Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1969 Jón Magnússon kirkjuvörður - Minning Sigurður Minning ar verður borinn Sigurður Lár- us Árnason múrarameistari, er kvaddur maður og drengur góð- ur. .. Sigurður gekk í. samtök iðn- aðarmanna strax að loknu Sveinsprófi sínu í múraraiðn, bæði. í Múrarafélagið og Iðnað- armannafélagið í Hafnarfirði. í báðum þessum félögum voru honum fljótlega falin ýmis trún- aðarstörf og því fleiri, sem lengra leið. 1962 þegar gerðar voru miklar skipulagsbreytingar á samtökum iðnaðarmanna, tók Sigurður mikinn þátt í því starfi sem fulltrúi múrara. Átti hann sinn mikla þátt í því að svo farsællega tókst til um þær breytingar sem raun ber vitni og á sama tíma vann hann ásamt samiðnaðarmönnum sínum mikið starf við félagsheimili iðnaðar- manna. f Iðnráði Hafnarfjarðar átti Sigurður lengi sæti og var for- maður þess um árabil. Hann var einn af stofnendum Meistarafé'lags iðnaðarmanna og þar eins og annarsstaðar hlóð- ust á hann trúnaðarstörf Eins og sjá má af þessu hef- ur Sigurður tekið mjög virkan þátt í félagsstarfi hafnfirzkra iðnaðarmanna og hefir það að sjálfsögðu tekið mikinn tíma, en Sigurður var ávallt reiðubúinn til starfa fyrir félögin og það hversu margvísleg störf honum voru falin sýna nokkuð það álit er hann naut. Sigurður var maður orðvar og óáleitinn, en vinafastur með af- brigðum, hjálpsamur, ráðhollur og áreiðanlegur í öllum sam- skiptum við aðra, enda eftirsótt- ur starfsmaður, vel metinn af hverjum sínum viðskiptavini. Hann átti að lífsförunaut, góða konu, er bjó honum og börnum þeirra farsælt heimili og tók mikinn þátt í félagsmál- um með honum. Margir munu þeir vera, sem nú, er leiðir skilja, og horft er t Hjartkær móðir okkar Lára Jóhannesdóttir Merkigerði 12, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akra- ness 13. marz. Börnin. t Eiginmaður minn Baldur Tryggvason framkvæmdastjóri Bjarmalandi 20 andaðist í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. marz. Fyrir hönd foreldra, systur og barna, Björg Ágústsdóttir. t Útför sonar okkar og bróður, Kjartans Sölva Ágústssonar, Ljósheimum 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. marz kl. 3. Blóm og kransar afbeðnir, en þeirrt sem vildu minnast hans er bent á Slýsavarnafélagið. Vandamenn. * L. Arnason til baka, skiljist máske nú fyrst, hversu margs hugljúfs er að minnast frá líðnum árum og hve margt er að þakka hinum látna vini og samferðamanni að leiðar- lokum. Slíks drengs sem Sigurðar er Ijúft að minnast. Slíkir menn, sem ávallt bera með sér hress- andi glaðværð og góðvild eins og hann ával'lt gerði, gefa vissu lega fordæmi, sem hollt er að minnast. Félögin, sem hann og kona hans gáfu svo mikið, vilja að leiðarlokum votta látnum vini og félaga þökk og virðingu um leið og þau senda fjölskyldu Sig urðar innilegar samúðarkveðjur. Múrarafélag Hafnarf jarðar, Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði, Iðnráð Hafnarfjarðar, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Kvenfélagið Hrund. í DAG verður kvaddur hinstu kveðju í Hafnarfjarðarkirkju Sigurður Lárus Árnason múr- arameistari, er lézt 6. marz sl. Sigurður var íæddur i Vík í Mýrdal 23. okt 1921. Foreldrar hans voru Árni, nú verzlunarstj. á Minniborg í Grímsnesi, og eig- inkona hans Arnbjörg Sigurðar- dóttir, sem lézt fyrir nokkrum ár- um. Þegar Sigurður fór úr for- eldrahúsum, og af æskustöðvun um í Vík, lá le.