Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1999 11 Berum bossum beitt ivið andamærin Taka nú fallbyss- urnar við? LANDAMÆRADEILA Rússa og Kínverja á sér langa sögu. Þar hefur í fjöldamörg ár verið háð hugmyndafræðileg barátta milli varðsveita land- anna tveggja, og hinum furðu legustu vopnum beitt. Rússar kvörtuðu t.d. mikið undan einum hópi Kínverja sem gerði „árás“ á þá daglega. Kínverska hersveitin marsér aði niður á fljótsbakkann á hverjum morgni, leysti þar niður um sig og sneri sínum gulu rössum í átt til Rúss- anna. Rússum þótti þetta að vonum hin herfilegasta móðf un og mikil ólga ríkti í búð- um þeirra, þar til einn for- ingjanna datt niður á frá- bært leynivopn. Næsta dag, þegar lærisveinar Maos beindu sínuni kínversku bak hlutum að Rússum, skýldu þeir sér bakvið heljarstórar myndir af Mao Tse Tung. Kínverjarnir girtu upp um sig í snatri. Bardaginn við Ussuri ána fyrir rúmri viku er hinsveg- ar miklu alvarlegri eðlis og óvinátta landanna tveggja hef ur blossað svo upp að marg- ir óttast frekari hernaðarað- gerðir. Báðir aðilarnir kenna hinum um upptökin og það er erfitt að gera sér grein fyrir hver á sökiná í raun og veru. Þeir sem halda að Kínverjar hafi átt upptökin færa aðallega tvennskonar rök fyrir máli sínu. „í fyrsta lagi“, segja þeir, „Gerðu Kín verjar sér fulla grein fyrir að Rússar voru um þær mund ir í erfiðri aðstöðu hvað for- setakosningunum í Berlín við vék og ákváðu því að neyða upp á þá nýjar vígstöðvar sem myndu gera þeim enn erfiðara fyrir. í öðru lagi er það svo fyrirhugað þing Kín verska kommúnistaflokksins. Flokkur Maos er að vísu við völd, en hann á í erfiðleik- um og getur sannarlega not- að alla þá hjálp sem hann getur mögulega fengið. Og ekk ert eykur eins þjóðerniskennd manna og sameiningu, og blóðs úthellingar." „Vitleysa". segja þeir sem telja Rússa eiga sökina. „Moskva var í miklum vand ræðum vegna Berlínar, þar sem Austur-Þýkaland virtist ætla að flækja Rússa í upp- gjör við Bandaríkin. Ein leið til að leysa þau var að muldra eitthvað um hversu mikið þá iangaði til að vera harðir við vesturveldin, en hvernig í ósköpunum ættu þeir að fara að því með 700 miilljón geggjaða Kínrverja við bakdyrnar?" Austustu héruðin voru skil in frá Kína á miðri síðustu öld, Manchu keisaraættin ríkti þá, en veldi hennar fór hnign andi og Kínvarjum tókst ekki að standa gegn útþenslu Rúss lands. Afsal landsvæðanna í hendur Rússurn var gert lög- legt í samningunum 1858 og 1860. Fjöldi Kínverja vill nú endurheimta þetta land, og landamæraspursmálið hefur orðið að alvarlegu ágreinings efni nokkur síðustu árin. Her vörður hefur verið aukinn í báðum löndum og varasveitir eru jafnan reiðubúnar að halda til landamæranna ef þörf krefur. Margir stjórnmálasérfræð- ingar halda því þó fram að Kínverjar séu í rauninni alls ekki að gera kröfur til skil- yrðislausrar afhendingar land svæðanna. Þvert á móti séu þeir reiðubúnir að leysa vand ann með samningaviðræðum sem byggðar verði á þeim grundvelli að Rússar fái að halda þeim. Hinsvegar vilji þeir láta líta svo út að samn . ingar hafi verið teknir upp aftur, en ekki að