Morgunblaðið - 29.01.1969, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.1969, Qupperneq 2
2 MORG-UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1969 BÚR. leitar tilboða í einn til tvo skuttogara Togarar útgerðarinnar öfluðu /7.63/ tonn síðastliðið ár — Betri út- koma á rekstrinum en /967 HEILDARAFLAMAGN togara iBæjarútgerSar Reykjavíkur sl. ár var 17.631 tonn, og er það um 4 þús. tonna meira afli en var árið áður. Aflaverðmætið var rúmlega 109 milljónir króna, og tekjur á hvern úthaldsdag er veitt var fyrir erlendan markað voru um 116 þús. kr. Tekjur fyrir hvern úthaldsdag þegar stundað ar voru veiðar fyrir innlendan markað voru tæp 71 þús. kr., en um 75% aflamagnsins var land- að innanlands á sl. ári. Gert er ráð fyrir að afkoma togaranna verði nokkru betri á sL rekstursári en var 1967. Framangreindar upplýsingar komu fram á fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur, er tekin var fyrir skýrsla forstjóra bæjarútgerðarinnar um aflamagn og aflaverðmæti togara útgerð* arinnar 1968. Þá kom einnig fram, að til vlnnslu í saltfiskverkun var tek in árið 1968 1.282 tonn, miðað við fullsaltaðan fisk, til skreiðar verkunar var tekið 175 tonn, miðað við fullverkaða skreið og freðfiskframleiðsla fiskiðjuvers- ins var 1.634 tonn af frystum fiski. Þá var á fundi útgerðarráðsins samþykkt að fela framkvæmda- stjórum að útvega tilboð frá skipasmíðastöðvum um byggingu á einum tU tveimur skuttogur- nm og skoraði útgerðarráð á borg arstjórn að veita fyllstu fyrir- greiðslu í þessu sambandi. Nánari frásögn af fundi útgerð arráðsins fer hér á eftir: Aflamagn togara BÚR var ár- ið 1968 17.631 tonn, þar af var landað innanlands 13.232 tonn- um og í Englandi var landað 1.616 tonnum og í Þýzkalandi var landað 2.784 tonnum. Hefur því um 75% af aflamagninu verið landað innanlands 1968. Aflamagn og aflaverðmæti tog ara BÚR 1968 var eftirfarandi: B.v. Ingólfur Arnarson B.v. Hallveig Fróðadóttir B.v. Jón Þorláksson B.v. Þorkell máni B.v. Þormóður goði __________ 36 tonn af fiski, sem flokkaður var til sölu á Nígeríumarkað, en þess skal getið að leitast var við að taka ekki annan fisk til skreið arverkunar, en þann er líklegur þætti til að geta gengið til sölu á Ítalíumarkað. Birgðir af fiski fyrir Afríku markað af framleiðslu 1967 voru 1. janúar 1968 183.6 tonn, en nú nýlega tókust samningar um sölu á 68 tonnum til Cameroon. Vinna í frystihúsi hefur á árinu verið meiri en flest undanfarin ár. Reyndist framleiðsla á árinu 1968 2.509 tonn, en til samanburð ar árið 1967 var freðfiskfram- leiðsla fiskiðjuversins 1.634 tonn af frystum fiski og auk þess 324 tonn af frystri síld. Árið 1968 hefur verið lögð meiri áherzla á að pakka í neyt- endapakkningar en áður, enda verð miklu mun hagkvæmara á fiski í þeim umbúðum og vinna meiri. Framkvæmdastjórar skýrðu frá þvi að fyrir milligöngu Erl- ings Þorkelssonar og fram- kvæmdastjóra BÚR liggur fyrir tilboð frá þýzkri skipasmíðastöð um að skipta um aðalvélar og hjálparvélar í b.v. Þorkeli mána og er kostnaður við breytinguna áætlaður um 30 milljónir króna, þar með taldar nýjar vélar. Útgerðarráð samþykkti að fela framkvæmdastjórum að athuga möguleika á að framkvæma þessa breytingu innanlands eða í Þýzkalandi og jafnframt að Ieita eftir nauðsynlegu fjármagni til framkvæmdanna. Útgerðarráð var sammála um að fresta ákvörðun um að skipta um vélar í b.v. Hallveigu Fróða dóttur og b.v. Jóni Þorlákssyni, sem áður hefur komið til um- ræðu, þar til skipt hefur verið um vélar í b.v. Þorkeli mána og reynsla fengin af þeirri fram- kvæmd. Eftir allmiklar umræður sam- 3.731 tonn kr. 23.779 þús. 3.395 — — 25.360 — 2.980 — — 18.037 — 3.456 — — 20.578 — 4.069 — — 21.519 — Samtals 17.631 tonn kr. 109.273 þús. Til samanburðar má geta þess, að aflamagn árið 1967 var samt. 13.673 tonn og aflaverðmætið kr. 77.871.897,88. Gert er ráð fyrir að afkoma togaranna verði nokkru