Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1909 17 Guðmundur Magnússon, prófessor: Hugvekjn um EFTA Erindi fiutt 13. marz á verzl unarmálaráðstefnu Sjálfstæð- ismanna. Ég vil taka það skýrt fram, að ég hef ekki haft aðstöðu til þess að fylgjast náið með undir- búningsrannsóknum í sambandi við áhirf EFTA-aðildar á ís- lenzkt efnahagslíf. Hins vegar hafa mér verið látnar í té góð- fúslega þær upplýsingar sem ég hef óskað eftir hjá þeim, sem næst málinu standa, sérstak- lega Einari Benediktssyni, deild arstjóra í Viðskiptamálaráðu- neytinu, en hanr. flutti greinar- gott erindi um þróun EFTA á iðn þróunarráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins s.l. vor. Vísa ég einn- ig til þeirrar bláu bókar, sem EFTA-nefndin hefur látið frá sér fara um þessi mál. Aðalástæðan fyrir því, að ég tók að mér að mæla nokkur orð um Efta á þessum vettvangi er sú, að ég hef í sambandi við nám mitt átt þess kost að fylgj- ast með stofnun EFTA og fram- vindu mála í einu EFTA-ríkj- anna, bæði í ræðu og riti, með heimsóknum til fyrirtækja og samtaka, og gegnum ritsmíðar nemenda. Einnig hef ég nokkr- ar vangaveltur í sambandi við EFTA-umræður hér á landi, sem mér or ljúft að koma á fram- færi. Verður fremur um hugvekju að ræða en reiðilestur, eða talna flóð, enda er ástæða til þess að staldra heldur við það, sem aðr- ir hafa ekki látið sér tíðrætt um til að þreyta ekki þá, sem á hlýða, með endurtekningum. En þar með er á engan hátt gefið í skyn, að það sem hér hverfur í skuggann, sé ómerkilegra en það, sem nú verður lýst. Fyrstu hugvakarnir verða í sambandi við markaðsbandalög og iðnþróun almennt. Síðan mun ég víkja að nokkrum hugrenn- ingum í sambandi við markaðs- öflun og sölustarfsemi. Þá koma hughvatar í sambandi við ein- stök atriði, se.n mönnum hafa fundizt tortryggileg í sambandi við markaðsbandalög eða frí verzlunarsvæði. Að lokum mun ég draga saman nokkrar niður- stöður í sambandi við áhrif EFTA-aðildar á utanríkisverzlun fslendinga. 1. MARKAðSBANDALÖG OG IðNÞRÓUN Hvað skeður í litlu landi, þar sem markaðssamtök myndast umhverfis? Útflutningur þess til umheims ins hlýtur að gefa minna af sér en ella, jafnvel þótt útflutnings- magn sé óbreytt, þar eð tolla- greiðslur verða að dragast frá sölutekjum til þess að fá hrein- ar tekjur vegna útflutningsins. Ofan á þetta bættist, að keppi- nautar innan bandalagsríkjanna njóta tollverndar eða fríðinda, og er því hætt við, að útflutn- ingsmagn eylandsins dragist sam an. Hvort tveggja leiðir tilminni gjaldeyristekna, sem að minnsta kosti til skamms tíma er ekki hægt að bæta fyllilega upp með sölu til annarra hnatta. Minna verður um gjaldeyri til að greiða með innflutning, svo að hann dregst einnig saman, fyrr eða síðar, eftir því, hversu mikið er til í varasjóði, eftir lánstrausti erlendis og áhrifum gengisfell- ingar ef til hennar kemur, á eft- irspurn og framleiðslu. Heimaframleiðsla mundi verða tekin upp á ýmsum vörum í smá- um stíl. Ef gert er ráð fyrir fullri atvinnu, þegar þróun- in hefst, verður að flytja mann- afla úr útflutniugsatvinnuvegum