Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1969, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MARZ 1960 25 Tvær stúlkur, Jóhanna Björnsdóttir t.v. og Elín Birna Guðmundsdóttir, sýna akrópatik á árs- hátíð Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Ljósmynd: Ástþór Magnússon. Vestmannaeyjar ekki fyrir minkatilraunir Árshátíð G.A. Árshátíð Gagnfræðaskóla Aust urbæjar var haldin í Tónabæ s.l. miðvikudagskvöld. Hátíðin var sett af Jóhönnu Jakobsdótt- ur nemanda, skólastjórinn, Sveinbjörn Sigurjónsson flutti á- varp. Þá var sýndur klassískur ballett og gamanleikurinn „Fölsk frænka“ var leikinn. Þá var sýnd leikfimi, annáll ársins var fluttur og að lokinni skemmtidagskrá léku Hljómar fyrir dansi. - DAVÍÐ OG Framhald af bls. 30 Everton 31 17 10 4 64:27 44 Arsenal 30 17 8 5 43:18 42 Chelsea 33 15 8 10 59:42 38 West Ham 30 11 13 6 53:35 35 Southampton 34 12 10 12 44:43 34 Burnley 33 13 7 13 42:61 33 Tottenham 30 9 14 7 46:39 32 Sheffield Wed. 30 10 11 10 34:38 31 Wolverhamplon 31 9 12 10 33:38 30 Ipswich 32 11 7 14 46:48 29 West Bromwich 31 11 7 14 46:48 29 Newcastle 30 9 10 11 39:42 28 Mauchester C. 30 9 9 12 51:42 27 Sunderland 33 9 9 15 37:59 27 Manuhester U. 30 8 10 12 33:40 26 Nottingham F. 32 6 12 14 36:47 24 Stoke City 30 7 9 14 28:45 23 Leicester 29 6 9 14 28:52 21 Coventry 30 7 6 17 34:47 20 Q P R. 34 3 9 22 31:75 15 2. deild: (efstu og neðstu liðin) Derby County 33 17 11 5 44:30 45 Middlesbrough 33 18 7 8 49:34 43 Cardiff City 34 18 5 11 61:43 4! Millwall 33 16 7 10 52:36 39 Crystal Palace 31 16 7 8 53:38 39 Charlton 32 13 11 8 46:44 37 Preston 32 9 11 12 29:36 29 Bolton 32 8 12 12 42:43 28 Bristol City 33 8 12 13 36:42 28 Bury 32 8 7 17 39:63 23 Oxford Utd. 33 8 7 18 28:48 23 Fulham 32 5 9 18 30:64 19 3. deild : (efstu liðin) Watford 33 19 9 5 53:20 47 Swindon Town 34 20 7 7 53:27 47 Luton Town 32 18 5 9 48:28 41 Bournemouth 32 17 5 10 52:31 39 Plymouth 35 15 9 1 43:31 37 Skotland 1. deild (efstu liðin) Celtic 25 18 5 2 68:18 41 Rangers 25 17 5 3 61:22 39 Kilmarnock 28 13 11 4 45:28 37 Dunfermline 27 16 4 7 53:36 36 Dundee IJtd. 26 14 5 7 48:40 33 St. Mirren 27 11 8 8 35:30 30 - BIRGIR ÖRN Framhald af bls. 30 keppnisskap hefur hann í rík um mæli og þeir eru fáir sem geta stöðvað hann, því stökk kraft og hraða skortir hann ekki. Sterkasta hlið Birgis er stökkskot ásamt gegnum brot um, en hann nær flestum frá- köstum af öllum ísl. körfu- knattleiksmönnum. Þess má geta að Birgir hef ur þjálfað mikið hjá Ármanni bæði m.fl. og yngri flokkana. Birgir á nú sæti í unglinga- landsliðsnefnd KKf, ennfrem ur hefur hann lagt stund á handknattleik. Birgir er verzl unarmaður að atvinnu. ÁSTÆÐA til að óska Vestmanna- eyingum til hamingju með rögg- sama bæjarforystu, og hina áhugasömu þingmenn þá Guð- laug Gíslason og Pétur Sigurðs- son, sem láta sig skipta starfs- áhuga skjólstæðinga sinna i Vest mamnaeyj'um. Þeir bera nú fram í sölum Alþingis frumvarp um tilraunaminkabú í Eyjum. Með því að bera fram frumvarp um skinnarækt, hafa þeir tekið for- ystu í svokölluðu minkamáli, en það höfðu þeir Jónas Pétursson og Jónas Rafnar að vísu gert fyrir þremur árum, en án þess að þingmenn gerðust móttæki- legir