Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐI0, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 BÍLALEtGAN FAtllRH f car rental service © 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 siH' 1-44-44 mfíifw/fí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. 4 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN AKBRAUT Mjög hagstætt leigugjatd. SÍMI 8-23-47 Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar, púströr og fleiri varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. - Simi 24180. > FRÁBÆRT ÚTSÝNI yfir borgina og höfnina, líkt og úr hinu fræga Hotel Hassler yfir Róm, Tour d'argent yfir París. Maturinn er óviðjafnan- legur. — Ógleymanleg endur- minning, sem þér skulið ekki láta ganga yður úr greipum er 1 þér komið til Kaupmanna- 1 hafnar. Hótel Evrópa HÓTEL RESTAURANT SELSKABSLOKALER H. C. Andersen Boulevard 50. Köbenhavn V. 0 Ekkert hundahald í Grímsey: Þórunn Ingvarsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Éftir að hafa lesið greinina „Bjarndýr og varðhundar" í Morgunblaðinu 24. janúar, kom fram í huga mé’ saga, sem faðir minn, Ingvar Guðmundsson, sagði mér, en hann var fæddur í Gríms- ey og uppalinn þar. Á unglings- árum hans var um tíma reynt að hafa hunda í eynni, en þeir eyði- lögðu þá allt æðarvarp. Þeir fældu æðurnar af eggjum, brutu eggin og átu úr þeim. Þær æð- ur, sem flugu ekki frá hreiðrinu, drápu þær og rifu í sundur. Þær æður sem foðuðu sér á sjóinn, komu aldrei aftur að hreiðrum sínum. Dúnninn var úti um allt. Það hafði verið ófögur sjón að horfa á alla þessa eyðileggingu, jafnvel ófleyga kríuunga eltu þeir og drápu. Svo, þegar varpið var eyðilagt, þá fóru hundarnir að elta féð og reka það og hrekja um alla eyjuna. Það fékk ekki neitt að vera í friði fyrir þessum hundum, ekki wm&'MKœszmEX&œs&œm _____ ._ ____________ HÁDEGISVERSAR- FUNDUR Laugardagur 15. marz kl. 12.30. Magnús J. Brynjólfsson kaupm. ræðir um SMASÖLUVERZLUN. VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI. HOTEL einu sinni fiskur í fjöru eða f stakkstæðum. Grímseyingar eru duglegir menn, ég vona, að þeir hlúi vel að sínu æðarvarpi, og hver bóndi þar verji sinn blett, þar sem hans æðarvarp er, sem hverri jörð tilheyri þar yta. Sé Gímsey umkringd föstum Is að vetrarlagi og óttazt er að bjarndýr komi með honum, mætti fá einn eða tvo varðhunda úr meginlandinu og hafa þá um tíma, auðvitað tjóðraða á milli þess sem þeir yrðu látnir lausir. Á öðrum tímum hafa hundar ekk ert út í eyju að gera. Fyrirfram þökk fyrir birting- una, Þórunn Ingvars". 0 Bjarndýr og hundar HávaSi. Hávaði er margs konar hljóð og fær margs konar andsvör, allt of- an í hljóðlausu ákvörðun, sem veldur síðan miklu. Fyrir nokkru var grein i Morg unblaðinu, er nefndist „Bjarndýr og varðhundar“, undirskriftin Trausti Einarsson. Ástæða greinarinnar mun vera, að hvítabjörn var drepinn í Grímsey, eftir að sjö ára dreng- ur sá dýrið í lítilli fjarlægð, það fór framhjá honum 1 meiri ná- lægð og „hvæsti". líkt og það vildi segja, ég sé þig, en vilþér ekkert. Þennan veruleika orðar Trausti Einarsson svo, „Að hugsa sér annað eins og það, að bjarn- dýr er búið að valsa um Gríms- ey dögum saman. og hafa nær orðið dreng að bana, án þess að nokkur hundur reki upp bofs.“ Það er hægt að búa til alls konar gillingar eða grýlur I sam- bandi við látlausan veruleikann, líkt og haft er eftir föður drengs ins, „við erum ’-eynslunni rlkari“, á hann þar við Orímseyinga. „Þefvísi hunda þarf ekki að lýsa, en það þarf að kenna hund- um þau verk, sem þeir eiga að vinna. Ég þekki bónda, Jóhann- es Stefánsson, Kleifum, sem kann að ala upp og þjálfa hunda“, seg- ir Trausti Einarsson. Síðan talar hann um, að íslenzkir hundaeig- endur hirði lítið um hunda sína, og árangurinn sé líka sá, að hund arnir séu mikla gagnsminni, en vera þyrfti. Og segir svo. „En Eskimóar eru okkur miklu fremri að þessu leyti, þeir lifa áhyggju- laun i lífi og óttalausu með ís- birni allt í kring um sig, af þvi að þeir hafa kennt hundum sín- um, að standa vörð og aðvara í tíma.