yfir í heimaframleiðslu. Svo fremi framleiðnin sé meiri í út- flutningsatvinnuvegunum miðað við rétt gengi, er óhagræði þess- arar þróunar augljóst frá hags- munasjónarhóli fjoldans. Læt ég fundarmenn um að rekja sjálfa áframhaldandi framvindu mála. Framtakssömustu iðnfyrirtæk- in munu ekki sætta sig við smæð markaðarins, heldur setja á stofn verksmiðjur í löndum bandalagsríkjanna umhverfis. Það gæti jafnvel farið svo, að þessi dótturfyrirtæki yrðu hag- kvæmari en heimavinnan, þannig að þau færu að flytja inn vörur til eylandsins og losa það við heimavinnuna. Prófessor Ólafur Björnsson hefur fjallað um hags muni neytenda svo að ég leyfi mér að hlaupa yfir þá mik- ilvægu h'lið málsins. Af ofangreindu er ljóst, að einangrun utan verzlunarbanda- laga er vægast sagt hættuleg, svo að ég taki að láni lýsing- arorð frá forsætisráðherra. Eins og kunnugt er, þá er Is- land eitt eftir OECD-landa auk Spánar, án aðildar í einhverri mynd að EEC eða EFTA, en Spánverjar hafa lengi staðið í samningum við EEC. Það sem hér hefur verið rakið er yfir- máta einfalt, en eigi að síður lærdómsríkt. Það kemur skýrt í ljós, og hefur reyndar legið til grundvallar mörgum ummælum á opinberum vettvangi, að frjáls- um innflutningi fylgir sú skylda eða kvöð, að útflutningur komi á móti. Því er það algert hags- munamál þeirra, sem vilja frjálsa verzlun, að stuðlað verði að því, að útflutningur dafni. Það er oft vitnað til þess, hversu stór- lega útflutningur Norðmanna hafi aukizt við tilkomu EFTA. En hvað um innflutning Norð- manna? Jú, ekki óvænt hefur hann aukizt svo til jafnmikið. Það, sem verður að gera, er að Iáta berast til bættra lífskjara með stríðari vörustraumi. Ef þið hafið einhvern tíma velt því fyrir ykkur, hver sé forsenda sú, er sköri framfarir þjóða hvað bezt er mörg for- sendan vitlausari en sú, að það sé aðgangur að erlendum gjald- eyri, sem þeim valdi. Fríverzlunarsamningur land- anna sjö, EFTA, nær einungis til iðnaðarframleiðslu og ein- staka sjávarafurða. Nokkurs uggs hefur gætt í öllum löndum um nokkrar sérgreinar á þessum sviðum. Er ekki úr vegi að hug- leiða lauslega, hvað hefur ráðið iðnþróun nálægra landa. Ég held, að óhætt sé að full- yrða, að snar þáttur í iðnþró- un, t.d. Svíþjóðar, var, að iðn- bylting hafði átt sér stað í Eng- landi og þar hafði myndazt markaður fyrir framleiðslu Svía. Sömuleiðis sjáum við glögglega, að áhrif EFTA á útflutning Norðmanna byggjast á nálægð við sterkan markað, enda hefur útflutningsaukningin að lang- mestu leyti farið til Svíþjóðar. Þarna kemur reyndar fleira til greina, sem vert er^ að hafa í huga fyrir okkur. f háþróuðu iðnaðarþjóðfélagi borgar sig til tölulega bezt að einbeita sér að fjárfrekri framleiðslu í stórum stíl, sérstaklega þar sem launa- kostnaður vill vera hár í slík- um ríkjum, og sums staðar, eins og hjá Svíum, hefur verið skort ur á vinnuafli, en þeir hafa orð ið á ýmsum skeiðum að flytja inn Júgóslava, Tyrki, Grikki og íslenzka lækna. Er þá tilvalið fyrir Norðmenn og aðra að sér hæfa sig á vanræktum sviðum aug sérsviða. Þannig kemst viss