ð hans til Hafn- arfjarðar, þar sem hann síðar réðst sem nemi í múraraiðn til Einars Sigurðssor.ar múrarameist ara og vann h^á honum næstu árin. Árið 1954 gerðust þeir fé- lagar Sigurður og Kristján Jóns son og unnu saman allt þar til Sigurður lézt. Þeir unnu að mörgum stórbyggingum, sem reistar voru í Hafnarfirði á þess um árum, og voru eftirsóttir til verka. Sigurður tók virkan þátt í fé- lagasamtökum iðnaðarmanna, allt frá því hann lauk námi, var hann sérstaklega félagslýndur Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Þóru Jónsdóttur Njálsgötu 79. Vandamenn. maður, minnist ég atorku hans og áhuga fyrir að koma upp félags heimili Iðnaðarmannaf. í Hafn- arfirði. Sigurðui var lengi form. Iðnráðs Hafnarfjarðar, sat mörg iðnþing og var form. Múraraf. Hafnarfj. frá stofnun þess og þar til fyrir tveiir árum að hann lét af formensk; í félaginu. Ár- ið 1945 kvæntist Sigurður eftir- lifandi eiginkonu sinni Jólínu Ingvarsdóttur og eignuðust þau þrjú börn Árna Vilbert, Arn- björgu og Ingvar Jóhann, sem lézt af slyiförum 13 ára að aldri, og var þeim mikill harmdauði. Jólín Ingvarsdóttir bjó eigin- manni sínum og börnum yndis- legt heimili, ástúð og glaðværð eiginkonunnar ásamt hægu en glöðu geði húsbóndans yljuðu hug komumanns, enda var heim- ili þeirra gestkvæmt og vin- margt. Þegar nú leiðir skiljast er margs að minnast eftir margra ára kynni bæði við störf og gleðistundir, sem við áttum með vinum okkar og kunningjum. Hjálpsemi þín og greiðvikni við vinnufélaga þína. sem þú varst alltaf reiðubúinn að leggjafram, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm síð- astliðin ár, var slík að með fá- dæmum er. Söknuður okkar vinnufélaga þinna er mikill, en þó er harm- ur eiginkonu, barna, aldraðs föður og annarra vandamanna mestur, ég bið þeim öllum hugg- unar harmi gegn. Blessuð sé mmning Sigurðar L. Árnasonar. Jón Guðmundsson. Þpkkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jóhanns Símonarsonar frá Litlu-Fellsöxl. Aðstandendur. ÞAÐ er alltaf öðru hvoru verið að minna mann á, hve skammt getur verið milli lífs og dauða. Sá, sem fer að heiman frá sér að morgni á það engan veginn víst að koma heim aftur að kvöldi. Þannig var þetta um Jón Magn- ússon, kirkjuvörð Dómkirkjunn- ar. Hann fór að heiman frá sér sl. laugardag, eins og venjulega og átti að vera við tvær athafnir í kirkjunni. En rétt áður en hann átti að kveikja ljósin og fyrri at- höfnin skyldi hefjast varð 'hann •skyndlega veikur og var þegar fluttur í sjúkrahús og var látinn eftir 3-4 klukkustundir. Þetta voru snögg og svipleg umskipti, bæði fyrir ástvini hans og sam- -tarfsfólk við kirkjuna. Við, sem störfuðum með hon- um við Ðómkirkjuna söknum hans og minnumst 'hans með þakklæti og virðingu. Jón Magnússon var fæddur að Bergi í Stykkishólmi 12. maí 1906, sonur hjónanna Magnúsar Jónsionar og Valgerðar Kristjáns dóttur, sem bæði voru Brgið- firðingar að ætt og er móðir hans enn á lífi háöldruð. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar vestra, en eftir tvítugsaldur flutt ist hann til Reykjavíkur og stundaði hér nám í húsgagna- smíði og lauk því námi 1928. Vann hann síðan við húsgagna- smíði hér í Reykjavík og var í mörg ár verkstjóri hjá Trésmiðju Austurbæjar. í stórum fyrirtækjum þurfa margir að leita til verkstjór- anna, í sambandi við ýmis verk- efni, sem framkvæma þarf. Jón var smekkmaður í verkum sín- um, ráðhollur og lipurmenni hið mesta í öllum samskiptum. Árið 1965 gerðist hann kirkju- vörður Dómkirkjunnar og hafði það starf á hendi í tæp fjögur ár. Hann var fljótur að setja sig inn í þetta starf sitt og rækti það af mikilli skyldurækni, eins og önn ur -sförf sín. Það eru margir, sem halda, að kirkjuvarðastörf séu hvorki margbrotin né erfið, og hver sem er geti rækt þau sæmilega. En þetta á að minnsta kosti ekki við um kirkjuvarðarstarfið við Dóm kirkjuna, þar sem kirkjuvörður- inn er einnig meðhjálpari. Kirkj- an sjálf þarf mikla hirðingu, við- hald og eftirlit, eins og títt er um gömul hús og virðuleg. Það er alkunnugt, að í Dómkirkjunni JOIS - MMIUt glerull arei nangrunin Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafn- framt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 2J" frauðplasteinangr • un og fáið auk þess álpappír með! Jafnvel flugfragt borgar sig. Sendum um land allt — Jón Loílsson hí. Hringbraut 121. — Sími 10600. fara fram margar hátíðlegar og fjölmennar athafnir, af ýmsu tagi, og þangað koma margir helga daga sem virka. Þar þarf því að mörgu að huga svo að allt fari fram skipulega og sé samboðið hinni helgu þjónustu. Þáttur meðhjálparans í helgi- þjónustunni og safnaðarstarfinu yfirleitt, er þvíVmjög mikilvægur og reynir mjög á snyrti- mennsku og virðulega fram- komu, eigi síður en lipurð í öll- um samskiptum við safnaðar- fólk, söngfólk og presta. Á þessu hafði Jón, kirkjuvörður, góðan skilning. Þá má geta þess sér- staklega hér, að hann átti góðan þátt í þeim umbótum, sem gerð- ar voru í kirkjunni þau ár, sem hann var kirkjuvörður. Hinn 7. okt. 1932 kvæntist Jón, Sigríði Bjarnadóttur úr Reykja- vík og voru þau gefin saman í kirkjunni í Odda á Rangárvöll- um, af sér. Erlendi Þórðarsyni, mági frú Sigríðar. Heimili áttu þau jafnan í Reykjavík og lengst af á Kjartansgötu 5. Bar heimilið vott um snyrtimennsku þeirra hjóna og heimilislifið mótaðist af góðvild og gestrisni. Þá má geta þess, að frú Sig- riður veitti manni sinum mikil- væga aðstoð í starfi hano við kirkjuna, eftir því sem ástæður leyfðu og tók virkan þátt í starfi kirkjunefndar kvenna Dómkirkj- unnar. Börn þeirra eru bvö: Bjarni Jónsson, teiknari, í Hafn- arfirði, kvæntur Rögnu Halldórs- dóttur og Valgerður, búsett í Bandaríkjunum, gift Jack Draughn, höfuðsmanni í banda- ríska flughernum. Jón Magnúvson var maður stilltur vel, dulur að eðlisfari og fremur hlédrægur, en traustur og ábyggilegur og hlaut því all- staðar verðskuldaðar vinsældir. Þegar hann í dag verður kvadd ur frá Dómkirkjunni fylgir hon- um góður hugur fjölmargra vina. Þaðj sem hér hefur verið sagt eru aðeins fáein kveðjuorð frá okkur, sem starfað höfum með honum við Dómkirkjuna, þessi ár, sem hann var þar kirkjuvörð- ur. Við biðjum honum blessunar og fararheilla og vottum konu hans og börnum og aldurhnig- inni móður og ásbvinum hans öll- um innilegustu samúð. Óskar J. Þorláksson. Kveðja frá eiginkonu og börnum. Það dimmdi skjótt, er heljarhúmið leið um himinn, sem var skreyttur vonaljósum. Um sorgardalinn liggur okkar Ieið allt líf það stefnir beint að feigðarósum. Við skiljum ei hví fórstu okkur frá svo fljótt, sem engir geislar nái skína í hljóðri spurn við horfum beð þinn á í hjarta geymdu ljúfa minning þína. Svo kært við þökkum kveðjustundu á þann kærleik sem að glaður okkur veittir, því föðurhönd þín fyrir okkur sá, þú fyrst.og seinast kröftum til þess beittir. Jú, margt og margt í hugann hverfur nú og hver ein minning yl og birtu veitir við stöndum hljóð, en ástin byggir brú svo birtir aftur, þessu trúin heitir. Því segjum: Drottinn, verði vilji þinn, en viltu blessa þann, sem hérna sefur og segja: „kom í friðarfaðminn minn því frið og gleði eilíf náð mín gefur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.