Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 21
MO'RGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1909 21 Frú Dagmar Þorláksdóttir, form. basarnefndar stendur hjá nokkr um þeim munum, sem seldir verða á basarnum. Páskabasar Hringsins Félagið vinnur að því að koma upp heimili tyrir taugaveikluð börn KVENFÉLAGIÐ Hringurinn lielduir páskabasar að Hallveig- arstöðum sunniuidaginn 23. marz nsestkomandi, en munirnir verða til sýnis nú um helgina í glugg- um verzlunarinnar að Laugavegi •33. Blaðamönnum var boðið að skoða sýnishorn miunann.a og var iþar margt eigulegra og velunn- inna muna, páskadúkar af ýms- um gerðum, gvuntur og ýmis konar skreytingar. Varaform. Hringsins, frú Anna iÞórðardóttir rifjaði í fáum orð- um upp s°gu félagsins, sem varð nýlega 65 ára. Fyr.sta áhugamál félags'k venna var að styðja fá- tækar sængurkonur með gjöfum iog síðan hjálp til emdurhæfing- .ar fyrir berklasjúklinga og í því skyni var Kópavogshæl’ið reist. Síðan tók við barnaspítali iHringsins og var hann fullbúinn lOg afhemtur ríkinu þann 26. •nóvember 1965. Frú Anna gat þess, að í afmælishófi félagsins á dögumum hefði Arinbjörn Kol- ibeinsson. form. Læknafélags ís- lands flutt ræðu og hefði þá sér- istaklega þakkað framlag Hrings- áns til heilbrigðismála fyrr og isíðar. Ariinbjörn gagði einnig, að iBarnaspítalinn væri bez,t útbúna isjúkrahús á landinu. Barnaspítalinn nýtur áfram stuðning félagsins, en það hefur nú einmig snúið sér að nœsta rverkefni, sem er að koma upp heimili fyrir taugaveikluð börn og verði náin samvinna milli þess heimilis og barnaspítalans. IFélagið á nú um 4 milljónir í sjóðum sem varið verður til að igera heimilið úr garði. Ekki hef- Moskvu, 14. marz — AP RÚSSNESKI geimvísindamaður- inn Anatoly Blagonravov, hefur hrósað Bandaríkjamönnum mjög hófiega fyrir geimferð Apollos 9. f viðtali við Pravda, sagði hann, að Bandaríkjamenn hefðu að vísu getað reynt nokkuð af tækjabúnaði sínum og tilraunin hefði gengið vel, en hinsvegar væri fullnaðarárangri alls ekki náð, og enn margar liættur fram- undan. Hann benti t.d. á, að tenging tunglferjunnar við stjórnfar hefði aðeins verið reynd á jarð- braut ,en ekki í nánd við tungl- ið þar sem aðstæður eru allt aðr- ur til fulls verið gengið frá samningum við borgaryfirvöld A MORGUN, sunnudag 16. marz, er hinn árlegi æskulýðsdagur kirkjunnar, og verða þá æsku- lýðsguðsþjónustur í flestum kirkjum landsins. Þetta er ell- efta árið, sem kirkjan helgar æsku landsins sérstakan sunnu- dag á árinu. I ár fellur æskulýðsdagurinn saman við aðalátak „Biafra- landssöfnunarinnar“, sem stend ur nú yfir og kirkjan hefur haft forgöngu um. Einkunn- arorð dagsins eru: „Sjáið mann- inn.“ Sérstök messuskrá hefur verið útbúin og send prestum landsins til notkunar í æsku- lýðsguðsþjónustunum. Þar seg- ir í ávarpi fyrir daginn: „Krist sérð þú ekki í hugsjón- arheimi þínum. Þú getur ekki búið þér til frelsara. Betlehems- barnið sérð þú ekki í glansmynd um í búðargluggum. Betlehems- barni'ð sérð þú í raunverulegri lifandi mynd, í mynd lifandi barnsbeinagrindar, sem er að deyja úr hungri. Betlehemsbarn- inu mætir þú í dag í Biafra. Kristi mætir þú, þar sem hjálp- ar er þörf.“ Bænabók, sérprentun úr síð- ustu útgáfu Sálmaibókarinnar verður höfð á boðstólum í sam- bandi við guðsþjónustur dags- ar vegna mismunar á aðdráttar- afli. Tilgangurinn með ferð Apollo 10. verður einmitt að fylla upp í það þekkingarskarð. Ungkommúnistablaðið Kom'so- molskaya Pravda, bar lotf á geim farana þrjá fyrir hugrekki þeirra og hæfni, en bætti við að ferðin hefði sýnt að tæki til tunglferð- ar yrðu ekki þrautreynd í nánd við jörðu. Ekkert hefur verið sagt um næstu geimferð Rússa ennþá. Síð asta ferðin sem rússneskir geim- farar fóru, var farin í janúar síð- astliðnum, þegar þeir urðu fyrst- ir manna til að flytja sig á milli tveggja fara. um stað, en líkur til að það verði gert mjög bráðlega. Fjáröflun Hringsins hefur frá fyrstu tíð að mestu byggzt á 'Sjálfboðavinnu félagskvenna. — Þær hafa efnt til sikemmtana, 'haldið basara og selt merki og 'félaginu hafa borizt áheit og gjafir frá velunnurum þess. Fé- 'lagS’konur kváðust heita á borg- ara að styðja félagið áfram; svo að heimilið fyrir taugaveikluð 'börn komiist sem fyrst á laggim'- ar, þax sem þörfin fyrir það er hrýn. ins. Þetta litla kver verður selt á kr. 30.00, og mun allur ágóði af sölu þess renna til Biafra- landssöfnunarinnar. Eitt af því, sem telja má til nýmæla á æskulýðsdeginum í ár, er það að hafðar verða í Há- teigskirkju í Reykjavík kl. 17 „dægurtíðir", nokkurskonar „pop“-gúðsþjónusta. Haukur Ágústsson hefur samið þessar tíðir, bæði lög og ljóð, og verða þær fluttar af kór ungs fólks, sem ekki hefur komið fram áð- ur, undir stjórn höfundarins. Dægurtíðirnar eru um einkunn- arorð dagsins, „Sjáið manninn," og þar ræðast við efasemdar- maðurinn og hinn trúvissi og kirkjan. Landsmenn eru hvattir til að sækja kirkju á æskulýðsdegin- um. Fra Þjoðleik- húsinu AÐ gefnu tilefni vil ég taka fram, að þáttur sá, er fluttur var í Sjónvarpinu miðvikudaginn 12. marz sl. með sör.gvum úr söng- leiknum, Fiðlaranum á þakinu, var ekki á vegum Þjóðleikhúss- ins né á ábyrgð þess. Guðlaugur Rósinkranz Þjóðleikhússtjóri. Fjölskyldu- skeuuntun ú Sögu DANSKENNARASAMBAND Islands gengst fyrir fjölskyldu- skemmtun í súlnasál Hótel Sögu á sunnudag kl. 3 e.h. Nemendur úr dansskólum sambandsins sýna gamla og nýja dansa og kenn- arar frá þremur samkvæmisdans skólum sýna nokkra dansa. Leik fangahappdrætti með góðum vinningum verður og farið í leiki og keppnir. Að lokum fá börnin að dansa með aðstoð Magnúsar Péturssonar. Æskulýðsdugur kirkjunnur helguður Biuiru-söinuninni Umsagnir Rússa ram Appollo 9 i Spennan í skóla- mótinu eykst • MA nemendur og Laugvetningar komnir SKÓLAKEPPN'I KSÍ og KRR í knattspyrnu helidur áfram í dag og verður leikin önnur umferð keppninnar, sem eru 'þrír leikir. Fara tveir þeirra fram á Há- skólavelli en einn á KR velli. Á báðum völlunum hefst keppn- in kl. 14.00. Nemendur frá Menntaskólan- um á Akureyri keþpa fyrri leik- inn á Háskólavelldnum gegn nemendum úr Kennaraskóla ís- landg en strax á eftir leika nem- endur frá Menntaskólanum að Laugarvatni við Menntaskólann við Hamrahlíð. Leikurinn á KR velli hefst einnig kl. 14.00, en þar eigast við nemendur frá Myndlista- og htandíðaskólanum og nemendur frá Veralunar.skóla íslands. Búizt er við mjög spennandi keppni og víst er að nemendur skólanna munu fylkja liðum að leikunum. Sýning í Hliðskjálf PÁLL Andrésson opnar fyrstu málverkasýningu sína í Hlið- skjálf í dag klukkan 14. Sýnir hann þar 36 olíumálverk, og segist mála þau í þremur mis munandi stefnum, fígúratíft, nat- úralistískt og abstrakt. Hann er 39 ára og segist hafa fengizt við að mála síðan hann fyrst fékk liti, en það var 1943, er brezkur listmálari gaf honum þá. Páll hefur numið hjá Sverri Haraldssyni, en fyrsti kennari hans var Jóhanr. Briem, þá í Kennaraskólanum. Allar þær myndir sem á sýn- ingunni eru hefur listamaðurinn málað á sl. tveimur árum. Sýning hans verður opin frá 14-22 daglega til 27. marz. Páll Andrésson við eina land lagsmynda sinn-t. Grafík í Bogasalnum JENS Kristleifsson opnar sýn- ingu á 29 grafíkmyndum og fimm fígúrum í Bogasalnum í dag. Þetta er fyrsta einkasýning hans hérlendis, en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér, 1967 og 1968. Hann sýndi á vorsýningunni í Charlottenborg í Kaupmanna- höfn 1967, Norræna „ungdoms- biennialnum" í Helsingfors 1968 og í Hasselby SJott 1969. (Það er heilsárssýning), og á samsýn- ingum í Reykjavík 1967 og 1968. Jens er fæddur í Reykjavík 1940, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1960-62 og Listaháskólanum í ICaupmannahöfn 1966-67. Jens við eitt af verkum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.