Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1960
19
Hreinn Pétursson
heima hér í Stykkishólmi. Gunn
ar var hér á bát í fyrra sem
skipstjóri. Hann var eins og hin-
ir, dugnaðarma'ður. Hann lætur
eftir sig konu, Guðbjörgu Harð-
ardóttur og 3 börn. Gunnar var
fæddur 10. maí 1942. Var hann
næst yngstur 16 barna þeirra
Þorbjargar og Þórðar.
Það er stórt skarð höggvið í
lítið bæjarfélag. Heimilin ungu
sem margar bjartar vonir voru
tengdar við drúpa. Stykkis-
hólmsbúar og fjöldi annarra taka
þátt í sorgum þeirra sem mikið
hafa nú misst; þátt í sorgum
barnanna, kvennanna og for-
eldranna er syrgja dugandi
drengi.
Þar mætast Hólmarar í hljóðri sorg
LAU G ARD AGURINN 8. marz
sl. mun mörgum Stykkishólms-
búum minnisstæður. Fregnin
um að leit væri hafin að m.b.
Dagný flaug um bæinn og óhug
setti að fólki. Það vissi að á
þessum bát voru 3 ungir og
hraustir sjómenn, menn sem að
allra dómi áttu eftir að verða
staðnum til styrktar, ef þeim
entist heilsa og líf. Þeir höfðu
óspart gefið slíkt til kynna.
Vonin um að þeir myndu á lífi
og báturinn ofansjávar fjaraði
smám saman út og það var ekki
langt liðið á vikuna þegar viss-
an var fengin, en á annan veg
en bsejarbúar höfðu vonað.
Bát þennan hafði Sverrir
Kristjánsson nýlega keypt frá
Hornafirði til atvinnubóta í
Stykkishólmi. Hann var á leið í
heimahöfn til að hefja sjóróðra.
Sverrir hafði ásamt hinum ungu
mönnum unnið vel og dyggilega
að þessari atvinnubót staðarins
og allt virtist blasa blessunar-
lega við. Það er ekki lengi að
skipast veður í lofti. Það vita
sjómennirnir bezt. Þeir skilja
kannski einna greinilegast fall-
valtleik hlutanna.
í dag er hinna duglegu sjó-
manna sem fórust með m.b.
Dagný minnzt í Stykkishólms-
kirkju. Þar mætast Hólmarar í
hljóðri sorg og votta ástvinum
samúð sína.
Hreinn Pétursson var fæddur
1. júní 1946, sonur hjónanna Vil-
borgar Lárusdóttur og Peturs
Jónssonar. Hann var því rúmra
22ja ára er hann lézt. Snemma
fór hann á sjóinn. Þar haslaði
hann sér völl og var liðtækur
maður. Ætlaði sér stundum ekki
af, enda gekk hann að verki ein-
huga. Hann var kvæntur Sæ-
björgu Gu'ðbjartsdóttur og áttu
þau tvo syni. Þau bjuggu í
Stykkishólmi.
Jón Sigurðsson var Austfirð-
ingur en kom hingað vestur árið
1964, þá til sjóróðra. Hann var
fæddur 7. apríj 1947 og því rúm-
lega 21 árs að aldri. Foreldrar
hans voru Árný Reimarsdóttir og
Sigurður Albertsson. Hann læt-
ur eftir sig unnustu, Júlíönu
Gestsdóttur og eitt barn. Þau
höfðu nýlega komið sér upp
snyrtilegu heimili í Stykkishólmi
og allt virtist blasa Við á hinn
ákjósanlegasta veg.
Gunnar Þórðarson var Breið-
firðingur. Foreldrar hans Þor-
björg Sigurðardóttir og Þórður
Benjamínsson, sem lengst af
bjuggu í Hergilsey, eiga nú
En eldur minninganna vakir.
Við þann eld verma ástvinir sér,
geyma minningar um vaska sjó-
menn. Þeir voru á heimleið til
að draga björg í bú. Annar mátt-
ur sneri þeim heim. Það koma
mörg spurningarmerki í hugann,
en hvað um það. Trúin segir
heilög höndin hnýtir aftur slit-
inn þráð og við trúum því að
handleiðsla drottins sé það einá
sem verulegt gildi hefir í lífinu.