fyrir boðskapinn. Þetta frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi s’vo og þau, sem á eftir koma um sama efni eru góðar fréttir fyrir okkur, sem höfum sýnt fram á gildi þessa iðnaffar fyrir gjaldeyrisöflun og fjöl- breytni í framleiðsluháttum landsmanna. Ef til vill væri rétt að doka við með blaðagrein, sem þessa, því hún gæti verið mis- skilin af einhverjum í Eyjum. En svo má ekki vera. Orðið til- raunabú er ástæðan fyrir þessari blaðagrein, svo og til að vekja athygli á okkur, sem á megin- landinu búum og höfum áhuga á skinnaiðnaði. Vestmannaeying- ar eiga að hefja loðskinnafram- leiðslu á minkaskinnum sérstak- lega, og ef til vill einhverjum öðrum tegundum í fullri sam- vinnu við erlenda framleiðendur á minkaskinnum og byrja með beztu tegundum af búrum, sem þekkjast og viðurkennda minka- stofna, og ráða til sín kunnáttu- menn í loðskinnaframleiðslu. — Þetta er nauðsynlegt fyrir Vest- mannaeyinga að hafa hugfast. Tilraunir i minkarækt er algjör óþarff hér hjá okkur, þó svo að einhverjum finnist það nauðsyn- legt. Við fáum ekkert út úr slík- um tilraunum umfram þá aðstoð og þekkingu, sem við fáum hjá erlendum aðilum, er koma til með að vilja hjálpa okkur. Að hefja tilraunir hér á landi er að- eins að tefja enn meira tímann, viff finnum ekkert nýtt fyrr en við höfum rekið minkarækt hér- lendis í nokkur ár, en þá fyrst eru líkur á, að við getum eitt- hvað lagað til, eða jafnvel farið inn á nýjar brautir þ. e. ef ein- hverjum snjöllúm minkaræktar- manni dytti eitthvert gott ráð í hug. Þar sem mikið hefur verið rætt og skrifað á undanförnum árum liggur þetta nú skýrara fyrir svo að ástæða er til að vona að létt verði á lögbanni á minkahaldi, og þeir aðilar, sem áhuga hafa á þessari iffngrein, getí hafizt handa um ræktun á skinnum og það víða um landið. En fari nú svo ólíklega, að til- raunabú verði sett upp í Vest- mannaeyjum eingöngu, og niður- stöður frá því búi lagðar fram sem grundvöllur til ákvörðunar, hvort við, sem á meginlandinu búum, mættum hefja loðskinna- rækt eða ekki. Væri hvorki sið- ferðilega eða vísindalega hægt að viðurkenna Vestmannaeyjar, sem ákjósanlegasta staðinn hér á landi fil þeirra hluta. Ég skal reyna að rökstyðja þessa skoðun mína: Tii að byggja réttláta og sanna niðurstöðu þarf minnst 5 til 7 loðdýragarða dreifða um landið og hugs'a þá um leið til eflingar atvinnu, svo sem á Vestur- og Norðurlandi, því ekki nægir eingöngu að benda á fisk- úrganginn, því svo margf annað kemur til greina, þegar leitað er að réttlátri iðurstöðu til að byggja á til frambúðar fyrir þjóðina. Við gætum hugsað okk- ur, ef byggja ætti framtíðaráætl- anir um síldarsöltunarstöð eða frystihús af stærri gerðinni, sem tilraunir væru gerðar með við Breiðafjörð t. d., og þær niður- stöður, sem þar fengjust, ættu að gilda fyrir Vestmannaeyinga. Ég geri ráð fyrir, að þeir vildu einnig gera sínar eigin tilraunir. Að ætla sér, að hinir mörgu að- ilar víða um landið, sem ætla að koma af stað loðskinnafram- leiðslu og iffnaffi í sambandi við framleiðsluna, eigi að bíða eftir niðurstöðum frá Vestmannaeyj- um, getur enginn ætlast til að þeir verði ánægðir með. Mikil hætta er á því að ef slíkum að- ferðum er