Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1960 13 Cunnar Torfason, framkvœmdastjóri F B. Hlutverk framkvæmda nefndarinnar Athugasemdir við ummceli Ottós Schopka 1 viðtali við Otto Scshopka, fram kvæmdastjóra Landssambands iðnaðarmanna, er birtist í Morg- unblaðinu 20. febrúar 1969, vík- ur hann mjög að hlutverki og Gunnar Torfason. starfsaðferðum Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar. Nauðsynlegt er að lefðrétta ýms- ar missagnir og rangtúlkanir er þar koma fram og sem vafalaust má kenna vanþekkingu fram- kvæmdastjórans. Meðal annars fullyrðir hann eftirfarandi: Að Framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar (FB) hafi mis- skilið hlutverk sitt og gerst framkvæmdaaðili í byggingar iðnaðinum og tekið upp stór- fellda þjóðnýtingu hans. Að ekkert byggingafyrirtæki hafi verið nægilega stórt til þess að taka að sér 1. áfanga framkvæmdanna, þ.e. bygg- ingu 312 íbú'ða og þvi hafi slíkt fyrirtæki verið búið til. Samið hafi verið við það um framkvæmdirnar, í stað þess að bjóða þær út og gefið bjóð endum kost á valfrelsi um byggingaraðferðir. Að framkvæmdir FB hafi ekki gert byggingariðnáðinn í land inu hæfari til að sinna því : hlutverki sínu, að framleiða nægan fjölda íbúða á hVerj- um tíma með hóflegum kostn aði. Hér sýna staðreyndirnar ofur- lítið aðra mynd. Er því nauð- synlegt að eyða nokkrum orðum í það áð lýsa raunveruleikanum, hvað útboð og fyrirkomulag framkvæmda snertir. Þegar Framkvæmdanefndin hóf störf sín, ákvað hún að koma á fót teiknistofu, er annast skyldi hönnun allra þeirra bygg inga, sem reistar yrðu á vegum hennar. Þessi stofnun hefur síðan annast mestalla hönnun á vegum nefndarinnar, útboð, samninga- gerð og eftirlit með framkvæmd um, en alls engar framkvæmdir. Meiri hluta efnisinnkaupa hefur Innkaupastofnun ríkisins annast og allt bókhald og greiðslur hafa verið í höndum Veðdeildar Landsbanka íslands. Áður en lokið var teikningum af íbú’ð 1. áfanga, auglýsti FB eftir aðilum, er áhuga hefðu á því að taka að sér byggingu íbúða á hennar vegum á grund- velli samkeppnisútlx>ðs. Úr þessu forvali einangruðust síðan tveir aðilar, er mynduðu nýtt verk- takafyrirtæki. Við þetta nýja fyrirtæki var síðan samið í áföngum og náði verkefni þess yfir grunngröft, uppsteypu, þaksmíði, lokun og múrverk, auk reksturs bygging- arstáðarins. Þessi kostur var með al annars valinn vegna þess að hér var um nýja byggingarað- ferð að ræða og forsvarsmenn þessa fyrirtækis höfðu öðrum fremur reynzlu á þessu sviði, en stærð þess borin saman við önnur byggingafyrirtæki, kom þar ekki við sögu. Auk samnings þessa, sem nær yfir rúm 40% af Þegar vilji er fyrir hendi, eru íslenzkir iðnaðarmenn fljotir að tileinka ser nyja tækni, ny tæki og nýjar aðferðir. Fjölbýlishús FB í uppsteypu. deila, hvort verk eins og hér um ræðir eigi að bjbða út eða ekki og þá sem heildarútboð eða í smærri verkliðum. Líta verður á 1. áfanga FB í Brefðholti í fyrsta lagi sem tilraunaáfanga. Hefur það fyrirkomulag útboða og samninga, sem fyrir valinu varð, þann stóra kost í för með sér, að nú þegar þessum bygginga- mh n.i4- Utht íbuða FB í Breiðholti. verkinu boðin út á frjálsum mark aði, bæði undirverktök og efnis- innkaup. Frá upphafi hefur FB haft náið samband vi'ð mörg verk- taka- og framleiðslufyrirtæki á byggingarsviðinu varðandi ýmis hönnunaratriði. Hefur það verið