Morgunblaðið - 29.01.1969, Page 24
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGR EIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍMI 10.100
AUGLYSIN6AR
SÍMI 22.4*80
MIÐVIKUDAGUR 29. JANUAR 1969
Næg loðna fyrir flotann á
rúniu veiðisvæði
Hœgviðri á miðunum fyrir austan land
VIÐ höfðum samband í gær við
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ing á síldarleitarskipinu Árna
Friðrikssyni, þar sem skipið var
statt fyrir austan land. Sagði
Hjálmar að þeir hefðu farið í
loðnuleit í gær allt norður undir
Langanes, og um 90 mílur út frá
landinu, en það hefði verið frem
ur lítið að sjá á mælum eftir þvi
sem norðar drægi. Loðnulóðning
ar hefðu þó komið öðru hvoru
á íandgrunnskantinum, en í mun
smærri stíl heldur en sunnar á
svæðinu út af Dalatanga.
Hjálmar sagði að á svæðinu út
af Dalatanga væri mjög mikil
loðna. Loðnan er þar u.þ.b. 40
Ólöf Pálsdóttir
rriílur í austur frá landinu og
nær loðnubeltið út að 80 míl-
unum, en það er um 30 mílur
á breidd frá suðri til norðurs.
Hjálmar sagði að nokkur daga
skipti yæru á lóðningum, en
þær þrjár nætur, sem þeir hefðu
SATTAFUHDUR
SÁTTAFUNDUR sjómanna og
útvegsmanna með sáttasemjara
stóð yfir frá kl. 3 e.h. í fyrradag
til kl. 7 í gærmorgun. Sáttafund-
ur hófst aftur kl. 20,30 í gær-
kvöldi og stóð hann enn yfir
þegar blaðið fór í prentun.
Morðmólið brótt
dómtekið —
ÞINGAÐ var í máli Gunnars
Frederiksens, meints morðingja
Jóhanns Gíslasonar, deildar-
stjóra Flugfélags fslands, í gær.
Samkvæmt upplýsingum Þórðar
Björnssonar, yfirsakadómara, má
búast við því, að mumnlegur
málflutningur hefjist eftir um
þáð bil hálfan mánuð, en þegar
að honum loknum, verður málið
dómtekið.
,,Sfórbrotin
myndrœn áhrif
— Listgagnrýnandi Berlinske Tidende
lýkur miklu lofsorði á listaverk
Ólafar Pálsdóttur, sem nú eru
á sýningu r Kaupmannahöfn
44
Einkaskeyti til Mbl. frá
Rytgaard, —
Kaupmannahöfn, þriðjudag:
Listgagnrýnandi „Berlinske Tid-
ene“ Jan Zibrandtsen mag. art.
skrifar í dag um sýningu listafé-
lagsins „Lille gruppe“, sem
stendur yfir í Kaupmannahöfn.
f ár er Ólöf Pálsdóttir þátttak-
andi í sýningu félagsins ásamt
þremur dönskum listakonum,
sem verið hafa félagar hennar
í Listaháskólanum í Kaupmanna
höfn og buðu henni að gerast
meðlimur í félaginu.
Jan Zibrandtsen kemst m.a. að
orði á þessa leið í grein sinni:
„Höggmyndir Ólafar Pálsdótt-
ur gefa hugmynd um verk henn-
ar um árabil, alveg síðan hún
vann gullverðlaun Listaháskól-
ans og var nemandi þar. Gull-
verðlaunin fékk hún fyrir styttu
af ungum manni, sem situr með
framrétta arma. Þetta verk var
síðar sýnt á íslenzku sýningunni
í Louisiana og á það hefur allt-
af verið litið sem mikið listaverk.
En það er sérkennilegt, að 1 hvert
skipti sem maður horfir á það
finnst manni að í því birtist ný
myndræn verðmæti. Formið lif
ir með óvenjulegum traustleika
og spennu. Ef til vill á þetta yrk
isefni að túlka ungan mann sem
breiðir faðminn bjartsýnn móti
sinni eigin framtíð. Þessi stytta
ber nafnið „Sonur“. Það er hér
á sýningunni í gifsi en Listasafn
fslands í Reykjavík á það í
bronsi.
Frarahald á bls. 23
verið þar hefðu mjög stórar
torfur verið tvær næturnar, en
aðeins minna eina nóttina. Loðn-
an hefur verið uppi á kvöldin
um og ofan við 50 metra dýpi
og haldið sig þar fram undir
rnorgun, en farið þá niður á 200
metra dýpi.
Sagði Hjálmar að sér virtist
loðnan aðeins vera á hreyfingu
suður á bóginn en hún færi rétt
sigandi.
Framhald á bls. 23
IGECAN
hominn í log
— Scotice tengdur
í dag
EINS OG sagt hefur verið frá í
fréttum slitnuðu báðir sæsíma-
strengirnir, Icecan og Skotice
fyrir síðustu helgi. Viðgerð á
sæsímastrengnum Icecan lauk á
mánudagskvöld sl. um miðnætti.