í þeirri trú eru þessir góðu
drengir kvaddir. Sálmurinn
segir:
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni,
mér stefnu frelsarinn góði gaf
ég glaður fer eftir henni.
Blessuð sé minning hinna
vösku sjómanna.
A. H.
Sumarliði
sjómaður
SUMARLIÐI GÍSLASON lézt
á Landakotsspítala 16. marz s.l.,
eftir að hafa verið meira og
minna sjúkur um tveggja ára
skeið;
Sumarliði var fæddur 14 marz
1892 á Akranesi. Tveggja ára
að aldri missti hann föður sinn,
en eftir það ólst hann upp hjá
móður sinni og bjó með henni
unz hann kvæntist Bóthildi Jóns
dóttur 23. maí 1923, dugnaðar-
og sóma konu sem hefur verið
hans stoð og stytta á lífsleið-
inni og lifðu þau í farsælu og
gæfuríku hjónabandi í nær
fjörutíu og sex ár, eða þar til
hann lézt. Þau eignuðust níu
börn sem öll eru á lífi, auk þess
ó'lu þau upp dótturson. Allt ei
þetta myndarfólk og nýtir borg-
arar.
Ungur að árum fór Sumarliði
til sjós fyrst á skútur síðan á
togara er þeir komu til sögunn-
ar. Hafa gamlir skipsfélagar
hans sagt mér, að hans rúm haf i
verið vel skipað, enda eftirsótt-
ur af skipstjórnarmönnum, mun
hann því oftast hafa getað val-
ið beztu skipsrúmin. Hann var
lengi með hinum kunnu skipstjór
um Eldevjar Hialta á gamla
Marz og Birni í Mýrarhúsum á
Apríl og Maí.
Víðföruli var Sumarliði og
hafði vndi af ferðalögum. Oft
réðst hann til að sækja ný}a
Gíslason
— Minning
togara til útlanda og man ég eft-
ir því að hann fór er Clemen-
tína var sótt til Frakklands og
Ólafur til Holllands. í fyrra
stríði var Sumarliði á togaran-
um Rán er lagði þá upp í Bost-
on. Og nú á síðustu árum fóru
þau hjónin tvívegis til Banda-
ríkjanna í heimsókn til dætra
sinna sem búsettar eru þar.
Slíkir menn eins og Sumarliði
var, eru einstakir. Á fimmtiu
ára sjómennskuferli hefur
hann gengið í gegnum mestu
byltingu í íslenzkri útgerð. Orð-
ið þátttakandi í þeirri geysilegu
breytingu á starfsski'lyrðum ís-
lenzkra sjómanna frá skútuöld yf
ir á nýsköpunartogara, þegar
sjómennskan var þrotlaust stríð
áður en vökulögin komu til sög-
unnar og hann varð þátttakandi
í þeirri gífurlegu breytingu sem
þau lög gerðu á lífi og starfi í ís-
lenzkra sjómanna. Þá hafði hann
oft á orði, að eftir að vökulög-
in voru sett og nýsköpunartog-
ararnir komu væri það svipað
og vera heimá í stofu að vinna
og um borð í þeim skipum.
Sumarliði hafði séð íslenzkt
bióðféiag breytast úr fátækt og
örbirgð í sjálfstætt framfara-
þióðfé'lag. Slíkir menn búa yfir
miklum fróðleik og mikilli
r"'yrziu. Það eru mennirnir sem
gátu frætt unga fólkið um hvað
það kostaði kynslóð þá sem Sum-
arliði tilheyrði að breyta þjóð-
félaginu inn á braut framfara
og farsældar."
Þjóðin á slíkum mönnum sem
Sumarliða meira að þakka, held
ur én hún gerir sér grein fyrir.
Sumarliði var einn af traust-
ustu máttar^toðum íslenzku
þjóðarinnar á þessu mikla fram-
faraskeiði.
Eftir um fimmtíu ára þrotlaust
starf á sjónum hætti hann sjó-
mennsku og hóf störf í landi
lengst af hjá Landssímanum.
