Morgunblaðið - 29.01.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.01.1969, Qupperneq 13
MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAOUR 29. JANÚAR 1969 13 „AUMUR ER LAGALAUS LÝÐUR“ „AUMUR «r lagalaus Iýður", segir einhvers staðar. En lög geta verið tvíræð — “ Með lögum skal land vort byggja, en með ólögum eyða“, sagði hinn spaki Njáll. Vlð íslendingar búum við marga lagabálka og erura að því leytinu til ekki „lagalaus lýður". En við getum ekki framfylgt nema hluta þeirra refsinga, sem dæmdar eru á grundvelli okkar lagabálka. 1 mörgum tilfellum sér vald það, sem um framkvæmd refs inga á að annast, ekki annað fært en yfirgnæfa dómsvald- ið og gera úrskurð þess að engu. 1 reyndinni erum við íslend'ingar því „lagalaus lýð ur“, þrátt fyrir lagabálkana, sem sumir hverjir eru orðnir í framkvæmdinni ólög ein. SUMARIð 1963 var í sam- bandi við svokallaða Skál- holtshátíð veitt almenn náð- un sakamanna. — Þyrfti sjálf sagt víða að leita til að finna sambærilega forsendu fyrir notkun á náðunarvaldinu. — Ekki er þeim, sem þetta rit- ar, kunnugt um, hversu mörg fangelsisár voru strikuð út þá, en rannsókn, sem gerð var hjá Sakadómi Reykjavík ur kring um 1. desember sl. leiddi í ljós, að af dómum, sem kveðnir voru upp við það embætti á tímabilinu frá „Skálholtsnáðuninni“ til árs- loka 1967, reyndust óúttek- in fangelsisár samtals vera um 60 (og er þarna þó að- eins um óskilorðsbundnar refsingar að ræða). Á sl. ári námu dæmdar óskilorðs- fyrir Sakadómi Reykjavíkur samtals um 67 fangelsisárum. Hér á landi er fyrir hendi eitt ríkisfangelsi, þar sem hægt er að láta afbrotamenn afplána farigelsisrefsingar. Þetta íanigelsi, sem reyndar ber heitið Vinnuhæli ríkis- ins að Litla-Hrauni, getur nú tekið við 29 föngum í senn. Fyrir Sakadómi Reykjavíkur einum voru því á sl. ári dæmd rösklega helmingi fleiri (ífskilorðsbundin fangelsisár en tök eru á að framfylgja. Og ef gera ætti hreint fyrir dyrum í þessum efnum núna tæki fjögur ár rúm að fram- fyilgja þeim refsingum, sem þegar hafa verið dæmdar. — Á meðan mættu auðvitað eng ir nýir dómar bætast við! Vissuiega telst eðlilegt, að einhver hluti dæmdra refs inga verði aldrei afplánaður, til þess geta legið ýmsar á- stæður: Dómþoli verður al- varlega sjúkur, deyr eða verð ur á annan hátt ófær um að taka út refsingu sína, og svo geta náðanir komið til. Þessi óafplánaði hluti getur þó aldrei orðið mjög verulegur eða meirihluti, nema því að- eihs, að náðunarvaldinu sé misbeitt. Stjórnarskrá fslands mælir svo fyrir, að forseti lýðveld- isins náði menn og veiti al- menna uppgjöf saka. Dóms málaráðherra gerir þó tillög- ur um allar slíkar embættis- gjörðir og er náðunarvald- ið því raunverulega í hans höndum og hans ráðuneytis, því að vart mun hafa komið fyrir, að foresti setti sig upp á móti óskum dómsmálaráð- herra í þessum efnum. Getuleysi okkar til að fram fylgja lögum og rétti í land- inu hefur óhjákvæmilega leitt tiil fleiri náðana en æskilegt má telja og grunur leikur á, að framangreind heimild stjórnarskrár lýðveldisins ís- lands hafi oft á tíðum verið misnotuð með ótímabærum og of mörgum náðunum. Liggur í augum uppi, hver áhrif slík misnotkun hefur á 'lög og rétt í landinu auk þess sem hún lýsir lítilli virðingu fyrir æðsta embætti landsins. Handahófskenndar og ó- tímabærar lausnir saka- manna eru staðreynd og leiða oft til þess, að þessir saka- menn fremja ný afbrot, þegar þeir samkvæmt dómi ættu að sitja bak við lás og slá! Nýlega var handtekinn maður, sem hafði falsað og selt ávísanir fyrir tugi þús- unda króna. Tuttugasta