Morgunblaðið - 29.01.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JAJSTÚAR 1969
Gunnar Loftsson, yfirflugvirki, Sarge Milton, Björn Jónsson, flugmaður, Páll Halldórsson,
flugmaður, John Peoples og Guðjón Jónsson, flugstjóri.
Láta sig ekki muna um
20 sjólendingar
Þjálfun gœzluflugmannanna að Ijúka
B AND ARÍ K J AMENNIRNIR
tveir sem eru að kenna starfs
mönnum Landghelgisgæzlunn
ar að meðhöndla Albatros flug
bátana héldu íslenzkum vin-
um sínum smá kveðjuhóf á
fimmtudagskvöld. Flugmaður
inn, John Peoples, sagði að
hófið væri haldið í fyrra lagi
því þeir færu ekki fyrr en
um mánaðamótin en ekki
væri ráð nema í tíma væri tek
ið og ekki myndi gefast mikið
tóm til skemmtana á næstu
dögum því veðurútlit væri
gott og því yrði flogið ósleiti
lega.
Þeir félagar, og gæzlumenn
irnir, hafa átt annasama daga
síðan Albatrosbátarnir komu
til landsins og þykir nú ekki
mikið að framkvæma svosem
20 sjólendingar á dag. Sarge
Milton, hefur ekki verið síð-
ur önnum kafinn með sínum
starfsbræðrum og að sögn
flugmannanna sést sjaldnast
nema í iljarnar á þeim út úr
mótorunum.
Þeir Sargi og John eiga báð
ir langan feril að baki í her-
þjónustu, þeir hafa víða farið
og þjálfað marga flugmenn og
flugvirkja.. Þeir eru mjög á-
nægðir með hæfni íslenzku
flugmannanna sem þeir segja
'tvímælalaust með þeim beztu
á dag
sem þeir hafi nokkursstaðar
hitt.
John sagði að mikil hæfni
væri áreiðanlega nauðsynieg
hér fremur en víða annarsstað
ar vegna þess hve veðrabrigði
eru tíð og snögg, flugmennirn
ir þyrftu alltaf að vera á verði
og reiðubúnir að bregðast
fljótt og vel við nýjum vanda
málum. Það væri einnig aug
ljóst að miklar kröfur væru
gerðar til flugvirkjanna.
í lok hófsins færðu „kenn-
ararnir" tveim nemendum
sínum að gjöf fallegan skjöld
með gylltum vængjum, og
stóð á litlu spjaldi að hann
væri gjöf frá þeim til beztu
Albatros flugmanna sem fyr-
irfyndust.
TILKYNNINC
FRÁ STOFNLÁNADEILD
LANDBÚNADARINS
Umsóknir um lán vegna framkvæmda á
árinu 1969 skulu hafa borizt bankanum
fyrir 28. febrúar næstkomandi.
Umsókn skal fylgja umsögn héraðsráðu-
nautar, skýrsla um búrekstur og fram-
kvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð.
Lánsloforð, sem veitt voru á síðastliðnu
ári, falla úr gildi 28. febrúar, hafi bankan-
um eigi borizt skrifleg beiðni um að fá lánið
á þessu ári.
Engin ný skýrslugerð þarf.að fylgja slík-
um endurnýjunarbeiðnum.
Skjöl, sem borizt hafa vegna framkvæmda
á árinu 1968 og ekki voru veitt lánsloforð
um á því ári, verður litið á sem lánsum-
sóknir 1969.
Stofnlánadeildin telur ástæðu til þess að
hvetja bændur til ítrustu varkárni með
byggingaframkvæmdir og aðra fjárfestingu
á árinu og telur horfur á, að ekki verði unnt
að gefa lánsloforð nema til alveg bráðnauð-
nauðsynlegra framkvæmda.
Reykjavík, 27. janúar 1969.
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS.
Höfum
fyrirliggjandi
DISCUS
þakjarn
í stærðunum
6 — 12 fet.
M3ÓLKURFÉLAG REYK3AVÍKUR
Stúlka óskast
til starfa hjá félagsstofnun nú þegar, yngri en 30 ára
kemur ekki til greina. Krafist verður algjörar reglu-
semi, stundvísi og háttvísi. Starfið er fólgið í afgreiðslu,
ræstingu og ýmsum þjónustustörfum. Tvískiptar vaktir.
Eiginhandarumsókn, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, óskast send til bliaðsins fyrir 1. febrúar
n.k. merkt: „Félagsstofnun — 6196“.
leigaU aSeins
* »«*-*1 w
þér leig" fcöómetrag3a
k eólaxbring - * afhend^
ati hringia> ° «
mm8Mun%
car rental serwice ©
Rauðarár'stíg 31 — Sfmi 22022
BEZT AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU