Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 1
32 SIDUR 68. tbl. 56. árg. LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sigraöi Anguilla? — Brezka herliðið flutt á brott London, 21. marz — AP — BREZKA stjórnin tilkynnti í kvöld (föstudag) að herlið það sem sent var til eyjarinnar Anguilla, yrði flutt heim í byrjun næstu viku. Freigát- an Rothesay, sem er á verði við eyna, fer þaðan um helg- ina. Háttsettir stjómmálamenn hafa viðurkennt að frá póli- tísku sjónarmiði hafi innrás- in verið misheppnuð, því eyja skeggjar hafi öðlast samúð alls heimsins. „Ronald Webster hefur sigr að“ sagði einn þeirra, en Web ster er sjálfskipaður forseti hinna 6000 fbúa Anguilla. í tilkynningu brezku stjórn arinnar segir að ef aðstæður leyfa verði flugvélar sendar til eyjarinnar í byrjun næstu viku, til að flytja innrásarlið- ið á brott. Þess í stað verða sendir þangað einir 100 verk- fræðingar og aðrir sérfræðing ar, sem eiga að hjálpa íbúun- um að byggja upp efnahaginn. Innrásin fór fram án þess að nokkru skoti væri hleypt af og ekki kom til neinna ó- eirða. Ríkisoðstoð við blöð í Svíþjóð Stoklkhókni, 21. marz. NTB. Fjármálaráðherra Svía, Gunn ar Strang, bar í dag fram á þingi fmmvarp um ríkisaðstoð við dagblöð í Svíþjóð frá og með 1. janúar 1970. Samkvæmt fmm- varpinu verður á næstu fimm ámm stofnaður sjóður að upp- hæð 125 milljónir sænskra kr. og eiga dagblöðin að geta fengið lánað fé úr sjóðnum þannig að þau verði samkeppnishæfari. Einnig er laigt til í frumvarp- inu að dreifinigarkostnaður verði laekikaður, eif blöð kama sér sam an um sameiginlega dreifingu. Fj'ánmálaráðiherra leggur til að á næsta fjárhagsári verði veittar 25 milljónir sænskra króna til sjóðsins oig fimm milljónir til læklkunar dreifingarkiostnaðar, sem áætlað er að nemi 10 millj. sænskra króna á ári. Sjóðurinii verður starfræktur til reynslu í firnm ár. Hneyksiismól í flstrnliu? Canberra, Ástralíu, 21. marz —AP— JOHN Gorton, forsætisráðlherra, hefur harðneitað ásökunum að „hafa framið ósiðlegt athaefi með tveim konuim í bandaríska sendi ráðinu í Canberra." Þessu var hald ið fram í þinginu, þar sem fram- ferði ráðherrans kom til umræðu. Einn þingmannanna, Edward St. John sagði að ráðherrann hefði komið með konurnar tvær úr samkvæmi árla morguns, farið með þær inn í herbergi í sendi- ráðinu og læst að sér. Þau hafi dvalið þar í þrjár klukkustundir. Ráðherrann segir þetta helbera lygi, hann hafi komið í sendi- ráðið um miðnætti og yfirgefið það um klukkustund seinna. Wiili am Crook, sendiherra Bandaríkj anna, hefur staðfest þetta, og sömuleiðis segja konurnar tvær að þetta sé illyrmislegur rógur. Alvörugefnir sovézkir leiðtogar á fundinum í Búdapest (talið frá vinstri): Andrei Gretchko varnarmálaráðherra, Alexei Kosygin forsætisráðherra og Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins. stjórna aðildarlandanna, en vegna andstöðu Rúmena neyddist Brezhnev til að hætta við þessi áform eða fresta þeim að minnsta kosti. í þe-s stað dró Brezhnev upp dökka mynd af ástandinu á 5.500 kílómetra löngum landa mærum Kína og Sovétríkj- anna og 'hinni nýju ógnun, sem Rússum stafar af 700 milljónum íbúa Kína. Hann skoraði á Austur-Evrópuríkin að fordæma Peking-stjórnina opinberlega, en mikilvægara var, að hann gerði grein fyrir Framhald á bls. 31 Aðalmál Búdapest-fundarins á dögunum „HANN var rjóður í andliti og leit ekki vel út. Hann var taugaóstyrkur og óþolinmóð- ur. Hann reiddist og barði í borðið. Hann hafði aðeins eitt í huga — og það var Kína“. Þannig segir fréttaritari bandaríska blaðúns Washing- ton Post, Anatole Shu'b, að Leonid Brezlhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokks- ins, hafi komið á fund æðstu leiðtoga Austur-Evrópuríkj- anna í Búdapest á dögunum að sögn eins þátttakanda. Þeiisi iýsing þarf ekki að koma á óvart ef hafðar eru í 'huga áhyggjur sovézkra leið- toga af hinum blóðugu bar- dögum á landamærum Kína og þeim afleiðingum, sem þeir geta haft í för með sér. Upphaflega var ætlunin að fundurinn í Búdapest fjallaði um endurskipulagningu Var- sjárbandaiagsins í þátt átt að auka völd yfirherstjórnar bandalagsins á kaúnað ríkis- 9 geimför flytja vísindatæki og menn til tunglsins — eftir lendingu Apollo 11 FÖRST HLJÚÐFRAA RÚSSNESKA ÞOTAN? Houston, Texas, 21. marz. AP. • Ef fyrsta tungllendingin, í júlí, tekst vel, verða níu för í viðbót send upp með tiltölu- lega stuttu millibili. • Miklu magni vísindatækja verður komið fyrir á tungl- inu, og jafnvel settir þar upp mannabústaðir. Vopnahlé eða kjornorkuvopn? Hong Kong, 21. marz AP-NTB DAGBLAÐIÐ Hong Kong Star, segir í tveim fréttum í dag: 1) Mao Tse-tunig hafi sagt að ef Rúss ar hyggist beita kjarnorkuvopn- mmni Kínverjar gera það Hka, og 2) að Kína og Rússland hafi samið um frið á landamær- unum, en sumir kínveirsku landa mæravarðanna virði hanm ekki. Um fyrri fullyrðinguna er ekk ert vitað, en hin síðari, sem höfð er eftir V. Bakaev, flotaimálaráð herra er sögð helber uppspuni. • Jafnframt verður byrjað að senda ómönnuð könnunarför til nýrra pláneta, og 1977-1979 verður kjarnorkuknúið könnun- arfar sent í níu ára leiðangur umhverfis fjórar plánetur. Dr. Thomas Paine, forstöðu- maður NASA, sagði í ræðu í dag að ef tunglferðin í júlí gengi að óskum yrðu fljótlega á eftir send þrjú geimför sem flyttu með sér margvíileg vísindatæki, og menn til að koma þeim fyrir. M.a. verða sett upp tæki til að mæla jarðskjálfta og breytingar á yfirborði tunglsins, og tæki til að endurvarpa LASER-geislum til jarðar. Síðar verða send upp sex geim för og verður hlutverk áhafn- anna að kanna til hlítar ýmis- merkileg landsvæði. Geimfararn ir myndu þá líklega dvelja á tunglinu langtímum saman, og yrði því að koma þar upp húsa- kynnum. Paine sagði að hér væri í rauninni um að ræða landnám á sjöundu heimsálfunni og benti á að yfirborð tunglsins væri svip Framhald á bls. 31 Washington, 21. marz. AP. TVO bandarísk flugniála- rit skýrðu frá því í dag að þau hefðu áreiðanlegar heimildir fyrir að hljóð- fráa rússneska farþegaþot- an TU-144 hafi eyðilagzt í lendingu eftir stutt reynslu flug fyrir nokkru. Blöðin Aviation Daily og Aerosp- ace Daily, segja að nánari fréttir hafi ekki fengizt og að þau viti ekki hversu al- —m varlegt slysið var. Hins vega töldu þau bæði að þetta mundi eitthvað seinka fullkomnun þotunn ar. Orðrómur þessa efnis hefur verið á kreiki um nokkurn tíma, en handa- rísk yfirvöld hafa ekki get að gefið neinar upplýsingar og rússnesk yfirvöld hafa neitað að gefa upplýsing- ar. Heimildarmenn blað- anna tveggja segja að óhappið hafi átt sér stað « skömmu eftir fyrsta reynsluflug þotunnar hinn 31. desember síðastliðinn. Þann dag er þeir tilnefndu skýrði Tass fréttastofan stuttlega frá því, að flug- vélin hefði farið í 38 mín- útna reynsluflugferð og að „allur útbúnaður starf- aði eðlilega“. TU-144. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.