verkaskipting á á milli land- anna. Háþróaða ríkið sér um runuframleiðsluna en hitt ríkið sér um framleiðslu í minni stíl og — eða hlutaframleiðslu, sem seld er til samsetningar í hinu landinu. ÍÞeir, sem vel eru að 3ér um töl ur, munu spyrja, hvort vöxtur útflutnings Portúgala afsanni ekki þessa nálægðarkenningu, ef ég má kalla hana svo, en út- flutningsaUkning Portúgals er mæld í hundruðum prósenta, og er meiri en nokkurs annars EFTA-ríkis. Því er til að svara, að sú tala er gott dæmi um, að táka ber tölur með fyrirvara' Það hefur verið hagkvæmt fyrir t.d. Svía að stofna fyrirtæki í Portúgal sökum lágs launakostn aðar. Þessi framleiðsla reiknast svo sem útflutningur Portúgala. Nú hefur EFTA-samstarfið tekizt betur en búizt var við, því til þess var stofnað utan gátta í hallæri, þegar nokkur lönd komust ekki inn í EEC enda þótti þeim ekki girnilegt að kasta sálu sinni í poka inn fyrir hliðið til de Gaulle. f á- framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt, vil ég bæta því við, að EFTA samstarfið hefur teíkizt Guðmundur Magnússon. vonum framar, þrátt fyrir veika stöðu Englands á efnahagssvið- inu. Það er ástæða til að ætla, að Englendingar séu að rétta úr kútnum, og ætti það að geta orðið nýr vaxtarbroddur verzl- unar innan EFTA. Ég álít að við verðum að hafa hraðann á til að komast í EFTA, því að það getur í mörg um tilvikum verið erfiðara að hasla sér völl, þar sem aðrir hafa klázt áður. Það er svipað og að taka þátt í hlaupi, þar sem allir aðrir hafa forskot. Máli mínu til frekari stuðnings má taka mælikvarða á markaðs- hindranir, sem ég mun víkja að í næsta kafla. Inn í fríverzlunarmálið bland ast óskir um áhættudreifingu, en margir okkar eru þess sinnis. Svíar hafa t.d. um langt skeið flutt nokkurn vcginn út til helm inga trjávörur á ýmsu vinnslu- stigi og málmvörur á mismun- andi vinnslustigum. Þessir vöru flokkar hafa sjaldnast orðið fyr ir verulegu hnjaski á heims- markaðnum samtímis. Sömuleiðis er svo komið hjá Dönum, að þeir flytja út landbúnaðarafurðir og iðnaðarvörur jöfnum höndum. Svo að ég byggi á einhverju, sem ég hef rannsakað sjálfur, þá má sýna fram á það fræði- lega, að það getur verið æski- legra að framleiða margar vöru tegundir samtímis við skilyrði ó- vissu í tilvikum þar sem slíkt mundi aldrei vera heppilegra en sérhæfing í framleiðslu á einni vörutegund við skilyrði fullkom innar vissu. Að síðustu í sambandi við iðn þróun almennt, þá snúa oft svart sýnismenn dæminu við í útflutn ingsumræðum og spyrja, hvort unnt sé að nefna dæmi um is- lenzkar iðngreinar, sem eru sam keppnisfærar við erlenda keppi- nauta. Ég vil í því sambandi einungis nefna, að það er mis- skilningur, að verzlun milli landa geti ekki átt sér stað til hagræðis fyrir þau bæði, enda þótt annað landið hafi algera yfirburði á öllum framleiðslu- sviðum. Það, sem skiptir máli, eru hlutfallslegir, en ekki alger ir yfirburðir. 