“ Er hugsanlegt, að Trausti Einarsson hafi ekki heyrt að ís- lenzkir hundar gelta, áður en gest- ir koma í hlað, eða málsháttinn „náttúran er náminu ríkari“? Grænlenzki sleðahundurinn er tal inn samstofna við íslenzka bú- hundinn. Við fslendingar höfum reynt að gera hann að fjárhundi, og titlum hann oft svo. En hefur það nokkurn tíma tekizt, ef ekki hefur áður átt sér stað æxlun við fjárhundaæftuð grey, í ein hverjum ættlið? Vafalaust kunna einhverjir að segja, að íslenzku hundarnir séu fjárhundar, ef þeir eru eins vel vandir. Þá vaknar sú spurning, er eðli allra hunda eins? Og er- um við íslendingar svo sljóir, að við skiljum varia annað en stærð og lit seppanna? Ekki held ég það, en fastheldni við fmyndað ágæti — vana, getur spillt miklu. Trausti Einarsson virðist finna tii þess tjóns, sem hvítabjörn- inn hefði getað unnið Grímsey- ingum. Ekki er slíkt efandi. Það er líka ágizkun, ef einhver færi að fullyrða hvað hefði skeð, ef drengurinn hefði haft hund með sér, eða hundar ráðist fyrst aS honum með gelti og iátum. Hvíta birnir munu vera með svipað eðli og aðrar spendýrategundir jarðarinnar, að geta orðið reiðar eða hæddar. Við mennirnir ætt- um að geta kannast við slíkt. Ég vil ekki hvetja fólk á hafíssvæð- um landsins að nota hundagelt I hvítabjarnarnáiægð. Hávaðinn er ekki alltaf hent- ugur, en oft óbeinn tjónsvaldL Trausti Einarsson nefnir Jóhann- es á Kleifum, sem dæmi þess, er kann að venja hunda. Það er nær fjörutíu ár síðan orð fór að fara af honum með hundinn sinn. En hvað ætli mörgum sauð- fjárbændum hafi tekizt að líkj- ast honum í því að láta hundinn létta sér utandyra fjárgæzlustörf? Hvaða vitnisburð færa þær sauð kindur til byggða, sem dulizt hafa fjölda manns á haustin og framan af vetri, en sanna svo lífs tilveru sína jafnvel eftir hina hörðustu vetur þessarar aldar? Þær sahna heilsuþol íslenzka sauð fjástofnsins og aðra sjálfsbjarg- arhæfni, um leið og þær æpa í þögn sinni, um klaufsku og kæruleysi sauðfjáreigenda — bú- fræðikennendur fá líka sinn deil. Grímsey hefur oft komið við sögu þjóðarinnai og fólkið þar, drengurinn Óli, mun eiga eftir að verða oftar til gagns með lát- leysi sinu, ef rétf er frá hermt. Ég þakka Trausta Einarssyni fyrir grein hans. Hún gæti orðið lærdómsrík á annan hátt, en orð- in benda til, kannski það hafi ver ið meiningin. Guðmundur frá Krossi.“ 0 Félagslegur vanþroski G 3 skrifar: „Kæri Velvakandi! Fyrir skömmu var ég á ráð- stefnu, sem landsprófsnemar stóðu fyrir. Þá hélt ungur og efnilegur piltur ræðu. Hann sagði, að unglingar væru „félagslega vanþroska". Mig langar til að vita, hvað hanr. á við með þess- um orðum. Ég vil leyfa mér að biðja hann að skýra þessi orð. Ég vona, að hann virði ósk mina. Virðingarfyllst G 3“ Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir og Ford-bifreið með framhjóladrifi er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 19. marz kl 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. ísafjörður Bolungarvík þifiömálavprkpfni nípstu ára rjuuiiiuiuvui ixuiiii iicuoui uiu Fundur verður haldinn á ísafirði laugardaginn 15. marz og hefst Wk kl. 16.00 í Sjálfstæðishúsinu. Sunnudaginn 16. marz verður fundur í Félagsheimilinu, Bol- ungarvík og hefst hann kl. 17.00. á jpgfi Friðrik Sophusson mætir á fundunum fyrir hönd stjórnar SUS Sá og flytur inngangsorð. AjH Fylkir F.U.S. ísafirði. F.U.S. í N-ísafjarðarsýslu. Samband ungra Sjálfstæðismanna. Telex 57CX). Telegramadr.: Europahotel. Telf. (01) 12 68 68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.