þeir séu einfaldlega að samþykkja fyrri samninga. Á nokkrum undanförnum árum hefur Kínverjum tekist að leysa landamæradeilur við fimm nágrannaríki á þessúm grundvelli. Rússar virðast hinsvegar líta á þetta sem bragð af hálfu Kínverja og að það sem þeir séu raun- verulega að sækjast eftir sé endurskoðun landamæraspurs málsins í heild, sem yrði þeim einum hagstætt áður en yfir lyki. Svipuð afstaða Inverja leiddi til landamærastríðsins 1962. Kína sýndi þá framá að það væri reiðubúið að mæta hernaðarlegri ögrun ná grannarikis með miskunnar- lausum refsileiðangri. Rússar hafa tvívegis gert það sama, farið yfir Amur og Ussuri árnar. í fyrra skiþtið, 1929, voru þeir að refsa stjórn þjóð ernissinna í Kína, en í síðara skiptið, 1938, gáfu þeir Jap- önum ráðningu, en þeir réðu þá Mansjúríu. Þessi fordæmi hafa vakið menn til umhugsunar um hvort annarhvor aðilinn sé nú að undirbúa samskonar refsiaðgerðir, vegna árásar- innar fyrr í þessum mánuði, og vegna annarra minniháttar árekstra sem sífellt koma fyr ir. En þar sem hvorugur að- ilinn getur vonast eftir skjót- um sigri eða áfallalausri heim ferð aftur, virðist ólíklegt að til stórátaka komi. Megin- hluti þeirra herja sem Rúss- ar halda í austustu héruðun- um er staðsettur milli Khab- arovsk og Vladivostok þann- ig að þeir hafa hernaðaryfir- burði á því svæði. Og ef stórstyrjöld brytist út myndu yfirburðir Rússa í lofti, og vélaherdeldir þeirra gera út um málið. En þess ber að gæta að Kínverjar tóku lítið tillit til slíks í Kóreu, og ef til alvarlegra átaka kæmi á landamærunum er erfitt að sjá hvernig hægt væri að stöðva þá. Líklegast er að smáskærur eins og við Damanski eyju, verði haldið áfram, en ekki hætt á stórátök. En byssurn- ar eru nú hlaðnar meðfram öllum landamærum, og búið er að taka öryggin af þeim. Þar sem sjálfstjórn Kínverja er máske farin að bila eitt- hvað eftir menningarbylting- una, þar sem um er að ræða tvo volduga andstæðinga, og þar sem verið er að deila um „heilagt“ landsvæði, er erfitt að finna leið til að setja öryggin aftur á fallbyssurn- SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM: Háskólabíó ÍJtför í Berlín (Funeral in Berlin) Brezk kvikmynd Leikstjóri: Guy Hamilton Kvikmynd þessi -gerist mest- megnis þar, sem spenna hefir ver ið einna mest meðal stórveld- anna á síðari árum (og ekki hvað sízt síðustu vikurnar) þ.e. í Berlín. Múrinn frægi kemur þar mjög við sögu. Myndin hefst meira að segja á því að sýna, hvernig manni nokkrum er vipp að á hugvitsamlegan hátt vestur 3rfir múrinn, með aðstoð vél- gröfu Kommúnistar halda uppi látlausri skothríð, en tekst ekki að hindra flóttann. — Maður- inn hreppir frelsi við mikil fagn aðaróp nærstaddra. Þessi atburðúr snertir reynd- ar lítið aðalefnisþráðinn. Það er ekki fyrr en rússneskur ofursti í Austur-Þýzkalandi hyggur á að reyna flótta vestur yfir múrinn, að hin margbrotna og flókna at- burðarás hefst. Koma þar mest við sögu fyrrverandi hermaður brezkur, Palmer að nafni (Mic- hael Gaine) og „Johnny Vulk- an“, þýzkur vinur hans í Vestur Berlín, með allgrugguga fortíð. Hafði brezka leyndþjónustan þvingað þá báða til