Viðgerðarskipið er nú á leiðinni
að Skoticestrengnum, en hann er
slitinn skammt fyrir sunnan Fær
eyjar. Er skipið væntanlegt á
slitstaðinn í dag og kemst sam-
band því væntanlega í lag á morg
Tvær ungar blómarósir á gönguferð um Austurstræti Tómasar
einn undangenginn góðviðrisdaginn. Stuttklæddar og hressar í
fasi. Einhver kynni að halda að hann hefði séð tvöfalt, en ljós
myndarinn fullvissaði okkur að Þær hefðu verið tvær, en ná-
kvæmlega eins klæddar. Ljósm. Mbl. Kr. Ben.
Nýjung í fiskvinnslu hérlendis:
Veiða hörpurfiska til vinnslu
Bolungavíkurbátur með upp í tvö
tonn af hörpudiski í róðri
20 manns vinna afla af einum bát
Útgerðarfyrirtækið Guðfinnur
Einarsson h.f. í Bolungarvik
hefur að undanförnu látið gera
tilraunir með veiðar á hörpudisk
um til þess að vinna fiskinn úr
skelinni og fiytja hann á erlend-
an markað. Sl. ár sendi fyrirtæk
ið nokkrum sinnum út bát til
þess að ná í sýnishorn af hörpu
diski og fleiri skeljum svo sem
öðu og kúfiski.
Athuganir sem voru síðan gerð
ar á hráefninu hér heima og
erlendis urðu til þess að Guð-
finnur Einarsson taldi ástæðu
tii að halda áfram á þessari
braut og hefur verið lögð áherzla
á hörpudiskaveiðar, sem hafa
farið stöðugt vaxandi og virðast
nú vera farnar að bera góðan
árangur. Við fengum upplýsing-
ar um þetta mál í gær hjá Guð-
finni Einarssyni í Bolungarvík.
Vélbáturinn Hrímnir frá Bol-
ungarvík, sem er 25 tonn, hefur
allan janúarmánuð verið við
hörpudiskaveiðar á Jökulfjörð-
unum og hefur mestur tíminn
farið í að reyna mismunandi veið
arfæri. Skipstjóri á Hrímni er
Hörpudiskur.
Guðmundur Róismundisson, en
alls eru 3 skipverjar á bátnum.
Hafa þeir Hrímnismenn þreifað
sig áfram með veiðiaðtferðir og
Framhald á bls. ^
Sútunarverksmiöja og prjónaverksmiðja
áformaðar fyrir norðan líklega á Sauðárkróki
PÁLMI Jónsson, forstjóri Hag-
kaups hf. hefur ásamt fleiri
mönnum haft áform um að
stofnsetja sútunarverksmiðju, og
einnig að koma upp sokka-
buxnaverksmiðju í Norðurlands-
kjördæmi vestra. Var í fyrstu í
athugun að sútunarverksmiðjan
yrði á Hofsósi, en nú er útlit
fyrir að báðar verksmiðjurnar
verði staðsettar á Sauðárkróki
og hefur verið leitað fyrir-
greiðslu bæjaryfirvalda í sam-
bandi við það.
Mbl. spurði fréttaritara Mbl.
á Sauðárkróki, Kára Jónsson,
um þetta. Sagði hann, að um-
beðin fyrirgreiðsla yrði miðuð
við ívilnanir á gjöldum fyrstu
árin. Hefði bæjarstjórn haft
málið til athugunar og muni
hafa vísað því til lögfræðings
síns til að semja við Pálma.
Væri mjög almennur áhugi á
Sauðárkróki á að þessi fyrir-
tæki og önnur iðnfyrirtæki rísi
þar upp, því iðnaður sé sú at-
vinnugrein, sem þar hljóti að
verða byggt á.
í viðtali við Pálma Jónsson í
blaðinu Norðanfara, er nánar
skýrt frá áformum um báðar
verksmiðjurnar. Hafa vélar þeg-
ar verið keyptar í verksmiðjurn-
ar báðar og sölumöguleikar
kannaðir fyrir framleiðsluna.
Hefur verið undirbúinn nægur
markaður til að grundvalla
framleiðsluna á, en samvinna
verður um söluna við bandarísk-
an sölusérfræðing, Thomas A.
Holton, sem á undanförnum ár-
um hefur annazt sölu á gærum
og ullarvörum vestanhafs. Hefur
í samvinnu við hann verið und-
irbúinn nægur erlendur markað-
ur, til að grundvalla framleiðsl-
una á, en gengisfellingin í nóv-
ember skapaði grundvöllinn fjrr-
ir þessi fyrirtæki, að því er
Pálmi segir.
Aætlað er að sútunarverk-
smiðjan framleiði 160 þúsund
skinn á ári og muni skapa 40—50
manns atvinmi árið um kring.
Auk þess munu opnast í sam-
bandi við 'hana möguleikar á
stofnun nýrra fyrirtækja, er
Framhald á bls. 23