2. MARKAðSÖFLUN OG SÖLUSTARFSEMI Margar hugmyndir hafa vakn að í sambandi við þróun nýrra iðngreina hér á landi. Einnig hafa verið ræddar áætlanir í sambandi við þróun þeirra atvinnuvega, sem nú eru stund aðir og vöxt vinnuafls og skipt- ingu þess á framleiðslugreinar í framtíðinni. Stóriðja hefur ver- ið ofarlega í hugum landsmanna og hefur þar ekki verið setið við orðin tóm. Margt er nýstárlegt í sambandi við sumar þær hugmyndir, sem fram hafa komið, og verða vitr ustu og framsýnustu menn að leggja þar saman, svo að sem mest gagn verði fyrir land og þjóð. Það, sem mig langar til að ympra á í þessu sambandi, eru atriði, sem skipta máli, hvaða framleiðsla svo sem verð ur fyrir valinu, þ.e.a.s. markaðs leit og sala. Hvað viðvíkur markaðsöflun, vil ég drepa aftur á mælikvarða á markaðshindrun, en torveldi í sambandi við að komast inn á markað fyrir ákveðna vöru skipt ir auðvitað máli, ekki sízt með tilliti til sölu á nýjum vörum eða nýjungum. í grófum dráttum má hafa eftirtalda mælikvarða á markaðshindrun: 1) Hæsta verð, sem unnt er að halda uppi, án þess að ný fyrir tæki streymi inn í viðkomandi iðngrein, Sbr. muninn á einok unarverði og verði samkvæmt frjálsri samkeppni. 2) Skalalhagkvæmni. Hún er háð framleiðsluforsendum og markaðsstærð. 3) Aðra kostnaðaryfirburði fyrirtækisins eða fyrirtækja, sem fyrir eru á markaðnum. Yf- irburðirnir geta átt rót sína að rekja til þess, að eldri fyrirtæk in hafa greiðari aðgang að mörk uðum fyrir framleiðsluþátt eða -þætti (hráefni, vinnuafl, fjár rnagn), eða yfirburði í sölu (t.d. vegna vörumerkis). 4) Möguleika til áhættudreif- ingar. Án þess að útskýra nánar þessi atriði, tel ég, að við get- um dregið þann lærdóm af þessu, að markaðshindrun vegna skalahagkvæmni og kostnaðar- yfirburða verði því meiri fyrir okkur, þeim mun meiri samrásun og sérhæfing hefur átt sér stað innan landa fríverzlunarsam- bandsins. Þess vegna vil ég í- treka það, að tíminn vinnur á móti okkur. Nú eru góð ráð dýr, sérstaklega ef þau er fljótvirk. Missum ekki næstu keppinauta úr augsýn. í sambandi við örvun sam- keppni og markaðshegðun, þ.e. a.s. ákvarðanir verðs og gæða og þvingun keppinauta, leyfi ég mér að vísa til EFTA-reglugerðar innar, en þar er að finna á- kvæði um þessi atriði. Það er ærið oft hálfur vand- inn leystur með því að viður- kenna fyrir sjálfum sér, hvar maður er staddur. Ég held, að við verðum að viðurkenna það af dráttarlaust að við erum van- þróaðir hvað skipulagðri sölustarfsemi viðvíkur. Það erum við hvorki einir um né ástæða til að ætla, að við getum ekki lært sölu- mennsku. Vanrækslu á söluhlið inni er e.t.v. hægt að skýra ineð einblíningu á framleiðsluhliðina sökuim innlendra aðstæðna, nefnilega vegna þröngs markað- ar, tollabyrði, verðbólgu, verð- lagsákvæða og neikvæðra við- horfa almennings til sölu- mennsku. Um sérstaka þætti verzlunarinmar hefur hér verið fjallað af öðrum, enda ætla ég mér ekki þá óbilgirni að fræða ykkur um innlenda verzlunar- hætti. Því hefur verið slegið fram í gamni, hjá nágrönnum okkar, að Norðmenn hafi góðar hugmynd- ir, Danir búi til úr þeim vörur, en Sviar sélji þær. Hvað er þá eftir handa okkur? Jú, við höf- um keypt þær. Á þessu þarf að verða breyting, a.mk. hvað. við kermur síðasta lið. Það