neyddu
flugstjórann, James Brown til
þess að fljúga með þá til Kúbu.
Flugvélin lenti í Havana kl. 15.63
að ísl. tíma.
Þetta var önnur flugivélin i
eigu National Airlines, sem rænt
er á fimm dögum. Flugvél á leið
til New York var neydd sl. föstu
dag til þess að lenda i Haivana og
átti þar hlut að máli maður, sem
otaði hníif að flugstjóranum og
sagðist hafa gerzt liðihlaupi úr
bandaríska flotanum, sökum þesa
að hann vildi ekki fara til Viet-
nam og drepa fólk.
Það var stuttu eftir kl. 14.00
að ísl. tíma, að Brown flugstjóri
skýrði flugturninum í Miami, að
tveir menn væru komnir inn í
Framhald á bls. 3
Hjólporflutn-
ingur til Biufru
Genf, 28. jan. — NTB-AP:
RÁÐ ALÞJÓÐA Rauða krossins
í Genf skýrði frá þvi í dag, að
af hálfu Rauða krossins muni
senn verða hafhir birgðaflutning
ar til nauðstaddra í Biafra frá
flugvelli í Cotonou í Dahomey,
sem liggur milli Toga og Nigeriu
á vesturströnd Afríku.
Hjálparflutningarnir til Biafra,
sem séð hafa um 850.000 manns
þar fyrir daglegu brauði, stöðv-
uðust fyrir þremur vikum, eftir
að Mið-Afríku Guinea bannaði
Rauða krossinum að hafa bæki
stöð í landinu, þaðan sem unnt
var að halda uppi flutningum
til Biafra. Á þeim tíma, sem lið-
inn er, síðan þetta bann gekk
í gildi og fram til nú, hafa full-
trúar Rauða krossins átt í ströng
um samningaviðræðum í því
skyni að koma loftbrúnni á aft-
ur.
Flutningar á vegum hjálpar-
stofnanna kirkjanna hafa hins
vegar haldið áfram viðstöðulaust,
því að þær hafa aðalstöðvar sín-
ar á spænsku eynni Sao Tome
Framhald á bls. 16
Grikklandi verði vik-
ið úr Evrópurúðinu
NEITAÐ 0PINBERLEGA
AD K0SYGIN SÉ SJÚKUR
Fundur Ulbrichts og Kosygins um Tékkóslóvakiu
sagður hafa farið fram i Kaukasus
STRASBOURG 20. janúar, NTB.
Stjórnmálanefnd ráðgjafarnefnd
ar Evrópuráffsins lagffi í dag
fram tillögu, þar sem skoraff er
óbeinlínis á stjórnir affildarríkj-
anma aff binda endi á þátttöku
Grikklands í sanitökunum.
I tillögunni, sem tekin verður
til atkvæðagreiðslu í ráðgjafar-
nefnd Evrópuráðsins á fimmtu-
dag, er mælt með því við ráð-
herranefndina, sem fer með
framkvæmdarvald Evrópuráðs-
ins, að geTa ráðstafanir, sem hún
telur nauðsynlegar til þess að
gæta hagsmuna grísku þjóðar-
innar. Tvo þriðju hluta atkvæða
þarf til þess að tillaga ráðgjaf-
arnefndarinnar hljóti samþykki.
FRÉTTUM, sem verið hafa á
kreiki um, að Alexej Kosygin,
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna væri sjúfcur af lifrar-
sjúkdómi og dveldist á heim-
ili sínu fyrir utan Moskvu,
var opinberlega neitað nú um
helgina af hálfu sovézku ut-
anríkisráðuneytisins. S a g ð i
talsmaður ráðuneytisins,’ að
„félaga Kosygin liði vel. Hann
er í leyfi og er ekki í Moskvu
eða nágxenni borgarinnar".
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum, að Kosygin og
ýmsir aðrir háttsettir sovézk-
ir embættismenn, sem ekki
tóku þátt í viðhafnarmóttök-
unum fyrra miðvikudag, er
tekið var opinberlega á móti
geimförunum fjórum úr Soy-
us geimförunum, dveldust nú
um sinn í Kaukasus ásamt
Walter Ulbricht, leiðtoga
kommúnistaflokks A-Þýzka-
lands. Er haft eftir þessum
heimildum, að Kirill Mazurov
og Andrej Kirilenko, er báðir
eiga sæti í forsætisnefnd
sovézka kommúnistaflokksins,
tækju þátt í þessum viðræð-
Framhald á bls. 16