starfsmönnum nefndarinnar styrkur í störfum og eiga þessir aðilar þakkir skildar. I öllum útboðum sínum hefur fram- kvæmdanefndin íagt ríka áherzlu á valfrelsi bjóðenda og í mörg- um tilfellum óskað sérstaklega eftir breytingatillögum. Er því hér um stórfelldan mis- skilning að ræða, þegar Otto Schopka telur að nefndin hafi ekki boðið verkin út, heldur gerzt framkvæmdaaðili sjálf og alls ekki gefið bjóðendum kost á valfrelsi um framkvæmdaaðferð ir. Vitaskuld má alltaf um það áfanga er lokið, getur fram- kvæmdanefndin gert sér glögga grein fyrir því, hvaða þættir hinna nýju byggingaraðferða hafa kostnaðarlega gefið góða raun og hverjir ekki. Hvað snertir hæfni byggingar- iðnaðarins til þess áð sinna hlut- verki sínu, má segja eftirfarandi: Einmitt og eingöngu vegna framkvæmda FB í Breiðholti og þeirra fjöldaframleiðsluaðferða, er þar hafa verið teknar upp, hefur ýmsum verktökum verið gert kleift, að koma sér upp góðri framtíðaraðstöðu. Er hér átt við aðstö'ðu, er gerir hin ýmsu fyrirtæki samkeppnifærari, þegar um stærri verkefni og fjölda- framleiðslu er að ræða. Nægir hér að benda á framleiðslu inni- hurða, útihurða, glugga, skápa, eldhúsinnréttinga og steinsteptra eininga. Hefur verktökum á þess um sviðum safnast . dýrrnæt reynzla og þekking, og í mörgum tilfellum bættur húsa- og véla- kostur. Er lækkað verð á innrétt- ingum á almennum markaði að undanförnu talandi tákn um þá jákvæðu þróun, sem hafizt hefur með tilkomu framkvæmdanefnd- arinnar. Einmitt vegna framkvæmda FB hefur byggingariðnaðurinn í dag á áð skipá aðilum, sem hver á sínu sviði getur með litlum fyrir vara hafið fjöldaframleiðslu á einmgum til íbúða. Jafnframt er riokkur trygging fyrir því að hagkvæmt verð fengist, hvort heldur væri með samkeppnistil- bo'ðum eða beinum samningum. Um hæfileika íslenzkra iðnaðar- manna til að framleiða gæða- vöru þarf ekki að efast. Otto Schopka heldur því fram að FB hafi misskilið hlutverk sitt og gefur í skyn að margt, ef ekki allflest, hafi brugðizt í sam bandi við framkvæmdir nefndar innar í Breiðholti. En er ekki staðreyndin sú að þeir misskilja sitt hlutverk, sem koma fram með vanhugsaðar full yriðingar eins og þær sem víða má sjá í grein Ottós. Staðreyndirnar eru fyrir hendi, nú þegar lokið er 1. byggingar- áfanga FB. Byggðar hafa verið mjög ódýrar, vandaðar íbúðir á mjög stuttum tíma. Að sjálfsögðu hefur nefndin þurft að glíma við ýmis byrjunar vandamál, en þegar á heildina er litið, er augljóst að smávægilegir vankantar á framkvæmdunum, sem sniðnir hafa verið af jafn- óðum, verða harla léttvægir á móti hinni dýrmætu reynzlu í notkun nýrra byggingaráðferða, byggingartækja og byggingar- efna, sem áunnizt hefur. Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar er í dag vel undir það búin að hefja byggiragu næsta áfanga. LOFTUR H.F. LJÖSMYNDASTOFA •^gólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 14772. TIL SOLU Volvo Amazon, árg. 1968. Lít- ið ekinn Vellir hl. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. Heildsalar Innflytjendur Iðnfyrirtæki vill komast í samband við innflytjanda sem tæki að sér innflutning á hráefni. Hér gæti verið um mikil viðskipti að ræða. Óskum viðræðna. Nöfn skilist á afgr. Mbl. fyrir miðvikudag merkt: „Iðnaður — 2955“. SKYI IDI2 iAL/ VESTURYSRI AÐALSTRÆT! 6 - 1 SÍMI 17575

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.