beitt, að orðið einok- unaraðstaða fái byr undir báða vængi. Þó þarf það ekki svo að vera að þessu sinni. Það kom í ljós fyrir nokkrum árum, að náttúruunnendur og nokkrir fuglafræðingar og áhugamenn töldu sig geta sætt sig við minkahald í Vestmannaeyjum, en aftur Þeir, sem styðja minka- rækt, telja rétt, að komið sé til móts við andstæðinga minka- ræktarinnar og álita að loðdýra- garðar séu staðsettir þar, sem villiminkur leikur lausum hala. Sjálfsagt eru það margir, sem fyndist rökrétt, að einmitt hinir fyrrnefndu mæltu gegn Vest- mannaeyjum í sambandi við minkarækt. En svo er nú aldeilis ekki. Fyrir þá aðila, er fjalla um þessi mál nú í þingsölum Alþing- is ætti yfirlýsing náttúruvernd- armanna um, að þeir geti fellt sig við minkarækt í Vestmanna- eyjum að vera næg yfirlýsing, að einmitt þessir menn gefa með þessu í skyn, aff minkurinn mun ekki sleppa út, því að í Eyjum er eitt fjölskrúffugasta fuglalif á ísiandi. Þessi yfirlýsing náttúru- unnenda og fuglafræðinga er viðurkenning á því, að litlar lík- ur eru á, að minkar sleppi út í náttúru íslands meira heldur en orðið er, óg kemur þar án efa til þær framfarir og sú geta, sem er í dag, en var ekki fyrir hendi, þegar loðdýrarækt var fyrst hleypt af stokkunum hér á ís- landi. Sömu aðilar lögðu mikla áherzlu á, að náttúruhamfarir gætu orðið til þess, að minkar slyppu úr búrum hér á landi. En með því að mæla með minka- rækt í Vestmannaeyjum, er þessi skoðun fyrir borð borin, þvi að hvergi á íslandi s'íðustu árin hafa átt sér stað jafnmiklar nátt- úruhamfarir og einmitt á svæð- inu kringum Eyjar. Þessir sömu aðilar báru við. að stórviðri hefðu átt sinn þátt í því, að minkar sluppu út á sínum tíma. Þetta er rétt, og við vitum að fárviðri geta komið hvenær sem er, en hvergi á íslandi og jafn- vel hvergi í Evrópu er mæld- ur jafnmikili loftþrýstingur að jöfnu, sem á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum. Við, sem áhuga höfum á loðskinnaframleiðslu hér á landi, berum fulla virðingu jafnt fyrir náttúruunnendum og fuglafræðingum, en við hljótum að setja fram þá kröfu, að menn- irnir séu sanngjarnir. þegar rætt er um jafnmikið þjóðþrifamál sem loðskinnaframleiðslu til hagsbóta fyrir þjóðina. Þeim ber bókstaflega skylda til að koma til móts við okkur, sem vinnum að þessum málum og leggja til þá þekkingu og kunnáttu, sem að þessir menn hafa umfram okkur. Fari svo, og ég efast ekki um, að þegar að því kemur, að loðskinnaframleiðsla hefst hér á landi, þá muni þess'ir aðilar standa með okkur, og þá mun vel farnast fyrir þessari iðngrein. Vísindi og ytri affstaffa í loff- dýrarækt. Aðeins eitt orð nægir til að kippa stoðum undan nafn- inu tilraunabú í minkarækt í Vestmannaeyjum, en það er orð- ið flugvöllur. Mesta vandamál stórra loðdýragarða erlendis eru hinar auknu flugs'amgöngur, en þær hafa í för með sér aukinn hávaða, svo ekki sé talað um að komið sé fyrir loðdýragörðum i námunda við flugvelli. Flugvöll- ur í dag er eitt allra mesta vandamáf loðdýragarða víða, en ástæðan fyrir því er sú, að há- tíðni hljóð nýustu flugmótoranna hafa mjög mikil áhrif til hins verra fyrir minka. Minkurinn er ákaflega hljóffnæmur, og líður stórlega við þessi hátíffnihljóff, og