betri ‘ rekstursárið 1968 en árið 1967. Tekjur per úthaldsdag þegar stundaðar voru veiðar fyrir er- lendan markað voru kr. 115.973,73 og eru þá siglingadagar á erlend an markað meðtaldir. Hins veg- ar voru tekjur per úthaldsdag þegar stundaðar voru veiðar fyr ir innlendan markað kr. 70.976,62 per dag. í fiskverkunarstöð hefur í i sumar verið stöðug vinna, þó að vísu hafi nokkur mismunur verið á fjölda þeirra, sem unnið hafa í stöðinni á hverjum tíma. Til vinnslu í saltfiskverkun hafa verið tekin árið 1968 1.282 tonn, miðað við fullstaðinn fisk. Til samanburðar voru á árinu * 1967 tekin til vinnslu í saltfisk- verkun 528 tonn. Mun verulegur hluti af fiski þeim, sem tekinn hefur verið til vinnslu árið 1968 verið fullverkaður fyrir Suður- Ameríku markað. Til skreiðarverkunar á árinu 1968 voru tekin til verkunar 175 tonn miðað við fullverkaða skreið. Af þessu magni hefur verið selt til Ítalíu 139 tonn og hefur þá verið seldur allur sá fiskur, sem hæfur er til sölu á þeim markaðL Ennþá eru óseld þykkti útgerðarráð að fela fram kvæmdastjórum að útvega til- boð frá skipasmíðastöðvum um byggingu á einum til tveimur skuttogurum með 175—185 feta kjöllengd og yrði það haft í huga að reynsla væri fengin af skipum með sama eða svipuðu byggingar lagi. Jafnframt verði athugaðir lánsmöguleikar í sambandi við kaupin. Skorar útgerðarráð á borgarstjórn að veita fyllstu fyr- irgreiðslu í þessu sambandi. Atvinnumdla- nelndirnnr þingo ATVINNUMÁLANEFNDIR rík- isstjórnarinnar héldu fundi í gær og hélt yfirnefndin fund með sérhverri nefnd sérstaklega. Er áætlað að þeim fundarhqld- um Ijúki í dag, en síðar í dag verður sameiginlegur fundur hjá nefndunum þar sem endanlega verður gengið frá starfsreglum nefndanna. Ólafur Ölafsson, framkvæmdastjóri Hjarta- og æðavemdarsam- taka fslands með framkvæmdastjóra Alþjóðasamtakanna, dr. Borek Zofka. Hjarta- og œðasjúkdóm- ar fœrast í vöxt segir dr. Borek Zofka, frkv.stjóri Alþjóð- lcgu hjarta- og œðavernó arsamtakanna Dr. Borek Zofka, framkvæmda stjóri Alþjóða Hjarta- og æða- verndarsamtakanna kom sl. sunnudagskvöld í stutta heiúi- sókn, og gafst fréttamönnum tæki færi til að ræða stuttlega við hann í rannsóknarstöð Hjarta- og æðaverndarfélagsins við Lág múla. Kom Zofka hér við á leið vestur um haf til að ræða við samstarfsmenn sína þarlendis. Ffafa aðaistöðvar saimtakanna ver ið fluttar til Genf, þar sem einnig er miðstöð Alþjóða Heilbrigðis- má Lastofnunar innar. í samtökum þessum eru 60 þjóðir með 65 félög starfandi, og hefur mikið áunnizt á þeim 20 árum, sem samtökin hafa verið starfandi. Dr. Zofka, seun er lögfræðing- ur að mennt, sagði það hafa ver- ið æskiiegt af ýmsum ástæðum að flytja þann hluta stofnunar- innar, sem ekki fjallar um læknis fræðileg efni og áður var stað- settur í Boston í Massachussetts í Bandaríkjunum, til Genfar, þar sem Sviss er hlutlaust ríki. Sagði hann ennfremur, að á þeim 20 árum, sem þessi saimtök hefðu verið starfandi, hefðu stórmerkar rannsóknir átt sér stað, og m.a. komið í ljós, að mest ar líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum eru í iðnaðarþjóðfélög- um. Helztar ástæður fyrir þess- um sjúkdómum eru kyrrsetur, reykingar og hóglífi. Færðust þessir sjúkdómar í vöxt! Krabbamein sagði hann standa í stað, berklaveiki vera á undan- ha'ldi, og svo mætti lengi telja. Hann sagði, að mest af fjár- magni því, sem runnið hetfði til reksturs H & Æ samtakanna al- þjóðlegu, hefði fram til þessa komið frá Bandaríkjunum, en betur mætti gera í framtíðinni, og því stæðu vonir til, að Evrópa láti til sín taka. Miklu meiri áihugi væri al- mennt hjá fólki í dag á sjúk- dómum þessum, en fyrir 3—4 árum. Sagði hann og að í ráði væri, að árið 1970 yrði Aifþjóðlegt Hjarta og æðarvemdarráð, og að ætlunin væri að hrinda í fram- kvæmd mikilli upplýsingas’arf- semi fyrir almenning. í júní verða tilbúnar áætlanir um framkvæmdimar, og í sept- ember