Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1969, Blaðsíða 10
MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 196« ie Martröö skipstjórans á „ Pueblo “ Fromkoma N - Kóreumanna slíb, að naumast er hægt að telja þó til manna — Coronado, Kaliforníu. Réttarhöld þau, sem um þessa mundir fara fram til þess að kanna alla mála- vöxtu varðandi töku banda ríska skipsins Pueblo, hafa vakið gífurlega athygli, einkum framburður sk.ip- stjórans, Lloyd Bucher’s, og lýsingar hans á atferli N-Kóreumanna gagnvart honum sjálfum og skips- höfn Pueblo. Þannig hefur Bucher lýst því, að N-Kóreumenn hafi skipað sér að krjúpa á hnján- um fyrir framan sig, beint - skammbyssu að hnakka sér, dregið upp hanann og sagt að þeir myndu skjóta hann eftir tvær mínútur yrði hann ekki innan þess tíma búinn að skrifa undir játningu þess efnis að Pueblo hefði farið inn í landhelgi N-Kóreu. Er Bucher v-ar að lýsa þessu fyrir réttinum, reyndi hann að hafa hemil á tilfinningum sínum, og hefur gert þáð allan tímann. En er hér var komið sögu, þagði hann svo lengi, áður en hann hélt áfram lýs- ingunni, að herlæknir hljóp til hans. „Mundi skipstjórinn óska eftir að hlé verði gert nú“, var Bucher þá spurður af rétt inum. „Nei, herra“, svaraði Buch- er og gætti skjálfta í rödd hans í fyrsta sinn eftir að hafa borið vitni fyrir réttin- um í fjóra daga. „Ég vildi heldur ljúka þessu af, ef ég má. Ég veit ég get gert það.“ Skipstjóri Pueblo fékk sér vatnssopa og hélt áfram frá- sögn sinni. KRAUP A GÓLFINU „Þær tvær mínútur, sem ég kraup á gólfinu . . .“ Hér gerði hann aftur hlé á máli sínu, andaði djúpt og leit til konu sinnar, Rose, sem viðstödd var í salnum. Hún bar hönd fyrir augu sér svo maður hennar sæi þau ekki. „í þær tvær mínútur, sem ég var á gólfinu", byrjaði Bucher á nýjan leik, „endur- tók ég áðeins í sífellu orðin ég elska þig Rose, og . . .“ Hann barðist aftur fyrir að ná valdi á tilfinningum sínum, og tókst það. „Á þennan hátt beindi ég huga mínurn frá því, sem átti að gerast . . . ég sneri höfði mínu til hliðar svo þegar ég yrði skotinn myndi kúLan ekki hæfa foringjann (N- Kóreumann) sem stóð fyrir framan mig. Ofurstinn sagði: „Drepið tíkarsoninn" .... „Hleypt var af byssunni, en aðeins kom smá smellur. Ofurstinn sagði, að skotið hefði verið ónýtt. „Þú varst heppinn í sfðasta skipti. Þú átt aðrar tvær mínútur.“ HEYRÐI EKKI Í SKOTHYLKINU „En þegar skammbyssu- lásnum var rennt til baka heyrði ég ekki skothylki falla á gólfið .... þá vissi ég vel, að þeir ætluðu ekki að drepa mig.“ „N-kóreanski ofurstinn sagði að ég væri ekki byssu- kúlu virði .... þeir ætluðu að berja mig til dauða. Þeir spörkuðu í mig og tóku mig sannarlega í gegn. Ég missti meðvitund eftir nokkurra mínútna barsmíðar." „Mér var fleygt á flet mitt“, sagði Bucher og þar rankáði hann við sér. Um barsmíðarnar sjálfar sagði hann að þær hefðu að mestu verið „spörk og byssuskefti í bakið á mér.“ „Ég varð að komast á sal- ernið .... bað leyfis að mega fara. Það eina, sem ég pissaði, var blóð ... ég var enn ill- ur út í þetta fóik. Vörðurinn (vi’ð salernið) sagði mér að bíða við dyrnar. Ég ýtti hon- um frá með olnboganum, og hann öskraði eittihvað að mér, en mér var sama.