Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969 Nótt í skreiöarflutningi til Biafra TVÖ erlend blöð, víðlesin út um heim, hafa nýlega birt heilsíðu greinar um næturfluig ið með matvæli frá Sao Tome til Biafra. Brezkur þingmað- ur, sem hefur fexðazt til Bi- afra, segir frá reynslu sinni í Sunday Times, undir fyrir- sögninni: „Næturflug með björgunarmönnum 1 skreiðar- flutningum til Biafra“. Hin greinin er í nýútkomnu hefti af tímaritinu Time, skrifuð af blaðamanni eftir ferð til Bi- afra. Auðséð er af greininni, að flugið hefur verið farið á þeim tíma, sem bandarísku C-97 stratofreighter flugvél- arnar komu til Sao Tome, til að taka við miiklu af flutning- unum en reyndust il'la við þessar aðstæður eins og hinir ungu flugmienn þeirra, og var því aftur aukið flugið með minni vélunum, eins og þeim íslenzku En íslenzku flugvél- arnar og flugmennina netfnir hann ekki. Þetta kernur mjög vel fram. þar sem blaðamaðurinn segir frá því, að þrátt fyrir 5000 dala kaup á mánuði. þá séu flestir Bandaríkjaflugmenn- irnir tóku þá alveg við aftur komu til Afríku í janúar, að snúa heim og vilji ekki fljúga þama meira. Evrópuflugmenn irnir tóku þá við aftux alveg á gömlu flugvélunum. Um þá segir greinartiöfundur: Evr- ópumennimir, sem flestir eru gamlir flugmenn, of garnlir eða flöktandi, til að vera hjá venjulegum flugfélögum, bera því þunga dagsins, þó þeir hafi aðeins flogið tvær af hverjum fjórum nóttum í stað þess að fljúga hverja nófct, eins og þeir gerðu áður en U.S. Air Force C-97 flugvél- arnar komu. Time er sýnilega það lengi í undirbúningi, að þessi breyting á fluginu hef- ur varla verið almennilega fram komin. í báðum greinunum er sagt frá sovézku Ilyushin-tflugvél- inni, sem sambandsherinn I Nígeríu notar til að varpa sprengjum á Uli-flugvöll í Bi- afra og tefur geysilega mat- vælaflutningana, ag flugmann inum, sem henni flýgur og kallaður er „Truflarinn". Frank Allaun, þingmaður, hefur eftir flugmanninum, sem hann flaug með frá Sao Tome til Biafra: — Næstum tAMfWW fendííj tABOM UU Of (M Sao Tome Kortið sýnir flugleiðina frá Sao Tome til Biafra og er flugvöllurinn merktur. á hverri nóttu er Truflarinn, eins og við köllum hann, hér yfir. Hann bíður þar til hann sér matrvælaflutningavél koma. Þá varpar hann venju- lega niður 6 sprengjum. Ef við erum varaðir við gegnum talstöðina, að Truflarinn sé kominn, þá sveimum við yfir, svo lengi sem eldsneyti endist. Og fyrir kemur að við verðum að snúa við án þess að atfhenda matvælin. Annað nafn á Truflaran'um er Þjóð- armorðinginn. Það varð þann- ig til, að eina nóttina þurft- um við að spyrja flugburninn í Uli, hve lengi við þyrftum að bíða, þar sem eldsneytis- byrgðir væru farnar að minnka. Rödd frá leyhiflugvél greip fram í og við heyrðum að flugmaðuTÍnn á sprengjuílug- vélinni sagði á enstou: — Þetita er Þjóðarmiorðinginn sem kall- ar. Þið verðið að halda átfram að bíða! Ég ætla mér að vera hér í marga kluktoufcfcna enn! Brezki þingmaðurinn var í einni af DC-6 flugvélunum með 10 tonn af skreið frá Sao Tome. Og hann segir, að skreiðarpökarnir hatfi lyktað hræðilega. Ennþá sitji lyktin í frakkanuim haus. Flugivélin var full af þessum slkreið- arpotoum, nema rétt sæti ílug- mannanna og nokkur fyrir aukafarlþega. Og hann segir, að Skreiðin, sem bjang.i hundr- uðum og þúsundum van- nærðra í Biafra komi frá Grænlandi. Vegna þessara matarflutninga hafi éstandið lagast í bili, þó alivarleg og ný hætta blasi við, eins og hann hafi sannreynt seinna. Áður voru það mest ung börn, sem þjáð'ust af hinum ban- væna sjúkdómi kwasihiokor, sem er atfleiðing af eggjahvífcu efnaskorti, en nú sé fullorðið fólk yfir fimmtug't einnig far- ið að þjást aif þessum sjúk- dómi. Hvers konar menn eru á- hafniprar á þessuim flugvél- um? segir þinigmaðurinn, og svarar: Þær samanstanda af