n.k. verður haldinn fund- ur í Genf vegna þeirra. Árið Ii970 verður síðan haldinn alþjóðlegur fundur í Royal Festi- val Hall í London undir vernd Bretadrottningar á 20 ára afmæli samtakanna, og verður það stærsta ráðstefna, sem haldin hefur verið um þessi miálefni hingað til. Dr. Zofka kvað rannsóknar- stöð Hjarta og æðaverndartfélags ins hérna vera til fyrirmyndar. AKUREYRI: Þjófafélag afhjúpaö Akureyri, 28. janúar: f FYRRAVETUR var stolið 20— 25 þús. riffilskotum úr vöru- geymsluhúsi við Oddeyrartanga. Nú hefur lögreglan á Akureyri komizt á slóð þjófanna og situr einn þeirra í gæzluvarðhaldi. — 15.200 skot voru í vörzlum hans þegar hann var handtekinn, en ekki hefur enn tekizt að finna af ganginn, sem mun vera rösklega f jórðungur þýfisins. Nokkrir menn úr Eyjafirði og frá Akureyri munu vera viðriðn ir málið og hafa sumir þeirra þeg ar verið í yfirheyrslum hjá lög- 10 og 11 ára drengir lögðust út eftir innbrotsleiðangur — stálu fyrir tugi þúsunda og brutust inn á marga staði sömu nóttina sjoppunni á Brekkulæk 1. TVEIR strákar 10 og 11 ára gamlir lögðust út í Reykjavík eftir að hafa brotizt inn á nokkr- um stöðum í borginni í fyrri- nótt. Fundust þeir í gærmorgun á gangi í Bankastræti, en þeir höfðu þá dvalizt í nýbyggingu hluta næturinnar, þar sem þeir skiptust á om að sofa. Annar drengurinn hafði fyrir noíkkru brotizt inn í Tjarnarbæ og stolið þaðan 3000 kr., sem hann notaði síðan til þess að kaupa lykii að sjoppu, en lyk- ilinn hafði einn félagi nans fundið og seldi honum síðan fyr- ir 1000 kr. Lykillinn gekk að í fyrrinótt fór sá er hafði keypt lykilinn í leiðangur ásamt öðrum til og fóru þeir inn í sæl- gætisverzlunina og stálu þar tóbaki og ýmsum varningi fyrir tugi þúsunda króna. Báru þeir síðan fenginn í kofaskrifli, sem stendur nálægt Kassagerð Rvík- ur. Þegar drengirnir komu ekki heim á eðlilegum tíma í fyrra- kvöld var farið að leita að þeim og var þá m. a. leitað í fyrr- nefndum kofa og fannst þá allt þýfið. Drengirnir fundust ekki fyrr en í gærmorgun um kl. 7 og vor,u þeir þá á gangi í Banka- stræti og á heimleið. Eftir að hafa brotizt inn í búð- ina við Brekkulæk, brutust þeir inn í Sundlaugarnar og stálu þar peningaveski með 30 kr. Síðan brutust þeir inn hjá Kr. Kristj- ánssyni við Suðurlandsbraut, en stálu engu. Munu þeir þó hafa leitað í bílum að góssi. Eftir þetta ætluðu þeir að brjótast inn í Tjarnarbæ, en þar Ikomu þeir að öllu lokuðu og héldu þeir þá inn f eina ný- byggingu í miðborginni og lögð- ust þar til hvílu. Stóð annar á verði meðan hinn svaf. í gaer- morgun fundust þeir svo eirvs og að framan greinir á gönguferð í Austurstræti. reglunni. Við rannsókn málsins mun hafa versnað allur vinskap ur innan þessara þjófasamtaka og við það hafa mörg þjófnaðar- mál, sem ýmist voru óupplýst eða ekkert vár vitað um nú ver- ið dregin fram í dagsljósið. — Nokkurt magn af ýmiskonar varningi mun hafa fundizt í fór- um þessara manna, m.a. niður- suðuvörur. Sá sem í varðhaldinu situr mun hafa komið við sögu í flestum eða Qllum þessara þjófn aða, en hinir nokkuð á víxl. Sum innbrotin voru framin utan Ak- ureyrar, m.a. eitt í Reykjavík. Þá hefur sannazt að þeir munu hafa hitt fyrir bilaðan bíl á Mið- fjarðarhálsi í sumar og stolið úr honum öllu steini léttara, og seldu síðan einstaka hluti bíls- ins, sem varahluti. Rannsókn málsins er ekki nærri lokið og má búast við að enn fleira komi upp úr kafinu áður en yfir lýkur. — Sv. P. Sjólfvirk sím- stöð opnuð ó Tólknnfirði f fréttatilkynnimgu frá póst- og símamálastjórninni segir að miðvikudaginn 29. janúar kl. 16.30 verði opnuð sjálfvirk sím- stöð á Tálknafirði. Stöðin er gerð fyrir 60 númer, og 39 notendur verða nú tengdir við hana, en 14 sveitasknar verða að bíða Hnu- breytinga til þess að geta orðið sjálfvirkir. Svæðisnúmer stöðv- arinnar verður 94 en notenda- númer 2500—2559.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.