þó sér í lagi við lendingar og flugtak slíkra flugvéla. Vegna þess hve landrými á meginlandi Vestmannaeyja í Heimaey er til- tölulega lítiff, en flugvöllurinn og umsetningin í lofti í kringum flugvöllinn er mikii eða á all- stóru svæði eins og gerist al- mennt með flugvöllum, er ekki hægt fyrir okkur sem ætlum að vinna að þessum málum, að hlíta því, niðurstöður frá loð- dýragarði, sem væri staðsettur svo nálægt flugbraut, svo sem hann í raun og veru yrði að vera í Vestmannaeyjum vegna land- rýmis að hægt sé að sætta sig við niðurstöður frá búinu. Máli mínu til skýringar, læt ég hér fylgja með upplýsingar, sem ég hef aflað mér hjá fiugmála- stjórninní í Reykjavík. Einnig máli mínu til stuðnings læt ég fylgja hér með uppdrátt af Vest- mannaeyjum og staðsetningu flugbrautarinnar þar. FLUGMÁLASTJÓRINN Upplýsingaþjónustan, NOTAM skrifstofa. Rvíkurflugvöllur 24. febr. ’&9. Loðdýr hf., Hermann Bridde, Reykjavík. Samkvæmt beiðni yðar hefi ég leitað upplýsinga um reglur eða fyrirmæli varðandi flug yfir loð- dýragörðum í nágrannalöndum,- Slíkar reglur eru til bæði í Nor- egi og Kanada. Fer hér á eftir lausleg þýðing úr upplýsingabréfi nr. 0/30/64 frá Kanada. (Section I — Conservation Laws). „Loðdýraræktendur hafa nokkr um sinnum leitað samvinnu ráðu neytisins (samgöngumál) um að- gerðir til að koma í veg fyrir að flogið sé lágt nálægt loðdýra- görðum. Fullyrt er, að slík lág- flug yfir loðdýragörðum geti skaðaff og valdið verulegu tjóni. Ráðuneytið telur að erfitt sé fyrir flugmenn að greina slíka staði, nema þeir séu sérstaklega auðkenndir. Er loðdýraeigendum því bent á að auðkenna búin með trönum máluðum í krómgulum og svörtum lit. Ennfremur að flagga rauðum fána á t.d. 7 metra stöng. Flugmenn eru því aðvaraðir um, að þeim ber að forðast srtaði þannig auðkennda. Sérstaka að- gát skál hafa mánuðina febrúar, marz, apríi og maí.“ Virðingarfyllst, Bergur P. Jónsson deildarstjóri. Eins og ég gat hér um að fram- an getur grein þessi valdið mis- skilningi og þó sér í lagi í Eyjum, en til þes's er ekki ætlast. Við sem viljum hefja skinnafram- leiðslu til vegs fyrir landsmenn, og stofnuðum hlutafélag undir nafninu HF LOÐDÝB létum birta í dagblöðum landsins uppdrátt af loðdýragarði félagsins, og töld- um við rétt og skylt að skýra frá þeim öryggisráðs'töfunum sem við álitum að ættu að nægja til þess að hinir vantrúUðustu um þessi mál gætu sætt sig við staðsetningu og stofnun á slíkum garði. Það er einlæg von okkar í stjórn Loffdýrs hf., að Vestmanna eyingar getj hafið skinnaiffnaff sem allra fyrst þó svo að þessar neikvæðu niðurstöður fyrir til- raunabú, til ákvörðunar fyrir landsmenn er ekki sama og að stofna loðdýragarð sem rekin er á eigin ábyrgð og reikning Vest- mannaeyinga sjálfra. Það er von okkar að samvinna megi takst um loðdýraræktarmálin, þegar lögbanninu verður aflétt. And- streymi og óhöpp skapa þroska og varfærni, en geti þessi dæmi komið Vestmannaeyingum að einhverju gagni í viðleitni þeirra að hefja loðskinnaframleiðslu á eigin reikning er þessi grein til einhvers skrifuð. Reykjavík í febrúar 1969 Hermann Bridde. 2 U N C Ó KEFLAVÍK HLJOMAR LEIKA í UNGÓ í KVÖLD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.