samstarfs við sig með „black mail“ aðferðum. Palmer hafði nefnilega ekki heldur hreinan skjöld, og er það reyndar ekki algengt, að aðal- söguhetjan í myndum af þessu tagi sé sakamaður frammi fyrir borgaralegum lögum. — Þá kem ur þarna undurfögur Gyðinga- stúlka ein við sögu, og sam- kvæmt gamalli hefð í æfintýra- legum kvikmyndum hefði kom- ið til mála að dubba þau Palmer saman í sögulokin, eða senda þau að minnsta kosti til Mallorca eða á annan flottan skemmtistað. Þannig hefði líklega farið fyrir James Bond .— En Palmer hrepp ir annars konar „happy end“ en tíðastur er meðal hetjunjósnara kvikmyndaheimsins. Þetta er skemmtileg njósna- og gagnnjósnamynd, og þótt hún gerist á þessum viðkvæma snerti punkti austursins og vestursins, þá verður ekki sagt, að teljandi pólitízks áróðurs gæti í henni. — Hinn aldraði rússneski of- ursti verður blátt áfram skemmti legur, þegar hann er að rekja ástæðurnar fyrir því, að hann óskaði eftir að flýja vestur fyrir múrinn. Hann var jú kommúnisti enn- þá, en af gamla skólanum. Nýir menn með nýjar hugmyndir og aðferðir voru að verða æ fyrir- ferðameiri í heimalandi hans, að honum fannst, — Hefur kannski uppgötvað þá staðreynd á valda árum Stalíns, að gamlir „rétt- trúaðir" bolsjevikkar urðu, jafn vel öðrum fremur, hreinsunun- um að bráð. Mynd þessi jafnast ekki á við fremstu njósnamyndir, eins og til dæmis „Njósnarinn, sem kom inn úr kuldanum“, sem Háskóla- bíó sýndi fyrir rösku ári. En hún er í betri flokki mynda af þessari gerð, margbrotin, hröð og sérlega spennandi, svo leiðindi munu engan ásækja, meðan hann ber hana augum. Hún er í heildina vel leikin, en þó ber Michael Caine, í hlut- verki Palmers af og er það greini lega ekki að ástæðulausu, að Viðurkenndu Arafot Kaíró, 13. marz — NTB. Utainríkisráðherar Araba- landanna héldu heimleiðis frá Kaíró í dag eftir að hafa stað- fest stuðning sinn við hin skipu- lögðu Frelsissamtök Palestírnu, er Iúta stjórn Yassuf Arafat. — Mikilvægasti árangur fjögurra daga viðræðna ráðherranna er sagður vera að þeir hafi stað- fest rétt þann, sem „Palestínu- menn hafi til þess að frelsa föð- urland sitt“. — Á fundinuim kom fram gagnrýni frá samtökum Palestínumanna, sem telja sig hafa fengið of naum fjárfram- lög til starfsemi sinnar. hann er einn af dáðustu kvik-, myndaleikurum Breta um þess- ar mundir. S. K. 15 sovézkir sjö menn farost Portsmouth, Virginia, 13. marz AP OLÍUFLUTNINGASKIP frá Pan ama og rússneskur togari rákust á í myrkri eldsnemma í morgun með þeim afleiðingum að sov- ézki togarinn sökk og herma fregnir að hann hafi farizt með manni og mús. Talið er að 15 manns hafi verið á togaranum. — Tilkynnt var um slys þetta af yfirmanni sovézka fiskiskipaflot- ans, sem hefur verið undan ströndum Bandaríkjanna að und anförnu, að því er bandaríska strandgæzlan segir. Strandgæzl- an sendi hraðbát þyrlu og flug- vél á slysstaðinn en ekkert var að sjá annað en olíubrák, brak og tóman björgunarbát. Olíuskip ið mun lítið sem ekki hafa skemmst, og var á slysstaðnum í 5 klst. til aðstoðar við leit að sovézkum sjómönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.