Ameríkumönnum, Kanada- mönnium, Þjóðverjum Skandi- növum qg íslendingum. — Og seinna í greininni seg- ir hann að 67 flugmenn taki þátt í matvælatflutn- Sænskur hershöfðingi reynir að tala við lítinn, hungraðan flóttamann af Ibo-kynstofni í Ikot Ekoene. ingunum, sem kosti 40 þús- und dollara á dag. — En fá- um dögum áður en hann var þar, hættu þrír atf hverjuim fimm Bandaríkjamönnum, sam voru þjóðvarðliðar. Að- búnaður var of slæmur og Framhald á bls. 24 k Norðurskautið um mánaðamótin Brezku heimskautafararnir fjórir, sem eru á leið frá Al- aska yfir Norðurpó'linn og á- fram til Spitzbergen, eru nú farnir að nálgast Pólinn, reikna með að verða þar í lok þessa mánaðar, eftir erf- ið ferðalög yfir ísinn í marga mánuði. Þeir lögðu aftur af stað úr vetursetustað sínum 24. febrúar og hafa brotizt áfram síðan að meðaltali 20 km. á dag. Stundum hafa þeir þurft að krækja fyrir tálm- anir, ýmist íslausar sjólænur eða háa íshryggi og þá hefur dagleiðin verið styttri. Um miðjan mánuð voru þeir fé- lagar aðeins um 200 km. frá N orðurskautinu. Hinn 13. marz sáu leiðang- ursmenn sólina gægjast snöggvast aftur yfir sjón- deildarhringinn. Þá hafði sól- in ekki komið upp hjá þeim síðan 6. október. — Það var dásamlegt, sögðu þeir í tal- stöðina sína, er þeir ræddu, að venju við sérstakan loft- skeytamann, sem hefur reglu lega samband við þá úr kofa; í auðninni skammt frá Point 'WPk. Barrow á Alaska. Síðustu .... dagana hefur ekki verið sam , ' \ band við leiðangursmenn, ||^ sennilega eitthvað. bilí ' í senditækjunum. Héðan af|isK.. mun daginn fara að lengja og m hlýna. En það hefur lika 1 för með sér, að ísinn fer að i|i| bráðna og valda ferðalöngun- um ýmsum erfiðleikum. fsinn % hefur verið mjög hrúfur síð- an þeir fóru aftur af stað eft ir vetursetuna og birta nær engin. Þetta er löng ferð fyr ir mennina fjóra, 5600 km. yf ir auðnina, með 35 hunda. Einn leiðangursmanna, All- an Gill, slasaðist í september mánuði síðastliðnum, og skaddaði þá hryggjarlið. Hef ur nú verið ákveðið að reyna að ná honum af ísnum og bíð- ur annar maður, Geoff Renn II er eftir að taka við af hon- um. f þessari viku ér ætlun- in að senda tvær flugvélar Wally Herhert. rannsóknarstöðvarinnar í Po- int Barrow til að finna þá og skipta á mönnum en flugvél arnar munu fara frá íseyjunni T—3 sem Bandaríkjamenn hafa rannsóknarstöð og ra- diostöð á, og sem nú er í rúm lega 200 km fjarlægð frá Bret unum. Geti önnur flugvélin lent hjá brezka leiðangrinum verður það í fyrsta sinn sem leiðangursmenn hafa persónu legt samband við umheiminn síðan skömmu eftir að þeir lögðu af stað. Og um leið mun aðsoðarflugvélin varpa niður til þeirra pósti, tepok- um og nokkrum varahlut- um. Flugmaðurinn Freddy Church sem er einn þjálfað- asti flugmaður í Norðurheim skautslöndunum og starfsmað ur rannsóknarstöðvarinnar á Point Barrow, segir að þetta sé ekki björgunarleiðangur. Alltaf hafi verið ætlunin að reyna að lenda einu sinni hjá leiðangrinum, til að sækja vís indalegt efni til hans og létta því af mönnunum. Og úr því farið verði á annað borð þyki rétt að sækja hinn slas- aða mann, sem nú þegar sé búinn að leggja of mikið á sig og geti versnað aftur. Þess má geta, að flugmaður- inn er sá sami, sem kom til íslands, þegar bjarga þurfti leiðangursmönnum af Is- eynni Arlis II, er rak suð- ur með Grænlandi og var það gert frá Keflavík. Og það er framkvæmdastjóri Point Barr ow stöðvarinnar, Max Brew- er, sem sér um allt í sam- bandi við leiðangurinn, en hann kom einnig til fslands, þegar verið var að flytja menn og tæki af Arlis II. Nýi leiðangursmaðurinn, Geoff Renner, er frá North- umberland. Hann hefur verið í 2 ár á Suðurskautssvæðinu en aðstæður á Norðurheim- skautinu eru honum alger nýjung. Að undanförnu hef- ur hann verið í þjálfun í Al- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.