Öll þau ár sem hann var á
sjónum hvíldu uppeldisstörf
barnahópsins stóra á eiginkonu
hans. Hún stóð ekki síður fyrir
sínu hlutverki með upj>eldið en
hann við að afla viðurværis. Oft
mun hafa verið lítið til hnífs og
skeiðar, en allt bjargaðist þetta
i samhjálp þeirra hjóna.
Þegar Sumarliði er kvaddur,
kemur þá helzt í huga minn
þakklæti fyrir allt hans starf,
alla þá fórnar'lund sem hann
sýndi og þá hetjulund sem í
honum bjó.
Einnig vil ég þakka þér frændi
öll gömlu árin alla hugulsemi
við mig og mína í gegnum árin.
Guð gefi að íslenzk þjóð megi
eignast stóran hóp slíkra manna
sem þú varst. S.E.
— —-♦
- HLJÓMPLÖTUR
Framhald af bls. 15
in tröllaukna, ofsamennið
Solti og hljóðritunarsnillingar
Decca, hljóti eitthvað magn-
þrungið að ske.
Svo að við inúurri okkur að
eins að Katajan aftur, þá er
vert að vekja athygli á nokkr-
um nýlegum hljóðritunum
með honum. Deutsche
Grammophon virðist vera bú-
ið að tryggja sér einkarétt á
starfskröftum hans hvað varð
ar hljóðritanir, og er hann
sennilega feitasti bitinn í
þeirra súpu, enda óspart not-
aður.
Ein er sú hljóðritun, sem
margir munu hafa mikla
ánægju af að eignast, en þar
stjórnar Karajan nokkrum
vel og miður vel þekktum
milliþáttaspilum (Intermezzi)
úr óperum. Þessi hljóðritun
gæti verið ýmsum lærdóms-
rík, sem ekki gera sér fylli-
lega ljóst hversu stór og þýð-
ingarmikill hlutur hins túlk-
andi listamanns er, en það
hættir nefniiega ótrúlega
mörgum til þess að vanmeta
hann. Á þessari plötu upphef-
ur Karajan verkin, þannig, að
það hvarflar að manni, að
þau virðist betri en þau í raun
og veru eru.
Sinfóníur Sibelíusar no. 6
og no. 7 komu einnig nýlega út
þar sem Karajan stjórnar Fíl-
harmóníuhljómsveit Berlin-
ar. Flutningur er í algerum
sérflokki og hljóðritun góð.
Sumir tónlistarunnendur kom
ast ekki lengra í sinfóníum
Sibelíusar en að þeirri þriðju.
Þeir fara mikils á mis eiris og
maðurinn sem aldrei botnar
neitt í níundu sinfóníu Beet-
hovens þótt ekki séu verkin
lögð að líku! Sjöunda og
fjórða sinfónía Si'belíusar eru
hans beztu og er sú sjöunda
miklu aðgengilegri.
Svo má benda á annan
píanókonsert Brahms með
Geza Anda og Karajan, en
mönnum er fremur ráðlagt að
kaupa Decca útgáfuna með
Backhaus og Karl Böhm, ef
þeir vilja aðeins eiga eina upp
töku á þessu stórbrotna verki.
Allir Wagneraðdáendur
ættu að tryggja_ sér óperuna
„Rínargullið“ áður en hún er
uppseld á því hagstæða verði,
sem hún hefur verið boðin,
en eins og kunnugt er, þá er
Karajan að stjórna „Niflunga
hringi“ Wagners inná hljóm-
plötur. Ef dæma skal af því,
sem komið er, þá er það mjög
trúlega það merkasta og jafn-
F. 14. marz 1892. — D. 16. marz 1969.
KVEÐJA FRA DÓTTURBÖRNUM A SELFOSSI
Hér, að leiðarlokum ljúft að minnast er,
alls, sem afi góði áttum við með þér.
Hlýju og ástúð alla, er okkur veittir þú,
þér af hrærðum huga þakka viljum nú.
Ætíð vildir gleðja okkur hverja stund,
barst í hlýju hjarta hreina kærleikslund.
Gæði þín ei gleymast gjöful hönd þín var,
okkur ungum veitti allt til blessunar. ,
Hinzta kveðjan hljómar, hjörtun færa klökk,
elskulegi afi, okkar dýpstu þökk.
