Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969 Með hárri röddu EFTIR TÉKKNESKA LJÓÐSKÁLDID JAROSLAV SEIFERT tíma staðið föstum og örugg- um fótum me’ðal þjóðarinnar gera þeir það nú. Verkamenn- imir skilja þetta og þeir hafa ekki hikað að láta það í ljós. Við erum þeim þakklátir fyr- ir það. Við erum tengdir þjóð okkar sterkum böndum og bregðumst ekki. Ég ætla ekki að endurtaka það hér, sem Alexander Dubcek hefur sagt um föður- landsást. En ég vil nota taeki- færið og halda því fram, að okkur er ekkert fjarlægara en hávaðasöm og innantóm þjóð- ernisstefna. Ástin á landi okk- ar og þjóð, tungu okkar og öllu því, sem einhvers virði er í þessu landi, á sér svo fast an sess í hugum okkar, að þar fær ekkert breytzt. Og allt miðast við að efla og styrkja sósialismann. Ymsir forystumenn í öðrum sósialiskum ríkjum, sem ættu að standa okkur nær, hafa gert samvinnu okkar og þeirra beizkju blandna um sinn. Við höldum áfram samvinnu við þá og við stöndum við ailar skuldbindingar okkar á al- þjóðavettvangi, til ábata fyrir friðinn, sósialismann og okkar eigið land. Margir eru þeir, sem hafa styrkt okkur og tal- ið í okkur kjark á örlaga- stundum. Við munum aldrei gleyma því. En af því meiri krafti höfnum við áróðri og ósannindum, sem engu góðu geta komið til leiðar, heldur aðeins sundurþykkju. Okkur hafa verið gefin há- tíðleg loforð um að okkur verði leyft að halda áfram á vegi sósialismans, eins og við kjósum að framkvæma hann. Ekki hafa þessi loforð verið efnd enn. Okkur hefur ekki miðað. Kannski megum við það ekki. í>að sýnir sig að i gamlar afturgöngur skjóta upp kollinum, afturgöngur þeirra tíma, sem við viljum gleyma og sættum okkur ekki við að komi nokkurn tíma aftur. Ok'ur var heitið því að 7 enginn utanaðkomandi öfl \ skyldu skipta sér af innan- ( ríkismálum okkar. Við sjáum i engan lit á því að þessi loforð / verði uppfyllt. \ En fyrir okkur rithöfunda \ kemur ekki annað til greina 1 en halda áfram á þeirri braut, ( sem leiðtogar okkar hafa i markað á síðasta ári. Ekkert ; okkar vill né getur horfið 1 aftur til fortíðarinnar. ( Við verðum að láta rödd 1 okkar hljóma. Við höfum rétt i til þess og erum sífellt minnt á að þagna ekki. Við viljum segja sannleikann, af vörum okkar má ekki falla ósatt orð. Og verði okkur settir kostir vitum við öll viðbrögð okkar. Það var þetta sem ég vildi segja ykkur öllum, segja ykk- ur þetta með hárri röddu. Jaroslav Seifert er fædd- ur árið 1901. Hann er eitt fremsta ljóðskáld Tékka af eldri kynslóðinni og er nú formaður tékkneska rithöfundasambandsins. Greinin, sem hér fer á eftir í lauslegri þýðingu, birtist í málgagni rithöfundasam- takanna „Listy“ fyrir nokkru. Naumast gerist þörf að minna á, að nær óhugsandi var, að í landi okkar sprytti upp velskipulögð borgarastétt, hliðstæða við það, sem er í vestrænum löndum. Fátt var um sanna kapitalista og flest- ir voru þá útlendingar. Þjóð- félag okkar hefur löngum byggt á verkamönnum. Þar af leiddi tvennt: lýðræði átti mjög auðvelt uppdráttar og sósialisminn hlaut að fá hér