verður ekki gert nema með söluörv- andi aðferðum og markaðsrann- sóknum. Sala krefst fjármagns, mannafla og tíma. Langar mig til að tína til nokkrar tölur í sam- bandi við uppfinningar — þró- un þeirra unz þær komast í sölu, og hvernig til tekst frá á- góðasjónarmiði. f nýlegri rannsókn hjá 50 bandarískum fyrirtækjum, kem- ur fram, að af hverjum 58 upp- runalegum hugmyndum, takist 1 vel frá ágóðasjónarmiði. Af þessum 58 reyndust 12 samrým ast efnum og ástæðum fyrirtæk- is, af þessum 12 voru 7 taldar gróðavænlegar, af þessum 7 lifðu 3 af framleiðslugæðastigið, 2 lifðu af markaðsforrannsókn- arstigið og 1 tókst vel. Aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna, að allt að 89 prs af þeim vörum, sem koma á mark- aðinn, standi ekki undir kostn- aði. I sambandi við tíma'lengd frá frumhugmynd til söluvarnings ér skeiðið álitið vera að með- altali 10—15 ár. Er þetta í- skyggilegt, sérstaklega með til- liti til þess, að ástæða er til að ætla að fjármagnsskortur sé minni í Bandaríkjunum en hér, a.m.k. á þessum sviðum. Það, sem ég vil segja með þessu, er ekki, að við séum von- lausir, heldur að söluviðleitni tekur tíma, og að við megum ekki láta hugfallast, þótt eitt- hvað mistakist. Það tilheyrir. Að lokum í sambandi við markaðsleit og sölu, þarf m.a. að gefa gaum að eftirtöldum atrið- um: 1) Það verður að gera for- rannsóknir. Það er dauða- dæmt að ætla sér að framléiða vöruna fyrst og athuga síðan, hvort hún selst. 2) Athuga þarf sérstök iðn- aðarsvið, sem nálæg EFTA- lönd vanrækja, annað hvort sök um skalahagkvæmni, eða skorts á vinnuafli með sérþekkingu o.s.frv. 3) Það er ekki vist, að það borgi sig að reyna að gína yfir öllum markaði á ákveðinni vöru. Yfirleitt er unnt að skipta slík- um markaði í undirmarkaði með mismunandi kaupgetu, vörunotk un, o.s.frv., og viðhafa verðmis- munun í skjóli aúlgýsinga m.m. 4) Að sjálfsögðu verðum við að nota hliutfallslega yfirburði okkar í framleiðslu, Það er ástæða til að ætla, að hlutfalls- legir yfirburðir okkar a.m.k. til stóriðju, liggi í orku lands- ins og nálægð við sjó, en þetta tvennt vegur að meira eða minna leyti upp á móti fjariægð lands- ins frá markaði á stundúm. Því ber að fagna viðbrögðum iðnað- armálaráðherra í þessu efni, ekki hvað sízt vegna þess að senni- legt er, að mikilvægi þessara hlutfallslegu yfirburða minnki með framvindu tímans. Sér- fræðingar telja að kjarnorku- knúin ver verði orðin samkeppn ishæf við raforku eftir 10—20 ár. Ennfremur verða langleiðaflutn- ingar með flugvélum allt ódýr- ari, Þannig að eftir 20—40 ár verður minna hagræði af því að hafa verksmiður staðsettar við sjávarsíðuna. 5) Höfum ekki oftrú á því, að útlendingar kaupi iðnaðarfram- leiðslu okkar, af því að hún sé ís'lenzk. Heimurinn kaupir ekki skipsskrúfuna af Svíum, af því að John Ericsson fann hana upp, heldúr af því að þörf er fyrir hana. Það er vitaskúld sjálfsagt að nota íslandsnafnið, þar sem það á við, þ.e.a.s. hefur sölugildi, eins og í sambandi við íslands- síld, lopa og klaka úr Vatna- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.