Hvar, sem liggja leiðir ljúf og fögur skín,
innst í okkar barmi, ástkær minning þín.
- MINNING
Framhald af bls. Zz
miklar vonir með að koma því
máli áieiðis.
Skömmu fyrir andlát Ólafs fór
um við saman um hið •svellandi
athafnasvæði Vestmannaeyja-
hafnar. Var hann af lífi og sál
slíkur þátttakandl í þessu iðandi
athafnalífi, að hrein unun var að
fylgjast með honum. Sakna ég nú
vinar í stað, en oft röbbuðum
við saman um útveg og sjósókn.
Kvæntur var Óiafur. Ástu
Bjartmarz, ættaðri frá Stykkis-
hólmi og eignuðust þau 3 mann-
vænieg böin, sem öll eru upp-
komin og búsett hér í VeJmanna
eyjum; yngsta dóttir enn í föður
garði. Við skyndilegt fráfall ást-
ríks heimiiisföður, afa og bróður
er harmur.nn sár og sendi ég frú
Ástu, börnum þeirra hjóna og
öðrum ættingjum og venzlafóiki
innilegar samúðarkveðjur.
Hryggir í huga kveðja Vest-
mannaeyingar í dag góðan dreng,
sem átti allra hug. Ólafur frá
Skuld var einn þeirra manna,
sem með dugnaði sínum, áræði
og elju hafa ve.ið og munu verða
líf Vestmannaeyja og þessarar
þjóðar við yztu höf. Hann var
einn þeiria vösku íslenzku sjó-
manna, sem hafa fært þjóðinni
mikla björg í bú. Minningu slíkra
manna á að halda á lofti og megi
hún verða ungum sjómönnum og
sjómannsefnum hvatning til
dáða.
Skipsfélagar Ólafs gegnum ár-
in minnast hins giaðværa og
kappsama formanns, en jafn-
framt gætna skipstjórnarmanns,
sem ailir fyigdu. í féiagahópi og
a gleðifundum var Ólafur í
Sku.d alltaf hrókur alis fagnað-
ar og léttur í lund, en gætti þó
manna bezt hó3s og prúð-
mennsku. I starfi var hann fylg-
inn sér og skeieggur; ef svo bar
undir.
Óiafur féll mitt í önn dagsins,
og er það trúa mín, að þannig
h.afi hann he'zt viljað falla.
Það er gott að minnast manna
sem Ó'afs Siguiða onar frá
Skuid. Ég þakka honum liðin
kynni, sem voru frá því ég fyrst
man eftir öll á sama veg.
Minning m kils sjósóknara og
góðs drengs mun lifa, en fyrir
vtafni hans er nú haf og himinn
víður.
Guð'ón Ármann Eyjólfsson,
Skilnoðui
London, 20. marz, AP.
WILLIAM Lester var reiður við
konuna sína. Hann svipti henni
upp á herðar sér og bar hana út
í garð, þar ssm nágrannarnir sáu
til, og rassskellti hana. „Þe;ta“,
sagði Nevilie Fauiks, dómari,
„er óhófleg ar mmd“. Og hann
vei'ti N ncy Lester skiinað frá
manni sínum.
Stjómarskrói-
bxtur í
Pobistun
Karaohi, 20. marz. AP.
PAKISTANÞING verður hvatt
saman innan mánaðar til að
fjalla um ýmsar endurbætur,
sem verða gerðar á stjórnarskrá
landsins, að því er ti'lkynnt var
í Karaöhi i dag. Um það bil 90
breytingar verða gerðar og mið-
ast flestar við að koma á lýð-
ræðisleffri háti'um í alndinu.
S'jórnarandstöðuforingjar segj
ast vona, að með þessu verði
Pakistönum gefin aftur sjálfsögð
réttindi, sem þeir haifi ekki not-
ið undir tiu ára stjórn Ayubs
Khan fnrseta. Ayub hefur lýst
yfir, að hann muni elrki bjóða
siig fram vi* næstu forsetakosn-
ingar í lok þessa árs.
framt það athyglisverðasta,
sem hann hefur afrekað á
sviði hljóðritunar til þessa.
Birgir Guðgeirsson.