góð vaxtarskilyrði. Þetta sést glögglega á bókmenntum okkar. Rithöfundar okkar hafa fyrst og fremst fundið til samkenndar met hinum vinn- - HEYRÐIRÐU EI, Framhald af bls. 20 Við spjölluðum stuttlega við Kolfinnu Sigurvinsdóttur, einn af dönsurum Þjóðdansa félagsins. Hún sagðist vera búni að starfa í félaginu í 6 ár alltaf á hverjum vetri og oft á sumrin þegar verið hafa sýningar fyrir erlenda ferðamenn. Þá hefur hún einnig tekið þátt í utanlands ferð sem farin var til Sví- þjóðar á þjóðdansamót Norð urlanda. í þeirri sömu ferð var farið í sýningarferðir til Þýzkalands, Belgíu og Hol- lands og þar kynntir íslenzk ir búningar og dansar. Kolfinna sagði að það færi mikill tími í æfingar, full tvö kvöld í viku, og þar fyr ir utan færi mikill tími í að gera búninga, en „þetta er allt þess virði, það er svo skemmtilegt“, sagði hún. Kol finna sagði að það væri mik ill áhugi hjá dönsurunum og að það virtist alveg ó- mögulegt að hætta fyrir þá sem einu sinni byrjuðu. „Við komum oft saman", sagði Kol finna“, „og skemmtum okk- ur. Þá er yfirleitt alltaf dans að eitthvað og það er skemmti legast að dansa, hreyfingin og að hrífast með dansinum, virkja hina villtu tóna.“ í íslenzku dagskránni á sýningunni er sett upp skemmt un með íslenzkum dönsum í ís lenzkum búningum og inn í fléttast dansar álfa, skrípi- trölla og huldufólks. Flestir erlendu dansarnir eru frá róm andi stéttum og viðhorfum þeirra, og þetta kemur fram í verkum þeirra. Sú þróun, sem hófst í átt til sósialisma, á árunum eftir heimsstyrjöldina fyrri hélt áfram og stöðvaðist að sjálf- sögðu ekki að lokinni síðari heimsstyrjöldinni árið 1945. Á árunum eftir fyrri heimsstyrj- öldina var nær alla rithöfunda okkar að finna meðal stofn- enda og forystumanna tékk- neska kommúnistaflokksins. Því verðum við að mótmæla öllum rógi og eyða öllum grun, sem beinist að því að telja fólki trú um, að bylting gegn kommúnistaflokknum hafi verið í aðsigi, né heldur að nú hefur sú skoðun við nokkur rök að styðjast að heimvaldastefna gæti skotið rótum í röðum tékkneskra rit höfunda. Slíkar hugsanir og áætlanir eru okkur framandi. Þær eru allri þjóðinni fram- andi. Við höfum ekki gleymt þrengingum okkar undir jám hæl. nazista og við höfum ekki gleymt svikum vest- önsku Ameríku og eru af spænskum uppruna, en þó eru dansar af mjög gömlum indíánskum uppruna t.d. frá Perú þar sem dansararnir túlka forna guðadýrkun og þá gjarnan sólguðadýrkun. Einnig er dans þar sem túlk aðir eru hjarðmenn og lama- dýr. f dansi frá Panama gætir sterkra áhrifa frá Afríku og grunntónninn er ekki spænsk ur. f sérkennilegum dansi frá Argentínu túlka dansararnir riddara og hesta. Riddararn- ir fara með hestana úr þurrk um sléttnanna og að vatnsbóli þar sem þeir sleppa hestun- um og mynda hring um þá meðan þeir svolgra í sig vatn ið. Þegar hestarnir hafa feng ið vatnið skvetta þeir úr sér og hálf tryllast, en um síð- ir er ferðinni haldið áfram og í þessum dansi eru karl- mennirnir hestarnir og kon- urnar riddararnir. Þá er t.d. einn sýningardans frá Kali- forníu