des- ember sl. lét dómsmálaráðu- neytið mann þennan lausan af Lifla-Hrauni og átti hann þá eftir rúma 60 daga af þeim dómi, sem hann var að taka út. En ekki nóg með það. Hann átti inni annan dóm upp á rúmt ár, þannig að ástæða virðist hafa verið til að láta mann þennan sitja svolítið lengur inni. Nei, landsins að vera fólkinu það aðhald, sem lög ávallt eiga m.a. að vera ... “ en með ó- lögum eyða“, sagði Njáll. Við þurfum ekki að leita lengi til að finna glögg dæmi um þessi áhrif. Veiðar í ís'lenzkri landhelgi varða við lög, sem dómstólar lands- ins hafa lengi dæmt eftir. Fá- um ef nokkrum, þessara dóma var framfylgt. íslenzk- hann er látinn laus og þrem- ur vikum síðar handtekinn fyrir sama brot og áður, þann ig að nú bætist þriðji dóm- urinn við! Hver borgar svo fé það, sem maður þessl not- aði tækifærið til að svíkja út á meðan hann lögum sam- kvæmt átti að sitja í fang- elsi? EN það er ekki aðeins að getuleysið til að framfylgja lögunum skaði dómstóla lands ins heldur afvegaleiðir það fólkið í 'landinu líka. Almenningur missir trúna á lög, sem hann sér virt að vett ugi, og um leið hætta lög áþreifanlega varir, að það sem hét ólög, þegar íslenzkir áttu í hlut, hét vissulega lög, ef hægt var að koma þeim yfir útlendinga. Virðing er- 'lendra fyrir íslenzkum lög- um og íslandi fór þverrandi en íslenzkir fyrirmenn gum- uðu á erlendri grund af „elzta þjóðþingi í heimi“ og þágu „lof“ fyrir. Annað dæmi: Ölvun við akstur varðar við lög á ís- landi og nái áfengismagnið vissu marki gera þau lög ekki i ráð fyrir vægari refsingu en varðhaldsdómi. En um leið og dómarinn íklæddur skikkju réttlætisins, kveður upp dóm samkvæmt þessum lögum „Með lögum skal land byggja ... ir skipstjórar hættu að taka nokkurt mark á þessum lög- um og virtu þau að vettugi. Sögur um djarfleg landhelg isbrot urðu ein meginuppistað an í íslenzkri fyndni og al- * menningur hló dátt að. Lög landsins voru fótum troðin í orði og á borði. En svo var höfuðið bitið af skömminni og til þess notað 50 ára full- veldisafmæ'li landsins, öllum landhelgisbrjótum voru gefn- ar upp sakir. Og nú dundi landið við skellihlátra fólksins. En um leið og þessi þró- un átti sér stað á íslandi urðu erlendir fiskimenn þess verður hann eiginlega að játa að dómurinn sé í rauninni marfeleysa. Að vísu er hann kveðinn upp samkvæmt ís- lenzkum lögum en fram- kvæmdaváldið (dómsmálaráðu neyfið) er ætíð fúst til um- ræðna um náðun gegn greiðslu tiltekinnar sektar- upphæðar. — Og dómþolinn brosir auðvitað fullur skiln- ings á framgangi laga og rétt ar á íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni er dómsvald- ið hjá dómendum. Vitanlega er ætlunin að svo sé í reynd, en eigi aðeins á pappírnum. Framhald á bls. 15 Guðm. G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Tuttugu ár í útlegð Óskar Aðalsteinn: Úr dagbók vitavarðar. Iðunn. Valdimar Jóhannsson. Reykjavík. 1968. HÖFUNDUR þessarar bókar, Óskar Aðalsteinn, hefur nú á vori komanda „legið lengur úti“ en Grettir Ásmundsson — eða rétta tvo áratiuigi. Hann varð vita vörður í Látravík, austan Horn- bjargs, vorið 1947, en hinn 1. maí það vor varð hann 28 ára. í Látravík var hann þrjú ár, en varð síðan eftir tveggja ára dvöl á ísafirði vltavörður í Keflavík, sem iskerst inn á mi'lli hinna hrikalegu fjaila, Galtar, norðan Súgandafjarðar, og Öskubaks, er akilur hina þröngu Keflavík og hina víðlendiu og til skamms tíma allfjöllbyiggðu Skálavlk, sem nú er komin í eyði. Fram á þessa öld var 'búið myndarlega á Gelti, yzta bæ við norðanverðan Súg- andafjörð, og þó að tröllavegur sé