“ Bucher kom aftur inn í her- bengið sitt, N-kóreanski of- urstinn (sem skipshöfn Pu- eblo kallaði Super C) hélt áfram staðföstum tilraunum sínum til þess að brjóta nið- ur viljaþrek skipstjóra Pueblo. Bucher sagði fyrir réttinum, að ofurstinn hafi greinilega verið „desperat" að fá játninguna undirrit- aða. „Mér var þá sagt af Super C, áð mér yrði sýnt hvað yrði um njósnara." Ofurstinn og liðsforingi, » , \ v j Lloyd Bucher, skipstjóri Puelblo, og kona hans Rlose koma til réttarins í Coronado þar sem Bucher skýrði frá hinni óhugnanlegu reynslu sinni. sem áhöfn Pueblo kallaði „íkornann" vegna útblásinna kinna hans, fóru nú með Bucher niður stiga frá þriðju hæðinni, þar sem hann var lokaður inni. Þeir settu hann upp í herbíl. Það var ekki fyrr en síðar, að Bucher komst að raun um að hann var staddur í Pyongyang, höf- uðborg N-Kóreu. „Við ókum í tíu mínútur eða svo. Bíllinn nam stáðar fyrir utan byggingu. Farið var með mig niður stiga og niður í hálfgerðan kjallara." „Þar niðri var Suður-Kóreu maður og var ól um brjóst- kassa hans, sem hélt honum fast að veggnum. Hann hafði þegar greinilega orðið fyrir miklum barsmíðum. Hægri handleggur hans var marg- brotinn — beinið stóð út úr hú'ðinni á einum stað.... “ Hangandi höfuð „Hann var hræðilega út- leikinn“, sagði Bucher, og gerði nú enn hlé á máli sínu til þess að ná valdi á tilfinn- ingunum. Hann sneri baki við Verður Gertsenmeiermálið vatn á myllu öfgamanna? EINS OG frá hefur verið sagt í Morgunblaðinu tók Eugen Gerstenmeier, forseti vestur- þýzka þingsins, nýlega þá á- kvörðun að segja af sér, eftir að flokkur hans hafði eindreg ið látið í Ijós vilja sinn í því efni. Þessi ákvörðun fylgdi í kjöflar ákafra deilna, sem blossuðu upp um miðjan jan- úar, þegar borgurum Vestur- Þýzkalands var birt skaða- bótaupphæðin, sem Gersten- meier hafði verið dæmd vegna ofsókna á valdatímabili naz- ista. Það kom upp úr dúrnum, að Gerstenmeier hafði fengið í miskabætur rösklega sex milljónir íslenzkra króna og að auki um 60 þúsund mánað arlega til æviloka. Þar við bættust laun hans sem forseti þingsins tæpar tvær milljón- ir, árlega. Mótmælabréfum tók að rigna yfir ráðamenn landsins og þess var krafizt að Gerstenmeier segði tafar- laust af sér. í Vestur-Þýzka- landi eru margir þeirrar skoð unar, að hefði Gerstenmeier ekki verið látinn segja af sér hefði það haft í för með sér fylgishrun fyrir Kristilega demókrataflokkinn í næstu kosningum. Það breytti í engu viðhorfi manna, þótt Gerstenmeier skýrði frá því, að meginhluta skaðabótanna hefði hann not að til að hjálpa aðstandendum þeirra manna, sem voru hengd ir fyrir aðild að samsærinu í júlí 1944 um að ráða Hitler bana. Þegar Gerstenmeier til- kynnti um ákvörðun sína þakkaði hann stuðningsmönn um sínum samstarfið um mörg ár og sagði, að hann hefði alla tíð einbeitt kröftum sínum í þágu frjáls og löglegs Þýzka- lands. Síðan sagði Gersten- meier: „Ég hefði betur verið nazisti. Þá hefði ég ekki þurft að verja mig“. Vitanlega var þarna sneitt að Kurt Kiesing- er, kanzlara, sem var á sínum tíma félagi í nazistaflokknum. Þessi orð Gerstenmeiers vöktu að sjálfsögðu gífurlega athygli og deilur. Mikið hefur verið skrifað um mál Gerstenmeiers í erlend blöð og The Econo- mist sagði fyrir nokkrum dög um meðal annars: — Við kipp um okkur