dansaður í mjög fögrum búningum. f einum Mexíkanska dansinutn túlka karlmennirnir asna í venju- legu spænsku þorpi, þar sem þeir ráfa um og spretta úr spori. Þá er t.d. japanskur dans þar sem geisur stíga létt fættar. í ftölsku dönsunum koma fram tarantellur, en það eru til gömul sögn. um tarantellur á Ítalíu þar sem segir að ef menn verða fyrir biti kóngulóarinnar tarantu- la, er dans eina ráðið til bjargar lífi mannsins. Og eft- ir því sem dansað er hraðar eru meiri líkur til bjargar og rænna bandamanna okkar við skammarfriðinn í Munchen. Það er næstum hlægilegt að láta sér detta í hug að við getum gleymt þessu. Og við getum ekki varizt brosi, þegar við heyrum orðið gagnbylting. Þegar rithöfund- ar okkar og menntamenn og allt skapandi afl í þjóðfélag- inu hafa fagnað þeirri lýtS- ræðisþróun, sem hefur orðið síðasta ár, þá tel ég fullvíst, að hugsjón sósialismans komi fam skírari og fullkomnari. Þetta langar mig til a'ð hrópa hárri röddu. Það er fjarstæðukennt að ætla að rit höfundar okkar vísi þeirri þróun á bug, þróun sem greip um sig ekki aðeins í kommún- istaflokknum heldur og með vinnandi stéttum og hjá þjóð- inni allri. Nú er það skylda allra skapandi listamanna að leiðbeina þjóðinni og taka þátt í þeirri baráttu, sem er óhjákvæmilegt að við heyjum. Þetta eru ekki innantóm orð, heldur merk sannindi, og hafi rithöfundar nokkurn þá tryllist fiðlan enn á ný og villtir tónar hrífa hvern þann sem hlustar. f gömlu erlendu þjóðlagi segir: „Fran ziska, Franziska, flýttu þér í skóna, heyrirðu ei, heyr- irðu ei, hina villtu tóna", og dansarar ÞjófJdansafélagsíns hrífast í túlkun dansins, pils faldar sveiflast og augun loga. áí' - NÍGERÍA Framhald af bls. 10 sprengjum varpað á hverri nóttu. Hann segir frá fluginu til baka frá Uli-flugvelli, þegar þeir þurftu að bíða í þrjár klukkustundir á flugbrautinni í ausandi hitabeltisrigningu og eldingum, en flugvélarnar gátu ekki lent fyrr vegna veð- urs. Loks lentu þær, öll- um til mikils léttis. Flestir farþegarnir voru . prestar — bæði kaþólskir og mótmæl- endur — sem voru að snúa aftur úr stuttu fríi, Rauða kross starfsmenn og nakkrir blaðamenn. Þeir áunnu sér alla mína virðingu, segir brezki þingmaðurinn. í Time er sagt frá svipaðri fluigferð, og frá sprengjuflug- vél Nígeríulhers með „þjóðar- morðingjann" i flugmanns- sæti. Blaðamaðurinn segir að í matvælaflutningunum séu flugvélar af gerðunum DC-6, C-46 Super Constellation og loks nýkomnar C-97 strato- fre'ghter flugvélar frá Banda- ríkjunum. Áhafnirnar séu af álíka fiölbreyttu þjóðerni og flugvélarnar. Þar séu Svíar, Finnar, Bandaríkjamenn og Skoti — en hann nefnir ekki íslendinga. Time-blaðamaðurinn lýsir m. a. þrengslunum, sem eru í loftinn kringum flugvöllinn í Biafra, meðan Truflarinn er þar. Hann segir: — Þegar flug vélarnar koma inn á völlinn verða þær að fljúga myrkv- aðar nema síðustu 30 sekúnd- urnar áður en þær snerta jörðina. — Ef fJugmennirnir kveiktu allir á ljósum sínum einhverja nóttina og lýstu upp uimhverfið, þá mundu þeir deyja úr hræðslu við