þangað úr Keflavík, annað tveggja yfir hátt fjall eða undir bröttum og skriðuigjörnum sjáv- arhömrum, þar sem sæta verður sjávarföllum sakir forvaða, var þó mikill munur fyrir Keflavík- urbóndann að eiga þar víst skjól og aðhlynningu eða að eiiga sér ekkert athvarf á allri leiðinni úr Keflavík og inn að Norðureyri, sem er beint á móti kauptúnimu Suðureyri ...... Þá er og svo brimasamt í Keflavík, að ekki er ávallt að því hlaupið, sízt fyrir einyrkja, að bregða sér sjóleiðis til næstu nágranna. Óskar Aðalisteinn var aðeins tvítugur, þegar fyrsta bókin kom frá hans hendi — og einungis tveimur árum seinna kom frá homum hin stutta, en sérstæða og vel gerða saga, Grjót og igróður. Næsta skáldsaga hans var Húsið í Hvamminum, sem lesið var í útvarp sumarið 1908 og hlaut miklar vinsældir. íÞegar hann gaf út þá sögur, var hann 25 ára gamall. Síðan hefur hann verið Óskar Aðalsteinsson. sískrifandi, og er Úr dagbók vita- varðar fjórtánda bók hans. Af síðari bókum hans er bezt gerð Skáldsagan Kosningatöfrar, sem út kom árið 1958. Þessi síðasta bók Óskars er ekki skáldsaga, heidur allsundur leitir þættir að efni, gerð og gæð- um. Fyrir mörgum árum skrifaði Óskar og gaf út 'bækling, sem heitir Saga Gísla Brimness, og hluti af þeim bæklingi fyllir 36 síður þessarar bókar. Saga Gísla á alls ekki heima í bókinni og auk þess er margt í henni með slíkum ólíkindum, að frekar mætti kalla það „háð en lof“, þótti hvorki sögumaðurinn né söguritarinn hafi til þess ætíazt. Þarna er og þáttur af hinum merka og sérkenni'lJega Marthiní- usi Simson, Ijósmyndara á ísa- firði. Sá þáttur er sknáður, þá er Óskar átti heima á ísafirði, og á ekkert skylt við dvöl hans eða annarra norður í Látravík eða vestur í Keflavík, en hins vegar er þátturinn vel skrifaður og gefur furðu glöigga hugmynd um æviferil Simsons, gerð hans og hugmyndir um vandamíál til- verunnar. Þá er og þarna greinar korn um Sigurð Kristófer Pét- ursson, sem hafði álhrif á Óskar í bernsku hans. Þetta greinar- korn er skýrt og skilmerkilega skrifað, en höfundurinn gerir enga grein fyrir því, á hvern hátt eða að hvaða leyti Sigurður Kristófer hafi mótað lílf hans og liflsstefnu — það verður til dæm- is alls ekki af greinarkorn- inu, ráðið, að hinn vitri harm- kvælamaður hafi átt þátt í því, að ÓSkar Aðalsteinn hefur getað sætt sig við að „liiggja úti“ í tutt- ugu ár á þroskavænlegasa skeiði ævi sinnar. Allt öðru máli gegnir um þætt- ina af hjónunum Bjargeyju Pét- ursdóttur og Sigmundi Guðna- syni og þáttinn Á Galtarvita. Þeir eru þannig að efni, gerð og anda, að þeir gefa þesisari bók verulegt gildi. Siigmundur Guðnason hafði I þrjú 'ár verið vitavörður í Látra- vík, þegar Óskar Aðalsteinn réðst þangað. Fyrst flór Óskar norður einn sínis liðs. Þá kynnt- ist hann Bjargeyju Pétursdótt- ur og hún sagði honum söigu sína og um leið að nokkru sögu lífls- baráttu fjölmargra annarra fevenna og karla, sem byggðu um aldir hinar harðbýlu Hornstrand- ir. Þessi saga er sögð á aðeins 33 blaðsíðum, en 'hún er í öllu sínu llátleysi ærið fróðleg og merki- leg. Hún er saga ifiátæktar, jafn- vel örbirgðar, átakanlegra þrek- rauna og þungra harma, en einn- ig furðutegs þre'ks og manndóms og heilihuga ástar á hinurn tignu, en hrikalegu og oftast harð- leiknu átthögum, og ekki sízt er hún glöggt dæmi þess, hvernig íslenzk erfðamenning liffði aff 1 lágum hreysum, þar sem hún varð Ijós, sem lýisti veginn tii andtegrar þjálfunar og þroska og yljaði svo, að jafnvel þá, sem harðast var að þrengt, kól ekki á hjarta. Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.