ekki upp við það, þótt við heyrum um skyssur Lúbkes, forseta Vestur-Þýzka lands, sem mun láta af em- bætti í júní næstkomandi. Öll vitum við um Beate Klars- feld, sem réðst að Kiesinger, kanzlara, og rak honum kinn- hest, af því að faðir hennar hafði látizt í fangabúðum naz- ista. Og meðan hún beið eftir dómi — sem hljóðaði upp á tólf mánaða fangelsi — kom hún fram með þá hugmynd að einhver tæki sig til og hefði svipað i frammi við efnahags málaráðherrann Karl Sohill- er, þar sem hann hefði haldið fyrirlestra í Hamborg á valda tíma Hitlers. Nú er það hins vegar Eugen Gerstenmeier, sem er í sviðsljósinu. Og for- sendur eru þveröfugar þar sem Gerstenmeier var harð- snúinn andstæðingur nazism- ans. Árið 1938 sótti hann um prófessorsembætti í Guðfræði, en var neitað um það. í janúar 1945 var hann dæmdur af sér- stökum dómstól til sjö ára fangelsisvistar, íyrir að hafa átt hlut að samsærinu um að ráða Adolf Hitler af dögum í júlí 1944. Hann var leystur úr haldi í maí sama ár og þar sem hann var einn af sjaldséð- um hvítum hröfnum, sem gat sýnt fram á það, svo að ekki varð um villzt að hann hefði barizt gegn nazistum átti hann greiða leið til skjóts frama“. Það var fyrir þremur árum, Myndin er tekin af þeim Gerstenmeier og Kiesinger ganga til fundarins, þar sem Gerstein meier tilkynnti að bann mynði segja af sér. að vestur-þýzka þingið sam- þykkti lög þess efnis, að þeir sem hefðu orðið að þola of- sóknir meðan nazistar réðu ættu rétt til skaðabóta. Nú hafa andstæðingar Gersten- meiers vakið athygli á því að afgreiðslu laganna hafi verið flýtt mjög í vestur-þýzka þing inu og undrafljótt eftir gildis töku þeirra hafi honum verið dæmdar bæturnar. Flestum ber þó saman um, að það séu ekki bæturnar í sjálfu sér, sem skipti höfuðmáli, heldur hversu fljótt var gengið frá þeim og hversu gífurlega háar þær voru, þar sem alkunna er að fjölmargir eru í Vestur- Þýzkalandi, sem urðu að þola miklar þjáningar og skaða á þessum árum og hafa enn litl ar eða engar bætur fengið. Martin Niemöller, sem var miklum mun þekktari í and- spyrnuhreyfingu gegn nazist um og sat til að mynda árum saman í fangabúðum, fékk að- ein um hálfa milljón ísl. króna í skaðabætur. Ekki er enn séð fyrir end- ann á málinu, þó að Gersten- meier hafi vikið úr forsæti í vestur-þýzka þinginu, og marg ir eru þeirrar skoðunar, að þessar lyktir verði vatn á myllu öfgamanna og æsinga- seggja. áheyrendapöllunum svo erfitt var að greina tárin í augum hans. Neðri vör hans lafði niður og til hægri. Hægra augað hafði verið stungið úr honum. Höfuð hans hékk nið- ur. ... “ „Mikið af einhverjum svört um vökva hafði runnið úr augnatóttinni og niður kinn- ina .... sterkum ljósum var beint að þeim .... þeir voru alls þrír í herberginu." Bucher sagði að N-Kóreu- mennirnir hefðu sagt sér að þetta væru njósnarar frá S-Kóreu. „Ég varð gjörsamlega yfir- þyrmdur. Ég fékk áfall yfir því að sjá manneskju í þessu ásigkomulagi. Ég man ekki eftir því þegar ég yfirgaf þessa byggingu eða kom aftur til þeirrar þar sem ég var í haldi. Ég hélt ég hefði fengið martröð. Ég hafði misst minn ið um stundarsakir. Mér var sagt að nú vissi ég hvað yrði um njósnara, við værum Framhald á bls. S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.