að siá hve nálægt þeir eru hver öðrum, hefur hann eftir sænska flugmanninum í flug- vrélinni sinni. Matvælafluginu lýsir hann sem nokkurs konar sam- keppni, hver flugmaður reyni að ná þremur férðum á nóttu, sem sé næstum ógerlegt, því Truflarinn tefji og svo geti flu'gvöllurinn aðeins afgreitt 8 flugvélar, og gangi herflutn ingavélarnar £yrir. Það sé líka áberandi að þegar komið sé að annarri og þriðju um- ferðinni, þá sé dregið af Bi- aframönnum á fluigvellinum við affermingu, enda kraft- arnir litlir vegna hungurs og fasðuskorts. Lífið í Sao Tome segir blaðamaðurinn bæði rándýrt og leiðinlegt. Flugmennimir fái sér morgunverð eftir næt- urflugið og venjulega wisky til að slappa af, og svo sofi þeir, syndi og sendi heim pen inga. Þegar byrjar að skyggja, borða þeir aðalmáltíð dags- ins, flutningavélarnar leggja upp, gömlu flugvélarnar fara hóstandi í gang og flutning- arnir byrja aftur. -í NORÐURSKAUT Framhald af bls. 10 aska. Um daginn var haft eft ir honum er hann benti út á ísbreiðuna: — Þarna lifa menn irnir á ísnum: setjast að í tjaldbúðum, gefa hundunum, brjótast með sleðana yfir ís- inn. Þetta er þeirra daglega líf. Leiðangursmenn hafa lent í ýmsu. síðan þeir lögðu af stað fyrir meira en ári. Nýlega elti þá ísbjörn. Einn leiðang ursmanna, Wally Herbert, sem var aftastur, leit við og sá að gríðarstór björn elti þá, og færði sig sífellt nær þeim. Erfiðlega gekk að skjóta úr byssunum vegna kuldans, en það tókst og björninn lagði á flótta — því miður. sögðu leiðangursmenn. Hann hefði verið gott fæði handa hundunum, en við mátt um ekki skjóta hann svo snemma dags, því hann var of þungur til að flytja með sér til næturstaðar. Bezt hefði verið, að hann hefði elt okkur allan daginn í hæfi- legri fjarlægð. Það sem eftir var dagsins þurftu leiðang- ursmenn að höggva ofan af íshrvggjum til að komast á- fram og voru þreyttir er þeir settust að um kvöldið. En ekki varð svefnsamt, bví sprunga kom í ísinn nærri undir þeim og þeir urðu að flytja tjald- búðirnar. Leiðangurinn hefur átt við eilífa erfiðleika að stríða, en nú gera mennirnir sér vonir um að það erfiðasta sé bú- ið. Þó gerir austlægur vind- ur. sem lætur ísinn reka 5 km. á dag, þeim enn erfitt fyrir. — — Við ættum að verða á Norðurpólnum í mánaðarlok, fyrstu mennimir sem ná þang að frá strönd Alaska segir leiðangurstjórinn. Wallv Her bert. En hann hefur þó enn- þá meiri áhuga á að komast á áætlun þaðan til Spifcs- bergen, sem er 1300 km vega- lengd. — Við ætlum að kom- ast alla leið til Spitzbergen, og hafa þá farið lengstu ferð yfir heimskautaísinn, sem menn hafa nokkum tíma far- ið, segir hann. HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams Ertu brjálaður, Angelo, legðu byss- una frá þér. Og láta Raven og Troy Ijóstra því upp að Axtel Athos sé dá- inn? Nei. paó j)ér fyrir. íí. n'ynut. Vegna blaðorsins i þér mín kæra systir, verð ég að skipa áhöfninni að vinna svolitið verk. (3. mynd). Passaðu að hann sökkvi strax, við erum að leggja úr böfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.